Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 10
10 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ömmæli Ögmundur Jónasson hélt upp á sextugsafmæli sitt með pomp og prakt að heimili sínu á Grímshaga á fimmtudagskvöld. Eins og búast mátti við fagnaði margt góðra gesta með afmælisbarninu, til dæmis Vigdís Finn- bogadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Geir H. Haarde, Guðni Ágústsson og fleiri. Athygli vakti þó að enginn af for- ystusauðum Samfylkingarinnar skyldi heiðra Ögmund með nærveru sinni. Suðurgatan var engu að síður undirlögð af bílum afmælisgesta, mest- megnis jeppum og glæsibif- reiðum og átti jafnvel forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, erfitt með að finna bílastæði. Athygli vakti hins vegar að Friðrik Sop- husson, forstjóri Landsvirkjunar, mætti í fjörið á reiðhjóli. Laxi líkastur Guðni Ágústsson vakti mikla lukku með ræðu sem hann flutti fyrir afmælisbarnið. Vildi Guðni meina að af öllum dýrum væri Ögmundur sjálfsagt líkastur laxinum. Þess vegna fannst honum tilvalið og að færa Ögmundi nýveiddan lax í afmælisgjöf, og vonaðist til að hann kæmi að góðum notum ef hungurvof- an færi að láta á sér kræla í kreppunni. Græna gleðin Ekki höfðu allir gestirnir fengið nóg þegar afmælisveislunni sleppti, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem stefndi þverpólitískri breiðfylkingu á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Í hópi þeirra sem sátu í kös við fótskör Steingríms voru Stefán Pálsson sagnfræðingur, Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda og fram- sóknarmaður, og popparinn Villi naglbítur, sem færði mannskapnum drykki. Var gleðin svo mikil að undir lokin brast hersingin í fjöldasöng og flutti ættjarðarlög og baráttu- söngva verkalýðsins svo til óaðfinnanlega. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Þorgrímur Gestsson skrifar um Ríkis- útvarpið Stjórnmálamenn grípa stundum til þess ráðs í vandræðum sínum að misskilja vísvitandi það sem sagt er, þegar það hentar þeim betur en að skilja. Þetta gerir Höskuld- ur Þórhallsson framsóknarmaður þegar hann svarar grein minni þar sem ég furða mig á skrifum hans um að þjóðarsátt hafi verið um að gera RÚV að hlutafélagi. Höskuldur fullyrðir að ég hafi skrifað í grein minni, sem birtist á mánudaginn var „að breytingin sem gerð var á rekstrarformi Ríkisút- varpsins í tíð síðustu ríkisstjórnar sé grundvöllur- inn að þeim vanda sem nú blasir við útvarpinu.“ Þetta skrifaði ég ekki, heldur: „Fullyrt var að með því að gera RÚV að hlutafélagi og losa það við þunglamalegt stjórnkerfi ríkisstofnunar myndi reksturinn batna. En við héldum því alltaf fram að það væri blekking, rekstrarafkoman hefði ekkert með rekstrarformið að gera.“ Þetta er svolítið annað. En það er alveg rétt hjá Höskuldi að sjálfstæðis- menn lofuðu að styrkja og styðja Ríkisút- varpið og þvertóku fyrir að ætlunin væri að selja það. En við hjá Hollvinum RÚV spurð- um alltaf hvers vegna væri verið að breyta stofnuninni í hlutafélag í stað þess að styrkja hana án slíkra æfinga; við bentum á góðar fyrirmyndir í nágrannalöndum okkar þar sem ríkisútvarp er í býsna góðu gengi – Dan- marks radio og BBC. Í grein minni á mánudaginn skrifaði ég einnig að allt væri komið fram sem Hollvinir RÚV og fleiri sögðu þegar þeir vöruðu við hlutafélagavæðingunni; þar var einfaldlega átt við þann niðurskurð og samdrátt, sem nú er að koma á daginn. Hlutafélag þarf að reka án halla, helst með hagnaði, en almannaútvarp lýtur öðrum lögmálum. Það hefur fyrst og fremst menn- ingarlegar skyldur. Þess vegna höldum við ótrauð áfram baráttunni fyrir eflingu Ríkisútvarpsins, hins íslenska almannaútvarps. Henni er langt í frá lokið, þótt það hafi verið gert að hlutafélagi. Hollvinasamtökin hafa ýmislegt á prjónunum í þá veru, sem kemur í ljós með haustinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka RÚV. Vísvitandi misskilningur ÞORGRÍMUR GESTSSON Evran verður ekki tekin upp í stað krónunnar sem gjaldmið- ill á Íslandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra kvað upp úr um þetta á fundi með sjálfstæðis- mönnum í Valhöll í morgun.“ (dv. is 29. sept. 2007) „Geir segist ekki hafa lagt blessun sína yfir samruna REI og Geysi Green Energy.“ (mbl.is 6. nóv. 2007) „Forsætisráðherra segir að þótt lífskjör mælist þau bestu í heimi hér á landi, þá setji það ekki sérstaka pressu á Ísland í alþjóðasamfélaginu í umhverfis- málum né öðrum.“ (mbl.is 27. nóv. 2007) „Í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir því að skattalækk- anir á kjörtímabilinu komi til greina, en þær hafa ekki verið tímasettar. Þannig að það er ekki verið að fresta neinu sem þegar var búið að ákveða,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. (mbl.is 1. des. 2007) „Geir H. Haarde forsætisráð- herra telur að álit mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna gefi ekki tilefni til lagabreytinga á Íslandi.“ (eyjan.is 15. jan. 2008) „Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir að þær breytingar sem urðu í borgarstjórn í gær muni ekki hafa áhrif á störf ríkisstjórnarinnar.“ (mbl.is 22. jan. 2008) „Í viðtali við norska ríkissjónvarpið 26. janúar sl. áréttaði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra að það væri ekki á dagskrá hjá íslenskum stjórn- völdum að sækja um aðild að Evrópusambandinu.“ (heimssyn. is 31. jan 2008) „Sagðist Geir telja, að settur dómsmálaráð- herra hefði ekki getað skipað umsækjanda, sem dómnefndin mæti ekki hæfan í starfið.“ (mbl. is 31. jan. 2008) „Ekki stendur til að gera breytingar á gjaldmiðlinum á næstunni, sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.“ (mbl.is 4. feb. 2008) „Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að engar ákvarð- anir hafi verið teknar um að lækka opinberar álögur á eldsneyti.“ (mbl.is 21. feb. 2008) „Geir H. Haarde forsætisráð- herra vill ekki svara því hvort hann styðji Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son til að taka sæti borgarstjóra.“ (mbl.is 11. feb. 2008) „Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í ræðu sinni í dag að aðild að Evrópusambandinu væri ekki á dagskrá hjá núverandi ríkisstjórn og þar af leiðandi ekki heldur upptaka evrunnar.“ (landpostur.is 13. feb. 2008) „Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist í viðtali í Silfri Egils í morgun ekki óttast að kreppa væri framundan þrátt fyrir erfiða stöðu á fjármála- markaði og í sjávarútvegi.“ (mbl. is 17. feb. 2008) „Geir segist ekki telja hættu á gengishruni krónunnar.“ (mbl.is 23. feb 2008) „Juncker spurði Geir að því á fundinum hvort það væri rétt að Íslendingar íhuguðu að taka upp evru einhliða og svaraði Geir því til að það stæði ekki til.“ (mbl.is 26. feb 2008) „Forsætisráðherra í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna: Ekki hætta á samdrætti í íslensku efnahagslífi.“ (mbl.is 14. mars 2008) „Geir H. Haarde forsætis- ráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegi að staðan í efnahagsmál- um hérlendis væri ekki komin á það stig að það kallaði á sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. (mbl. is 18. mars 2008) „Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund að ástæður gengisfalls krónunnar megi rekja til vandræða sem bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns lenti í um helgina. Ríkisstjórnin áformi ekki að grípa til sérstakra aðgerða nú.“ (mbl.is 18. mars 2008) „Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir að ekkert sé athuga- vert við það að hann og utanríkis- ráðherra fari með einkaþotu til Búkarest í Rúmeníu á fund Norður-Atlantshafsbandalagsins.“ (mbl.is 2. apríl 2008) „Geir H. Haarde forsætisráðherra vildi á Alþingi í dag ekki upplýsa frekar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka Íslands í efnahags- málum.“ (vb.is 7. apríl 2008) „Geir sagði aðspurður að Ingibjörg Sólrún hefði ekki verið að tala um það um helgina að afnema eftirlaunalögin í heild.“ (vb.is 13. maí 2008) „Geir: Ég vil ekki ganga í ESB.“ (mbl.is 17. maí 2008) „Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, telur að ekki sé útilokað að svartsýnisspár um efnahagshorf- ur á Íslandi gangi ekki eftir.“ (mbl.is 5. jún. 2008) „„Við skoðum þessi mál eins oft og við þurfum. Það þarf ekki hvatningu frá öðrum til þess,“ sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, aðspurður um ákall fulltrúa vinnumarkaðarins um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um.“ (mbl.is 19. jún. 2008) „Geir H. Haarde, forsætisráð- herra, segir hugmyndir um upptöku evru á grundvelli EES- samningsins ekki nýjar af nálinni.“ (vb.is 14. júl. 2008) „Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki munu ganga lengra í friðun Þjórsárvera en sem segir í stjórnarsáttmálan- um.“ (mbl.is 14. júl. 2008) Ekki-maðurinn HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Athafnastjórnmál BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag. M óðir drengs sem féll fyrir eigin hendi fyrr í sumar hefur stigið fram og sagt sögu sonar síns. Pilturinn varð fyrir grimmilegu og langvarandi einelti og foreldrar hans álíta að til þess megi rekja þá miklu vanlíðan sem að lokum leiddi til þess að ungi maðurinn svipti sig lífi. Í framhaldinu hefur komið fram að ekki hafi tekist að vinna bug á eineltinu í skóla piltsins og hann hafi því verið fluttur í annan skóla. Því miður virðist það oft þrautalendingin að reyna að stöðva einelti með því að flytja fórnarlambið í annan skóla. Skilaboðin sem send eru bæði gerendum og fórnarlömbum eineltis með þessari aðferð eru alröng. Auk þess upprætir flutningur þolanda eineltis milli skóla ekki endilega eineltið. Sími og net veita nefnilega býsna greiðan aðgang að fórnar- lömbum eineltis. Einelti er ofbeldi og þannig ber að taka á því. Eina leiðin til að uppræta það er að taka það föstum tökum hjá gerendunum, stöðva það. Hugtakið einelti er tiltölulega ungt. Áður var talað um stríðni og jafnvel var viðurkennt að hún gæti farið úr böndunum. Með því að nota hugtakið einelti og skilgreina það sem ofbeldi er hægt að taka á því með markvissum hætti og það er sem betur fer gert víða. Foreldrar hafa góðu heilli vaxandi áhuga á því sem fram fer innan skóla barna þeirra og láta líðan barns í skóla sig miklu varða. Það ætti því að vera skýlaus krafa allra foreldra að í skóla barns þeirra sé til aðgerðaráætlun gegn einelti sem unnið er eftir þegar slík mál koma upp. Komið hefur í ljós að stórlega dregur úr einelti í þeim skól- um sem vinna samkvæmt svo kallaðri Olweusaráætlun gegn einelti. Tugir skóla á Íslandi vinna eftir þessari áætlun og mun láta nærri að um helmingur grunnskólabarna sé í skóla þar sem unnið er í samræmi við þessar hugmyndir. Öllum skólum gefst kostur á að taka þátt í verkefninu. Á heimasíðu Olweusarverkefnisins kemur fram að sænsk skólayfirvöld hafi rannsakað 21 aðferð sem beitt er til að vinna á einelti. Niðurstaðan var að Olweusaráætlunin væri eina aðgerðaráætlunin sem ekki þyrfti að efast um að hefði áhrif gegn einelti í skólum. Það er lykilatriði að skólar marki sér skýra stefnu um það hvernig tekist er á við einelti þegar það kemur upp. Allir starfsmenn skólans eiga að þekkja stefnuna og ábyrgð hvers og eins. Nemendur verða að fá skýr skilaboð um að það sé á ábyrgð hvers og eins að einelti líðist ekki í skólanum og foreldrar sömuleiðis. Grunnskólagangan á að undirbúa börn undir ábyrga þátt- töku í lýðræðissamfélagi. Partur af þeim undirbúningi er að takast á við einelti í skólum með markvissum hætti. Saga piltsins sem lést þegar lífið blasti við honum er þyngri en tárum taki en því miður ekki einsdæmi. Hins vegar verða allir að leggjast á árar til að leitast við að koma í veg fyrir að hún endurtaki sig. Vinna verður á einelti með markvissum hætti. Burt með eineltið STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.