Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 28
● heimili&hönnun „Ef garður er tekinn vel í gegn á vorin og illgresið hreins- að þrisvar til fjórum sinnum yfir sumarið þá er hann nokkuð til friðs,“ segir Auður þegar undrast er yfir afköstum henn- ar en neitar því samt ekki að stundum teygist á garðyrkj- unni fram eftir nóttum. Hún kveðst alltaf heilsa upp á garð- inn áður en hún fer til vinnu og aftur þegar hún kemur heim. „Svo hangi ég aðeins úti á svölum áður en ég sofna og virði fyrir mér dýrðina. Það gefur mér alla heimsins orku.“ Auk trjáa, runna, blóma, grænmetis og kryddjurta er Auður með ógrynni plantna í uppeldi fyrir sumar bústaðaland og einnig moldar framleiðslu. „Ekkert lífrænt fer út úr þess- um garði því ég lít á mold sem mikinn fjársjóð. Bæði er ég með safnhaugakassa og svo gref ég holur fyrir garðaúrgang- inn, set þykkt lag af dagblöðum ofan á og síðan mold. Þannig verður til besta mold í heimi enda er ég farin að sjá hluss- umaðka skríða um,“ segir Auður, sem einnig gerir tilraun- ir fyrir tímaritið Sumar húsið og garðurinn. „Hér prófum við nýjar tegundir og tökum myndir af ýmsum handbrögðum.“ Auður er alin upp í blómabænum Hveragerði. „Faðir minn var skrifstofumaður en móðir mín var ræktunarkona og allt- af úti í garði. Eftir að hún eignaðist gróðurhús gat maður gengið að henni vísri þar. Ég er sú eina af átta systkinum sem fékk þessi gen og það 150 prósent! Er í annasömu starfi og þarf að klára hluti á settum tíma en í garðinum geng ég ekki með klukku heldur segir ljósmagnið mér hvað tímanum líður. Eiginmaður og sonur hala niður vatni til mín og grilla ofan í mig en ég er ánægð að fá að puða og finnst dásamlegt að vera innan um gróðurinn,“ segir Auður. Páll Jökull Pétursson heitir eiginmaður Auðar og er frá Vík í Mýrdal. „Ég átti vinkonu sem linnti ekki látum fyrr en hún hafði kynnt mig fyrir Páli. Á endanum buðu hún og maður hennar okkur með sér í eyðibýlið Hvalnes í Lóni sem er ákaflega rómantískur staður undir háu fjalli. Norðurljós- in leiftruðu og vetrarbrautin blasti við. Eftir það varð ekki aftur snúið. Páll átti tímaritið þegar við kynntumst og hann var líka bókari en ég vann sjálfstætt sem garðaráðgjafi, hafði lært húsa- og húsgagnasmíði og síðar garðyrkjufræði. Við Páll vinnum vel og mikið saman og erum auk þess með þrjár manneskjur í föstu starfi enda útgáfan alltaf að auk- ast.“ Í lokin er Auður spurð hvort eiginmaðurinn hafi líka áhuga á garðyrkjunni. Þá hlær hún. „Þegar ég kynntist honum þekkti hann fáar tegundir nema birki en nú kemur hann mér stöðugt á óvart. Hann er eins og minniskubbur og slettir stundum latínunöfnum. Þá finnst mér hann nú eigin- lega fara yfir mörkin og vera farinn að slá mér við!“ - gun Garðyrkjan gefur mér orku ● Auður Ottesen rekur ásamt manni sínum fyrirtækið Sumarhúsið og garðurinn sem gefur út samnefnt tímarit, bækur og heldur vörusýningar. Hún stundar líka alls konar ræktun í eigin garði sem er svo tilkomumikill að óskiljanlegt er að hún hafi tíma til að sinna nokkru öðru. Litbrigði gróðursins eru óendanleg því fyrir utan blómstrandi plöntur kveðst Auður hrifin af jurtum með afgerandi lit á blöðum og finnst gaman að raða þeim saman. „Svo er gaman að leyndarmálum. Einhverju sem hefur vaxið á bak við annað og skýst allt í einu fram.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Þessar elskur eru allaf að koma manni á óvart,“ segir Auður og á þar við plönturnar. „Sumar tegundir hefði maður ekki látið sér detta í hug að rækta hér á landi fyrir tíu árum en lifa nú góðu lífi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Auður glímir við illgresið milli trjánna með því að setja dagblöð yfir beðin og steina ofan á þau. Eftir tvö ár verða blöðin orðin að mold. Skjaldmeyjarfífillinn heillar bæði fólk og flugur. Eftirlætisplöntur Auðar eru blásóleyjar og bóndarós. Sú síðarnefnda er í blóma bak við bekkinn. 19. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.