Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 30
● heimili&hönnun N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Ekki er annað hægt en að vera úti undir berum himni þegar tilveran er uppfull af sólríkum júlímánuði. Þá er engin þörf á að fara inn til að nærast heldur bera matinn og jafnvel alla borðstofuna út, dekka borð, skreyta með blómum og skála í svalandi sumardrykkjum. Engu skiptir hvort matast eigi úti í garði eða á tröppum heldur að hafa það náðugt og bjóða sumargolunni og sólinni til borðs. Á Íslandi þar sem ekki er hægt að treysta á gott veður er það oftast hvatvísin sem blæs til garðveislu og þar sem lítill eða enginn tími er til undirbúnings er best að leyfa ímyndun- araflinu að fara á flug. Lök er hægt að nýta sem borðdúka, sultukrukkur sem blómavasa og púðana úr sófanum sem sæti, og með einu handtaki er hlutum heimilsins fengið nýtt hlutverk. Ef aðstæður leyfa er hægt að draga út sjálft borðstofuborð- ið og sparistellið. Ef einhver er kominn með leið á sparistell- inu þá á eflaust eftir að hýrna yfir því þegar það er komið út undir sólina því blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, eins og Hannes Hafstein komst svo vel að orði. -keþ Himneskt er að lifa ● Á sólríkum sumardegi er tilvalið að borða undir berum himni, en með ýmsum einföldum ráðum er hægt að galdra garðveislu fram úr erminni. Eða svo framarlega sem hugmyndaflugið fær að njóta sín. Rósir og blóm úr garðinum gefa veisluborðinu sumarlegan svip. Hér hefur blómum verið komið fyrir í vatnskönnu. Luktir sem þessar er auðvelt að setja upp og fást í versl- unum sem sérhæfa sig með austur- lenskar vörur. Silfrið og sparistellið lítur ekki síður vel út á vel búnu matarborði úti í garði. Bleiki liturinn er punkturinn yfir i-ið enda sumarlegur og sætur. 19. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.