Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.07.2008, Blaðsíða 18
18 19. júlí 2008 LAUGARDAGUR Þ etta er stór áfangi enda hefur það verið stefna skólans frá upphafi að koma honum undir eitt þak,“ segir Hjálmar sem tekur á móti blaða- manni í gamla SS-húsinu í Laugar- nesi þar sem myndlistardeild skól- ans er til húsa. Gangi allt að óskum verður aðeins kennt þar í þrjá vetur í viðbót því stefnt er að því að nýbygging skólans á svokölluð- um Frakkastígsreit verði tekin í notkun haustið 2011. Arkitektastof- an +Arkitektar, með Pál Hjalta Pálsson í broddi fylkingar, bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun hússins og Hjálmar er afar ánægður með útkomuna. „Dómnefndin var einhuga í sinni afstöðu. Þessi tillaga uppfyllir allt sem við báðum um. Það spillti held- ur ekki gleðinni þegar í ljós kom að hér var um íslenska hönnun að ræða. Allar sigurtillögurnar þrjár reyndust vera íslenskar og ég lít á það sem sigur fyrir íslenskan arki- tektúr því undanfarið hafa erlend- ar stofur oft verið hlutskarpastar í svona samkeppnum. Það hefði verið frekar pínlegt fyrir arkitekt- úrdeildina okkar að hreiðra um sig í húsi sem væri hannað af til dæmis Dönum,“ segir Hjálmar og hlær. Samspil ólíkra listgreina Hjálmar hefur verið rektor skól- ans frá upphafi og allan þann tíma unnið að því að byggja yfir skól- ann. Hann segir að samruni list- greina, sem hugmyndafræði Lista- háskólans byggist á, náist ekki að fullu fyrr en öll starfsemin er komin undir sama þak. „Við stofnuðum skólann árið 1998 og þessi vinna er búin að vera líf mitt í tíu ár. Það að sjá núna í fyrsta sinn hugmyndafræðina sem liggur að baki skólanum fá á sig þetta myndræna form er alveg stórkostlegt. Ekki bara fyrir mig, því þótt ég hafi leitt þessa vinnu frá upphafi þá hafa ótal margir komið að þessu verkefni. Í raun- inni hafa allir nemendur skólans og kennarar lagt eitthvað til í und- irbúningsvinnunni. Þetta er flókin bygging enda flókin starfsemi og við þurftum reglulega að skýra fyrir sjálfum okkur hvað það var nákvæmlega sem við vildum. Þetta er ekki bygging sem getur leyft sér að vera mjög dýr og íburðar- mikil. Þetta er fyrst og fremst list- verksmiðja og flæðið í henni verð- ur að vera mikið,“ segir Hjálmar og útskýrir að þátttakendum í hönnunarsamkeppninni hafi verið gerð grein fyrir því að þeir þyrftu að hanna hús sem mætti sóða út. „Þetta er staður þar sem skapandi hugsun er í fyrirrúmi og þar verð- ur ekki gengið um á inniskónum.“ Forskotið felst í smæðinni Hjálmar telur Íslendinga hafa for- skot á aðrar þjóðir með því að blanda saman ólíkum listgreinum í einum skóla. „Þessi bygging á eftir að vera einstök. Ég veit ekki um neina listaháskólabyggingu þar sem svona ólíkar og margar list- greinar mætast. Það á eftir að verða okkar styrkur enda tek ég eftir því að erlendir gestir frá öðrum skólum öfunda okkur oft af því hvað skólinn er fjölbreyttur. Þarna er ákveðið samrunaafl í gangi og í framtíðinni eiga listirn- ar eflaust eftir að samtvinnast enn meira – eins listir og vísindi. For- skotið sem við Íslendingar getum haft í menningarmálum felst ein- mitt í þessu. Við höfum ekki mögu- leika á að keppa á öllum sviðum, við getum ekki búið til stór söfn á borð við MOMA í New York en við getum haft ávinning af smæðinni,“ segir Hjálmar og útskýrir að hug- myndafræði skólans gengi ekki upp í mjög stórum skóla. „Ef til vill verður komin einhver allt önnur hugsun eftir 50 ár en við verðum að þjóna þeim nútíma sem við lifum við og þeirri framtíð sem við sjáum fyrir okkur. Ég hef trölla- trú á þessari hugmyndafræði,“ segir hann. Sjálfur hefði Hjálmar, sem nam tónlist og tónsmíðar bæði í Evrópu og Ameríku, gjarnan viljað ganga í skóla á borð við Listaháskólann þar sem mörkin milli listgreina eru óljós. „Kannski var það leiðarljós mitt þegar ég var að stofna skólann og eins núna þegar byggingin er að taka á sig mynd. Þetta er skólinn sem mig hefði dreymt um að fara í og ég held að þessi skóli eigi eftir að uppfylla drauma margra. Mistök að byggja annars staðar Það tók langan tíma að finna Lista- háskólanum stað. Í maí árið 2007 var skólanum loksins úthlutað lóð í Vatnsmýrinni en nokkrum mánuð- um síðar gerði skólinn eignaskipta- samning við Samson Properties sem átti lóðina á Frakkastígsreitn- um. Sjálfur segist Hjálmar alltaf hafa séð skólann fyrir sér í mið- borginni. „Ég er Ísfirðingur og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en ég var 17 ára gamall og fór í menntaskóla. Ég heillaðist strax af miðbænum og gleymi því ekki þegar ég kom hingað fyrst og gekk um þessa borg. Í mínum huga hefðu það orðið mikil mistök ef við hefðum farið eitthvert annað. Auðvitað hefur þrýstingurinn verið mikill og það hefur reynt á mig sem leiðtoga að halda skólanum hreinlega saman. Oft hefur það verið skelfilega erf- itt, núverandi aðstaða er ófullnægj- andi svo biðin hefur verið erfið. Þetta hefur tekið tíma en þannig er það bara. Ég hef samið tónverk sem voru tvö til þrjú ár í vinnslu en þetta er stærsta verkefni lífs míns,“ segir Hjálmar sem hefur þó ekki staðið einn í harkinu. „Stjórn skólans hefur verið eins og klettur í þessu, algjörlega ein- huga og þar hefur stefnan líka allt- af verið sú að reyna að tengja skól- ann mannlífinu í miðbænum.“ Hjálmar er sannfærður um að staðsetningin eigi eftir að gera mikið fyrir skólann og að sama skapi eigi starfsemi skólans eftir að hafa góð áhrif á miðborgina. „Fyrir mér eru listirnar afl í mann- lífinu og þær eru aldrei ljótari eða fallegri en mannlífið á hverjum stað. Og hvar er mannlífið í borg nema í hjarta hennar? Þá er ég ekki að tala um í einhverjum uppgerð- um gervimiðborgum heldur þar sem blandast saman það fegursta í borginni og það ljótasta. Listahá- skólinn verður engin skrautbygg- ing. Hún verður sú bygging sem fólkið á hverjum tíma, nemendur og aðrir vilja að hún sé. Til að svo geti orðið verður hún að vera þar sem deiglan er og ég sé það ekki annars staðar en hér algjörlega í hjarta borgarinnar.“ Skólinn mun efla miðborgina „Miðbærinn verður aldrei líflegri en fólkið sem er þar og það skiptir líka máli hvað fólk er að gera í mið- bænum,“ segir Hjálmar. „Sumir eru í innhverfum störfum sem smita lítið út frá sér en mikið af störfunum í Listaháskólanum eru mjög úthverf. Þetta er glaðlyndur hópur fólks sem oft hefur sterkar skoðanir og tjáir sig mikið. Ég veit að nemendur mínir eiga eftir að skandalísera oft í miðbænum og það er frábært. Þetta fólk á eftir að færa líf í bæinn, ekki einhvers konar penheit heldur kraft og dýpt mannlífsins.“ Vonast er til þess að nýja bygg- ingin verði áfangastaður fyrir almenning sem getur nýtt sér bóka- safnið, kíkt á listviðburði og sest á kaffihús innan veggja skólans. Húsið mun breyta ásýnd Lauga- vegarins en Hjálmar hefur þó ekki áhyggjur af því að byggingin verði umdeild. „Það er enginn vandi að fá fólk til að hrífast af þessari hugmynd. Þetta mun gera borginni gagn og vera til prýði. Við þá sem hafa efa- semdir segi ég: Skoðið þetta og kynnið ykkur tillöguna, farið inn í húsið í huganum, standið fyrir framan það, setjið ykkur inn í hug- myndafræðina. Síðan getið þið tjáð ykkur og þá skal ég tala við ykkur.“ Listin á heima í miðborginni Þegar Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, kom fyrst til Reykjavíkur 17 ára gamall heillaðist hann strax af miðbænum. Nú sér hann fram á að skólinn sem hann stjórnar og hefði sjálfur viljað ganga í rísi þar innan skamms. Þórgunnur Oddsdóttir ræddi við Hjálmar á þessum tímamótum en vinningstillögur um útlit nýbyggingar skólans voru kynntar í vikunni. HJÁLMAR H. RAGNARSSON „Ég veit að nemendur mínir eiga eftir að skandalisera oft í miðbænum og það er frábært,“ segir rektor sem sjálfur hefði gjarnan viljað nema við skóla á borð við Listaháskólann á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Listaháskólinn verður engin skrautbygging. Hún verður sú bygging sem fólkið á hverjum tíma, nemendur og aðr- ir vilja að hún sé. ■ Skólinn var stofnaður árið 1998 og tók til starfa haustið 1999. ■ Um 400 nemendur stunda nám við skólann í fjórum deildum; myndlist- ardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild, leiklistardeild og tónlistardeild auk þess sem boðið er upp á nám til kennsluréttinda. Til stendur að fjölga deildum og bjóða t.d. upp á nám í kvikmyndagerð. ■ Kennsla fer nú fram á fimm stöðum vítt og breitt um bæinn. ■ Skólinn er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt skipulagsskrá með fjárframlögum frá ríkinu. ➜ LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS Gert er ráð fyrir að nýbygging Listahá- skólans standi á svokölluðum Frakka- stígsreit sem afmarkast af Laugavegi í suðri, Hverfisgötu í norðri og Frakkastíg í austri. Byggingin er 13.500 fermetrar að stærð en auk þess er reiknað með að 2.000 fermetra bygging rísi norðan Hverfisgötunnar og hýsi verkstæði skólans. Innangengt verður milli bygg- inganna í kjallara hússins undir sjálfri Hverfisgötunni. Tillagan gerir ráð fyrir að húsin við Laugaveg 43 (þar sem Vínberið er nú til húsa) og 45 víki en hús númer 41 verði friðað, lyft upp um eina hæð og fellt inn í sjálfa skólabygginguna. OPIÐ RÝMI Í miðju byggingarinnar er mikið opið rými. ➜ VINNINGSTILLAGA +ARKITEKTA VÍSAÐ Í HANDVERKIÐ Klæðning á húsinu vísar í íslenskan menningararf. „Ekki fossana, stuðlabergið, jöklana og allt þetta karlmannlega, heldur handverkið og þetta fínlega og kvenlega,“ segir Hjálmar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.