Fréttablaðið - 23.07.2008, Síða 14

Fréttablaðið - 23.07.2008, Síða 14
MARKAÐURINN 23. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T F R Í S T U N D I N D A G U R Í L Í F I . . . Kolbrúnar Kolbeinsdóttur, viðskiptastjóra hjá eignastýringu Glitnis 6.30 Vakna hleypi Rómeó (kisu) og Matta (hundi) út að pissa og skelli mér svo í sturtu. 6.40 Helli upp á sterkt kaffi og hræri í hafragraut, glugga í Moggann og Fréttablaðið. Kveiki á tölvunni og athuga hvernig markaðir lokuðu í gærkvöldi og nótt. 7.15 Vek Mettu dóttur mína sem á að mæta til vinnu kl. 8.30 8.00 Mætt í vinnuna og byrja á að kíkja á póstinn minn og svara þeim tölvupósti sem kominn er. 8.30 Fundur á 5. hæðinni með greiningardeildinni og farið yfir stöð- una á markaðnum. 9.00 Sest aðeins inn á kaffistofu með samstarfsmönnum mínum. 9.30 Annar fundur með forstöðumanni mínum Kjartani Smára þar sem farið er yfir verkefnastöðu, sumarfrí og ýmislegt. 10.30 Sest við borðið mitt til að undirbúa kynningu á Lausafjárstýringu. Kynningin fer fram úti í bæ kl. 14.00 11.50 Skrepp í mat nánar tiltekið í Grasagarðinn, þar sem sólin skín, og hitti vinkonur mínar. Skýst líka aðeins heim til að fara einn stuttan hring með hundinn (má ekki vera einn heima allan daginn). 13.15 Kem aftur til vinnu og klára glæru-„showið“ sem ég þarf að nota á fundi kl. 14.00. 14.00 Fundur með viðskiptavini. 15.30 Kem aftur á Kirkjusand eftir vel heppnaðan fund og fer yfir niðurstöður með Kjartani Smára. Fer yfir póstinn minn og svara skilaboðum áður en ég fer heim. 16.30 Legg af stað heim, kem við í versluninni Fylgifiskum og kaupi á grillið. Hringi í Mettu dóttur mína og tek stöðuna á henni. 17.00 Stekk í hlaupagallann og fer með Matta (hundinn) í skokk kringum Elliðavatn sem tekur rúman klukkutíma, skila dauðþreytt- um hundinum heim. Fer svo í ræktina aðeins að lyfta lóðum. 19.30 Ætla að fara að grilla þegar síminn hringir og okkur mæðgum er boðið í grillveislu til Elísabetar frænku. Dóttirin reyndar ekki komin heim svo ég hinkra eftir henni. Set í vél á meðan og ryksuga smá hunda- og kattahár. 20.00 Dóttirin mætt og við drífum okkur í Hafnarfjörðinn og spjöll- um saman á leiðinni um hvernig dagurinn okkar leið. Hún er afar glöð með daginn sinn. 22.30 Höldum heim á leið saddar og sælar, komum við á leiðinni og náum í hundinn sem var í pössun hjá ömmu. 23.00 Geri allt klárt fyrir dóttur mína sem þarf að vakna eld- snemma. 23.30 Dríf mig í rúmið (alltof seint) les aðeins í bókinni I Hate Presentations eftir James Caplin. Sofna fljótlega út frá henni. (Þó mjög áhugaverð bók.) AMEN … KOLBRÚN fer yfir gögn með Haraldi Gunnarssyni samstarfsmanni FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Lagskonur heitir kvennaveiði- hópur sem ég er í. Fastur liður hjá okkur er að veiða saman í Hítará í Borgarfirði einu sinni á ári,“ segir Eygló Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Franca ehf. almannatengslum. Um veiðidelluna segir Eygló: „Veiðiáhugann byrjaði ég að fá fyrir um áratug síðan. Og reyni ég nú að komast í nokkr- ar veiðiferðir yfir sumarið.“ „Fluguveiði þyki mér mjög skemmtileg. En öll útiveran í kringum veiðina finnst mér frábær. Veiðimennskan er orðin eitt helsta sumarsport fjölskyldunnar.“ Fyrir utan veiðimennsk- una eru það gönguferðir sem frístundirnar eru notaðir í. „Lengi hefur staðið til að fara á Fimmvörðuhálsinn en af því varð fyrr í sumar helgina fyrir Jónsmessunótt. Við hjónakorn- in fórum með um tvö hundruð manna hóp á vegum Útivistar í næturgöngu, en farið var af stað í þremur hollum.“ Næsta skipulagða göngu- ferðin sem er fram undan er ferð um Leggjarbrjót. Þá er gengið frá Þingvöllum yfir til Hvalfjarðar. Hvað varðar ferðir utan landsteinanna er Eygló nýkom- in úr vikuferð til Danmerkur. Þá var keyrt frá Kaupmanna- höfn yfir til Álaborgar, þar sem elsti sonurinn og tengda- dóttir býr. „Ég geri ráð fyrir að skot- ist verði til Álaborgar með litlum fyrirvara á næstunni,“ nefnir Eygló, sem varð lögleg tengdamóðir nýverið eins og hún orðar það, en í Álaborg var brúðkaup sonarins haldið. - vg EYGLÓ JÓNSDÓTTIR Eygló Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Franca almannatengslum, segir að fluguveiði sé allra skemmtilegasta veiðin. MARKAÐURINN/ANTON Með veiðidellu í áratug Eygló Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Franca almannatengslum, veiðir í Hítará í Borgarfirði með Lagskonum einu sinni á ári. Vala Georgsdóttir skrifar „Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhanns- son, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veð- urvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingafram- kvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veð- urspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt marg- ar samræður við Einar um skjólmyndun við hönn- un bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vind- brjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöð- um þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikil- vægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukku- tíma?“ FINNUR JÓHANNSSON Í kvikmyndagerð skiptir miklu að hitta á réttar aðstæður í útitökum, líkt og Finnur Jóhannsson kvikmynda- gerðarmaður bendir á. MARKAÐURINN/ARNÞÓR Bíddu í eina mínútu Veðurvaktin ehf. er ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Svein björnssonar veður- fræðings. Þeir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, og Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, segja ráðgjöfina sem þar er hægt að fá mikið þarfaþing. EINAR SVEINBJÖRNSSON Einar, sem er landsmönnum að góðu kunnur sem veðurfræðingur, rekur fyrirtæki sem meðal annars býður upp á sértækar veðurspár. Þær nýta sér til dæmis fyrirtæki þar sem tímasetning verkefna kann að ráðast af veðurfari. MARKAÐURINN/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.