Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.09.2008, Blaðsíða 10
10 7. september 2008 SUNNUDAGUR K ristján heilsar mér með breiðu brosi og söng og kyssir á mér handarbakið eins og ítalskur greifi. Hann hefur nýlokið við veglegan hádegisverð á veitingastaðnum Vox og hemur vart gleði sína yfir því að syngja undir leikstjórn Sveins Einars- sonar á sviði Íslensku óperunnar í fyrsta sinn á glæsilegum þrjátíu ára óperuferli. „Mér líður eins og hamingju- samasta manni á jarðríki, þetta er alveg yndislegt. Þetta er afskap- lega ólíkt því sem ég er vanur að gera, að vinna í þessu litla húsi hér í Reykjavík eftir að hafa sungið í stærstu óperuhúsum heims, en ég hef afar sérstaka tilfinningu fyrir þessari uppfærslu, það er eitthvað sérstakt í loftinu. Ég finn ilminn af kúltúr. Það er nefnilega ekki endilega þannig að þessi stóru leikhús og óperur séu með eitt- hvað stórkostlegra en minni leik- húsin. Ég hef nú sungið í yfir þrjá- tíu ár hjá óperum eins og Metropolitan, Vínaróperuna og La Scala, en það verður að segjast að í þessum stóru húsum er þetta meiri rútína, meiri maskína. Þá getur vinnan orðið dálítið eins og að fara á skrifstofuna. Það kemur stundum fyrir að ég er beðinn að stíga upp í flugvél og beðinn um að koma sama kvöld að syngja til- tekið hlutverk. Þá hittir maður oftast ekki meðsöngvarana fyrr en fyrst á sviðinu sjálfu. En ég finn sterklega fyrir þessari ástríðu hérna núna sem þarf til að ná árangri í söng og leik. Þegar maður er kominn svona djúpt ofan í list sína sem listamaður er það svo unaðslegt að upplifa þessa til- finningu.“ Kristján hefur áður unnið undir leikstjórn Sveins Einarssonar en hann starfaði með Kristjáni í Þjóð- leikhúsinu og leikstýrði honum meðal annars í La Bohéme og Á valdi örlaganna ásamt Grímudans- leik Verdis, sem er í miklu uppá- haldi hjá Kristjáni. „Það er dásam- legt að vinna með Sveini aftur en með honum get ég leyft mér að vera hreinskilinn og samskipti okkar eru einstaklega góð. Við erum góðir mátar og ég fæ að segja það sem ég vil. En auðvitað passa ég mig á að vera ekki of frakkur. Við höfum stórgott fyrir- komulag, það hittast allir yfir kaffibolla fyrir hverja æfingu og fá að segja það sem þeim liggur á hjarta. Það er svo gott hér heima að það er auðveldara að vera með skoðanaskipti en í stóru leikhús- unum. Það er líka afskaplega ánægjulegt að uppgötva þessa nýju kynslóð af hæfileikaríku fólki hér heima sem vinnur svo vel með þessum gömlu ljónum og kúltúrboltum sem eru inni á milli. Og þar sem ég er nú sérlega mikið fyrir kvenfólk þá verð ég að minnast líka á þær frábæru konur sem eru að vinna í verkinu, leik- myndina eftir Þórunni Þorgríms- dóttur og búninga Helgu Björns- son en hvorutveggja er einstaklega vel heppnað. Einnig er afar mikill fengur fyrir óperuna að njóta tón- listarstjórnar Kurts Kopecky. Ég er ákaflega spenntur fyrir sýning- unni og held að við séum að gera góða hluti.“ Alúð og virðingu vantar í umræðu um óperuna Ég spyr Kristján hvað honum finn- ist um nýtt tónlistarhús sem er væntanlegt við höfnina þar sem Íslenska óperan fær ekki aðsetur. „Ég ætti nú kannski að halda kjafti og liggja á mínum skoðunum um þetta. En þetta er ansi dapurlegt í ljósi þess að ég og vinur minn Kristinn Sigmundsson og fleira gott fólk stofnuðum þetta félag áhugamanna fyrir byggingu tón- listar- og óperuhúss í Reykjavík, söfnun sem fólk er enn að greiða í. Svo skilst mér að peningarnir renni beint í þetta tónlistarhús þar sem aldrei var gert ráð fyrir óper- unni og það finnst mér sorglegt. En þetta er eflaust okkur að kenna líka. Ég hefði viljað sjá sess óper- unnar mun sterkari hér á Íslandi. Mér finnst umræðan um Íslensku óperuna ekki einkennast af virð- ingu og alúð. Fólk segir yfirleitt, „æ, greyin, þeir reyna það sem þeir geta“. Þetta hugarfar þoli ég ekki.“ En gæti verið að áhugi fólks, og þá sérstaklega ungu kynslóðarinn- ar, sé dvínandi á óperu hér heima? „Auðvitað minnkar áhuginn þegar það eru aðeins örfáar sýningar settar upp sem eru svo í sumum tilfellum tættar niður af gagnrýn- endum. Stundum er sú gagnrýni réttmæt, því það gefur augaleið að ef það eru margar slæmar sýning- ar í röð þá hefur það slæm áhrif á heildina. Ég hef ekki fylgst eins vel með og ég hefði viljað, en mér sýnist sumar sýningar hafa verið slæmar en aðrar að sama skapi áhugaverðar. Mér finnst kannski hafa verið of lítið um unga söngv- ara en þó er verkefnavalið miðað við húsnæðið sem óperan hefur dálítið betra núna en undanfarin ár. Það segir sig sjálft að leikhús og ópera er bara „bissness“, þetta bara verður að ganga upp, verður að seljast, alveg eins og þegar maður gefur út bók eða plötu. Það verður að velja verkefnin rétt, ekki endilega það sem höfðar mest til almennings heldur fyrst og fremst að gera eitthvað gott.“ Heldur sér í formi með bátadellunni Á löngum ferli sínum hefur Kristj- án sungið í yfir sjötíu óperum og hann segir að af þeim öllum séu óperur eftir Verdi og Puccini ávallt í miklu uppáhaldi. „Ég hef alltaf álitið mig ítalskan tenór og líður best í þeim verkum. En núna er ég í tveimur til þremur góðum uppfærslum á ári og það sem eftir er tímans fer í kennslu.“ Kristján kennir um tólf nemendum í stúdíói sem hann hefur útbúið heima hjá sér. „Helmingur nemenda minna er íslenskur og það er heilmikið að gera. Það eru margir mjög hæfi- leikaríkir og ég sé að minnsta kosti tvo eða þrjá sem gætu náð mjög langt í framtíðinni. Ég er mjög bjartsýnn.“ Sjálfur segir Kristján það afar mikilvægt fyrir unga söngvara að fara utan en hann fór sjálfur til Finn ilminn af kúltúr Óperusöngvarinn og stórtenórinn Kristján Jóhannsson stígur í fyrsta sinn á svið Íslensku óperunnar nú í september í ítölsku verkunum Cavalleria Rusticana og Pagliacci. Anna Margrét Björnsson hitti Kristján yfir bolla af rjúkandi Earl Grey-tei og ræddi um verkefnið, stöðu óperunnar hérlendis og mótorhjóladelluna á Ítalíu. KRISTJÁN VIÐ ÆFINGAR Í ÍSLENSKU ÓPER- UNNI „Það er dásamlegt að vinna með Sveini Einarssyni aftur en með honum get ég leyft mér að vera hreinskilinn og samskipti okkar eru einstaklega góð.“ Ef einhver kæmi með tilboð til mín um starf hér heima gæti mér snúist hugur. Ég gæti vel hugsað mér að koma að menn- ingar- eða óperu- málum hér heima, og það væri kannski ekkert óeðlilegt eftir langan feril minn í bransanum. Ítalíu í upphafi ferilsins. „Ég held ekki að ég hefði náð svona góðum árangri ef ég hefði ekki farið til Ítalíu. Nema kannski ef ég hefði farið til Vínar eins og stóð til í upp- hafi, þá hefði ég orðið Wagner- söngvari í staðinn,“ segir hann og hlær. „En þetta fer allt eftir því hvernig maður er sjálfur innstillt- ur. Ég hafði ástríðuna, röddina, sjálfstraustið og metnaðinn, vildi gera þetta og gerði það.“ Ítalía hefur orðið heimili og heimaland Kristjáns, sem álítur sig mikinn Ítala inn við beinið. „Ég sökkti mér á kaf í ítalska tungu og sumir ítalskir vinir mínir segja mér að ég sé ítalskari en allt sem ítalskt er og hafa gaman af því. Ég elska til dæmis að eyða sunnudegi með vinum og fjölskyldu yfir löngum hádegisverði sem teygist fram á kvöld. Þá er glamrað á píanóið og sungið og fyrr en varir er kominn tími fyrir kvöldmat en þá er ég þekktur fyrir að framreiða spag- ettí sem ég hef vel „piccante“.“ Kristján er mikill lífsnautna maður og segist mjög meðvitaður um að hann sé tíu kílóum of þungur. „En ég er í góðu formi samt. Það má líkja skrokknum við flygil, það er ekki að ástæðulausu að flygill hljómar betur en einfalt píanó. Það skiptir máli að hafa smá kjöt á beinunum fyrir tóninn! Annars held ég mér aðallega í formi með mótorhjóladellu. Ég keypti mér Yamaha Scooter nýlega og þeysist um á honum. Svo er ég líka með bátadellu, við hjónin keyptum okkur fínan bát fyrir nokkrum árum og ég er með pungapróf,“ segir Kristján og skellihlær. „Það er heilmikil vinna sem fylgir bátastússinu, maður þarf að skrúbba hann og skúra og svo stingur maður sér nú reglu- lega til sunds líka.“ Kristján segist einnig njóta þess að fara í reiðtúra þegar hann fer norður á heima- slóðir. „Ég fór til dæmis með dóttur minni í sumar. Hún er að verða ellefu ára og er eina barnið mitt sem er algerlega fætt og upp- alið á Ítalíu. Hún fer samt reglu- lega í heimsókn til afa og ömmu fyrir norðan og er með hesta- mennskuna í blóðinu.“ Ég spyr Kristján hvað honum finnist um virkjanaframkvæmdir á Norður- landi sem mikið hafa verið í deig- lunni undanfarið en hann vill lítið tjá sig. „Ég er ekki mjög pólitískur maður og hef lítið fylgst með þess- um málum á Íslandi. Ég var þó við- riðinn stofnun félags ungra sjálf- stæðismanna á Norðurlandi þegar ég var sextán ára og hef verið frekar blár í gegnum tíðina.“ Hlustar ekki á Björk Kristján sækir Ísland reglulega heim ásamt fjölskyldu sinni en segir fjölskyldu og nánum vinum fara fækkandi eftir öll þessi ár erlendis. „En heimurinn er svo lítill að það er ekki stórmál að fljúga fram og til baka. Það yrði eflaust dálítið erfitt fyrir mig að rífa mig frá Ítalíu núna. Hins vegar get ég sagt með fullri alvöru að ef einhver kæmi með tilboð til mín um starf hér heima gæti mér snúist hugur. Ég gæti vel hugsað mér að koma að menningar- eða óperumálum hér heima, og það væri kannski ekkert óeðlilegt eftir langan feril minn í bransanum.“ Ég spyr Kristján hvert hans fyrsta verkefni yrði ef hann mætti vera við stjórn til dæmis í Íslensku óperunni? „Þá myndi ég ráða tíu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.