Fréttablaðið - 28.09.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 28.09.2008, Síða 46
8 FERÐALÖG UPPÁHALDSHVERFIÐ? Ég bý í West End, þekki þann hluta borgarinnar best og held mest upp á það hverfi. West End er frábær hluti Glasgow-borgar, háskólahverfi með mörgum góðum stöðum og í raun er synd að Íslendingar sem koma til Glasgow fara sjaldan þangað. UPPÁHALDSVEITINGASTAÐURINN? Án efa No16 á Byres Road númer 16 í West End. Það er lítill skosk-ítalskur staður, með frá- bærum mat og ekki mjög dýr. Svo leist mér líka mjög vel á nýopnaðan stað í hverfinu sem heitir LaVallee Blanche við sömu götu, hann er skosk-franskur. Heart Buchanan er góður delicatessen-staður, líka í West End. BESTU BARIRNIR? The Butterfly and the Pig er mjög skemmti- legur pöbb/veitingastaður niðri í bæ. Þar er hægt að fá mjög góðan pöbb-mat og hlusta á lifandi tónlist um helgar. Mjög skemmtileg stemning. Niðri í bæ er líka skemmtilegur kokkteila- staður sem heitir The Blue Dog. Fyrir þá allra hörðustu sem vilja halda áfram eftir að pöbbunum er lokað mæli ég með Sub Club. Í hverfinu mínu mæli ég með Tenn- ents og The Lismoree sem eru ekta pöbbar með góðum bjór. Svo eru margir staðir við Aston Lane sem gaman er að heimsækja. SKEMMTILEGAST AÐ SKOÐA? Ég mæli með Dómkirkjunni og Necropolis sem er gamall kirkjugarður þar við. Háskóla- byggingin er líka mjög falleg og vel þess virði að skoða. Rétt hjá henni er Kelving- rove-listasafnið fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða söfn. Svo er Glasgow auðvitað heimabær fótboltafélaganna Rangers og Celtic. Það er mjög gaman að kíkja á leik á Ibrox, heimavöll Rangers, eða Parkhead, heimavöll Celtic. BESTI HLAUPATÚRINN? Þegar ég fer út að skokka fer ég í Kelvingrove Park og hleyp meðfram Kelvin-ánni og að grasagarðinum, þetta er nokkuð vinsæl hlaupa- og gönguleið. BESTU VERSLANIRNAR? Fyrir þá sem eru að versla eru verslunar- göturnar Sauchiehall Street, Buchanan Street og Argyle Street frá- bærar og þar er allt að finna, eins og kannski margir Íslendingar vita. HEIMAMAÐURINN  Glasgow, Skotlandi VIGNIR HELGASON N ú fara skíðafríin að bresta á í vetur og fólk fer að flykkjast til Austurríkis, Sviss og Ítalíu. En fyrir þá sem vilja bregða út af vananum býður Íran upp á fyrsta flokks skíðasvæði og magnaða menningu. Í Teher- an blasa við tignarleg fjöll með snæviþökt- um toppum og í kringum borgina í Alborz- fjöllunum eru fjögur stór skíðasvæði. Dizin International Skiing Area er stærsta og besta svæðið í Alborz-fjöllunum og skemmtilegt hvernig „International“ er tekið fram í nafninu. Þetta gæti verið hvaða skíðasvæði sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum og fólkið eins, þó að skammt undan í borginni sé allt aðra menn- ingu að finna. En Dizin hefur upp á allt það besta að bjóða. Brattar brekkur, frábæran snjó, nóg af púðursnjó og helsti kosturinn er samt sá að þó að Alborz-fjöllin séu sambærileg við Alpafjöllin eru þau laus við túrisma. Raðir í lyftur eru nánast engar og brekkurnar ekki troðnar af fólki. Fyrir þá sem vilja smá ævintýri í skíða- fríið sitt mælum við með Íran þar sem hægt er að heimsækja Teheran, skoða æva- fornar moskur og hallir, drekka te á tehús- um, kíkja á markaði og upplifa persnerska menningu í leiðinni. ÖÐRUVÍSI SKÍÐAFRÍ Snæviþakin Alborz-fjöllin gnæfa í baksýn Teheran. ÞAKKARGJÖRÐAR- HÁTÍÐ Í BOSTON VERÐ 99.900 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI. 27. NÓV. –1. DES. LOKKANDI TÆKIFÆRI TIL AÐ BORÐA GÓÐAN MAT OG GERA FRÁBÆR INNKAUP Njóttu þess að vera í hátíðarstemmningu með Icelandair í Boston þar sem Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri Gest- gjafans, leiðir hópinn eins og undanfarin ár. Útsölur í Boston byrja 28. nóvember. Flestar verslanir eru opnaðar mun fyrr en venjulega, sumar kl. 5:00 að morgni, og vöruúrval í bandarískum verslunum er ótrúlegt! Tryggðu þér sæti í tíma! Síðast komust færri að en vildu. + Nánari upplýsingar eru á www.icelandair.is * Innifalið: Flug, rúta til og frá flugvelli erlendis, gisting á Courtyard by Marriot Boston Tremont Hotel í 4 nætur, þakkargjörðarkvöldverður á Avila Restaurant, skoðunarferð um borgina í rútu með íslenskum fararstjóra, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 38 07 9 /0 8 Ferðaávísun gildir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.