Fréttablaðið - 28.09.2008, Side 58

Fréttablaðið - 28.09.2008, Side 58
22 28. september 2008 SUNNUDAGUR Loksins á Íslandi Alvöru orkudrykkur Landsbankadeild karla: LOKASTAÐAN 1. FH 22 15 2 5 50:25 47 2. Keflavík 22 14 4 4 54:31 46 3. Fram 22 13 1 8 31:21 40 4. KR 22 12 3 7 38:23 39 5. Valur 22 11 2 9 34:28 35 6. Fjölnir 22 10 1 11 39:33 31 7. Grindavík 22 8 4 10 29:36 31 8. Breiðablik 22 8 6 8 41:36 30 9. Fylkir 22 6 4 12 24:40 22 10. Þróttur 22 5 7 10 28:46 22 11. HK 22 5 3 14 26:47 18 12. ÍA 22 2 7 13 18:46 13 Fylkisvöllur, áhorf.: 1.530 Fylkir FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–20 (3–9) Varin skot Fjalar 7 – Gunnar 3 Horn 4–1 Aukaspyrnur fengnar 8–7 Rangstöður 2–5 FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 7 *Guðm. Sævarsson 8 Tommy Nielsen 8 Freyr Bjarnason 7 Hjörtur Valgarðsson 7 Ásgeir G. Ásgeirsson 7 Matthías Vilhjálms. 8 Davíð Þór Viðarsson 8 Matthías Guðmunds. 7 (71., Björn Sverris. -) Atli Viðar Björnsson 7 Atli Guðnason 7 *Maður leiksins FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 8 Andrés Jóhannsson 7 Björn Hermanns. 7 Valur Fannar Gísla. 7 Peter Gravesen 5 Kristján Valdimars. 6 Halldór Hilmisson 5 Ian Jeffs 5 Ingimundur Óskars. 6 Haukur Ingi Guðna. 7 Ásgeir Arnþórsson 4 (61., Kjartan Baldv. 5) 0-1 Matthías Vilhjálmsson (53.) 0-2 Guðmundur Sævarsson (78.) 0-2 Kristinn Jakobsson (9) FÓTBOLTI FH varð í gær Íslands- meistari í knattspyrnu eftir ótrú- lega og æsispennandi lokaumferð í Landsbankadeild karla. Hafn- firðingar unnu 2-0 sigur á Fylkis- mönnum í Árbæ sem dugði til þar sem Keflvíkingar, sem sátu í topp- sæti deildarinnar fyrir loka- umferðina, töpuðu sínum leik. Matthías Vilhjálmsson og Guð- mundur Sævarsson skoruðu mörk FH-inga í gær. Síðara markið kom aðeins mínútu eftir að Framarar komust yfir í Keflavík og gátu því stuðningsmenn FH fagnað tvíveg- is á sömu mínútunni þegar innan við stundarfjórðungur var til leiksloka. Yfirburðir FH-inga í gær voru algerir. Strax frá fyrstu sekúnd- um leiksins sóttu þeir grimmt og voru í raun klaufar að klára þenn- an leik ekki löngu fyrr. Það skipti þó engu í leikslok. Heimi Guðjónssyni hefur tekist það sem margir efuðust um– að reisa við lið FH sem vann þrjá titla undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, núverandi landsliðsþjálfara. Hann var sigurvegari gærdagsins. „Þetta er frábær tilfinning og það er erfitt að lýsa henni,“ sagði hann við Fréttablaðið eftir leik. „Fyrst og fremst er ég stoltur af þessum leikmönnum sem sýndu fádæma góðan karakter. Þeir spil- uðu þrjá leiki á sjö dögum og rúll- uðu þeim öllum upp. Það er bara þannig í fótbolta að úrslit mótsins ráðast ekki fyrr en í september.“ Staðan var markalaus í hálfleik, bæði í Keflavík og í Árbænum, en Heimir sagðist hafa verið rólegur. „Það eina sem við þurftum að gera var að vera þolinmóðir og senda nákvæmari úrslitasending- ar. Opnanirnar voru til staðar og við fengum fullt af færum. Ég var alveg viss um að við myndum skora í þessum leik.“ Hann segir að það hafi verið fyrst og fremst skipun sín til leik- manna að hugsa aðeins um þá sjálfa. „Um leið og maður fer að hugsa eitthvað annað og meira er maður kominn í vandræði. Þeir afgreiddu þetta glæsilega og þetta var mjög góður leikur hjá FH í dag.“ Heimir sagði að sínir menn hefðu náð tveimur af þremur markmiðum sínum í sumar. „Við ætluðum að verða Íslands- meistarar, komast áfram í Evr- ópukeppninni og vinna bikarinn. Það síðastnefnda tókst ekki en við erum samt afar sáttir. Auðvitað spilaði liðið ekkert alltaf eins og maður vildi. En þetta snýst um að toppa á réttum tíma og það gerð- um við.“ Íslandsmótið hefur aldrei verið eins langt og nú, 22 umferðir. Heimir sagði það breytingu til hins betra. „Mér fannst þetta miklu skemmtilegra mót en áður. Mér finnst líka liðin verða betri og betri. Þau eru að verða jafnari. Fótboltinn á Íslandi er að verða betri og er það afar jákvætt.“ eirikur@frettabladid.is Framúrskarandi FH-ingar FH er Íslandsmeistari karla árið 2008 eftir æsispennandi lokaumferð. Fjórði Íslandsmeistaratitill FH á aðeins fimm keppnistímatímabilum er staðreynd. KÓNGURINN Á LOFT Þjálfari FH-inga, Heimir Guðjónsson, sem oft er kallaður Kóngurinn, fær hér flugferð frá lærisveinum sínum í gær. Heimir stýrði FH til meistaratitils á sínu fyrsta ári, sem er magnaður árangur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, sendi Frömurum kærar þakkarkveðjur fyrir sigurinn í Keflavík í gær sem gerði FH-ingum kleift að verða Íslandsmeistarar. „Ég hafði alltaf trú á þessu. Ég viðurkenni þó að það kom smá efi í mann þegar Keflvíkingar kom- ust í 1-0. En það var frábært hjá Frömurum að vinna þennan leik og ég get ekki fært þeim nægi- lega miklar þakkir. Keflvíkingar voru vissulega í erfiðri stöðu þrátt fyrir allt. Þeir töpuðu fyrir okkur og þurftu svo að horfa upp á okkur vinna Breiðablik í miðri viku. Það bara hlaut að koma aukin pressa á þá og ég missti aldrei trúna,“ sagði Davíð. Hann sagði að leikurinn gegn Fylki, sem FH vann 2-0, hefði verið óvenjulegur. „Við vorum með boltann allan leikinn og hefðum átt að komast yfir strax eftir tíu sekúndur. En við sýndum þolinmæði og kláruð- um verkið frábærlega.“ - esá Davíð Þór Viðarsson fyrirliði var kampakátur: Hafði alltaf trú á þessu GLEÐI Davíð Þór, fyrirliði FH, dansar hér með bikarinn í klefanum. Hann átti frábært sumar með FH. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson tók út leikbann í leik FH og Fylkis í gær og stóð því á meðal áhorf- enda og fylgdist með leiknum. „Það er nokkuð nett að verða Íslandsmeistari í gallabuxunum þó svo að ég sé nú í búningnum undir. En það var fáránlegt að fylgjast með þessu. Ég var með útvarpið í eyrunum og þetta gerð- ist allt svo skyndilega og hratt. Þetta var ólýsanlegt að upplifa þetta en um leið alveg yndislegt,“ sagði Tryggvi, sem sat á meðal stuðningsmanna FH, Mafíunnar, meðan á leik stóð. - esá Tryggvi Guðmundsson fylgdist með úr stúkunni: Nett að verða meist- ari í gallabuxunum FÖGNUÐUR Tryggvi Guðmundsson fagnar hér með stuðningsmönnum FH í stúkunni þegar ljóst var að FH var að verða meistari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.