Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 8
8 2. nóvember 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Það er örugglega að bera í bakkafullan lækinn að rita
grein um efnahagsmál. Ég ákvað
samt að gera það út frá einföld-
um sjóndeildarhring atvinnurek-
anda og verkefnum hans. Að ein-
hverju leyti er þetta til eigin
nota og að einhverju leyti er ég
að skrifa mig frá þessum
hugsunum.
Í þessum orðum mun ég forð-
ast að tengja saman orsakir og
afleiðingar og eingöngu horfa á
afleiðingar.
Ótrúlegar gengissveiflur
Sú kreppa sem Ísland nú
stendur frammi fyrir er án vafa
sú erfiðasta í áratugi. Þess ber
að geta að gengi krónunnar
hefur frá aldamótum sveiflast
með ótrúlegum krafti. Þessar
sveiflur hafa gríðarleg áhrif á
allt atvinnulíf og ekki síður á
hag heimilanna. Þegar krónan
styrkist hratt þá hellist mikill
kaupmáttur yfir hagkerfið sem
leiðir til þenslu og offjárfesting-
ar en þegar síðan krónan fellur
hratt þá dýpkar vandinn
verulega vegna þess hve
sveiflan er mikil í veikingarátt.
Þegar skoðað er gengi
Bandaríkjadollars gagnvart
íslenskri krónu frá ársbyrjun
2001 og til dagsins í dag þá áttar
maður sig á öfgunum:
Dollar / Króna
2001 +23,16 %
2002 -20,77 %
2003 -12,10 %
2004 -13,30 %
2005 +2,01 %
2006 +12,80 %
2007 -11,70 %
2008 -58,70 %
Hluti af þessum sveiflum á
gjaldeyri endurspeglast síðan í
verðbólgunni sem líka er
gríðarlega sveiflukennd. Öll
árin frá aldamótum hefur
verðbólgan á einhverjum tíma
árs verið yfir 5% og langtímum
saman hefur hún verið nálægt
10%.
Ég hef staðið í rekstri fyrir-
tækja síðan 1994 eða bráðum í
15 ár og á þeim tíma hafa komið
nokkrar öfgafullar sveiflur og
maður hefur með tímanum
þróað með sér einhverja
heimatilbúna aðferðafræði til að
glíma við skammtímavanda. Það
sem út af stendur er spurningin
af hverju í ósköpunum fer allur
kraftur og allur ávinningur
íslensks atvinnulífs í það að
reyna að lifa af óðaverðbólgu og
gríðarlegar gengissveiflur
Þegar maður horfir á næstu
efnahagskerfi og áttar sig á því
að stóru hagkerfin eru að glíma
við verðbólgu frá 1,5-3% og
vaxtastig í lánsfé frá 5-7,5% þá
sér maður glögglega við hvaða
skilyrði við erum að starfa sem
erum að reka íslensk fyrirtæki.
Nú er það ekki svo að stóru
hagkerfin séu ekki með vanda-
mál eða sveiflu á virði evru á
móti Bandaríkjadollar og öfugt.
Það hins vegar kemur ekki mjög
sterkt í gegnum efnahagslífið
þar sem meirihluti atvinnulífs-
ins er aðeins að starfa í einum
gjaldmiðli og því eru það helst
stærstu fyrirtækin í útflutningi
sem eru að glíma við þær
sveiflur.
Fráleit skipan mála
Þegar ég horfi til baka síðustu
áttu árin gæti ég trúað að 50%
af tíma mínum, og sennilega er
hærra hlutfall af tíma stjórnar-
funda, hafi farið í að ræða og
skipuleggja fjármál, gengismál
og verðbólgu. Þetta er algerlega
fráleit skipan mála.
Ef einhver verðmæti eiga að
verða til í íslensku atvinnulífi til
framtíðar þá verður þessum
öfgum að linna. Við sem þjóð
erum ótrúlega lánsöm með
okkar auðlindir og undirliggj-
andi styrk. Við framleiðum
gríðarleg verðmæti pr. mann í
hagkerfinu en vegna sveiflanna
þá tapast gríðarleg verðmæti
aftur í stað þess að byggja undir
enn frekari verðmætasköpun.
Það væri hægt að fara í löngu
máli í gegnum þau atriði sem
komu því ójafnvægi á sem raun
ber vitni. Hvort sem bankarnir
lifðu eða ekki þá hafa skilyrði
atvinnulífsins til að fá langtíma-
lánsfé inn í sinn rekstur verið
alveg óásættanleg til fjölda
margra ára.
Við höfum haft um það að
velja að vera með fjármagn sem
kostar að nafnvöxtum 18-26% í
skammtíma lánum eða verð-
tryggð lán með 8-10% vöxtum
sem nú um stundir er jafnvel
enn dýrara. Hinn kosturinn sem
flestir hafa valið er að taka lán í
erlendri mynt og geysilega
gengisáhættu. Aðalástæðan er
sú að það er minni skaði fyrir
reksturinn að efnahagurinn
veikist tímabundið en að fórna
sterku sjóðstreymi fyrir minni
áhættu.
Þessi staðreynd gerir eðlileg-
an strúktúr á efnahag fyrir-
tækja vonlausan. Við svona
skilyrði má segja að öll fyrir-
tæki eigi eingöngu að notast við
eigið fé og vaxa eingöngu í
gegnum afkomu sína. Sums
staðar þekkist t.d. að lífeyris-
sjóðir kaupi sterk fyrirtæki að
fullu og geri upp allar skuldir
þess í skiptum fyrir að fá 75%
af hagnaði félagsins í arð um
langa hríð. Í slíkum fyrirtækjum
eru aldrei tekin lán heldur
ræður eigandinn því hvort hann
leggur fram meira eigið fé í von
um meiri arð.
Krónan uppspretta vandans
Þegar maður lítur yfir sviðið
eftir margra ára rekstur og sér í
raun og veru hversu óstöðug-
leikinn hefur leikið efnahag
landsins grátt og nánast lagt allt
atvinnulíf í rúst, þá hlýtur
maður að horfa til þess hvað það
er sem keyrir áfram þennan
óstöðugleika. Ég get ekki séð
annað en að krónan sé þetta
vogarafl sem býr til óstöðugleik-
ann.
Ég var þeirrar skoðunar lengi
að krónan væri ágætt tæki til
lækka kaupmátt hratt og gæti
hjálpað okkur við að ná bata
hraðar en ella þegar á móti
blési. Mín skoðun í dag er hins
vegar sú að krónan er upp-
spretta vandans en ekki lausnin.
Að þessu sögðu þá þykir mér
augljóst að verkefni stjórnvalda
þegar hættuástandi hefur verið
aflétt verður að byggja nýja
grunngerð í íslensku efnahags-
lífi. Sú gerð verður að vera til
þess fallin að næstu tíu ár verði
ár stöðugleika og að verðbólga
og vextir á langtímafjármagni
fyrir atvinnulífið og heimilin
verði sambærileg því sem við
þekkjum erlendis. Ég ætla ekki í
þessum pistli að rekja hversu
skaðlegt tæki verðtrygging er í
baráttunni við verðbólguna en
bendi frekar á að engar alvöru-
þjóðir nota slíkt leiðréttinga-
tæki. Það er frekar horft til
breytilegs vaxtastigs á lang-
tímalánum.
Að lokum er rétt að benda á að
fall bankanna er eingöngu
birtingarmynd þess veikleika
sem við byggjum allt okkar á en
ekki orsök. Ef Ísland hefði verið
hluti af stærra hagkerfi þá væri
þjóðin ekki svona illa stödd.
Höfundur er forstjóri N1
HERMANN GUÐMUNDSSON
Í DAG | Íslenskt hagkerfi
Öfgafullum hagsveifl-
um verður að linna
Þegar ég horfi til baka síðustu
áttu árin gæti ég trúað að 50%
af tíma mínum, og sennilega
er hærra hlutfall af tíma
stjórnarfunda, hafi farið í að
ræða og skipuleggja fjármál,
gengismál og verðbólgu. Þetta
er algerlega fráleit skipan
mála..
Fjögurra vikna námskeið Kvíðameðferðar-
stöðvarinnar til að takast á við vanlíðan,
álag og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar
atferlismeðferðar til að skoða og breyta
hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda
kvíða og depurð. Öugar slökunar- og
hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar.
Vellíðan án lyfja
með verkfærum sálfræðinnar
Kennsludagar:
Mánudagar og mmtudagar frá 20:00 til 21:30 auk eftirfylgdartíma, alls 14 klst.
Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir,
sérfræðingar í klínískri sálfræði.
Kynningarverð: 42 000.
Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 17. nóvember n.k.
Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is
N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s .
Almenningi er borgið
Björgunarmenn íslensks almennings
þyrpast nú að. Fyrstur var Jón Ásgeir
til að lýsa yfir vilja sínum við koma að
björgunaraðgerðum á Íslandi og jafnvel
aka um á lyftara ef þess þyrfti, Björgólf-
ur Thor lét svo sitt ekki eftir liggja og
lýsti því yfir að hann vildi veita ráðgjöf
þótt ekki ætlaði hann að koma með
peninga og nú hefur en einn björgun-
armaður bæst í hópinn.
Uppgjafaútrásarvíkingar
Fyrrverandi athafnamaðurinn
Hannes Smárason hefur svo bæst
í lið vaskra manna sem vilja gera
sitt besta í þeim erfiðleikum sem
nú eru farnir að setja mark sitt á
íslenskt samfélag með tilheyrandi
fjöldauppsögnum, yfirvofandi
fólksflótta og öðru til-
heyrandi. Hannes sagði meðal annars
að erfitt skeið væri nú í vændum,
það gæti tekið um tíu til tuttugu ár ef
þjóðin gengi ekki í ESB. Tvær grímur
hljóta að hafa runnið á stuðningsmenn
ESB-aðildar Íslands við að heyra þessi
ummæli. Hingað til hefur hann ekki
spáð rétt um óorðna hluti. Að minnsta
kosti hitti hann ekki naglann á
höfuðið þegar hann var aðstoð-
arforstjóri DeCode og forstjóri
FL-group. Hann er samt að
minnsta kosti reynslunni
ríkari.
Móðu-Haarde-
indin
Sumir undrast hví upp-
gjafaútrásarvíkingar
halda að
þeir geti
orðið að liði. En það er alveg í stíl við
það að sömu aðilar og gegndu ábyrgð
í pólitík og innan eftirlitsstofnana eru
enn á sínum stað. Reyndar er nær
allt óbreytt ef ekki væri fyrir þúsundir
atvinnulauss fólks sem ekki bar ábyrgð
og átti ekki sök á því hvernig fór. Og
enn á eftir að bætast í hóp atvinnu-
leysingja sem aldrei tóku ákvörðun
sem hafði áhrif á þá stöðu sem
upp er komin. Reyndar er staðan
svo alvarleg að Gylfi Arnbjörns-
son, nýkjörinn forseti ASÍ,
segir að alvarlegri staða í
efnahagsmálum hafi ekki
komið upp í landinu frá
því móðuharðindin voru.
Gárungarnir vilja meina
að nú séu móðu-Haarde-
indin skollin á.
karen@frettabladid.is Þ
að er kosningahugur í mörgum þessa dagana. Niðurstöð-
ur skoðanakannana kitla suma fulltrúa þeirra flokka sem
skora þar hátt og almenningur er líka órólegur.
Væri allt með felldu ætti að kjósa næst árið 2011. Í
skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir sunnudagsblað
Morgunblaðsins, sem kom út í gær, kemur fram að 60 prósent
aðspurðra vill ekki bíða svo lengi, heldur flýta þingkosningum.
Þetta er eðlileg og sanngjörn ósk. Þjóðlífið hefur tekið slíkum koll-
steypum á fjórum vikum að flestallar fyrri forsendur eru breyttar.
Kosningar á næstu mánuðum eru hins vegar ekki skynsamlegar.
Þjóðin má ekki við stjórnarkreppu nú. Úrlausnarefnin eru svo
mörg og brýn að þau þola ekki að vera sett í salt á meðan flokkarn-
ir heyja kosningabaráttu.
Önnur ástæða, og ekki veigaminni, er að línurnar á stjórnmála-
sviðinu verða að skýrast áður en hægt er að kjósa. Hið pólitíska
landslag er gjörbreytt og þó aðalvíglínan sé greinileg: í átt til Evr-
ópu eða áfram á eigin vegum, vitum við ekki hvernig hún liggur
milli allra stjórnmálaflokkanna.
Síðastliðinn áratug hafa hugsjónamennska og hugmyndafræði-
leg átök þótt frekar púkaleg fyrirbrigði. Hið frjálsa markaðskerfi
kapítalismans virtist vera flugfarið sem flaug hraðast og öruggast
og fátt annað eftir en að fínpússa af því mismunandi útfærslur.
Farkosturinn sá liggur nú og ryðgar í hinum ríkistryggða rusla-
gámi eitraðra skuldabréfavafninga fyrir vestan. Hérna megin
hafsins flaug hann á fjall þegar ríkisstjórnin ákvað að skipta um
nafn og kennitölu bankanna og skilja skuldirnar eftir.
Stóra spurningin núna er því: Hvað á að taka við? Og skyndilega
bregður svo við að margir hafa svör og brennandi skoðanir. Hug-
sjónamennirnir streyma út úr skápum landsins. Þetta er frábært
viðbragð þjóðarinnar. Þegar eru hafin hugmyndafræðileg átök um
uppbygginguna sem bíður og mun móta nýja samfélagshugsun.
Það eru sem sagt runnir upp stórpólitískir tímar. Jafnvel hefur
verið minnst á nauðsyn þess að stofna nýja stjórnmálaflokka. Það
yrði þó tæplega gæfuleg útgerð. Ef óeiningin um framkvæmd
mótmæla er ekki nóg til að setja hroll að mönnum, má benda á að í
nýjasta flokknum, sem situr á Alþingi, hafa menn eytt meiri tíma í
að berja á hvor öðrum en andstæðingum sínum.
Mun raunsærri möguleiki er að notast við núverandi flokka.
Bylta þeim innan frá, kalla nýtt fólk til forystu og verka, eða
treysta áfram þeim sem fyrir eru. Flokkarnir eru misvel staddir
fyrir slíkt innra uppgjör. VG og Samfylking eru í sýnu betra formi
en Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Innan fyrrnefndu
flokkanna er klár samstaða um flokkslínuna. Sama er ekki hægt
að segja um hina tvo. Mikil átök eru greinilega hafin innan Sjálf-
stæðisflokksins. Hvernig enda þau? Vill Sjálfstæðisflokkurinn að
Ísland verði áfram á eigin vegum? Þá bíður ekki annað en sam-
starf við VG. Eða verður útkoman Evrópusinnaður og markaðs-
þenkjandi flokkur sem á samleið með Samfylkingunni? Nákvæm-
lega sama staða er uppi hjá Framsóknarflokknum.
Þegar þessum uppgjörum er lokið er tímabært að kjósa. Þjóðin
mun velja hvort hún vill horfa til fjalla eða út í heim.
Nauðsynleg átök eru framundan.
Hugmyndafræðin
út úr skápnum
JÓN KALDAL SKRIFAR