Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is með ánægju F í t o n / S Í A Við erum leiðandi í framboði ódýrra fargjalda. Frábært verð, þægindi og góð þjónusta eru órjúfanleg heild hjá Iceland Express. Bókaðu ferðina þína á www.icelandexpress.is Við erum hagkvæm – þú getur bókað það Verð frá: 12.490 kr. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar til og frá London, Kaupmannahöfn og Berlín. Ég hef lagt mig fram um að fylgjast ekki of vel með frétt- um undanfarið. Það tekur tíma að átta sig á atvinnuleysi og öðrum fylgifiskum efnahagsástandsins. Fréttatíminn er ekki lengur eftir- sóknarverður. Ein falleg kreppu- fregn kom hins vegar við mig eins og marga Íslendinga og hún er auð- vitað af láninu frá Færeyingum. Það blasir við að lánið er myndar- legt með tilliti til fjölda Færeyinga. Lán þeirra upp á meira en 6 millj- arða jafngildir því að íslenska þjóð- in hefði lánað annarri þjóð um 36 milljarða, sem mér skilst að sé fjárhæð sem dugar til að reka Landspítalann í heilt ár. SAMT held ég að það sé ekki bara upphæðin sjálf sem okkur finnst svo dæmalaust myndarlegur gjörn- ingur. Miklu frekar er það sú stað- reynd að þessi fámenna þjóð skuli fyrst af öllum bjóðast til að lána okkur. Þjóðir heims hafa nefnilega ekki beinlínis verið í kapphlaupi við að koma okkur til hjálpar. Fær- eyingar birtast hins vegar óum- beðnir og bjóða fram aðstoð. Þegar á reynir virðist segin saga að Fær- eyingar koma til hjálpar, síðast með þjóðarsöfnun eftir snjóflóðin. VIÐ höldum því gjarnan fram að á milli okkar og Dana sé sérstakur strengur. Menn líta jafnvel á Dan- ann sem bróður. Stóri bróðir reyn- ist ágætur yfir bjór. Snobbið er minna fyrir Svíunum og við höfum aldrei litið á þá sem hluta af kjarna- fjölskyldunni. Þeir hafa ekki talist innan „circle of trust“. Norðmenn- irnir eru duglegir að hringja og kanna stöðuna, en símtöl er auðvit- að ekki það sem vantar. Við höfum ekki heldur mikið af fjarskyldum Finnum að segja. Skyldleikinn blasir þó við þá sjaldan sem við hittum þá, þó þeir séu óskiljanleg- ir. Þess vegna er bara ágætt að þeir tala lítið. EFTIR standa svo Færeyingar, vinalegir og sjarmerandi með heill- andi tungu. Við skiljum þá ólíkt betur en aðra fjölskyldumeðlimi sem við látumst þó skilja á fund- um. Færeyskar fréttir greina frá 10 prosents minking í bruttotjóðar- úrtøkuni og størri arbeiðsloysi enn vanligt, eru útlitini sum Íslending- ar hava fyri 2009. Til hughreyst- ingar er vitnað í Geir Haarde for- sætisráðharri sem segir að grundstøðið er gott. TILFINNINGIN hefur verið sú að við séum ein með okkar vanda, en góðir frændur í Færeyjum hafa breytt þeirri tilfinningu. Þó ekki fari mikið fyrir minnsta frændan- um í fjölskyldunni er hann alltaf fremstur í flokki þegar á reynir. Frændur góðir 9.15 13.11 17.06 9.10 12.55 16.41 Í dag er sunnudagurinn 2. nóvember, 307. dagur ársins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.