Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 02.11.2008, Blaðsíða 5
Á F R A M S T E L P U R — M E Ð S T E R K B E I N Það er hægt að sigra. Það getur tekið tíma. Það getur komið bakslag. En það hefst að lokum. Með úthaldi, seiglu og vilja. Með sterkum beinum. Kvennalandsliðið í fótbolta skipa stelpur með sterk bein. Í bókstaf- legum skilningi. Það staðfesta nýlegar mælingar á beinþéttni þeirra. Hjá þeim reyndist beinþéttni langt yfir meðallagi og má ætla að landsliðskonur hafi 24% þéttari bein en jafnöldrur þeirra. Beinvernd og Mjólkursamsalan óska landsliðskonum til hamingju. Nú fara þær beina leið á Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu sumarið 2009. Það verður í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið í knattspyrnu fer í úrslitakeppni stórmóts. Stelpur á öllum aldri geta auðveldlega skipað sér í landslið gegn beinþynningu. Rétt hreyfing, kalkrík fæða, t.d. mjólkurvörur, auk D-vítamíns – það er beina leiðin í landsliðið, beina leiðin til sigra í framtíðinni. Höldum áfram að hvetja stelpur með sterk bein til sigurs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.