Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 16
 2 FIMM MÁLTÍÐIR á dag eru að mati sérfræðinga nauðsynlegar til að losna við svokallað millimálaát. En með því að borða reglulega viðhöldum við brennslu í líkamanum og dettum síður í þá gryfju að fá okkur eitthvað óhollt að borða þegar við erum svöng. Við tvö og barnið okkar er yfir- skrift á málþingi þar sem ástar- samband foreldra er í öndvegi. Breytingar á sambandi og lífi for- eldra eftir að barn þeirra er komið í heiminn er umfjöllunarefni mál- þingsins. Bent er á mikilvægi þess að hlúa vel að sambandinu og und- irbúa það vel fyrir þann mikil- vægasta atburð lífsins sem barnsfæðing er. Rannsóknir hafa sýnt að sjö af hverjum tíu foreldrum upplifa minni ánægju í sambandi sínu fyrstu árin eftir að barn þeirra fæðist, en fjallað verður um leiðir til að viðhalda neistanum og öðlast meiri ánægju og vellíðan hjá for- eldrum, því ánægðir foreldrar eru ávísun á gott uppeldi og meiri lífs- gleði. Fræðslunefnd NFLÍ og ÓB ráð- gjöf standa fyrir málþinginu sem hefst í dag klukkan 16.30 í Laugar- sal í World Class Laugum. - þlg Hlúð að ást foreldra Það er mikilvægt að gleyma ekki rómantíkinni og því að næra hvort annað á ást og samlífi þótt lítið barn hafi bæst við fjölskylduna. NORDICPHOTOS/GETTY Forrit sem sýnir útkomu lýtaðað- gerða og tannréttinga verðlaunað. Nýtt forrit, hugsað sem hjálpar- tæki í lýtaaðgerðum og tannrétt- ingum, hefur unnið til Gannochy Trust-frumkvöðlaverðlauna Royal Society of Edinburgh. Forritið, DI3D, býr til þrívíddar- myndir úr ljósmyndum af sjúk- lingum og getur spáð fyrir hvernig viðkomandi lítur út eftir aðgerð. Hönnuðurinn, dr. Colin Urquhart, segir verðlaunin vera sér og sínum starfsbræðrum mikil hvatning. Forritið hefur þegar verið tekið til notkunar víðs vegar um heim og hefur kvikmyndaiðnaðurinn séð sér leik á borði með notkun þess. Sýnir útkomu lýtaaðgerða DI3D er notað til að spá fyrir um útkomu tannréttinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 Næstu fyrirlestrar og námskeið 04. nóv. Líkamsstaða, skrifstofuumhverfið og æfingar Haraldur Magnússon osteópati 11. nóv. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi 27. nóv. Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 02. nóv. Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi www.madurlifandi.is Árskort í tækjasal aðeins 3.333 kr. á mánuði* JOMOS herraskór - Þýsk gæðavara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.