Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 4. nóvember 2008 — 302. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Mátulegur hamagangur Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur st d hún jógatím FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur stundar jóga og tónlistarleikfimi í Kramhúsinu sér til heilsubótar. FJARÞJÁLFUN hentar sumum til að komast í gott form. Einkaþjálfari og viðskiptavinur eiga þá samskipti í gegnum Netið. Þjálfari afhendir viðskiptavini æfingaáætl- un og hann skilar árangurs- og matardagbók á móti. Ertu starfandi í greininni e›a í grein henni tengdri?Hefur flú áhuga á a› ljúka flví námi sem flú hófst?Bættu um betur – Húsasmí›i er tilraunaverkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›, óhá› flví hvernig hennar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verkefninu ljúki sveisprófi. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA – fræ›slu- setur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. fiar er einnig hægt a› skrá sig á kynningarfund sem ver›ur haldinn mi›vikudaginn 5. nóvember kl. 18 00 a› Skúl Hófst flú nám í húsasmí›ien laukst flví ekki? Leiðrétting á auglýsingu sem birtist mánudaginn 3. nóvember í Fréttablaðinu GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Heldur sér í formi með ballett og lyftingum • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS FYRIRTÆKJAGJAFIR Gjafir sem lifa lengur Sérblað um fyrirtækjagjafir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 4 5 4 8 8 HVESSIR Í dag verður vaxandi suð- austan átt, 8-13 m/s um hádegi en 15-23 m/s vestan til í kvöld og nótt. Rigning víðast hvar. Hiti 5-10 stig. VEÐUR 4 Phoenix er hættur Stórleikarinn Joa- quin Phoenix ætlar út í tónlistina. FÓLK 20 Undirbýr ævintýramynd Ragnar Bragason hyllir Melville og Dickens. FÓLK 26 Vinsæl lesning Árbók Þingeyinga hefur verið gefin út samfellt frá árinu 1958. TÍMAMÓT 16 fyrirtækjagjafirÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 FÓLK Eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk Music Group, hefur boðið tónlistarkonunni Lay Low útgáfusamning. Að sögn Kára Sturlusonar, umboðsmanns hennar, felur tilboðið í sér útgáfu á nýjustu plötu hennar, Farewell Good Night‘s Sleep, víða um heim. „Þeir tala um að nýja platan komi út í Bandaríkjunum og Evrópu í apríl á næsta ári og reikna með því að í desember byrji eiginlegt kynningarstarf. Þetta þýðir að það þarf að fara mikið út að spila og fylgja plötunni eftir,“ segir Kári. Fleiri ganga með grasið í skónum á eftir Lay Low, þar á meðal stórt breskt útgáfufyrir- tæki, og er tilboðs að vænta frá því síðar í vikunni. - fb / sjá síðu 26 Getur valið úr tilboðum: Lay Low eftir- sótt úti í heimi BANDARÍKIN Kosningabaráttan í Bandaríkjunum hefur verið óvenjulöng og ströng. Hún hófst fyrir nærri tveimur árum og lýkur í dag þegar annaðhvort Barack Obama eða John McCain verður kjörinn forseti. Heimsbyggðin hefur fylgst með kosningabaráttunni vestra af meiri áhuga en nokkru sinni og andrúmsloftið í Bandaríkjunum hefur verið spennu þrungið. Skoðanakannanir benda lang- flestar til þess að Obama eigi sigurinn vísan. Víst er að það kæmi verulega á óvart ef McCain hefði betur á síðustu stundu og lögreglusveitir búa sig undir óeirðir ef svo fer. Á landsvísu hefur Obama mælst með 7 til 8 prósenta forskot, samkvæmt flestum skoðanakönnunum. Þeir Obama og McCain hafa síð- ustu daga verið á fleygiferð um svonefnd lykilríki, þar sem mjótt hefur verið á mununum milli þeirra. - gb / sjá síðu 6 Bandaríkjamenn velja sér í dag arftaka George W. Bush forseta: Kosningaspennan í hámarki Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. NIÐURRIF BRUNARÚSTANNA HAFIÐ EN UPPBYGGING ÓVISS Talið er að eldsupptök í stórbrunanum sem varð í apríl í fyrra í miðbæ Reykjavíkur verði aldrei upplýst. Hrólfur Jónsson, hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur, segir að því miður sé ekki útlit fyrir að uppbygging geti hafist þar strax þótt byrjað sé að fjarlægja rústirnar á svæðinu. Ekki sé vitað hversu mikið fé til framkvæmda sé til. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐRIÐ Í DAG Klárar hjá KR Knattspyrnumaður- inn Guðmundur Benediktsson er genginn í raðir KR á ný þar sem hann ætlar að klára ferilinn. ÍÞRÓTTIR 22 VIÐSKIPTI Reynist það rétt að stjórn Kaupþings hafi afskrifað skuldir starfsmanna vegna hlutabréfa- kaupa í bankanum munu stjórn- völd sækja það fast að samningum þar að lútandi verði rift, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Fjármálaeftirlitið (FME) rann- sakar nú fréttir um að stjórn Kaupþings hafi látið afskrifa skuldir starfsmanna. Fram kom fram í fréttum Ríkis- útvarpsins og Stöðvar 2 í gær að um hafi verið að ræða skuldir fjölda starfsmanna, og að um háar upphæðir hafi verið að ræða. Fréttablaðið hefur ekki fengið það staðfest hjá heimildarmönnum. Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaupþings, sagðist í gær ekki hafa heimild til að tjá sig um málið. Vísaði hann til þess að lán til starfsmanna séu viðskipti, og í viðskiptum við banka sé trúnaður áskilinn. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra segir að sam- kvæmt upplýsingum sem hann hafi fengið frá FME hafi allar skuldir Kaupþings verið færðar í Nýja Kaupþing. „Þetta þarf að rannsaka hratt og leiða strax til lykta,“ segir Björg- vin. Ef um eitthvað óeðlilegt hafi verið að ræða verði þess freistað að rifta þeim gjörningi. „Það verður enginn steinn látinn óhreyfður í þessu máli, og það verður aldrei nokkurn tímann látið líðast að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað,“ segir Björgvin. „Allir skuld- arar verða að njóta jafnræðis, engir fá að njóta sérmeðferðar.“ Þeir fyrrverandi stjórnarmenn í Kaupþingi sem Fréttablaðið náði sambandi við í gær könnuðust ekki við að stjórnin hafi samþykkt að fella niður skuldir starfs- manna. „Ég get staðfest að það hefur ekki verið tekið fyrir í stjórninni,“ segir Brynja Halldórsdóttir, fyrr- verandi stjórnarmaður. Aðrir stjórnarmenn, sem tjáðu sig með því skilyrði að ekki yrði vitnað í þá undir nafni, könnuðust við að skuldastaða starfsmanna hefði verið rædd í stjórninni. Þeir fullyrtu þó að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um að afskrifa skuldirnar. Nýja Kaupþing yfirtók öll lán eins og þau stóðu þegar tekið var við, segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Hann vildi í gærkvöldi ekki upp- lýsa hversu háar upphæðir starfs- menn skuldi Nýja Kaupþingi vegna hlutabréfakaupa. Ekki náðist í Hreiðar Má Sig- urðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, við vinnslu fréttarinnar. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum að bankinn hafi ekki veitt starfsmönnum lán fyrir hlutabréfakaupum sem hluta af starfskjörum. Því hafi ekki verið um niðurfellingar slíkra skulda að ræða hjá bankanum. - bj Ráðherra lætur rannsaka afskriftir hjá Kaupþingi Það verður ekki liðið hafi stjórn Kaupþings afskrifað skuldir starfsmanna segir viðskiptaráðherra. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, segist bundinn trúnaði um viðskipti við starfsmenn eins og aðra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.