Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 2
2 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Auður, ertu alltaf með eitthvað á prjónunum? „Já, alltaf, enda verður ull gull í höndunum á okkur.“ Auður Kristinsdóttir hefur gefið út prjóna- blaðið Ýr í 20 ár. OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR EFNAHAGSMÁL Tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, hafa skert starfshlutfall starfsmanna til að bregðast við verulegum samdrætti í bókunum á ferðum. „Starfsfólkið tók þessu af miklum skilningi,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals-Útsýnar, sem ásamt Plúsferðum og Sumarferðum eru í eigu Ferðaskrifstofu Íslands. Hann segir eitt ganga yfir alla, yfirstjórn jafnt sem almenna starfsmenn, allir séu nú komnir í hálft starf og kjaraskerðingin eftir því. Um ástæðurnar segir hann að ekki þurfi að fjölyrða. Gengishrun hafi leitt af sér færri bókanir og fyrirtækið verði að bregðast við. Hann segir aðgerðirnar vissulega harkalegar en þó skárri kost en að grípa til uppsagna. „Fólk tekur þessu ótrúlega vel og er skilnings- ríkt,“ segir Guðbjörg Auðunsdóttir, trúnaðarmaður hjá Úrvali-Útsýn. Hún segir starfsmenn vonast til þess að ástandið sé tímabundið og þeir eigi þess kost að sækja um hluta af atvinnuleysisbótum til að kjörin skerðist ekki um helming. Starfshlutfall starfsmanna Heimsferða verður 50 til 80 prósent í nóvember og desember, misjafnt eftir því hversu mikið er að gera á þeirra starfsstöð, segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Hann segir starfsmenn sýna breytingunum skilning, enda hafi eftirspurn eftir utanlandsferðum minnkað hjá Heimsferðum eins og öðrum ferða- skrifstofum. - bj Ferðaskrifstofur skerða starfshlutfall starfsmanna til að komast hjá uppsögnum: Starfsfólkið sýnir skilning UTANLANDSFERÐIR Bókunum hefur fækkað mikið hjá íslensk- um ferðaskrifstofum vegna erfiðs efnahagsástands. IÐNAÐUR Hátæknifyrirtækið Vaki hefur gert 200 milljóna króna samning við stærsta laxeldisfyr- irtæki heims, Marine Harvest. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun hátæknibúnaðar fyrir fisk- eldi. Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir samninginn skapa mikla möguleika. „Marine Harvest hefur verið viðskiptavinur okkar um margra ára skeið. Þessi samn- ingur er eingöngu við hinn skoska hluta félagsins. Hann skapar hins vegar grundvöll fyrir samstarfi í öðrum löndum þar sem félagið starfar, svo sem í Noregi, Chile og Kanada.“ Framleiðsla Vaka fer að lang- mestu leyti í útflutning og áttatíu prósent tekna koma aftur inn í íslenskt hagkerfi. Hermann segir að kreppan bíti ekki á félaginu, nema með því að skapa óþægindi vegna vandræða með millifærslur. Hann er bjartsýnn á framtíð fisk- eldis. „Við stöndum frammi fyrir mikilli mannfjölgun. En við fáum samt ekki meira úr sjónum, nema með fiskeldi.“ Hjá Vaka starfa um fjörutíu manns, hérlendis og utanlands. - hhs Hátæknifyrirtækið Vaki eykur umsvif sín í miðjum samdrættinum: Gerir 200 milljóna samning ELDISLAX Hátæknifyrirtækið Vaki er sérhæft í þróun hátæknibúnaðar fyrir fiskeldi. SKIPULAGSMÁL Búddistar á Íslandi eru skrefi nær því að fá reist búddahof í Hádegismóum. Engin andmæli bárust við breytingu á deiliskipulagi vegna þess. Tillagan lá frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar frá 19. september til 31. október. Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti breytt deiliskipulag vegna byggingar hofsins í byrjun september. Taílenski auðkýfingurinn dr. Prasert Prasathong Osoth, sem meðal annars er eigandi Bangkok Airways, er í forsvari fyrir félagið sem reisir hofið. - hhs Búddahof í Hádegismóum: Komið skrefi nær veruleika MORGUNBLAÐSHÖLLIN Fær góðan nágranna þegar búddahof rís í Hádegis- móum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Hagar töpuðu 1,4 milljörðum króna á síðustu sex mánuðum ársins, sem lauk í enda ágúst. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 715 milljónir. Undir Högum eru Bónus, Hag- kaup, Debenhams og fleiri fyrir- tæki og versl- anir. Rekstrartekj- ur námu 29,3 milljörðum króna, sem er fimmtán prósenta aukning frá í fyrra. Eigið fé nam 6,7 milljörðum króna sem er 24 prósentum minna en í lok síðasta ársfjórð- ungs. Eiginfjárhlutfall var 23,4 prósent. Í tilkynningu er haft eftir Finni Árnasyni forstjóra að óstöðug- leiki íslensku krónunnar og mikil verðbólga hafi mikil neikvæð áhrif á reksturinn. - jab Ástandið sker í afkomutölur: Hagar skila tapi FINNUR ÁRNASON DÓMSMÁL Héraðsdómur hafnaði í gær frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar athafnamanns, sem og kröfu hans um að dómari í máli hans víki sæti. Jóni er gefið að sök að hafa svikið um 360 milljónir króna undan skatti. Lögmenn Jóns og annarra sakborninga í málinu lögðu fram frávísunarkröfur sem byggja á því að greinargerð sem dómari bað saksóknara að skila sé í raun málflutningur sækjandans. Þar með séu kröfur um munnlegan málflutning að engu hafðar. Dómari féllst á hvoruga kröfuna. Kröfunni um að dómar- inn víki verður skotið til Hæsta- réttar. - bj Skattamál Jóns Ólafssonar: Kröfu um frá- vísun hafnað VEIÐI Jón Sigurður Ólason, yfirlög- regluþjónn á Akranesi, fór á fjór- hjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlends- sonar, meðstjórnanda í Skotveiði- félagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér,“ segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum,“ segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veið- arnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar.“ Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raun- in síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farar- tækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregl- una vita,“ segir Sigmar B. Hauks- son, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maður- inn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freist- ingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata.“ Á spjallborði vefsíðunnar hlað. is var því haldið fram að Jón Sig- urður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er raka- laust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir.“ jse@frettabladid.is Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum Yfirlögregluþjónn á Akranesi er sakaður um ólöglegar veiðar um helgina þegar hann fór til veiða á fjórhjóli. Fólk hefur verið duglegt að láta lögregluna vita þegar menn freistast til slíks, segir formaður Skotvíss. RJÚPUR Á FLUGI Yfirlögregluþjónn virðist hafa brotið lög þegar hann fór á veiðar um helgina. EFNAHAGSMÁL Sænska fjármála- fyrirtækið Moderna, sem er í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls Wernerssonar og fjölskyldu, semur nú upp á nýtt við Nýja Glitni, eftir þrot gamla bankans. Karl Wernersson, stjórnarfor- maður Milestone, segir samstarf Moderna og Glitnis vaxandi og leitað verði leiða til að „þétta“ það samstarf. Meðal eigna Moderna eru fjárfestingarbankinn Askar Capital og Sjóvá. Fjármálaeftirlit- ið kannar nú stöðu bótasjóða tryggingafélaganna eftir hrun bankakerfisins og hefur kallað eftir upplýsingum frá VÍS, TM og Sjóvá. - kdk Moderna og Nýi Glitnir semja: Segja verið að þétta samstarfið VIÐSKIPTI Óskað hefur verið eftir því að verslanir BT verði teknar til gjaldþrotaskipta. Verslanirn- ar hafa verið lokaðar frá því fyrir helgi á meðan reynt var að endurskipuleggja reksturinn. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að tilraunir til að halda rekstri gangandi hafi ekki borið árangur. Vonir standi til þess að hægt verði að koma BT í rekstur á ný. Fyrir liggi kauptil- boð í rekstur verslananna, en framhaldið velti á skiptastjóra. Verslanirnar verða lokaðar þar til niðurstaða fæst. Um 50 manns hafa starfað hjá verslun- unum. - bj BT verslanir gjaldþrota: Reyna að koma rekstri í gang ÚR REGLUGERÐ Við veiðar er m.a. óheimilt að nota: Vélknúin farartæki, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Vélknúin farartæki á landi, önnur en vélsleða, fjórhjól og önnur torfærutæki, má nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.