Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 8
8 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Dóttir gigtarsjúklings skrifar: „Mig langaði svo að koma á framfæri einu atviki sem móðir mín lenti í núna í dag. Hún hefur verið hjá gigtarlækni í sirka ár og hann skrifar upp á töflur fyrir hana. Töflurnar kosta um 5.000 kr. og það má ekki ávísa þeim nema gegn lyfseðli. Nú spyr ég: Er það eðlilegt að læknir geti rukkað um 3.000 kr. fyrir það eitt að skrifa upp á lyfseðil, verk sem tekur um það bil hálfa til eina mínútu?“ Ef málið snýst eingöngu um að fá lyf sem þegar er búið að ávísa er of dýrt að fá lyfin í gegnum sérfræð- ing. Sérfræðingar eru dýrastir hér af öllum Norður- landaþjóðunum. Ódýrasta leiðin er að láta heimilis- lækninn skrifa upp á lyfin. Heimsókn til íslensks heimilislæknis kostar þúsund krónur. Heimilislæknar geta skrifað upp á öll gigtarlyf og þeir taka ekki aukalega fyrir það – það er innifalið í heimsókninni. Á Norðurlöndunum er einungis ódýrara að heimsækja heimilislækni í Danmörku, þar sem það er ókeypis. Munið einnig eftir að biðja lækninn að skrifa upp á þriggja mánaða lyfjaskammta, þegar um er að ræða lyf sem tekin eru að staðaldri, og fá fjölnotalyfseðil. Neytendur: Þjónusta sérfræðilækna Dýrt að skrifa upp á lyf 1 Hvað heitir félagið sem á sunnudag keypti fjölmiðlahluta 365 miðla? 2 Hvað þykir sérstakt við vígslu séra Hjartar Pálssonar sem vígður var til prests á sunnu- dag? 3 Hver er heimsmeistari í Formúlu 1? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26 DANMÖRK Eitt þekktasta hótel Norðurlanda, Hótel D´Anglaterre í Kaupmannahöfn, er að sögn danska blaðsins Berlingske Tiderne komið í eigu íslenska rík- isins í gegnum Nýja Lands- bankann. Blaðið greindi frá þessu í gær en þar segir að auk hótelsins eigi Landsbankinn fleiri þekkta staði eins og Kong Frederik, Front og Copenhagen Corner. Nordic Partn- ers keypti umræddar eignir árið 2007. Þá fjármagnaði Landsbank- inn kaupin og hefur Nýi Lands- bankinn nú stór veð í eignunum. Haft er eftir Gísla Reynissyni, stjórnarformanni Nordic Partn- ers, að hann viti ekki til að samn- ingum félagsins við Landsbank- ann hafi verið breytt. Hann segir þá hins vegar finna fyrir áhyggj- um hjá fólki yfir því að íslenskur banki standi að fjármögnuninni. Þá segir Berlingske að íslensku fjárfestarnir í Nordic Partners hafi verið óheppnir með kaup sín í Danmörku. Hótelin D´Anglater- re og Kong Frederik séu rekin með tapi auk þess sem komið hafi í ljós að félagið hafi tekið yfir áhvílandi skuldir fyrri eigenda svo kaupverð hafi í raun verið mun hærra en þær 700 milljónir danskra króna sem áður hafa verið nefndar. - ovd Danskt blað segir þekktasta hótel Norðurlandanna komið í eigu íslenska ríkisins: D Ánglaterre í eigu ríkisins HÓTEL D´ANGLATERRE Hótelið er í miðborg Kaupmannahafnar og einna helst þekkt fyrir að þar gista jafnan stórstjörnur sem heimsækja borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VILTU VITA MEIRA? LIFANDI OG SKEMMTILEGIR FYRIRLESTRAR UM PÓLITÍK Í STJÓRNMÁLASKÓLA SAMFYLKINGARINNAR. FYLGIST MEÐ Á HEIMASÍÐU UNGRA Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar verður haldin í Reykjavík 21., 23. og 25. október 2008 (þriðjudagskvöld, mmtudagskvöld og laugardag). Í skólanum verður boðið upp á úrval góðra fyrirlestra um hugmyndafræði í stjórnmálum, málefni líðandi stundar og veitt innsýn í starf stjórnmálaokka. Magnað tækifæri til að setja sig betur inn í málin. Á meðal framsögumanna verða ráðherrar, alþingismenn og virtir fræðimenn. Í lok fyrirlestra er gert ráð fyrir spjalli á léttu nótunum. Engin skólagjöld eru innheimt og boðið verður upp á barnapössun. Öll velkomin. Við hlökkum til að sjá ykkur. STJÓRNMÁLASKÓLI UNGIR JAFNAÐARMENN HALLVEIGARSTÍG 1, 101 REYKJAVÍK - SÍMI 414 2210 UNGIR JAFNAÐARMENN VILTU VITA MEIRA? LIFANDI OG SKEMMTILEGIR FYRIRLESTRAR UM PÓLITÍK Í STJÓRNMÁLASKÓLA UNGRA JAFNAÐARMANNA. Skólinn fer fram dagana 4. 6. og 8. nóvember í Háskóla Íslands, stofu 101 í Odda. ÞRIÐJUDAGURINN 4. NÓV. 19:30-22:00 Hafa gömlu hugmyndakerfin brugðist - þarf aðrar hugmyndir fyrir nýja framtíð? Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra setur skólann og fjallar um mikilvægi jafnaðarstefnunnar í dag. FIMMTUDAGURINN 6. NÓV. 19:30-22:00 Hugsa fyrst kaupa s o - Neytendamálin á oddinn Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Bryndís Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins. LAUGARDAGURINN 8. NÓV. Stjórnun Efnahagsmála á Íslandi í dag 13:00-14:30 ,Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ Framkoma og grein skrif 15:00-16:30, Helga Vala Helgadóttir Jónas Kristjánsson blaðamaður Í LOK FYRIRLESTRA ER GERT RÁÐ FYRIR SPJALLI Á LÉTTU NÓTUNUM. ENGIN SKÓLAGJÖLD OG ALLIR ERU VELKOMNIR. VINNUMARKAÐUR Viðbúið er að dag- foreldrum á höfuðborgarsvæðinu fækki verulega á næstu vikum. Margir þeirra hafa nú þegar aðeins tvö til þrjú börn í vistun. Þeir hafa heimild til að hafa hjá sér fjögur til fimm börn. Á tiltölulega stutt- um tíma hefur staða þeirra gjör- breyst. Einungis nokkrir mánuðir eru síðan allir biðlistar voru yfir- fullir. „Nokkrar dagmæður hafa hætt nú á síðustu dögum. En margar hafa ákveðið að bíða og sjá til fram yfir áramótin. Ef ástandið lagast ekki fyrir þann tíma er ljóst að mjög margar munu hætta,“ segir Ólöf Lilja Sigurðardóttir, dagmóðir í stjórn Barnavistunar, félagi dag- foreldra. Hún segir viðbúið að dag- foreldrum muni fækka úr um 180 um síðustu áramót, í undir hundrað um þau næstu. Hluti skýringarinnar er að mannekla á leikskólum hefur nú að mestu verið leyst. Munurinn á verði vistunar á leikskóla og hjá dagforeldri hleypur á tugum þús- unda. Jafnvel þó að foreldrar myndu velja dagforeldri fram yfir leikskóla er munurinn svo mikill að líklega yrði ódýrari kosturinn fyrir valinu. Niðurgreiðslur til dagforeldra nema 39.375 krónum miðað við hjón með eitt barn í vistun í níu klukkustundir. Algengt er að for- eldrar greiði rúmlega fjörutíu þús- und krónur á móti. Mun ódýrara er að greiða fyrir börn í leikskóla. Þar kostar mánuðurinn fyrir hvert barn 16.236 krónur. Félag dagforeldra fundar á fimmtudag vegna þess ástands sem er að skapast í stéttinni. Þar verða meðal annars þær kröfur ræddar að samkeppnisstaða dag- foreldra við leikskólana verði jöfn- uð. Jafnframt að samstarf þeirra á milli verði aukið til muna. Til stóð að þjónustusamningur yrði gerður milli borgarinnar og dagforeldra nú í nóvember. Ólöf er ekki bjartsýn á að af því verði. „Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin um að láta dagforeldra- kerfið lognast út af hægt og rólega,“ segir hún. „Þjónustusamningurinn er alls ekki út af borðinu,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leik- skólaráðs. „Við viljum tryggja dagforeldrum betra umhverfi og foreldrum lægri gjöld með þess- um þjónustusamningi. En við getum hins vegar ekki klárað hann á meðan fjármál borgarinnar eru í uppnámi.“ holmfridur@frettabladid.is ÓLÖF OG BÖRNIN Ólöf Lilja Sigurðardóttir, dagmóðir og stjórnarmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra, er ekki bjartsýn á framtíð stéttarinnar. Dagforeldar óttast um framtíð sína Skortur er á börnum hjá dagforeldrum í Reykjavík. Mikil fækkun blasir við í stéttinni verði ekkert að gert. Þjónustusamningur frestast en ekki hefur verið hætt við hann, segir formaður leikskólaráðs. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Formaður leikskólaráðs segir ekki hægt að klára þjónustusamning á meðan fjármál borgarinnar séu í uppnámi. ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, vill að fjármálaráðherra og viðskiptaráð- herra birti minnisblöð vegna funda og samtala sem þeir áttu um starfsemi Landsbankans í Bretlandi. Vill Siv að viðskiptaráð- herra upplýsi hverjir voru viðstaddir fund hans og fjármálaráðherra Breta 2. september og hvaða málefni voru rædd. Jafnframt að fjármálaráð- herra upplýsi um vitneskju sína um tilboð Breta um tilfærslu Icesave-reikninga í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrir- greiðslu íslenska ríkisins. - bþs Siv Friðleifsdóttir, Framsókn: Vill sjá minnis- blöð ráðherra SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR FÉLAGSMÁL Stúdentatíð í kreppu- hríð er yfirskrift raðar málþinga sem Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur fyrir 5. til 7. nóvember næstkomandi. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að það vilji bregðast við ástandinu og krísunum með sínum bestu vopnum sem séu hugmyndir, opin umræða og stefnumótun framtíðarinnar. Málþingin eru haldin milli klukkan 12 og 13 á háskólasvæð- inu en þar gefst stúdentum kostur á að spyrja um peningamál, atvinnuhorfur og framtíðina. Dagskrá málþinganna má finna á slóð Stúdentaráðs, student.is. - ovd Stúdentar ræða kreppuna: Stefnumótun framtíðarinnar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.