Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008 7fyrirtækjagjafi r ● fréttablaðið ● Íslenskt efni á geisladiskum er ákjósanleg gjöf sem gleð- ur viðtakandann um leið og hún styrkir listir í landinu. Hér er uppástunga um nokkra nýútkomna diska sem henta hverjum sem er. Diddú og Terem telst eigin- lega bæði hljóm- diskur og kver því óvenju- vel fer um prentaða texta. Diddú þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en Terem er rússneskur kvartett sem spilar undir hjá Diddú. Lögin þekkja flestir, svo sem Frostrósir, Dagný og Besame mucho. Hana- nú er viðhafn- arútgáfa með Vil- hjálmi Vil- hjálms- syni. Kom upphaflega út sumar- ið 1977. Lög eins og Söknuður, Þú átt mig ein og Lítill drengur ylja nú ekki síður en þá. Turninn , nýja platan með Ný- dönsk, er snilld- arplata fyrir alla ald- urshópa þótt fyrsta lagið á listanum þar heiti því skemmtilega nafni Leið- inlegasta lag í heimi. Myndin á umslaginu er af manni sem sam- settur er úr öllum hljómsveitar- meðlimum. Guðrún Gunnarsdóttir er komin með nýjan disk, Um- vafin engl- um. Sjálf syng- ur hún auðvitað eins og engill lögin Eins og vera ber, Ósögð orð og Til eilífðarnóns. Ekki slæm gjöf það. Steinn Stein- arr , ald- arminn- ing er eigu- legur diskur fyrir allar hugsandi manneskjur. Hann ber 30 lög ýmissa höfunda við ljóð Steins. Þar er Verkamaður Berg- þóru Árnadóttur, Það vex eitt blóm fyrir vestan með Eddu Heiðrúnu Backman og Í Draumi sérhvers manns með Eiríki Haukssyni. Tónlist í pakkann Ekki er úr vegi að lauma skemmtilegum kvikmyndum með í jóla- pakka starfsmanna og ekki verra að hafa þær alíslenskar. Sena gaf í sumar út meistaraverk Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík, Bíódaga og Skytturnar, sem er hans fyrsta mynd. Þá eru Englar alheimsins, Börn náttúrunnar, Djöflaeyjan og Á köldum klaka einnig fáanlegar. Rokk Í Reykjavík er mögnuð heimildarmynd um rokkið í Reykjavík í byrjun níunda áratugarins en Bíódagar er margverð- launuð fjölskyldumynd. Bíódagar var meðal annars valin besta barnamynd Norðurland- anna 1994. Myndirnar lýsa íslenskum veruleika hver á sinn hátt og eiga því vel heima í kvikmyndasöfnum landsmanna. - ve Sígildar myndir í sjóð heimilisins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.