Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 28
16 4. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. LAURA BUSH FORSETAFRÚ FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1946. „Ást á bókum, að halda á þeim, fletta síðunum, horfa á myndirnar og lifa sig inn í heillandi sögurnar, fer saman við það að elska að læra.“ Laura Bush er forsetafrú Banda- ríkjanna. Hún giftist George W. Bush árið 1977 og eiga þau saman tvær dætur, tvíbura sem fæddust árið 1981. Áhöfnin á Brúarfossi bjargaði 44 mönnum af enska flutninga- skipinu Daleby þennan dag árið 1942. Bæði skipin voru í skipa- lest milli Bandaríkjanna og Ís- lands sem í voru 50 kaupskip auk tveggja herskipa og eins vopnaðs togara. Stórir hópar þýskra kafbáta gerðu árás á skipalestina og voru fylgdarskip- in alltof fá til að geta spornað við þeim. Eftir stöðugar árásir í fjórar nætur, var aðeins þriðjungur kaupskipa enn ofansjávar 4. nóvember, þar á meðal Brúar- foss. Veður fór þá versnandi og var erfiðara fyrir kafbátana að athafna sig en þó varð skipið Daleby fyrir tundurskeyti. Brúar- foss flýtti sér að bjarga sjóliðun- um. Stærsti hluti áhafnarinnar komst í björgunarbáta en nokkr- ir urðu eftir í skipinu. Þá fóru menn af Brúarfossi tvær ferðir á björgunarbátum til að bjarga þeim. Þannig björguðust sjö menn. Brúarfoss missti af skipa- lestinni við þetta en veður var orðið vont og ekki varð meira vart við þýsku kafbátana. ÞETTA GERÐIST: 4. NÓVEMBER 1942 Breskri áhöfn bjargað timamot@frettabladid.is Árbók Þingeyinga, sem er útbreiddasta átthagarit á Íslandi, er 50 ára en það hefur verið gefið út sam- fellt frá árinu 1958. Skipt er um ritstjóra og ritnefnd á þessum tímamótum en Sig- urjón Baldur Hafsteinsson tekur við stjórn blaðsins af þeim Guðna Halldórssyni og Sigurjóni Jóhannessyni, sem hafa ritstýrt árbókinni saman frá árinu 1994. Sig- urjón er frá Reykjavík en á ættir að rekja til Laxamýr- ar rétt sunnan við Húsavík. Í fyrsta hefti árbókarinn- ar árið 1958 skrifar þáver- andi ritstjóri hennar, Bjart- mar Guðmundsson, bréf til lesenda. Hann segir ritinu ætlað að vera tengiband við héraðsbúa heima fyrir en að það sé ekki síður ætlað þeim sem fluttir eru á brott en eru heima í huga sínum og endurminningum. Sigur- jón Hafsteinsson segir ár- bókina gegna sams konar hlutverki í dag. „Við reynum að birta greinar og fréttir úr hverj- um hrepp fyrir sig, sem eru níu talsins og teygja sig frá Eyjafjarðarsveit og yfir í Bakkafjörð. Í ritinu eru birtar greinar, sögur, ljóð og annálar en mark- mið bókarinnar er að fræða og skemmta ungum sem öldnum. Tilgangur hennar hefur verið að þjappa fólki á svæðinu saman og þótt samgöngur séu orðnar betri og einhver riðlun hafi orðið á stjórnsýslueiningum þá reynum við að halda í þessi mörk,“ segir Sigurjón. Hann segir ýmsan fróð- leik að finna í árbókunum og að þar séu mikilvægar heimildir. „Annálaskrifin eru gamalkunnugt stef en þar er sagt frá árferði, af- urðum, skóla og menning- arlífi hreppanna svo eitt- hvað sé nefnt. Ég veit til þess að ungir jafnt sem aldnir hafa í gegnum tíðina rifist um að fá að lesa um hvernig hafi árað í nálæg- um hreppum þegar blaðið kom í hús.“ Sigurjón segir markmið- ið að höfða enn frekar til yngri kynslóða í framtíð- inni. Í afmælisveislu sem verður haldin í Safnahús- inu á Húsavík klukkan fimm í dag verður vefút- gáfa árbókarinnar opnuð á slóðinni www.arbok.is. Er henni meðal annars ætlað að höfða til ungs fólks á svæðinu auk brottfluttra. „Hugmyndin er að gera árbókina sýnilega á vefn- um þannig að fólk geti skoð- að hvað hefur verið skrifað áður og hvað er í deiglunni. Þá er árbókin komin með síðu á Facebook eins og stór hluti Íslendinga. Þar hefur hún fengið góðar við- tökur og eignast um 400 vini á tæpum mánuði,“ upp- lýsir Sigurjón. Hægt verður að hlýða á upplestur úr fyrstu árbók- inni, ávarp fráfarandi rit- stjóra og margt fleira í afmælisveislunni í kvöld. „Með vorinu er svo ætlun- in að efna til fleiri funda og setja bókina í samhengi við sams konar útgáfu í fortíð og nútíð,“ segir Sigurjón. vera@frettabladid.is ÁRBÓK ÞINGEYINGA: FAGNAR 50 ÁRUM MEÐ AFMÆLISVEISLU OG NÝRRI VEFSÍÐU Tengiband við héraðsbúa MIKILVÆGAR HEIMILDIR Sigurjón Baldur Hafsteinsson, sem tekur nú við ritstjórn árbókarinnar, segir fyrri árganga bókarinnar hafa að geyma mikilvægar heimildir og margvíslegan fróðleik. Með nýrri vefsíðu árbókarinnar er ætlunin að ná betur til unga fólksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bestu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát Jónasar R. Jónassonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Dagdvöl Sunnuhlíðar í Kópavogi. Erla Jónasdóttir Sigrún Jónasdóttir Fanney Jónasdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkur, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Mörtu Gunnlaugar Guðmundsdóttur frá Markholti, Mosfellsbæ. Lára Haraldsdóttir Sigurður E. Sigurðsson Hilmar Haraldsson Helga Jónsdóttir Ragnar Ingi Haraldsson Guðjón Haraldsson Nína H. Leifsdóttir Schjetne Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir Friðþjófur Haraldsson Sigríður Ármannsdóttir Guðmundur Birgir Haraldsson Margrét Jóhannsdóttir Garðar Haraldsson Sólveig Ástvaldsdóttir Helga Haraldsdóttir Jón Sveinbjörn Haraldsson Sigrún A. Kröyer og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurbjargar Svanhvítar Steindórsdóttur Borgarheiði 13, Hveragerði. Sigurbjörg Gísladóttir Hannes Kristmundsson Magnea Ásdís Árnadóttir Svanhvít Gísladóttir Reynir Gíslason og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingi Jónsson Hringbraut 50, áður til heimilis á Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Jón Ingi Ingason Kristín Jónsdóttir Markús Ingason Oddný Hólmsteinsdóttir Sólfríður Guðmundsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar og amma, dóttir, tengdamóðir, systir og mágkona, Herdís Björg Gunngeirsdóttir Ársölum 3, Kópavogi, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsam- lega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sorgarvið- brögð. Friðrik Björnsson Gunngeir Friðriksson Edda Björg Sigmarsdóttir Ásgeir Friðriksson Helga Lára Ólafsdóttir Sigurrós Friðriksdóttir Sigurrós Eyjólfsdóttir Viðar Gunngeirsson Halla Guðmundsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Ástdís Guðjónsdóttir Suðurgötu 37, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landakotsspítala föstudaginn 31. október. Jarðarförin auglýst síðar. Haraldur Theodórsson Guðjón Haraldsson Sigríður Siemsen Þórir Haraldsson Mjöll Flosadóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, María Guðbjartsdóttir Hringbraut 50, áður til heimilis að Dalbraut 16, Reykjavík, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 30. október, verður jarðsungin fimmtu- daginn 6. nóvember kl 13.00 frá Fossvogskirkju. Sigríður Ósk Óskarsdóttir Hermann Sigfússon Halldóra Björt Óskarsdóttir Guðmundur R. Jónsson Þráinn Ingólfsson Guðríður Hermannsdóttir Ólafur Jón Ingólfsson Margrét Á. Hallsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær dóttir mín, móðir, amma, systir, móðursystir og mágkona, Katla Sigurgeirsdóttir Þórsgötu 22, Reykjavík, andaðist á Líknardeild Landspítalans föstudaginn 31. október. Jarðarförin auglýst síðar. Anna G. Kristgeirsdóttir Elva Rakel Sævarsdóttir Aron Kristinn Haraldsson Stella Sigurgeirsdóttir Jóhann Bjarni Pálmason Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir Daði Sigurgeirsson Kristgeir Sigurgeirsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.