Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 4
4 16. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10° 10° 5° 7° 10° 13° 14° 12° 8° 11° 18° 17° 10° 12° 23° 10° 18° 23° Á MORGUN 5-10 m/s, styttir upp síðdegis. ÞRIÐJUDAGUR 3-8 m/s. 5 6 4 4 1 0 -1 2 0 7 -3 9 11 8 9 9 12 10 9 6 7 5 6 0 -1 0 5 6 8 5 4 1 DÁLÍTIL VÆTA Í dag verður dálítil væta V-til fram eftir degi og einnig með norðurströndinni síðdegis. Á morg- un snýst hann í vestlæga átt og búast má við smá snjó- komu norðanlands en annars verður yfi rleitt úrkomulaust. Á þriðjudag verður víða væta, einkum Vestanlands. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður FERÐAMÁL Erlendir ferðamenn sem flugu með Iceland Express fyrstu tvær vikurnar í nóvember voru fleiri en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að þetta eigi við um Bretland jafnt sem aðra áfanga- staði félagsins. Aukinn áhuga útlendinga á ferðalögum til Íslands þakka forsvarsmenn félagsins markaðsstarfi erlendis sem þeir segja ganga betur en nokkru sinni fyrr. Þá hafi aukin umfjöllun um Ísland, sem sé sem betur fer ekki öll neikvæð, mikil áhrif. Í umfjöllunum erlendra blaða sé meðal annars fjallað um þriggja daga verslunarferðir til Reykjavíkur þar sem boðið er upp á aðstoð íslenskra verslunar- fararstjóra. Þá hafi vetrarferðir til Íslands vakið athygli vegna lágs verðs. - ovd Fleiri erlendir ferðamenn: Sýna Íslandi aukinn áhuga RÚSSLAND, AP Neðri deild rúss- neska þingsins samþykkti í gær tillögu Dimítrís Medvedev forseta um að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Jafnframt var samþykkt að kjörtímabil þingsins yrði lengt úr fjórum árum í fimm. Margir telja að með þessari breytingu sé verið að gera Vladimír Pútín forsætisráðherra kleift að sitja lengur í embætti, kjósi hann að bjóða sig fram til forseta á ný. Nokkuð öruggt þykir að Pútín myndi sigra í kosningum, og hann gæti þá setið í tvö sex ára kjörtímabil í staðinn fyrir tvö fjögurra ára kjörtímabil. - gb Rússneska þingið: Lengir kjör- tímabil forseta VLADIMÍR PÚTÍN KALIFORNÍA, AP Þúsundir manna neyddust til að yfirgefa heimili sín í Los Angeles í Kaliforníu í gær vegna skógarelda. Eldarnir komu upp á föstudag og breiddust hratt út vegna öflugra vinda á svæðinu. Vindarn- ir gera slökkviliði einnig erfitt fyrir þar sem það hefur mikið þurft að reiða sig á flugvélar og þyrlur við slökkvistarfið. Vindarnir gera allt flug illmögu- legt. Þá ógna eldarnir raforkuveri og er hætta talin á að rafmagn fari af á svæðinu. Tugir húsa hafa þegar orðið eldinum að bráð og þúsundir húsa eru talin í hættu. Rannsókn á eldsupptökum stendur yfir. - ovd Þúsundir yfirgefa heimili sín: Skógareldar í Kaliforníu ELDAR Flest hús í Oakridge urðu eldin- um að bráð en Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, lýsti í gær yfir neyðar- ástandi í sýslunni. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN, AP Bandaríkjaher hefur síðan 2004 rúmlega tíu sinn- um beitt leynilegri heimild til þess að gera árásir á meinta liðsmenn Al Kaída eða annarra uppreisnar- eða hryðjuverkasamtaka í Pakist- an, Sýrlandi og öðrum löndum. Heimildina undirritaði Donald Rumsfeld, þáverandi varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, vorið 2004, með samþykki George W. Bush forseta. Frá þessu skýrði bandaríska dagblaðið New York Times, og vitnar í háttsetta menn í bandaríska stjórnkerfinu, sem vilja þó ekki láta nafns síns getið. Í blaðinu er fullyrt að sérsveitir Bandaríkjahers sjái um fram- kvæmd þessara árása. Enn þurfi samþykki varnarmálaráðherra, sem er Robert Gates, fyrir hverri árás, og stundum þurfi samþykki forsetans. Ein þessara árása var gerð á Sýrland 26. október síðastliðinn. Bandaríkjastjórn hefur ekki form- lega viðurkennt þá árás, en banda- rískir embættismenn segja að henni hafi verið beint gegn Al Kaída. Sýrlensk stjórnvöld gagn- rýndu árásina harðlega og segja hana hafa kostað átta saklausa borgara lífið. Pakistönsk stjórnvöld hafa einn- ig harðlega gagnrýnt árásir Bandaríkjahers á skotmörk innan landamæra Pakistans, og segja þær efla stuðning landsmanna við uppreisnarhópa. - gb Leynileg heimild frá Donald Rumsfeld til árása á meinta hryðjuverkamenn: Á annan tug árása gerðar SÝRLENDINGAR MÓTMÆLA Sýrlending- ar brugðust illa við árás sem gerð var nýverið á lítið þorp rétt við landamæri Íraks. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL „Ég get fullyrt að til- laga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið hefði verið samþykktar hér á fundinum ef það hefði samrýmst lögum flokks- ins,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, varaformaður Framsóknar- flokksins. Samþykkt var á miðstjórnarfundi í gær að tillaga um aðildarviðræður við ESB yrði lögð fram á næsta flokksþingi sem hefur verið flýtt. Formannsslagur er fram undan, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Grundvallarbreyting varð á stefnu Framsóknarflokksins í Evr- ópumálum á miðstjórnarfundi í gær. Miðstjórnin samþykkti álykt- un þess efnis að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið yrði lögð fram á flokks- þingi í janúar. Þetta er þvert á yfirlýsta skoðun Guðna Ágústs- sonar, formanns flokksins, sem boðaði þó í ræðu sinni á fundinum að vegna breyttra aðstæðna í sam- félaginu væri eðlilegt að stíga þetta skref. Miðstjórn sendi frá sér afdráttar- lausa ályktun í gærkvöldi. Til við- bótar við Evrópumál kemur fram skýlaus vilji um að bankastjórn Seðlabanka Íslands og yfirstjórn Fjármálaeftirlits verði vikið frá störfum og endurskoða þurfi stjórnkerfi þessara stofnana og peningamálastefnuna. Mikill hiti var í fundarmönnum og sótt að forystumönnum. Fjöl- margir ræðumenn fóru fram á að forysta flokksins viki. „Við vorum gagnrýnd. Flokkurinn hefur fallið niður og lent í erfiðum málum. Bæði var hann tapari kosninganna og spillingarumræða hefur haldið áfram út af erfiðum málum,“ segir Guðni. „En ég ætla ekkert að meta mína stöðu núna. Ég er formaður flokksins og hef enga ákvörðun tekið aðra en ég verði í framboði á flokksþinginu eins og staðan er.“ Valgerður Sverrisdóttir varafor- maður vill ekki tjá sig um hvort hún hyggst sækjast eftir formann- sembættinu í janúar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggj- ast Siv Friðleifsdóttir alþingis- maður og Páll Magnússon, fyrr- verandi varaþingmaður, bjóða sig fram í formannsembættið. Þau vildu hins vegar ekki staðfesta það í gærkvöldi. Valgerður segir fundinn hafa verið líflegan. „Fyrsta mál á dag- skrá var að á næsta flokksþingi verði tekin afstaða til aðildarvið- ræðna við ESB. Ég get fullyrt að tillaga um að hefja aðildarviðræð- ur við Evrópusambandið hefði verið samþykkt hér á fundinum ef það hefði samrýmst lögum flokks- ins. Það er orðin grundvallarbreyt- ing á afstöðu framsóknarmanna í þessu stóra máli.“ svavar@frettabladid.is Framsókn kúvendir í Evrópumálum Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti í gær að leggja fram tillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið á flokksþingi í janúar. Forysta flokksins lá undir harðri gagnrýni á fundinum. Formannsslagur er fram undan. FRÁ MIÐSTJÓRNARFUNDI Mesti hitafundur sem miðstjórnarfulltrúar Framsóknar- flokksins muna eftir var haldinn í gær. Tímamótafundur, segir formaður flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins, haldinn 15. nóvember 2008, samþykkir að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og það haldið í janúar 2009. Fyrir þingið verði lögð tillaga þess efnis að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Afdráttarlaus afstaða stjórnmála- flokks til jafn mikilvægs álitaefnis verður að byggja á sem breiðustum grunni og það fæst einungis með umfjöllun, afgreiðslu og atkvæða- greiðslu í æðstu stofnun flokksins. EVRÓPUÁLYKTUN MIÐSTJÓRNAR Þrjú á NATO-fundi Þingmennirnir Ragnheiður E. Árnadóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Magnús Stefánsson sitja ársfund NATO-þingsins sem nú stendur í Val- encia á Spáni. Helstu mál fundarins eru framtíðarstefna NATO, aðgerðir þess í Afganistan, samskiptin við Rússland og átökin í Georgíu, eld- flaugavarnir, orkuöryggi og leiðir til að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. ALÞINGI BANDARÍKIN, AP Leiðtogar nítján ríkja, forvígismenn Evrópusam- bandsins og fulltrúar alþjóðasam- taka hittust á fundi í Washington- borg í gær til að ræða þá alþjóðlegu efnahagskreppu sem gengur yfir. Litlar fréttir fara af sáttum á fundinum enda eru áherslur ólíkar. Á meðan leiðtogar Evrópu- ríkjanna vilja styrkja efnahag landa, fá nýtt regluverk fyrir fjármálakerfið og gera endurbæt- ur á stofnunum í alþjóðakerfinu varar George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, við of miklum afskiptum af hinum frjálsa markaði. - ovd Alþjóðleg efnahagskreppa: Ólíkar áherslur þjóðarleiðtoga GENGIÐ 14.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,7913 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 134,32 134,96 199,12 200,08 170,52 171,48 22,894 23,028 19,317 19,431 17,007 17,107 1,3822 1,3902 198,14 199,32 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.