Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 6
6 16. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Hvað gerðist? Ólafi Ísleifssyni Fundurinn er í Hamraborg 11, 3. hæð og hefst kl. 20:30. fundur með um ástandið á Íslandi í dag Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, er gestur á vikulegum opnum félagsfundi Samfylkingarinnar í Kóapvogi, mánudaginn 17. nóvember n.k. Ólafur fer yfir stöðu þjóðmálanna og útskýrir á mannamáli hvað hefur gerst og hverjar hann telji framtíðarhorfur þjóðarbúsins. í Kópavogi Allir velkomnir. Hefur þú tekið þátt í fjöldamót- mælum? Já 26,3% Nei 73,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að flýta eigi kosning- um til Alþingis? Segðu þína skoðun á vísir.is VIRKJANIR Tvær nýjar vélasam- stæður voru teknar í notkun í Hellis heiðarvirkjun í gær. Með nýju vélunum er afl virkjunarinn- ar 213 megavött, sem gerir Hellis- heiðarvirkjun þriðju aflmestu raf- orkuvirkjun landsins. Ræstar voru tvær 45 megavatta gufuaflstúrbínur en þær eru hluti af þriðja áfanga uppbyggingar virkjunarinnar. Árið 2006 voru tvær sambærilegar 45 megavatta háþrýstivélar teknar í notkun og árið 2007 var 33 megavatta lág- þrýstivél tekin í notkun. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að undir lok næsta árs hefjist framleiðsla á heitu vatni í Hellis- heiðarvirkjuninni og að árið 2010 sé ráðgert að síðasta áfanganum í raforkuframleiðslu verði náð. Þá verði uppsett afl virkjunarinnar í raforku 303 megavött. Gert er ráð fyrir að á næstu árum verði afl heitavatnsframleiðslu aukið í áföngum upp í 400 megavött og því verði Hellisheiðarvirkjun sú afl- mesta á Íslandi. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnar formaður Orkuveitunnar, var einn þeirra sem fluttu ávarp af þessu tilefni. Minntist hann þess að það hefði verið í kreppunni á fjórða áratug síðustu aldar sem markviss uppbygging hitaveitu hefði hafist í Reykjavík. Sagði hann framsýni ráðamanna þá spara borgarbúum 150 milljónir Bandaríkjadala á ári í kyndi- kostnað. - ovd Hellisheiðarvirkjun orðin þriðja aflmesta raforkuvirkjunin á Íslandi: Nýr áfangi í uppbyggingunni MÓTMÆLI Þúsundir manna söfnuð- ust saman á mótmælafundinum á Austurvelli í gær. Fundurinn fór friðsamlega fram en eftir á safnað- ist fólk við Alþingishúsið og kastaði matvælum og klósettpappírsrúll- um í húsið. Kveikt var í klósett- pappír við dyrnar og logaði rauður eldur. Lögregla lét mótmælendur afskiptalausa en slökkti eldinn. Ræðumenn á fundinum voru Viðar Þorsteinsson heimspeking- ur og rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Andri Snær Magnason. Á fundinum kom fram krafa um kosningar í vor og að skipt yrði um ráðamenn. Fundar gestir tóku undir kröfur fundarins með fagnaðarlátum. „Hið pólitíska gjaldþrot sem nú hefur átt sér stað á Íslandi er hvorki náttúruhamfarir né slys. Það er tilkomið af manna völdum og afleiðing af manngerðu hnatt- rænu fjármálakerfi sem íslenskir stjórnmálamenn kusu að gera íslenskan efnahag háðan,“ sagði Viðar. „Það var sú hugmynda- fræði, það kerfi og þeir menn sem bera ábyrgð á því hvernig nú er komið fyrir okkur. Hvergi í heim- inum annars staðar en á Íslandi var loftbóla fjármálakerfisins látin vaxa þjóðfélaginu svo mjög yfir höfuð. Hvergi í heiminum var almenningur gerður að veði fyrir fámennan hóp auðmanna.“ Viðar hvatti til hreingerningar í þjóðfélaginu og krafðist lýðræð- is án skilyrða. Kristín Helga sagði ríkisstjórn- ina hafa setið við stýri á bremsu- lausri rútu á hraðbraut græðginn- ar með bensínið í botni á eftir sportbílum auðkýfinganna. Sú ferð hefði endað með stórslysi. „Við skulum gera neyðaráætlun fyrir næstu vikur og mánuði,“ sagði hún og hvatti til að hugsunar- hættinum yrði umbylt og tekin upp rafræn þjóðaratkvæða- greiðsla. Andri Snær benti á að gagnrýn- endur þróunarinnar á Íslandi hefðu verið hinir sönnu vinir þjóðarinnar. „Við sjáum nú að allir sem gagnrýndu okkur voru ekki öfundsjúkir. Þeir voru vinir okkar,“ sagði hann. ghs@frettabladid.is Kröfðust lýðræðis Þúsundir söfnuðust saman á friðsamlegum mótmælafundi á Austurvelli í gær og kröfðust kosninga og lýðræðislegra stjórnarhátta. Andri Snær sagði að þeir sem gagnrýndu íslenska þjóð hefðu ekki verið öfundsjúkir heldur sannir vinir. DAVÍÐ BURT! Fundarmenn á Austurvelli í gær hrópuðu „Davíð burt“ og kröfðust kosninga í vor. Eftir fundinn var kastað eggjum og skyri í Alþingishúsið og kveikt í klósettpappír við dyrnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKANDALL „Ég er mjög hlynntur mót- mælunum og finnst synd að það sé ekki boðað til mótmæla á Lækjartorgi og Lækjargötu og eggjum grýtt í rétt hús, Stjórnarráðið,“ segir Arngrímur Vídalín bóka- vörður. „Það er skandall að ríkisstjórnin geri ekki neitt og haldi frá okkur upplýsingum. Við verðum að koma þessu liði frá.“ MÓTMÆLI AÐGERÐALEYSI „Ég er hér til að sýna sam- stöðu og mótmæla aðgerða- leysi ríkisstjórnar innar,“ segir Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og telur að ríkisstjórnin stefni að því að gera fjölskyldurnar gjald- þrota. „Þetta eiga að vera friðsamleg mótmæli. Ég er algjörlega á móti því að grýta Alþingishúsið.“ FÁ ALVÖRU FÓLK „Ríkisstjórnin er ekki að standa sig í stykkinu. Hún gerir ekkert til að stemma stigu við þróuninni,“ segir Ólöf Magnúsdóttir, nemandi í Borgarholtsskóla, og gagnrýnir að ekki sé skipað í stöður eftir menntun og reynslu. „Það ætti að koma menntuðu fólki í æðstu stöður, skipa þjóðstjórn og fá alvöru fólk til starfa.“ ÞRÓUNIN BÖLVANLEG Guðlaugur Hermannsson mætti á mótmælin í gær og fannst blóðugt að horfa upp á að Alþingishúsið væri grýtt. „Ég er sammála öllu sem kom fram á mótmælafund- inum en mér finnst algjör skandall að ganga svona um húsið,“ segir hann. „Mér finnst þróunin hér á Íslandi alveg bölvanleg. Þetta er algjört klúður.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N FRÁ HELLISHEIÐARVIRKJUN Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, voru meðal viðstaddra. BRUSSEL Um 500 sparifjár- eigendur söfnuðust saman í miðborg Brussel í gær og kröfðust þess að fá aðgang að innstæðum sínum í Kaupþingi þar í landi. Hópurinn gekk úr miðborginni að sendiráði Lúxemborgar, því næst að sendiráði Íslands og svo að aðalstöðvum Evrópusam- bandsins í sömu götu. Stjórnvöld í Lúxemborg höfðu gefið til kynna að í dag myndi koma í ljós hvort nýr fjárfestir tæki yfir Kaupþing en það er þó ekki komið á hreint enn og engin svör hafa því fengist. - ghs Sendiráð Lúxemborgar: Vilja aðgang að innstæðum KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.