Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 34
18 16. nóvember 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabla- hi.is Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum Ákveðið hefur verið að veita styrk úr Þórsteinssjóði á árinu 2008. Áætlað er að úthlutun fari fram 3. desember 2008 við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efl a rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum. Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta sem stunda nám eða hyggja á nám við Háskóla Íslands. Styrkurinn er fyrir háskólaárið 2009-2010. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er kr. 1.000.000. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2008. Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands: ingaein@hi.is . Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að fi nna á vefslóðinni: http://www.hi.is/is/skolinn/styrktarsjodir Einnig hjá Ingibjörgu Einarsdóttur, verkefnisstjóra: ingaein@hi.is, sími 525-4000. Þórsteinssjóður var stofnaður við Háskóla Íslands 6. desember 2006 af Blindravinafélagi Íslands, til minningar um Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélagsins. Tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins að efl a líf blindra og sjónskertra á Íslandi. HANDBOLTI Haukakonur tóku topp- sætið af Stjörnunni með sannfær- andi 27-23 útisigri á Íslandsmeist- urunum í Mýrinni í gær. Stjarnan var búin að vinna alla sjö leiki tímabilsins og alls 23 leiki í röð en átti fá svör í seinni hálfleik þegar Haukaliðið lokaði vörninni. „Ég er hrikalega ánægð með þetta. Við vorum búnar að undir- búa okkur rosalega vel fyrir þenn- an leik og þær áttu bara ekki möguleika í dag,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, fyrirliði Hauka, eftir leik. Haukaliðið tap- aði fyrsta leik tímabilsins á móti Stjörnunni en er síðan búið að vinna sjö leiki í röð og öll lið deild- arinnar í einum rykk. Hanna er þó ekki farin að stefna á titilinn. „Stefnan okkar í haust var að vera meðal þeirra fjögurra efstu og það hefur ekkert breyst,“ segir Hanna. Haukarnir fagna því að Erna Þráinsdóttir er orðin góð af meiðsl- unum. Erna byrjaði á bekknum en kom sterk inn í leikinn og skoraði meðal annars innan við þrjátíu sekúndum eftir að hún kom inn á. „Þetta er var mjög gott. Það er gaman að fara í tveggja vikna pásu í fyrsta sæti,“ segir Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, sem var í óvissu fyrir leikinn vegna veikinda stórskyttunnar Ramune Pekarskyte. „Það hefur háð okkur þessa viku að Ramune er fárveik. Hún spilaði ÍR-leikinn en ég hafði ekki séð hana síðan. Ég fékk tilkynningu um það í gær að hún yrði ekki með en svo hringdi hún í morgun og sagði: Ég verð að fá að spila. Ég gaf það eftir en hún fer í smá pásu núna enda er hún algjörlega búin eftir þetta,“ sagði Díana en Ramune var með 8 mörk og 6 varin skot í hávörn í leiknum þrátt fyrir að hún hafi þó gert fleiri mistök en vanalega. Stjarnan komst fimm sinnum einu marki yfir á fyrstu 14 mínút- um leiksins en eftir það var liðið alltaf að elta Haukana sem náðu nokkrum sinnum þriggja og fjög- urra marka forskoti þar til að Haukavörnin lokaði öllum leiðum. Stjarnan skoraði ekki í tæpar tíu mínútur, Haukarnir skoruðu fjög- ur mörk í röð, komust 27-21 yfir og lögðu grunninn að sigrinum. „Haukarnir spiluðu góðan varn- arleik og voru bara betri en við í dag. Við gerðum þeim þetta samt auðvelt fyrir með slökum skot- um,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálf- ari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Stelpurnar læra af þessu en liðið er búið að vera í ströggli í fleiri leikjum. Við unnum heppnis- sigur á FH með einu marki og vorum ekki sannfærandi á móti HK. Nú þurfa stelpurnar bara að sýna úr hverju þær eru gerðar og halda áfram,“ segir Atli. - óój Stjörnukonur skoruðu ekki í tíu mínútur á lokakaflanum og misstu toppsætið til Haukanna: Fyrsta tap Stjörnunnar í vetur LÉK VEIK Ramune Pekarskyte var erfið við að eiga þrátt fyrir veikindi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N1-deild kvenna í handb. Stjarnan-Haukar 23-27 (13-14) Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petrache 8/3 (18/3), Solveig Lára Kjærnested 6 (10), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 3 (5), Birgit Engl 1 (6), Harpa Sif Eyj- ólfsdóttir 1 (7). Varin skot: Florentina Stanciu 18 (45/2, 40%) Mörk Hauka (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 10/2 (13/3), Ramune Pekarskyte 8 (18), Erna Þráinsdóttir 5 (9), Nína Björk Arnfinnsdóttir 2 (3), Nína Kristín Björnsdóttir 2 (11). Varin skot: Guðrún Bryndís Jónsdóttir 13 (35/2, 37%), Heiða Ingólfsdóttir 0 (1/1), Fram-HK 44-35 (18-14) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 14, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Pavla Nevarilova 5, Sara Sigurðardóttir 4, Marthe Sördal 3, Ásta Birna Gunnarsd. 3, Hildur Knútsdóttir 2. Mörk HK: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 11, Elísa Ósk Viðarsdóttir 6, Pavla Plaminkova 5, Brynja Magnúsdóttir 4, Arna Sif Pálsdóttir 3, Lilja Lind Pálsdóttir 2, Elín Anna Baldursdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1. FH-Grótta 27-26 (14-13) Mörk FH: Hafdís Inga Hinriksdóttir 6, Guðrún Helga Tryggvadóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Gunnur Sveinsdóttir 4, Ragnhildur Rósa Guð- mundsdóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 3, Sigrún Gilsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1. Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 9, Karólína Bæhrenz 7, Ragna Karen Sigurðardóttir 3, Harpa Baldursdóttir 3, Anett Köbli 2, Elsa Rut Óðinsdóttir 1, Kristín Þórðardóttir 1. Valur-Fylkir 29-20 (13-9) Mörk Vals: Drífa Skúladóttir 4, Guðrún Hólm- geirsd. 4, Dagný Skúlad. 4, Ágústa Edda Björns dóttir 4, Hrafnhildur Skúladóttir 3, Íris Ásta Pétursd.3, Kristín Guðmundsd.2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Eva Barna 2, Hafrún Kristjánsd. 1. Mörk Fylkis: Nataly Valencia 5, Sunna María Einarsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Elín Helga Jónsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Hanna Rut Sigurjónsdóttir 1, Kristín Kara Collins 1. ÚRSLITIN Í GÆR > Frábær sigur hjá Helenu og félögum Helena Sverrisdóttir átti mjög góðan leik þegar TCU kom á óvart með því að vinna 80-68 sigur á Maryland í opn- unarleik bandaríska háskólatímabilsins í fyrrinótt. Mary- land er talið vera með þriðja besta lið landsins. Helena var með 18 stig, 7 stoðsendingar og 4 fráköst auk þess að hitta úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum. Helena var allt í öllu þegar TCU komst í 11-0 í upphafi leiks en hún skoraði 3 stig og gaf 3 stoðsendingar á þessum fyrstu þremur mínútum leiksins. Þess má geta að foreldrar Helenu eru í heimsókn í Fort Worth og það hafi greinilega góð áhrif á Helenu sem fékk nú að byrja leikinn sem leikstjórnandi og svaraði því með 15 stigum og 5 stoðsendingum í fyrri hálfleik. Enska úrvalsdeildin ARSENAL-ASTON VILLA 0-2 0-1 Gael Clichy (sjm.) (70.) 0-2 Gabriel Agbon- lahor (79.). BLACKBURN-SUNDERLAND 1-2 1-0 Cristopher Samba (45 + 2), 1-1 Kenwyne Jones (48.), 1-2 Djibril Cisse (71.). BOLTON-LIVERPOOL 0-2 0-1 Dirk Kuyt (27.), 0-2 Steven Gerrard (72.). FULHAM-TOTTENHAM 2-1 1-0 Simon Davies (32.), 2-0 Andy Johnson (69.), 2-1 Fraizer Campbell (80.). MAN.UNITED-STOKE 5-0 1-0 Cristiano Ronaldo (3.), 2-0 Michael Carrick (45.), 3-0 Dimitar Berbatov (48.), 4-0 Danny Welbeck (83.), 5-0 Cristiano Ronaldo (88.). NEWCASTLE-WIGAN 2-2 0-1 Ryan Taylor (2.), 1-1 Michael Owen (79.), 2-1 Obafemi Martins (86.), 2-2 Titus Bramble (88.) WEST HAM-PORTSMOUTH 0-0 WEST BROM-CHELSEA 0-3 0-1 José Bosingwa (34.), 0-2 Nicolas Anelka (38.), 0-3 Nicolas Anelka (45.). STAÐAN Á TOPPNUM Chelsea 13 10 2 1 32-4 32 Liverpool 13 10 2 1 21-8 32 Man. Utd 12 7 3 2 25-10 24 Arsenal 13 7 2 4 25-15 23 Aston Villa 13 7 2 4 22-16 23 Meistaradeildin í handbolta Zaporozhye-Haukar 26-15 (12-8) Kári Kristjánsson 5, Einar Örn Jónsson 4, Freyr Brynjarsson 3, Pétur Pálsson 1, Stefán Rafn Sigurmannsson 1, Andri Stefan1. Birkir Ívar Guðmundsson varði 20 skot. FCK -Rauða Stjarnan 38-22 (17-12) Arnór Atlason 5 og Guðlaugur Arnarsson 1. Þýski handboltinn Dormagen-Gummersbach 28-28 Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk. Rhein-Neckar Löwen-Stralsunder 33-24 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13/7 mörk. Grosswallstadt-Balingen-Weilstetten 28-22 Einar Hólmgeirsson skoraði 2 mörk. ÚRSLITIN Í GÆR Keppnistímabilið er ekki búið hjá knattspyrnukonunni Þórunni Helgu Jónsdóttur, sem spilar þessa daganna með brasilíska liðinu Santos. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa mig um þar sem ég þurfti að senda afrit af vegabréfi, fæðingarvottorði og fleiru út samdægurs og vera komin út sem allra fyrst. Tveimur dögum seinna, eftir nokkur hundruð tölvupósta, var ég komin upp í flugvél á leið til Boston,“ segir Þórunn. „Fjöl- skyldan tók vel í þessa skyndiákvörðun og hjálpaði mér mikið að láta verða af þessu. Pabbi bjó sjálfur í Brasilíu í nokkur ár þegar hann var yngri og talaði vel um land og þjóð. Sjálf hafði ég aldrei komið til Suður-Ameríku, svo að þetta var mikið ævintýri,” segir Þórunn. „Aðstæður eru ólíkar því sem ég er vön á Íslandi og í Bandaríkjunum. Æfingavellirnir eru þurrir og moldugir, en stelpurnar hér virðast alvanar því. Ég bý í húsi með nánast öllum stelpunum í liðinu. Við erum 4-6 stelpur saman í herbergi og liðið er mjög samrýnt. Við æfum 1-2 sinnum á dag, lyftingar um morguninn og fótboltaæfing um eftirmiðdaginn. Talsvert er gert af því að æfa í sandinum á ströndinni og það er alveg ný reynsla,“ segir Þórunn, en þjálfarinn talar ekki ensku. „Ein stelpan í liðinu talar ensku og hefur því þýtt skilaboð þjálf- arans fyrir mig. Æfingarnar eru mjög góðar og ég tel öruggt að ég geti bætt mig hérna. Það tekur örugglega meira en sex vikur að tileinka sér leikstílinn hér að fullu, en maður gerir það sem maður getur á þeim tíma sem maður hefur. Eins og er er stefnan bara að klára þessi tvö mót, sem lýkur fyrir jól. Mér líkar hins vegar rosalega vel hérna og gæti alveg hugsað mér að koma aftur,” segir Þórunn, sem er að spila fyrir gamla félagið hans Pelé. „Ég bý beint á móti Santos-leikvanginum sem er nokkuð glæsilegur. Þetta er mjög stór klúbbur hér í Brasilíu með mikla sögu. Fyrsta daginn var ég tekin í skoðunarferð um leikvanginn og saga félagsins kynnt fyrir mér. Meðal annars var mér sýndur búningsklefi karlaliðsins þar sem skápur Pelé, nr. 10, er eini læsti skápurinn í klefanum. Eftir síðasta leikinn sinn með félaginu eftir sautján ár læsti hann skápnum og tók lykilinn með sér. Enginn veit hvað er inni í honum,” sagði Þórunn að lokum. ÞÓRUNN HELGA JÓNSDÓTTIR: SPILAR FÓTBOLTA MEÐ BRASILÍSKA LIÐINU SANTOS FRAM AÐ JÓLUM Enginn veit hvað er inni í skápnum hans Pelé FÓTBOLTI Chelsea og Liverpool halda áfram stöðu sinni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir örugga sigra í gær en Manchester United komst aftur upp fyrir Arsenal í 3. sætið eftir öruggan sigur á Stoke en Arsenal tapaði fyrir Aston Villa á heimavelli. Harry Redknapp þurfti að sætta sig við fyrsta tapið sem stjóri Tottenham þegar liðið lá 2-1 fyrir Fulham á útivelli. Nicolas Anelka er kominn með fjögurra marka forystu á listanum yfir markahæstu menn eftir að hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Chelsea á botnliði West Brom. Öll mörk Chelsea komu í fyrri hálf- leiknum. Anelka hefur nú skorað 12 mörk í 13 leikjum og er með fjögurra marka forustu á þá Amr Zaki og Cristiano Ron- aldo. Liverpool komst í topp- sætið í nokkra klukkutíma eftir sannfærandi 2-0 sigur á Bolton. Bæði mörkin voru skallamörk. Það fyrra skoraði Dirk Kuyt eftir sendingu Fabios Aurelio en Fernando Torres lagði upp það síðara fyrir Steven Gerrard. „Við lögðum allt í sölurnar, feng- um tvö frábær færi og skor- uðum löglegt mark sem var dæmt af en klaufaleg mistök kostuðu okkur tvö mörk og þá varð ekki aftur snúið,“ sagði Gary Megson, stjóri Bolton. Cristiano Ronaldo skoraði hundraðasta markið sitt fyrir United með stæl þegar hann kom liðinu í 1-0 með marki beint úr aukaspyrnu eftir aðeins tveggja mínútna leik á móti Stoke. United bætti við fjórum mörkum í 5- 0 sigri, Ronaldo skoraði annað mark beint úr aukaspyrnu og sautján ára gamall nýliði, Danny Welbeck, skor- aði í sínum fyrsta leik. Arsenal tapaði á sama tíma 0-2 fyrir Aston Villa á heimavelli, sem þýddi að Manchester United endur- heimti þriðja sætið sem Arsenal komst í með sigri í leik lið- anna um síðustu helgi. Fyrra mark Aston Villa var sjálfs- mark Gaels Clichy en Manu- el Almunia, markvörður Arsenal, hafði áður varið vítaspyrnu frá Ashley Young. „Þetta var slæmur leik- ur og Aston Villa var betra liðið. Það er pirrandi að við spiluðum ekki á okkar hraða í dag. Við getum spilað mjög vel en þurf- um að sýna meiri stöðug- leika til að eiga möguleika í toppbaráttunni. Þetta voru mikil vonbrigði eftir sigurleikinn á móti United,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Við vorum frábærir frá upphafi til enda,“ sagði Martin O’Neill, stjóri Aston Villa. ooj@frettabladid.is Aston Villa vann Arsenal Chelsea og Liverpool eru áfram hlið við hlið á toppnum. Cristiano Ronaldo skoraði tvisvar beint úr aukaspyrnu í stórsigri Manchester United á Stoke. MARKAHÆSTUR Nicolas Anelka raðar inn mörkum fyrir Chelsea þessa dagana og er kominn með tólf mörk í deildinni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.