Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 26
Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 www.mirale.is MIRALE Fákafeni 9 108 Reykjavík sími: 517 1020 OPIÐ Í DAG frá kl. 13–16 verið velkomin í FÁKAFEN 9 TILBOÐ 40% afsláttur af ávaxtakörfunni frá ALESSI í dag kr. 10.000,- áður kr. 17.280,- takmarkað magn LÁRUS PÁLSSON LEIKARI eftir Þorvald Kristinsson JPV Útgáfa ★★★ Út er komin ævisaga Lárusar Páls- sonar leikara og leikstjóra (1914- 1968) eftir Þorvald Kristinsson bókmenntafræðing, stór bók, 375 síður í stóru broti, ríkulega mynd- skreytt, vandlega unnið verk og af mikilli smekkvísi í alla staði. Þor- valdur hefur um langt skeið unnið að verkinu og hóf það fyrir áeggj- an Maríu Jóhönnu Lárusdóttur og fékk fullan aðgang að persónuleg- um gögnum Lárusar, þar með talin bréfaskifti hans við danska lista- menn sem gefa verkinu aukna dýpt – án þeirra væri verkið snautlegra. Brautryðjandi Lárus Pálsson er flestum gleymd- ur nú: hann var brautryðjandi í íslensku leikhúsi, var í hópi þeirra fyrstu sem sóttu sér menntun í leiklist, fór til Danmerkur og lærði við skóla Konunglega leikhússins. Hann tilheyrir því danska hópnum í leiklistarsögunni, Haraldi Björns- syni, Önnu Borg, Lárusi Ingólfs- syni, Bjarna Björnssyni, Sigrúnu Magnúsdóttur, Þorsteini Ö. og Regínu Þórðardóttur. Lárus snýr heim eftir störf í dönsku leikhúsi 1940, verður strax 26 ára gamall aðaldrifkraftur í Leikfélagi Reykja víkur sem leikstjóri og leikari, stofnar leikskóla sem menntar nánast alla þá sem komu svo til starfa hjá LR og í Þjóðleik- húsinu eftir 1950, mótaði stóran hóp listamanna með afgerandi hætti, í hugmyndum og tækni. Lesendum okkar tíma má vera ljóst að raddtækni leikara eins og Sigurðar Skúlasonar og Arnars Jónssonar er komin um eina kyn- slóð frá Lárusi. Hann er enn virk- ur í íslensku leikhúsi. Og í upp- lestrartækni skálda er hann stöðugt að starfi: Vilborg Dag- bjartsdóttir og menn kynslóð yngri sem mótuðust í handleiðslu manna sem Lárus kenndi, og kenndi vel. Lárus var afbragðs flytjandi á bundið mál. Mikilvægi Lárusar Það var ekki aðeins í uppeldi sem Lárus gegndi mikilvægu hlut- verki: hjá Leikfélaginu hóf hann mið atvinnumennskunnar á loft, hann færði ný verk og nýstárleg inn á svið Leikfélagsins, skóp hátind hinnar þjóðlegu hefðar í leikverkum á borð við Gullna hlið- ið og seinna Íslandsklukkuna, læstist raunar inni í dauðateygj- um þeirrar hefðar í fjölda svið- setninga á fyrstu árum Þjóðleik- hússins á vanburða verkum. Hann átti sinn þátt í óperettusýningum á fimmta áratugnum og kom aftur að hátindi íslenska söngleiksins sem spratt út úr revíunni með sviðsetningu á Deleríum búbónis 1960 í Iðnó, hann átti stóran þátt í því þjóðleikhúsi sem varð til í Ríkisútvarpinu, hann skóp, nánast einhendis, upphaf stórra og metn- aðarfullra sýninga á borð við Pétur Gaut og Hamlet í Iðnó sem settu um langt skeið viðmið í verk- efnavali Þjóðleikhússins og síðar Iðnó. Hann náði að takmörkuðu leyti að tengjast þeim tíðindum sem urðu í endurnýjun leikbók- mennta eftirstríðsáranna en kom þó á markverðan hátt að því að sviðsetja verk eftir höfunda á borð við Sartre, Miller og Durenmatt. Og naut margoft óbilandi aðdáun- ar fyrir túlkun sína á stórum og smáum hlutverkum. Hann átti einn íslenskra leikstjóra kost á ferli á erlendri grund á fyrstu ára- tugum lýðveldisins. En ferillinn var skammur: í byrjun sjöunda áratugsins er Lárus orðinn veikur maður: hann deyr aðeins hálfsextugur. Brestir og afköst Þorvaldur heldur sig við hefð- bundnar aðferðir ævisöguritunar. Hann er mildur í afstöðu, trúr sínum manni jafnvel þegar komið svo illa fyrir Lárusi að áfengi og lyf halda honum frá starfi, hann er á hrakhólum, nánast heimilislaus eftir að hjónaband hans bíður end- anlegt skipbrot. Langvinnur sjúk- leiki Systu konu hans átti sinn þátt í því. Þorvaldur staldrar ekki mikið við veikindi hennar en af samhengi má ráða að áfengis- og lyfjaneysla hafi þar ráðið um. Spyrja má hvers vegna er ekki gengið hreint til verks í sögunni af hálfu æviritarans? Það er reyndar sá niðurlægingar- kafli, síðasti áratugurinn í starfi, sem er fátæklegastur í verki Þor- valdar. Hann gerir því skóna að Lárus hafi orðið út undan í sam- keppni sem leikstjóri eftir 1960: hann setur þó upp á næstu fimm árum 8 verkefni og leikstýrir á sama tíma í útvarpi 29 verkefnum. Á sama tíma er hann gríðarlega virkur í vinnu á sviði og í útvarpi sem leikari: hlutverk hans á svið- inu eru á þessum fimm árum 16 og í útvarpi hátt í 70: veturinn 62-63 skilar hann 70 sýningarkvöldum, veturinn eftir 87 kvöldum: maður- inn er í fullri vinnu. Og er þá ekki allt talið því á þessu tímabili held- ur hann áfram vinnu við leikgerð- ir: Fjallkirkjuna, Paradísarheimt, Sölku Völku og fleiri verk. Víst er vettvangurinn sundraður en verk- efnin eru fjölmörg heilsulitlum manni með erfiðar heimilis- aðstæður. Deilt og drottnað Ekki tekst Þorvaldi til fulls að skýra þær erfiðu aðstæður sem bundnar voru listamönnum við stjórnunarhætti Guðlaugs Rósen- krans. Hér ekki staðnæmst við deiluna um hlutverk Póloníusar í sviðsetningunni á Hamlet 1964 sem er þó kunn og olli brottför Haraldar Björnssonar frá Þjóð- leikhúsinu sem skóp honum glæsi- legan lokaferil í Iðnó og hjá Grímu. Þá les Þorvaldur á stöku stað rangt í heimildir: eru líkur á að Gunnar Eyjólfsson hafi gert þá kröfu að Lárus léki Jeppa á Fjalli 1967 og það hafi komið Guðlaugi Rósen- krans „undarlega fyrir sjónir“ þegar frumsýningu ber upp á 30 ára leikafmæli Lárusar? Eina for- sendan fyrir vali á verkinu var Lárus. Og raunar sýnist manni á gögnum verksins að Lárus Páls- son hafi verið í sérstöku dálæti hjá Guðlaugi alla tíð. Brestir á ferli Lárusar hafi í raun verið sjálfskaparvíti. Þorvaldur gerir ekki nema að takmörkuðu leyti grein fyrir hvernig kalda stríðið setti mönn- um annmarka í starfi: raunar má segja að skipan Guðlaugs Rósen- krans hafi verið skýrt merki um þær aðstæður sem róttækir betri borgarar eins og Þorsteinn Ö. og Lárus bjuggu við. Þeir voru sósíal- istar og áttu ekki sjens í starf Þjóðleikhússtjóra af þeim sökum. Pólitískir dilkar höfðu þó meiri áhrif á yngri kynslóðir eins og mannval í ráðningum að Ríkis- sjónvarpinu 1967 bar með sér. Hópar og tilraunasvið Hann gerir ekki að neinu leyti grein fyrir starfi sjálfstæðra leik- hópa sem komust aldrei að styrkja- kerfi sem LR og Þjóðleikhúsið ein- okuðu. Þó starfaði Lárus bæði við flokk þeirra Helgu Valtýsdóttur og Björns Thors, stóð fyrir eigin sýningum og vann með Leikflokki Heimdallar og með Félagi ein- söngvara. Þá dregur hann ranga ályktun af hugmyndum Þorsteins og Lárusar um tilraunasvið við Þjóðleikhúsið 1946 (248). Það var gert ráð fyrir því í aðalbyggingu með sér inngangi en var lagt af og því rými í húsinu breytt í æfinga- sal/danssal fyrir ballettskólann meðal annars fyrir tilstuðlan Félags listdansara strax 1950. Ef litið er á verkefnaskrá hússins fyrir 1964 fóru margar sýningar á stórt svið sem hefðu betur hæft intime sal. Við opnun Litla sviðsins 1964 var viðurkennt að um langan aldur hafi verið þörf fyrir minni sal við húsið en það var ekki hug- mynd þeirra félaga. Mikilvægasti kafli verksins er greining á aðstæðum við Konung- lega leikhúsið þegar Lárus var þar við nám. Þar er skýrt svæði sem áður var lítið vitað um. En um allt er þessi bók fallega unnið verk og mikilvægt í íslenskri rannsóknar- sögu. En jafnframt er það til marks um hversu hverful gæfan er á leiksviðinu, hversu hratt orð- spor hverfur í þeim heimi, en um leið hvík dýrð getur orðið til skamma stund í návist mikilvægs listamanns. Páll Baldvin Baldvinsson Saga Lárusar Pálssonar Lárus Pálsson var dáður og mikilvirkur listamaður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.