Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 30
14 16. nóvember 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég held að nágranni okkar sé fordóma- fullur, Balthazar! Ég held að það sé rétt hjá þér, Tító! Úff Ef þú lætur mig ná þessu prófi lofa ég að þú sérð ekki eftir því. Ertu orðinn trúaður, Palli? Það kemur fljótlega í ljós. Vaxið Vaxið VAXIÐ Vorið kemur bara ekki nógu snemma fyrir mig. Ef þú ert að plana síðbúna jólagjöf fyrir mig, þá er góður tími fyrir það núna. Ég meina, hver býst við einhverju tólf dögum eftir jól? Ekki ég, það er klárt! Sérstaklega eitthvað með fjórar lappir sem borðar hey. Þú færð ekki hest Solla. Þú aftur! Ooooooh. Síðasta þriðjudagskvöldi var eytt á tónleikum. Þetta voru útgáfutónleikar hjá Sprengjuhöllinni og kannski á örlítið persónulegri nótum en annars hefði verið. Það var að minnsta kosti auðveldara fyrir hljómsveitar- meðlimi að koma skoðunum og hugleiðingum sínum til skila á þriðjudagskvöldi í Íslensku óperunni en það hefði verið á laugardagskvöldi á Airwaves. Og þeir nýttu það stundum. Á milli laga í eitthvert skiptið minntist einn söngvari hljómsveitarinnar á umræðu sem hefur farið fram undanfarið um að listamenn eigi að hafa eitthvað að segja á krepputímum eins og þessum. Þetta er skrýtið, því eins og söngvarinn minntist á hafa listamenn alltaf haft skoðanir, kannski er bara meira hlustað núna. Mér finnst mikið til í þessu og þetta rifjaðist upp fyrir mér á föstudaginn. Þeim degi eyddi ég nefnilega í að skoða ný - útkomin Bókatíðindi. Í öllu umrótinu var ég nánast búin að gleyma því hvað mér finnst komandi tími skemmtileg- ur, það er tónlistar- og jólabóka- flóðið. Þetta hefur alveg týnst í kreppufréttunum. Í Bókatíðind- um er hægt að skoða úrvalið af bókum og ákveða hvað hentar í gjafir og hvaða bækur lenda efst á óskalistanum. Það er nefnilega alveg rétt hjá bókaútgefendunum, það er ekki hægt að kenna bókun- um um ástandið og sjaldan hefur verið betri tími til andlegrar uppbyggingar. Allar jólagjafir frá mér verða að minnsta kosti í formi bóka og geisladiska í ár. Jól bóka og tónlistar NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.