Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 25
5 MENNING AHAFI gar náttúrur GARÐURINN Gerður Kristný JPV ★★★ Hólavallagarður er efni Gerðar Kristnýjar í Garðinum. Textinn er ljóðrænn, langt frá galsanum sem einkenndi Ballið á Bessastöðum í fyrra. Nú er markhópur stúlkur með áhuga á andlegum efnum. Draugar eiga sér margar myndir í þjóðtrú, hér nýtir höfundur sér fleiri en eina mynd. Sagnfræðileg- ar skáldsögur höfða til krakka sem vilja hafa sögu „sanna“. Hér er fléttað saman sögum tveggja unglingsstúlkna, önnur lifir á okkar tímum en hin var uppi fyrir 90 árum. Þótt aðstæður hafi gjörbreyst á níutíu árum hafa tilfinningarnar sjálfsagt lítið breyst. Eyja er nýflutt í nágrenni Hólavallagarðs. Pabbi Eyju finnur draumastólinn sinn í antíkbúð fljót- lega eftir að fjölskyldan kemur sér fyrir. Stólakaupin eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Hér er á ferðinni saga af ungri stúlku sem lendir í ótrúlegri ævintýrum en flestir jafnaldrar hennar. Hildur Heimisdóttir Tvær stúlkur völundarsmíð, nákvæm og vönduð yfirlega, sótt í smiðju sögualdar- innar og stílfræði þess lærða en hert í eldi þeirrar tuttugustu og fyrstu og gyllt að hætti höfundar. Náttúrumynd og náttúrulýsingar bókarinnar eru bæði mjög falleg- ar, og gott dæmi um falið samspil aldarfars og heimsmyndar sögu- tímans við skáldsýn höfundar og listskilning í nútíma. Þá er sam- þætting sögulegs raunsæis við furður og yfirnáttúru sannfær- andi og átakalaus, líkt og í Biblíu- sögunum (og góðum súrrealisma) og byggist á sömu forsendu eða málsrökum; dulmögnun orðsins sigrar raun, vit og skynsemi – magnar trú sem flytur fjöll. Galdur skáldskaparins. Vísun sögunnar til nútíma er því (vitaskuld) samfélagsleg og list- ræn í senn, varðar bæði brauð og orð, æði lesandans og list skálds- ins, alvaldið og öreigann. Bókin er bæði fjandafæla og fjölmóður. Myndin af græðgi og yfirgangi auðvaldsins er átakanlega nærri lesandanum, myndir af fórnar- lömbum girndar og trúarbragða sömuleiðis, myndin af nægjusöm- um sendlingi átakanlega fjarri. Trúin á góðan galdur, trúin á mátt og megin bókstafs og rittákns, rúnir og orð, með vísan í reginöfl móður jarðar – dýraríkis, jurta-, steina- og andríkis hennar, er hins vegar ávallt nærri; eilíft tungumál skáldsins á öllum tímum. Þar slær þeim saman í eyjunni, Jóni, Sjón, Jónasi og Jóhannesi guðspjalla- manni. Þá eru aðrar mannlýsingar eft- irminnilegar, ekki síst myndin af Siggu, og Ara í Ögri sem Landið þitt Ísland segir að hafi verið „höfði hærri en aðrir menn“. En af hverju kom bókin ekki út í fyrra, þá hefðum við getað lært af sög- unni. Mikil er ábyrgð skáldsins. Rökkurbýsnir eru yndi til lestr- ar, aðgengilegar öllum lesendum, frásögnin spennandi og alþýðleg, ekkert nema rasssæri rekur mann á fætur. Góða skemmtun! Sigurður Hróarsson framleiðandi og forystumaður um að skapa nýjum iðnaði á göml- um merg aðstöðu og hefur verið ljósmóðir mörgum verkefnum annarra. Til að fjármagna sín eigin verk fór hann í fjölþjóðlega smölun fjármagns og varð á norrænum vettvangi fyrirmynd annarra framleiðenda á Norðurlöndum. Hann hefur með sífelldum heim- sóknum sínum á kvikmyndahátíð- ir skapað sér alþjóðlega viður- kenningu, er þekktur meðal helstu kvikmyndagerðarmanna heims. Ekki verður sagt að hann hafi breyst mikið á þessari vegferð, þótt hann hafi mátt sjá sinn per- sónulega hag laskast, útgerð hans oftar en einu sinni komist í þrot. Hann hefur marga fjöruna sopið. Heiðursverðlaun Eddunnar sem hann þiggur í kvöld munu litlu breyta fyrir hann: tvær myndir er hann með í vinnslu – Sólskins- drengur verður frumsýnd í jan- úar og Mamma Gógó fer í tökur í næsta mánuði. Hann er orðinn einn af höfund- um Íslands og heiður kvöldsins er aðeins lítillegur þakklætisvottur þeirra sem hafa unnið með honum í þrjá áratugi, vitandi vits að við eigum eftir að njóta lengri farar með honum og hann mun halda áfram að segja okkur öllum sögur af landi og þjóð til hárrar elli. G æ ð a s t u n d i r Hart í bak Gjafakort á Kardemommubæinn!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.