Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.11.2008, Blaðsíða 14
MENNING 2 Þeir sem hafa lesið Hallgrím Helga- son vita að hann býr yfir snilligáfu: Orðin flæða, læðast og leika um síður hans. Hallgrímur spilar á tví- ræðni orðanna og gæðir þau þannig auknu lífi. Oft með skoti beint í mark. En þeir sem skjóta í gríð og erg á markið eru sjaldnast með góða skotnýtingu. Hallgrímur hefur átt erfitt með að beisla þessa gáfu sína. Hnyttnin hefur liðið fyrir hreina og klára skot-rit-ræpu. Hall- grímur er orðhákur eða rappari meðal rithöfunda. Fram til þessa virðist sem honum hafi þótt svo vænt um texta sinn að sjaldan hefur mátt klippa. Herra Alheimur og Höfundur Íslands hefðu til dæmis þurft í stólinn hjá Torfa og í klipp- ingu í átt til þeirrar sem höfundur sjálfur skartar. En hér er komin þéttasta og besta bók Hallgríms til þessa: 10 ráð – til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp. Tomislav Bokšic, kallaður Toxic, er leigumorðingi króatísku mafí- unnar í New York. Hann þarf að flýja New York og flækist fyrir röð tilviljana til Íslands og lendir þar í fangi sértrúarfólks sem rekur sjón- varpsstöðina Amen. Söguþráðurinn framan af er frábærlega skemmti- legur, hugmyndaríkur og þó hann sé nánast absúrd heldur Hallgrím- ur svo vel um alla þræði að lesand- inn fellst á forsendur sögunnar og lendir aldrei í að segja við sjálfan sig: Nei, hættu nú alveg. Framan af. Hallgrímur hefur í verkum sínum oftar en ekki boðið upp á grimma samfélagsádeilu og er skemmst að minnast hinnar ágætu Roklands í því samhengi. En með sögumanni sínum Toxic hefur Hallgrími tekist að skapa sér nauðsynlega fjarlægð þannig að ágæt skot á fábjánaskap í íslensku samfélagi verða aldrei uppskrúfuð eða yfirlætisleg eins og þau verða óhjákvæmilega komi þau úr munni heimamanna. Eins ein- kennilega og það hljómar er sýn á íslenskt samfélag miklu skýrari í gegnum augu króatísks leigumorð- ingja en liðleskjunnar Hlyns í 101 Reykjavík eða Badda bloggara í Roklandi – svo nefndar séu tvær bestu bækur Hallgríms til þessa. 10 ráð er kolsvört kómedía. Bráð- fyndin og þar hjálpa frumlegar lík- ingar: „Fólk starir á mig eins og ég sé með eistu Saddams í töskunni.“ (Bls. 15). Og söguþráðurinn býður vitanlega upp á óborganlegar senur sem byggjast á vel undirbyggðum misskilningi. Moliére gæti verið fullsæmdur af sumum atriðanna – sem stundum verða þó tragikómísk eins og þegar slær í brýnu með þeim Toxic og Þresti bróður. Sögu- menn samkvæmt skáldskaparfræð- um njóta forskots hjá lesendum og Hallgrímur nýtir sér það ljómandi vel hvað varðar leigumorðingjann sinn. Svipmyndir úr fortíð hans í stríðinu á Balkanskaga eru vel út færðar og ljá bókinni dramatíska dýpt. Hvað er þá að? Hallgrímur veit sem er að allar góðar skáldsögur fela í sér ástarsögu. Og sú saga, sem er merkilegt nokk ekki eins trú- verðug og þær furður aðrar sem Toxic lendir í, verður fyrirferðar- meiri eftir því sem líður á bókina. Og um leið er sem höfundi fatist flugið. Söguþráðurinn verður ekki eins dínamískur uppúr miðri bók og framan af. En kannski er um of mikið beðið að menn haldi út með slíka flugeldasýningu. Jakob Bjarnar Gretarsson Orðhákur þroskast Hallgrímur Helgason 10 RÁÐ − TIL AÐ HÆTTA AÐ DREPA FÓLK OG BYRJA AÐ VASKA UPP Hallgrímur Helgason ✶✶✶ Það er bótin Páll Ólafsson Það er bótin þegar allt er liðið, - þess að bíða mun nú verða skammt: hvers ég vonað hafði mest og kviðið hulið verður allra sjónum jafnt. Best er allt í brjósti sér að dylja og brosa þó mann vanti hjartans frið, ofan jarðar ekki er vert að skilja eftir kvein sem menn ei kannast við. Ég skal kveða um þig eina alla mína daga, ástarljóð Páls Ólafssonar, eru komin út á bók í samantekt og útgáfu Þórarins Hjartarsonar. LJÓÐIÐ K vikmyndamiðstöð Íslands hefur ekki minnst upphafsára for- vera síns, Kvikmynda- sjóðs, en þau hjá Kvik- myndasafninu hafa hóað í hátíð með veglegri dagskrá sem unn- endur kvikmyndalistar hafa notið á sýningum í kvikmyndahúsi safnsins í Hafnarfirði það sem af er vetri. Fram undan er hápunktur hátíðahalda vegna afmælisins en á þriðjudag verður frumflutt nýsamin tónlist Atla Heimis Sveinssonar við kvikmynd sænska leikstjórans Viktors Sjöström, Fjalla Eyvindur og kona hans, sem gerð var eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Auk tónlistar Atla sem Kammersveit Hafnarfjarðar flytur undir stjórn Guðna Franz- sonar er myndin nú með nýjum skýringartexta sem dr. Jón Viðar Jónsson hefur samið en þegar myndin var frumsýnd hér í Gamla bíó 1919 var hún með skýringar- texta sem hefur glatast. Þá er þess líka að minnast að níutíu ár eru liðin frá því myndin var frumsýnd í Stokkhólmi. Viktor Sjöström var eitt af stóru nöfnunum á gullöld evrópskra kvikmynda á fyrri hluta síðustu aldar, virtur sviðsleikari og síðar kvikmyndaleikstjóri. Til stóð að kvikmynd hans eftir leikriti Jóhanns væri tekin hér á landi en hætt var við það sökum stríðsá- standsins. Þeir Jóhann höfðu átt samstarf þegar Sjöström lék Loft í Óskinni sem hann hafði líka hug á að kvikmynda. Erlendur Sveinsson segir í grein sinni í afmælisriti vegna afmælis- ins að myndin hafi markað þátta- skil í þróun myndmáls kvikmynd- anna og komið Svíþjóð á kortið í evrópskri kvikmyndagerð. Þor- geir Þorgeirson sagði að í verkinu komist Ísland inn í sögu kvik- myndalistarinnar í fyrsta og eina sinn. Sérstök hátíðarsýning verður á myndinni á þriðjudag og síðan verður hún sýnd aftur með tónlistarflutningi á laugardaginn kemur í Bæjarbíói kl. 16. KVIKMYNDASAFNIÐ þrítugt Í ár eru þrjátíu ár frá því að lög um kvikmyndasafn og kvikmyndasjóð voru sam- þykkt á Alþingi og þar með rennt stoðum undir skipulega söfnun kvikmynda- arfs okkar og heimilda. Á sama tíma var skapaður grunnur undir sjálfstæða kvikmyndagerð í landinu, sem hafði þá verið á höndum ríkisins og auglýsinga- framleiðanda, með sjóði til efl ingar innlendri kvikmyndagerð. Þessara tímamóta verður minnst í vikunni. KVIKMYNDIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Úr Fjalla-Eyvindi og konu hans, eins og Jóhann kall- aði verkið í frumgerð sinni. Í hlutverkum Kára og Höllu voru þau Viktor Sjöstrom og Edith Erastoff.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.