Fréttablaðið - 17.11.2008, Side 17

Fréttablaðið - 17.11.2008, Side 17
fasteignir 17. NÓVEMBER 2008 Fasteignasalan Eignamiðlun hefur til sölu 97,2 fermetra endaraðhús á einni hæð í grónu hverfi við Krókabyggð í Mosfellsbæ. H úsið stendur á vel gróinni 383,2 fermetra eignarlóð og aðkoma er að vestan- verðu. Gott bílaplan er fyrir fram- an húsið og gróinn og afgirtur garður til suðurs og vesturs. Komið er inn í forstofu með for- stofuskáp. Inn úr forstofu er geng- ið inn í alrými. Á hægri hönd eru stofa, borðstofa og eldhús. Í eld- húsi er hvít L-laga innrétting með svartri granítborðplötu. Flísalagt er á milli efri skápa og borðplötu með glermósaík. Í innréttingu er blástursofn ásamt keramik hellu- borði. Öll eldhústæki eru frá Gor- enje. Í eldhúsi er borðkrókur við V-laga glugga sem gefur mikla birtu. Borðstofan og stofan eru rúm- góðar með mikilli lofthæð. Úr stofu er góður gluggi út í garð til suðvesturs. Alrými, stofur og eldhús, ásamt baðherbergi, eru flísalögð með ljósum flísum. Bað- herbergið var endurnýjað fyrir um tveimur árum og er flísalagt í hólf og gólf, með baðkari og inn- réttingu. Umhverfis baðkar og ofan á innréttingu er ljós marm- aramósaík frá Vídd. Hiti er í gólfi, einnig er handklæðaofn og upp- hengt Starck-salerni og blöndunar- tæki. Innst á gangi eru tvö góð svefn- herbergi sem eru parketlögð með sérvöldum fjalla-hlyni frá Agli Árnasyni. Barnaherbergið er vinstra megin með glugga í aust- ur og úr því er samanbrotinn stigi upp á efra loft með góðu geymslu- plássi. Þar við hlið er gott hjóna- herbergi með fataskáp og úr því er gengið út á 50 fermetra afgirta timburverönd í austur og suður. Á veröndinni er ágætur verkfæra- skúr og einangrað smáhýsi. Eignin getur verið laus til af- hendingar fljótlega. Ásett verð er 29,8 milljónir. Verönd í suður og austur Krókabyggð er í grónu hverfi í Mosfellsbæ. Grunnur að góðu lífi Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000 Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fasteignasali Gengið frá greiðslumati Sótt um íbúðalán Sótt um lengingu og styttingu á lánstíma Á ils.is getur þú: Bráðabirgðamat Ýmsar reiknivélar Netsamtal við ráðgjafa Umsókn um rafrænar afborganir lána Önnur þjónusta á ils.is: Hafðu samband og kynntu þér málið! ™ Hefurðu kynnt þér kaup á búseturétti? Með kaupum á búseturétti færðu það sem máli skiptir; heimili Öryggi til framtíðar, frelsi þegar þér hentar Sími: 520 5788 · Veffang: www.buseti. is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.