Fréttablaðið - 23.11.2008, Side 1

Fréttablaðið - 23.11.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÓTMÆLI „Ég vildi ekki að gott fólk myndi slasa sig við að bjarga einhverjum tittlingi. Heldur frekar að þessi kraftur yrði notaður í að kné- setja þessa ríkisstjórn. Koma á algjörri og almennri og tafarlausri byltingu,“ sagði Haukur Hilmarsson mótmælandi sem í gær var látinn laus úr haldi lögreglu. Hátt í fimm hundruð manns mótmæltu hand- töku Hauks, fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Mikil reiði var meðal mótmælenda sem reyndu að brjóta sér leið inn til að frelsa Hauk. Fjöldi lögreglumanna, gráir fyrir járnum, sló skjaldborg um innganginn. Lögreglan beitti piparúða í átökum við mótmælendur. Haukur var handtekinn eftir vísindaferð í Alþingi á föstudagskvöld þar sem hann var eftir- lýstur vegna vangoldinnar sektar við Innheimtu- miðstöð sekta og sakarkostnaðar á Blönduósi. Haukur var sektaður um tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðild að mótmælum við álverið á Reyðarfirði árið 2006. Fyrir hálfum mánuði flaggaði Haukur Bónusfánanum á Alþingishús- inu þegar mótmælin á Austurvelli stóðu sem hæst. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborg- arsvæðinu, hafnar því að handtaka Hauks teng- ist mótmælunum á Austurvelli í gær. - hhs/jse sjá síðu 6 SKOÐANAKÖNNUN Um 32 prósent segjast styðja ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 68,4 prósent styðja hana hins vegar ekki. Í október sögðust 41,3 prósent styðja ríkisstjórnina, en 58,8 pró- sent voru henni andvíg. „Ég hef fullan skilning á þessu, fólk er reitt og kvíðið eins og eðli- legt er í kreppu. Þá er skiljanlegt að það beini sínum spjótum að ríkisstjórninni,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra. Bjarni Benediktsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir að aðgerðaáætlanir fyrir heimilin og fyrirtækin, séu í smíðum. „Ég tel að þegar þessi mynd verður dregin skýrar upp þá muni þetta snúast við.” segir Bjarni. „Ég held að það sé tímaspurs- mál hvenær stjórnin áttar sig á því að þetta gengur ekki og hún játar sig sigraða,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Valgerður Sverrisdóttir, for- maður Framsóknar tekur í sama streng. „Þetta er afleit útkoma fyrir ríkisstjórnina enda hefur stjórnarandstaðan flutt van- trauststillögu,” segir Valgerður. Mestur er stuðningur við stjórnina meðal Sjálfstæðis- manna, 88,2 prósent. Stuðningur- inn er 50,4 prósent meðal Sam- fylkingarfólks, 21,1 prósent meðal þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk, 8,3 prósent meðal framsóknarfólks og 3,8 prósent meðal vinstri grænna. Samfylking er stærsti flokkur- inn samkvæmt þessari könnun með 33,6 prósent fylgi. 27,8 pró- sent styðja Vinstri græn og 24,8 prósent styðja Sjálfstæðisflokk- inn. 6,3 prósent styðja Framsókn- arflokk og 4,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. 3,3 prósent segist myndu kjósa einhvern annan flokk. Einungis 49,9 prósent tóku afstöðu til flokka í könnuninni. Af heildinni segjast 29,4 prósent vera óákveðin, 15,0 prósent segj- ast myndu skila auðu. - ss/ sjá síðu 4 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 23. nóvember 2008 — 321. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is JENS LAPIDUS Miklu frekar lögfræð- ingur en skáld 22 HEIÐURINN AÐ VEÐI Guðjón Friðriksson ræðir um Sögu af forseta. VIÐTAL 12 Hvað er ábyrgð? Ábyrg manneskja nýtur trausts og virðingar 14 1 -1 -2 -1 2 ÉL NYRÐRA Í dag verður norðan eða norðvestan 5-18 m/s, hvass- ast norðvestan til. Stöku él nyrðra annars yfirleitt bjart með köflum. Frostlaust með ströndum annars vægt frost. VEÐUR 4 Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Nóvember 2008 Uppskriftir að gómsætum smákökumÓmissandi í baksturinnKonfekt að hætti Halldórs Kr. Sigurðssonar Heimagert konfekt Kökubakstur getur verið notaleg samveru- stund fyrirf úr eldhúsinu Ilmurinn FY LG IR Í D A G B 6,3% 7 4Ko sn . D 24,8% 25 17 Ko sn in ga r S 33,6% 18 23 Ko sn in ga r V 27,8% 9 19 Ko sn . FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA Hvaða lista myndir þú kjósa ef geng- ið yrði til kosninga nú? Skoðanakönnun Fréttablaðsins 22. nóv. 2008 - fjöldi þingmanna og fylgi (%) F 4,3% 4 Ko sn . 0 Sjö af tíu styðja ekki stjórnina Einungis 31,6 prósent styðja ríkisstjórnina, en 68,4 prósent styðja hana ekki. Samfylking fengi 23 þing- menn, Vinstri græn 19, Sjálfstæðisflokkur 17 og Framsóknarflokkur fengi fjóra kjörna ef kosið yrði nú. LAUS ÚR STEININUM Fjöldi fólks hópaðist að lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík í gær að loknum áður skipulögðum mótmælum við Austurvöll. Krafðist fólkið þess að Haukur Hilmarsson mótmælandi sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu fyrir hálfum mánuði, yrði látinn laus, en hann var handtekinn deginum áður. Nokkur átök urðu eftir að hluti hópsins braut sér leið inn í lögreglustöðina. Haukur, fyrir miðri mynd, losnaði um sexleytið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Lögreglan beitti piparúða í átökum við mótmælendur við Hverfisgötu í Reykjavík seinnipartinn í gær: Mótmælendur réðust inn í lögreglustöðina „Mér finnst lögreglan hafa gengið of langt,“ segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna sem var við mótmælin. „Það er algjör- lega ólíðandi að fólki sé kippt úr umferð fyrir að mótmæla eins og gert var í tilfelli þessa unga manns. Ég skil því vel reiði fólksins, þetta eru félagar hans sem ofbýður þessar aðfarir. Það að handtaka manninn með þessum hætti daginn fyrir útifund er eins og hefndaraðgerð, það er líka ögrun og slík vinnubrögð eru aðeins til þess fallin að ýta undir reiði fólks.“ SKIL VEL REIÐI FÓLKSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.