Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 14
14 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR Orðið ábyrgð kemur fyrst fyrir í íslensku ritmáli 1576 í Alþingisbókum Íslands – og því ekki undarlegt að vilja herma ábyrgð upp á stjórnmálamenn. Orðið er skylt ísl. so. bjarga og borga, í fornensku onbyrgan: tryggja, ábyrgj- ast. „Það er eflaust, að ábyrgð hefir þar af nafn, að sá, sem ábyrgist, á að borga,“ segir í Vídalínspostillu. Enginn á líf sitt einn, og því tengist ábyrgð breytni manna gagnvart öðrum, og þar með trúnaði. Menn þurfa að standa skil á því sem þeim er trúað fyrir, því sem þeir gera sjálfir, – og einnig störfum annarra, ef þeim er trúað fyrir stjórn samtaka eða fyrir- tækis – og enn frekar landsstjórn. Enda snertir þá ábyrgð þeirra líf, hagsmuni og afkomu annarra, jafnvel heillar þjóðar. Því er eðlilegt að kallað sé eftir ábyrgð manna sem hafa brugð- ist trúnaði og þar með skaðað aðra, þótt ekki hafi það verið ásetningur. Þeir hafa misst trúnað og þurfa annað- hvort að öðlast hann á ný, sem getur reynst erfitt, ellegar víkja fyrir öðrum. Enginn er dómari í eigin sök, og fáir finna sök hjá sér, en sé dómgreind fyrir hendi, – sem ætlast er til af emb- ættis- og ráðamönnum – eiga menn að geta skilið eða skynjað ábyrgð sína og tekið afleiðingum hennar. Í því felst ábyrgð. Hvað er ábyrgð? Hugtakið ábyrgð hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur sem aldrei fyrr. Anna Margrét Björnsson fékk nokkra valinkunna Íslendinga til að skilgreina hvað felst í merkingu orðsins ábyrgð fyrir þeim. Meðal þeirra sjónarmiða sem koma fram er að emb- ættismenn og ráðamenn bera ábyrgð og í henni felst að geta tekið afleiðingum hennar. Móðurmál okkar á mörg meiningarþrungin orð. Þau eru misjafnlega hörð af sér í daglegri klisjukenndri notkun. Þau orð sem líða mest og missa smám saman meiningu og áhrif eru einmitt þau orð sem rista dýpst í vitundina og eitt af þeim er ábyrgð. Þessa dagana heyrist sem aldrei fyrr dynja á eyrum orðið ábyrgð og ábyrgðarleysi og þau orð sem af þeim eru dregin. Ábyrgðin eða ábyrgðarleysið finnur sér farveg í gjörðum, orðum og æði. Með óábyrgum orðum er hægt að eitra líf saklauss fólks og eyðileggja orðspor þess og möguleika í lífinu. Líklega er þessi tegund ábyrgðar- leysis ein sú lúmskasta og hættulegasta vegna þess hve hratt hún vinnur, erfitt er að leiðrétta afleiðingar hennar og sá ábyrgðarlausi gerir sér oft enga grein fyrir hve mikill skaðvaldur hann er. Ábyrgð eða ábyrgðarleysi í gjörðum er sýnilegra en skipt- ir þó sköpum í lífi fólks. Ábyrgðarleysið vinnur oft óbætan- legan skaða ef þeir sem standa álengdar stara galopnum augum á það sem fram fer en gera ekkert til að skakka leik- inn. Ábyrgð í starfi er oft undarlega metin þar sem oft reyn- ist þyngra á metum að gæta fjármuna en fólks. Að axla ábyrgð þýðir að taka á sig byrði annarra og lofa að leggja hana ekki frá sér fyrr en annaðhvort þörfin fyrir þennan stuðning er liðin hjá eða annar ábyrgur tekinn við. Ábyrg manneskja nýtur trausts og virðingar og er litið á hana sem máttarstólpa í hverju samfélagi. En einnig slíku fólki getur mistekist svo að óbætanlegur skaði hlýst af. Það hlýtur að taka mjög á þá sem vilja vel. Það fylgir því ægileg kvöl að bregðast trausti þeirra sem á mann trúa. Megi hin sanna merking orðsins ábyrgð í orðum sem gjörðum verða í heiðri höfð um ókomna framtíð til heilla landi og lýð. Ég vil til einföldunar gera greinarmun á tvenns konar ábyrgð, ábyrgð gagnvart lögum og siðferðilegri ábyrgð. Fyrir meint lögbrot er svarað fyrir dómi og ber að hlíta nið- urstöðu hans. Að skera úr um hvort menn hafi axlað sið- ferðilega ábyrgð er snúnara. Hún getur m.a. verið fólgin í siðferðilegum skyldum við náungann eða skyldum sem ég hef undirgengist með samningum. Taki ég að mér verk samkvæmt verklýsingu axla ég ábyrgð á að sinna því af kostgæfni. Telji sá sem fól mér verkið að ég hafi sýnt van- rækslu eða reynst vanhæfur, felst ábyrgð mín í því að leggja eyru að ásökunum og svara fyrir verk mín svo skera megi úr um réttmæti þeirra. Siðferðileg skylda verkbeið- anda er að meta af sanngirni hvort ég eigi mér málsbætur. Niðurstaðan gæti orðið sú að ég stæðist mál eða ekki og að mér bæri að víkja og axla þannig ábyrgð mína, sem einnig gæti falist í að bæta fyrir hugsanlegan skaða. Skilgreining mín á ábyrgð gæti því verið: Mér ber að sinna af heilindum því sem mér hefur verið falið og ég gengist undir og er um leið skyldur að svara fyrir verk mín og leggja þau í dóm þeirra sem til þess eru bærir. Ef ég lýk þessu svo á guðfræðilegum nótum er ábyrgðin kjarni kristilegs siðgæðis. Maðurinn ber ábyrgð gagnvart Guði á sjálfum sér, náunga sínum og náttúrunni. Ábyrgð hans er þannig fólgin í því að gera skyldu sína að vilja Guðs, standa honum skil breytni sinni og leggja í dóm hans. Hugtakið ábyrgð er margslungið hugtak en tvenns konar merking þess leitar á hugann þessa dagana. Í fyrsta lagi ber einstaklingur ábyrgð á athöfnum sínum og athafnaleysi. For- senda fyrir því að kalla fólk til ábyrgðar er að viðkomandi hafi verið frjáls gerða sinna, þ.e. hvorki undir þvingunum, né skorti vitneskju eða vitsmuni til að meta þær af skyn- semi. Þeir sem lána fé bera ábyrgð á lánveitingunni og því skyldugir að ganga úr skugga um að lántakandi sé borgunarmaður skuldarinnar eða veð séu trygg. Eins ber lántakandi ábyrgð á meðferð þessara fjármuna og því að greiða lánið til baka. Ábyrgðin sem hér um ræðir varðar athafnir sem þegar hafa átt sér stað og gerðar eru með ásetningi og af óbrjáluðum hug. Í annan stað felur ábyrgð í sér skyldur sem tengjast ákveðnum störfum eða hlutverkum sem við höfum tekið okkur á hendur. Með for- eldrahlutverkinu tökum við ábyrgð á börnum okkar og felur sú ábyrgð bæði í sér að við tryggjum velferð og öryggi barna okkar og eins eru athafnir þeirra á okkar ábyrgð. Ef barn okkar brýtur glugga nágrann- ans berum við ábyrgð á skaðanum þó að við höfum ekki valdið honum sjálf. Mörg störf fela í sér ábyrgð sam- bærilega við foreldrahlutverkið. Stjórnendur stofnana eða fyrirtækja bera ábyrgð á því að þær standi undir hlutverki sínu og ræki skyldur sínar vel. Hvort sem stjórnendur eru í fjár- málastofnunum eða opinberri stjórn- sýslu bera þeir ábyrgð á því að þær standi við skuldbindingar sínar. Þá bera þeir líka ábyrgð á athöfnum undirmanna sinna, líkt og ráðherrar bera ábyrgð á þeim embættismönn- um sem undir þá heyra. Því er eðli- legt að kall- að sé eftir ábyrgð manna sem hafa brugðist trúnaði og þar með skaðað aðra, þótt ekki hafi það verið ásetningur. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK rithöfundur og prófessor emeritus SÉRA SIGURÐUR PÁLSSON fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju Taki ég að mér verk sam- kvæmt verklýsingu axla ég ábyrgð á að sinna því af kostgæfni HERDÍS EGILSDÓTTIR kennari Megi hin sanna merking orðsins ábyrgð í orðum sem gjörðum verða í heiðri höfð SALVÖR NORDAL heimspekingur Stjórnendur stofnana eða fyrirtækja bera ábyrgð á því að þær standi undir hlut- verki sínu og ræki skyld- ur sínar vel.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.