Fréttablaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 18
2 matur
Skýringar á uppskriftatáknum:
Til hátíða-
brigða
Hvunndags/til
hátíðabrigða KökurE Eftirréttur
LJÚFUR ILMUR JÓLA
Hrefna Sigurjónsdóttir
Er líða fer að jólum berst oft hátíðlegur og ljúfur kökuilmur um híbýli manna. Ilmurinn af piparkökum, kanil og öðru góðgæti kallar óneitanlega fram minningar um notaleg vetrarsíðkvöld og
huggulegar jólastundir.
Kökubakstur er í raun tilvalin tómstundaiðja fyrir fjölskylduna og
kjörið tilefni til að hópast saman. Minningarnar sem skapast þegar litl-
ir fingur útbúa sín fyrstu piparkökulistaverk eru ómetanlegar og
gaman er að flétta fallega tónlist saman við herlegheitin. Einnig þykir
þeim yngri oft gaman að dunda sér við að teikna, púsla eða hvað sem
er á meðan mamma og pabbi móta litlar kökur og hræra saman góð-
gæti sem litlu höfðingjarnir dæma síðan með ísköldu mjólkurglasi eða
heitu súkkulaði. Kjörið er að mynda gjörninginn
og senda vitnisburð í jólakorti til vina og
ættingja.
Eldri börn og unglingar hafa ekki síður
gaman af þrátt fyrir að sumir reyni að
halda öðru fram. Sannleikurinn er sá að allir
elska kökur og góðgæti og allir eiga sína uppá-
halds sort, ungir sem aldnir. Hægt er að skiptast
á um að velja undirleikinn og einnig væri hægt að
haga málum svo að hver og einn fái að velja sína sort
sem bökuð verður. Auk þess eru kökurnar kannski
ekki aðalmálið heldur sú notalega stund og sam-
vera sem skapa má í kringum baksturinn. Mikil-
vægt er að láta ekki stress og streitu taka yfir.
Engin lög eru um hvað þarf að baka margar sort-
ir eða hvernig þær eiga að vera. Engin refsing er
fyrir hendi þótt deigið sé keypt tilbúið eða jafnvel
kökurnar sjálfar. Aðalatriðið er að haga jólaundir-
búningnum eftir eigin höfði og líta á baksturinn
sem skemmtun eða dægradvöl þar sem fjölskyldan
kemur saman og útbýr eitthvað dásamlegt.
matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir og Roald Eyvindsson Hönnun:
Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Arnþór Birkisson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Tryggvadótt-
ir, Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
Ég hef bakað þá marga í gegnum tíð-
ina, en síðastliðin
25 ár hef ég haft
það fyrir sið að
baka kransinn á
aðventunni,“ segir Hafdís Guð-
jónsdóttir, lektor við menntasvið
Háskóla Íslands, og jólabarn.
„Upphafið var að ég var áskrif-
andi að norskum matreiðslubók-
um og fann þessa uppskrift í einni
þeirra. Síðan er ég óskaplega
mikið jólabarn og þykir aðventan
dásamlegur tími,“ segir Hafdís
og hlær. „Aðalmálið er að hafa
nóg af fyllingu svo kransinn verði
ekki þurr. Ef maður setur vel af
smjöri, kanilsykri og möndlum þá
virkar hann næstum því eins og
marsipan,“ útskýrir Hafdís og
nefnir að barnabörnin vilji hann
helst einfaldan með kanilsykri.
-hs
Árviss og gómsætur
aðventukrans
Hafdís Guðjónsdóttir, lektor við menntasvið Háskóla Íslands, hefur bakað að-
ventukrans með fyllingu síðastliðin 25 ár og er hann vinsælastur með kanilsykri.
GRUNNDEIG
3 dl mjólk
50 g ger eða einn
pakki þurrger
½ dl (60 g) olía eða 75
g smjör/smjörlíki
5 msk. sykur
½ tsk. salt
1 tsk. kardimommu-
duft
½ kg (8-8½ dl) hveiti
FYLLING
3-4 msk. smjör
3 msk. sykur
½ tsk. kanill
1 egg til að pensla
með
50 g möndlur til
skrauts
AÐVENTUKRANSINN HENNAR HAFDÍSAR
Gott á
jólunum!
VERSLUN SÆLKERANS
Í Bakaríinu við brúna á Gleráreyrum á
Akureyri eru allar krásir handgerðar
og úrvalið meira en gengur og gerist að
sögn eigandans Andrésar Magnússonar.
„Það liggur mikil handavinna að baki
því sem við gerum. Hér eru að jafnaði
um átta bakarar að vinna verk sem einn
maður gerir þar sem notast er við vélar.
Þetta er visst afturhvarf til fortíðar sem
Akureyringar kunna vel að meta,“ segir
Andrés, sem opnaði bakaríið fyrir níu
árum.
Viðskiptavinir geta að hans sögn
gengið að því vísu að í bakaríinu sé allt
ferskt og nýbakað enda er það tæmt í
lok hvers dags og byrjað að fylla hillurnar með nýjum kræsingum snemma morguns. „Þá notum við
engin kemísk hjálparefni auk þess sem brauðin eru flestöll sykur- og mjólkurlaus.“
Fyrir utan brauðin er mikið úrval af sætabrauði, allt frá snúðum yfir í konfekt auk þess sem boðið
er upp á smurt brauð og súpur af ýmsu tagi. „Við erum með fjörutíu manna kaffistofu á efri hæðinni
og koma margir hingað í hádegismat.“ - ve
Bakaríið við brúna
Hitið mjólk í um 37°C. Blandið saman olíu,
sykri, salti og kardimommum og blandið
vökvanum saman við hveiti og hnoðið. Látið
deig hefast í 30 mínútur. Fletjið deigið út,
smyrjið með smjörinu og dreifið kanilblöndunni
yfir ásamt möndlum. Rúllið deig saman og búið
til hring/krans. Látið hefast í 20 mínútur.
Penslið kransinn með eggi og dreifið möndlum
yfir. Ef setja á kerti í kransinn þarf að gera ráð
fyrir því og setja kertahöldur úr álpappír í hann
áður en hann fer í ofninn. Bakið í 25 mínútur
við 225 °C neðst í ofni. Setjið ál- eða bökunar-
pappír yfir ef kransinn dökknar of mikið. Kælið
og setjið kertin í aðventukransinn þegar hann
er borinn fram. Fallegt er að skreyta í kring
með greni. Einnig er hægt að setja kerti
(dagatal) í miðjuna. Hægt er að setja ýmiss
konar fyllingar í kransinn, til dæmis möndlur og
hnetur, þurrkaða ávexti eða súkkulaði.
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
Hafdís hefur bakað
kransinn á aðventunni
síðastliðin 25 ár og hefur
hefðin borist lengra innan
fjölskyldunnar þar sem
allir þekkja nú kransinn og
margir baka hann á
aðventunni.
Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is
Við gerum veisluna þína
Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og
pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir
gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá
fyrsta flokks veitingar í veisluna þína.
Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200
F
í
t
o
n
/
S
Í
A