Fréttablaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 36
 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 23. nóvember ➜ Kvikmyndir 15.00 Raspútín, leikin bandarísk kvikmynd frá 1996 verður sýnd í MÍR- salnum, Hverfisgötu 105. Enskt tal. Aðgangur ókeypis. ➜ Tónleikar 13.00 Dagur harmon- ikunnar Harmonikufélag Reykjavíkur verður með tón- leika í Ráðhúsi Reykjavíkur. 13.00 Gilligill Tónleikar í tilefni af nýútkominni barnaplötu með lögum og textum eftir Braga Valdimar Skúlason í Salnum, Hamraborg 6, Kópa- vogi. Einnig eru tónleikar kl. 15.00. 15.15 Sardas strengjakvartettinn flytur verk eftir Jón Ásgeirsson og Beet- hoven í Norræna húsinu við Sturlugötu. 16.00 Heyr mína sál Kammerkórinn Hymnodia verður með útgáfutónleika þar sem flutt verður kórtónlist eftir íslenskar konur. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið á Akureyri við Kaupvangs- stræti. 17.00 Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr flytur franska tónlist eftir tónskáldin Ibert, Bossa og Francaix á Kjarvalstöð- um við Flókagötu. 17.00 Kirkjukór Grenáskirkju flytur litla messu eftir Charles Gounod og létta trúarlega tónlist eftir ýmsa höf- unda. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Grensáskirkja við Háaleitisbraut. 20.00 Stórsveit Reykjavíkur verður með tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg, þar sem flutt verður tónlist eftir Thad Jones. 23.00 Hljómsveitin B. Sig spila á Café Rosenberg. ➜ Dans 16.00 Tangóævintýrafélagið stendur fyrir síðdegistangó á Café Rót, Hafnar- stræti 17. Allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 11.00 Er eitthvað réttlæti? Guð- mundur Heiðar Frímannson flytur fyrilestur á Bláu könnunni, Hafnarstræti 96, Akureyri. ➜ Samkomur 20.00 Tómasarmessa Messuhald í Breiðholtskirkju við Þangbakka, með fjölbreytilegum söng og tónlist þar sem áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og virka þáttöku leikmanna. Sérstakur gest- ur er Herbert Guðmundsson. ➜ Sýningar Landslag í ljósaskiltum Sýning Bjarna Helgasonar í Artóteki, 1. hæð Borgar- bókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu. Opið mán. 10-21, þri.-fimm. 10-19 og um helgar 13-17. ➜ Bækur 13.00 Kellíngabækur Um þrjátíu konur kynna bækur sínar með ýmsum hætti í Gerðubergi, Gerðubergi 3-5. ➜ Leiðsögn 14.00 Ást við fyrstu sýn Halldór Björn Runólfsson verður með leiðsögn um sýninguna og mun fjalla um þróun mynd- listar allt frá tímum Impressjónistanna til okkar daga. Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. 15.00 Erlendur Sveinsson verður með leiðsögn um sýningar Sveins Björns- sonar; Sjórinn og sjávarplássið og Char- lottenborgarárin. Opið alla daga nema þriðjudag kl. 11-17, fimmtudaga 11-21. Aðgangur ókeypis. Hafnarborg, Strand- götu 34, Hafnarfirði. 17.00 CRAFT Andr- ea Maack verður með listamanna- spjall í D-salnum þar sem hún ræðir um sýningu sína í Lista- safni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Ókeypis aðgangur. ➜ Myndlist Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsög- um Í verslun og veitingastofu Þjóð- menningarhússins stendur yfir sýning á teikningum eftir Jón Baldur Hlíð- berg. Þjóðmenningar- húsið, Hverfis- götu 15 er opið alla daga frá kl. 11-17. ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik- húsið sýnir leikverkið 21 manns sakn- að í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík. Nánari upplýsingar á www. gral.blog.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Einleiksformið hefur verið vin- sælt hér á landi um nokkurt skeið, Mr. Skallagrímsson, Brák og nú síðast í sýningu fyrirtækis leik- ara sem ætlar að standa fyrir sýningarhaldi í Grindavík. Graal kallar hópurinn sig og er mættur með sína fyrstu sýningu: Víðir Guðmundsson reynir að koma höndum yfir atburðaríka ævi Odds V. Gíslasonar. Formið sem hann og Benedikt og Brynhildur grípa til er upphaflega endurvak- ið í Buffó-leik Darios Fo sem hann stundaði við miklar vin- sældir um langan tíma. Það er svo Benedikt sem flytur hingað sænska leikstjórann Enquist sem hafði þróað þennan stíl hjá Pero- leikhúsinu í Stokkhólmi. Einn leikari er á sviðinu með sem fæsta leikmuni og stekkur milli sögumanns og ólíkra per- sóna sem koma við sögu, hann breytir fasi og burði og segir margradda sögu með ólíkum stíl- tegundum. Formið leyfir hröð stökk í tíma og rúmi og milli manna. Það krefst í raun afburða- leikara nema sú stefna sé tekin að vinna með gerólík textasvið eins og Fo gerði, hið helga – bif- líuna – og hið vanhelga – manninn í sinni saurugustu mynd. Graal-hópurinn stefnir á fasta vist í Grindavík. Hann er kominn með stefnuyfirlýsingu, er kom- inn með samstarfssamning við sveitarfélög og fyrirtæki, setur markið hátt: framundan eru minnst þrjár sviðsetningar. Það er gott að eiga slíkan hóp að. Suð- urnesjamenn áttu fyrir löngu að hafa komið sér upp einhverjum slíkum hópi eins og önnur minni sveitarfélög. Fyrsta verkefni hópsins er erf- itt: æviferill séra Odds er fjöl- breytilegur frá því hann er for- maður hér í Reykjavík, situr í Lærða skólanum og hefur um síðir prestferil. Hann er ham- hleypa, á kant við samtíð sína, er frömuður í atvinnurekstri og félagsstarfi og hverfur loks til Ameríku þar sem hann verður farandpredikari. Lengi er hann alkohólisti en verður ofstopafull- ur bindindismaður. Heimildir um hann eru rýrar ef marka má gögn sýningarinnar en duga þó til að kveikja spennandi sögu. Víðir Guðmundsson rekur söguna og fer með öll hlutverk. Hann er glæsilegur ungur maður en hefur ekki þjálfun eða reynslu til að skila öllum þeim aragrúa fólks sem höfundar draga fram. Per- sónugalleríið lifnar ekki í hönd- um hans og sumpart um að kenna verkinu. Þar er ekki svarað mik- ilvægum spurningum um klerk- inn: athafnaþrá hans og um síðir sterka trú. En mjór er mikils vísir. Leik- hópur í Grindavík er stórtíðindi fyrir Nesið og því betri sem aðstaða er fyrir hann þess meiri líkur eru að þar nái menn sterk- ari tökum á viðfangsefnum sínum. Páll Baldvin Baldvinsson Grindavíkurleikflokkurinn LEIKLIST 21 manns saknað eftir Guðmund Brynjólfsson, Víði Guðmundsson og Berg Þór Ingólfsson. Leikstjóri: Bergur Þór. Leikmynd: Eva Vala Guðjónsdóttir. ★★ Snotur sýning en brotakennd. LEIKLIST Víðir Guðmundsson leikur mörg hlutverk í nýju verki um ævi Odds V. Gíslasonar Með hliðsjón af ástandi efnahagsmála vill Húsafriðunarnefnd taka fram eftirfarandi: Áskorun til sveitarfélaga og arkitekta Bæta má manngert umhverfi með fleiru en ný- byggingum einum saman. Í byggingararfi þjóð- arinnar eru fólgin verðmæti úr fortíðinni, bæði menningarsöguleg og listræn, sem nýtast vel menningartengdri ferðaþjónustu. Þá er það löngu viðurkennt að það sé vitnisburður um menningarstig hverrar þjóðar, hvernig hún umgengst byggingararfinn. Með vandaðri húsa- könnun er lagður grunnur að mati á varðveislu- gildi einstakra húsa, húsasamstæðna, byggða- mynsturs, götumynda og hverfa. Þótt mörg sveitarfélög hafi á undanförnum áratugum látið kanna varðveislugildi eldri byggðar í því skyni að auðvelda vinnu við skipulag og ákvarðana- töku þar að lútandi, eru mörg þéttbýlissvæði sem enn bíða úrlausnar hvað þetta varðar. Núgildandi lög um húsafriðun kveða á um að öll hús, sem reist eru fyrir 1850, skuli vera friðuð. Verði frumvarp til laga um menningarminjar, sem menntamálaráðherra ráðgerir að leggja fyrir Alþingi á næstunni, að lögum, mun friðuðum húsum fjölga verulega, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að öll mannvirki, sem byggð voru fyrir 1900, verði friðuð. Af þessum sökum er enn brýnna en áður að ráðast í gerð húsakannana. Um leið og Húsafriðunarnefnd skorar á sveitar- félög og arkitekta að beina sjónum sínum að þessum málaflokki, tekur nefndin fram: • Húsafriðunarnefnd hefur látið taka saman leiðbeiningar um gerð húsakannana og gefið út á prenti. Ráðgert er að innan tíðar verði leiðbeiningar þessar í endurskoðaðri útgáfu aðgengilegar á heimasíðu nefndarinnar. • Þegar kemur að úthlutun styrkja úr húsa- friðunarsjóði 2009 mun nefndin láta um- sóknir um styrki til húsakannana hafa for- gang og styrkja gerð þeirra eins og framast er kostur og fjárhagur sjóðsins leyfir. Húsafriðunarnefnd | sími 570 1300 | husafridun@husafridun.is | husafridun.is Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 23/11, örfá sæti laus Síðustu sýningar Gjafakort á Kardemommubæinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV Sýningum lýkur 13. desember! Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL Aukasýningar í sölu Leitin að jólunum Aðventusýning Þjóðleikhússins Sýningar hefjast 29/11 Tryggðu þér sæti Gefum góðar stundir Kardemommubærinn Jólatilboð á gjafakortum Sætið á aðeins 2.000 (fullt verð 2.800)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.