Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 18. febrúar 1982 í spegli Tímans Umsjón: B.St. og K.L. FORSETASONURINN ■ Á meöan faöir hans var for- seti Bandarikjanna, hataöi Steve, sonur Geralds og Betty Ford, sjónvarpsmy nda vél- arnar, flassglampa Ijós- myndaranna og fréttamennina, sem stööugt vildu fá viötöl viö hann. Ilonurn fannst öll þessi læti heimskuleg og óskaöi þess heitast, aö hann væri sonur „venjulegra foreldra”. Sama máli gilti um öll systkini Steves, eldri bræöurna Michael og John og systurina Susan. Þau höföu þó meira taumhald á sér en öll vörpuöu þau öndinni léttara, þegar þau losnuöu úr Hvita hús- inu 1976. A þeim tima var Steve ákveö- inn i þvi að koma undir sig fót- unum á eigin spýtur. Ekki spillti útlitiö fyrir honum, en hann er hávaxinn 1,94 m á hæö, Ijós- hæröur og bláeygður. Hann ætlaði þó ekki aö færa sér þaö i nyt á þessum tima. Steve gerö- ist kúreki. Á fjölmörgum „rodeoum”, sem hann tók þátt I, kom i ljós, aö Steve hefur frá- bært lag á aö temja hina böldn- ustu hesta og fór aö fara af honum orö á þvi sviði. Og brátt barst orðrómurinn til Holly- wood. Þegar honum svo bauöst hlutverk i myndinni „Cattle Ánnie and Little Britches”, þar sem Burt Lancaster og Rod Steiger fóru meö aðalhluterk, sló hann ekki hendinni á móti þvi. Steve komst aö þeirri niöur- stööu, aö leikari var það, sem hann haföi alltaf viljaö veröa helst i stíl Joþns heitins Wayne. En hann hélt stift viö fyrri ákvöröun, aö veröa frægur vegna eigin hæfileika en ekki vegna sins fræga nafns. Þvf var þaö, aö hann gerði auglýsingar fyrir myndina og reyndar alla samninga varöandi hana, undir fölsku nafni. Þaö var ekki fyrr en allt var klappaö og klárt, aö hann kom fram i dagsljósið undir eigin nafni. Þetta vakti gifurlega athygli og varö til þess, aö nú tóku tilboöin aö streyma inn. Og nú er Steve, sem fyrrum var svo i nöp viö Ijósmyndara og fréttamenn, kominn á rétta hillu. Hann er nú kominn svo langt, aö hann hefur tekið aö ser aöalhlutverk i „hestaóperu” i sjónvarpinu. Er hér um fram-j haldsþætti að ræöa, svo aö[ framtiö Steves viröist nú trygg i j nánustu framtiö. En þaö er ekki bara Steve, sem er ánægöur með gang mála. Foreldrar hans eru sáttir viö frama sonar sins. — ÞaöL besta er, aö hann er hættur aö taka þátt i „rodeoum” segja þau. — Loksins er hann kominn i fasta vinnu! ■ Montie Montana er ein þekktasta stjarna „rodeosins” i Amerfku. Hann kenndi Steve kúnstirnar, svo aö ekki mistækist neitt fyrir framan kvikmyndavélarnar. Alls konar listir meö lassó koma þar mikið viö sögu. ■ t fótspor Johns Wayne. Steve Ford, yngsti sonur Geralds Ford fyrrum Bandarikjaforseta, hefur þegar leikiö f mörgum kvikmynd- um og er nú kominn meö eigin sjónvarpsþætti. Aöaláhugamál hans er reiömennska og kemur kunnáttan i henni aö góöum notum i hinu nýja starfi Steves. ■ Steve hefur mikinn áhuga á öllu, sem viðkemur „Villta vestrinu”. A búgaröi sinum hef- ur hann safnað ýmsum hlutum frá þeim góðu gömlu timum, þegar það var og hét. Þessi póstvagn er einn af dýrmætustu safngripunum hans. Mary Poppins fer ur — Emmanuelle fer í ■ Ekki er Julie Andrews fyrr búin aö láta telja sig á aö afklæðast fyrir framan kvikmynda- vélarnar og komast þannig i hinn sistækkandi hóp kvikmyndastjarna, sem ekki halda neinu leyndu varöandi likama sinn fyrir aödáendum sin- um, en frægasta nakta kvikmyndastjarna allra tima, Sylvía Kristel, lýsir þvi yfir aö hún hafi leikið sitt siöasta nektarhlut- verk. Sylvia Kristel ávann sér frægö fyrir leik sinn i Emmanuellemyndunum. Þær uröu alls tvær, vegna vinsælda þeirra, sem aöallega byggðust á þvi, hvaö áhorfendur höföu gaman af aö horfa á unga velskapaða stúlku taka sér hitt og þetta undarlegt fyrir hendur á Evuklæö- unum einam. Nú siöast lék Sylvia aðalhlutverkiö I myndinni Elskhugi laföi Chaittcrley, og var svo sem ekki kappklædd þar heldur. En nú er hún búin aö fá nóg af aö striplast á hvita tjaldinu. — Mér liöur illa, þegar ég er nakin segir hún nú. — Eg er virkilega feimin og hlæyt að hafa gengiö meö kvalalosta þegar ég tók aö mér þessi hlutverk. ■ Nú hafa þær heldur betur skipt um hlutverk Julie Andrews og Sylvia Kristel. Raine var krafta- verkið mitt — segir Spencer lávarður ■ — Hún bjargaöi lifi minu, segir J Spencer lávaröur um konu sina, Raine. ■ Stjúpmóðir Diönu prinsessu af Wales, er litin hornauga i fjölskyldu manns sins. Dætur Spencers lávaröur, Diana þar ekki undanskilin, hafa tæpast skipst á oröum viö hana árum saman og hafa alltaf áskaö hana fyrir aö hafa lagt snörurnar fyrir fööur þeirra. Raine heitir hún og er dóttir hinnar afkasta- miklu Barböru Cartland, sem heldur áfram aö þeysa úr sér róman- tiskum ástarsögum, þó aö komin sé á níræöisaldur. þegar fundum Raine og Spencers lávaröar bar saman, hafði fyrri eigin- kona hans þegar yfirgefiö hann fyrir nokkrum árum, svo aö ásakanir dætranna þykja ekki rétt- mætar. Honum fellur illa afstaöa dætra sinna i garö Raine og ver hana gegn öllum ásökunum. — Ég á Raine lif mitt aö launa, segir hann. Ég á henni einni þaö aö þakka, að ég gat verið viöstaddur brúðkaup Diönu. Fyrir þrem árum fékk faðir Diönu heilablóðfall. Hann segir sjálfur, að læknarnir hafi veriö búnir aö gefa hann upp á bát- inn. — Þeir sögöu aö aðeins kraftaverk gæti komiö i veg fyrir, aö ég gæfi upp öndina. Þá var Raine kraftaverkiö mitt. Viljakraftur hennar gaf mér mitt annað lif, segir lávarðurinn. Raine var óþreytandi að heimsækja mann sinn og ræöa við hann, þar sem hann lá milli heims og helju. Og J þó að hann sýndi þess ekki merki þá heyrði j hann hvaö hún sagöi. - Þegar ég heyrði hana segja: Ég vil ekki missa þig, fékk ég nýjan kraft og eftir þaö fór ég aö hressast , segir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.