Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 „Að þessu hafa virkjunaraðilar unnið með tillitsleysi, frekju og talsverðri kænsku. Það, sem veldur þvi að m ** * ' /"!■ virkjunaraðila hefur eigi tekist að fá [p samninginn undirritaðan er, að nokkrir I af fulltrúum heimamanna eru meira en I meðalmenn að viti og láta eigi setja á sig handjámin”. A Virkjunaraðilar neituðu aö greiöa landbætur með rafmagni. Þeir neituðu að greiða árlega leigu og þeir neituðu aö greiða fyrir landsspjöll ákveðna upphæö en heimamenn sæju um upp- græðslu. Astæðan fyrir þeirri neitun er sennilega sú, aö virkjunaraðili hefur aldrei ætlað að greiða neitt fyrir landið sem undir vatn fer, en koma upp- græöslukostnaðinum sem mest á Landgræðslu rikisins. Við höfum sama rétt og aðrir landsmenn til að fá styrki til uppgræðslu þannig að hér er um fjármálabrellu að ræða. Heimamenn föru fram á stiflugerð við Sandárhöfða eða aö ekki væri búið til nýtt dauðahaf austan við Gilsvatn. Þvi var neitað. Vitanlega áttu heima- menn að sli'ta umræöunni eftir aliar þessar neitanir, en það gerðuþeir ekki. Ein leið var eftir, það var að fara fram á vegi, brýr, girðingar og hesthús áheiðunum. Ollu sliku játuðu virkjunaraðilar hvort sem það kom virkjunar- framkvæmdum viö eða eigi. Samningurinnersérstæðurað þvi leyti aö hann er óhagstæður fyrir báða aðila. Um fátt er samið endanlega nema landeyðingu og nefnda skipun. Nefndirnar eiga að vera tvær, þ.e. 6 manna sam- ráðsnefnd til að spjalla og 5 manna matsnefnd, sem öllu á að ráða. Heimamenn tilnefna tvo i þá nefnd, virkjunaraðilar tvo og hæstiréttur skipar oddamann, sem væntanlega ræður öllu, ef ágreiningur veröur. Engum deilumálum er hægt að skjóta til dómstóla. Athyglisverð viðbót frá fyrri samningi er siðasti kafli 14. greinar, sem hljóðar svo: „Þrátt fyrir ákvæði undanfar- andi málsgreinar skal heimilt að skjóta úrskurðum matsnefndar til yfirmats ef og að þvi leyti sem þeir fjalla um mat á fjárhæðum. Til greiöslu milli virkjunaraðila og heimamanna”. 1 3. lið 13. greinar segir svo um störf matsnefndar: „Matsnefnd skal meta bætur vegna þeirra at- riða sem getið er um i 3, 4, 5, 6, 7, 9, 10 og 11. grein hér að framan, enda visi málsaðilar kröfu um það til nefndarinnar. I greinum þeim sem hér eru taldar upp eru nær öll þau mannvirki þörf og óþörf, sem virkjunaraðili tekur að sér að gera á heiðunum. Þessi mannvirki og viðhald þeirra kosta stórfé. Verulegur hluti þeirra er virkjuninni óviðkom- andi. Má þar t.d. nefna vestan Blöndu, brú á Seyöisá, færslu á Kjalargirðingu, veg úrSvinadal á Kjalveg og fleira. Austan Blöndu er um hliðstæða hluti að ræða. Matsnefnd er skylt aö meta öll þessi mannvirki. Eigi þarf að meta þau ef virkjunaraðili ætlar að greiða þau að öllu leyti. Þaö þarf enga yfirmatsnefnd til að ákveða greiðslu milli heima- manna og virkjunaraöila, ef ann- araðilinná aðgreiða allt. Heima- menn vissu ekki hvað þeir voru aö gera, þegar þeir tindu til alla mögulega hluti, sem átti að gera á heiðunum. Virkjunaraðilar ját- uðu öllu og vissu hvað þeir voru að gera. Þeir höfðu klókan mann til að gera samninginn og borg- uðu honum vel eins og hann átti skilið. Það þarf mikla flónsku til að triía þvi að virkjunaraðilar sem ekki tima að greiða sann- gjarna árlega leigu fyrir þann hluta heiöanna, sem fer undir vatn, fari að greiða stórfé fyrir framkvæmdir sem ekki koma virkjuninni við. Svo mikil flón eru þeir ekki. Samkvæmt samningnum getur matsnefnd ákveðið hvaða framkvæmdir eru vegna virkjunarinnar. Hinn hluta mannvirkjanna getur hún látið sveitarfélögin borgaeða þaðsem liklegra er, ekki framkvæmt þau mannvirki þvf matsnefndirnar ráða öllu, engu er hægt að áfrýja. Ég veit aö virkjunaraðilar neita að minn skilningur á þessu sé réttur þar til búið er að sam- þykkja samninginn. Heimamenn eiga þvi að gera kröfu um aö nefndar greinar verði felldar Ur samningnumen önnur grein setti staðinn, þar sem fram er tekið aö heimamenn þurfi aldrei neitt að borga 1 nefndum mannvirkjum og auk þess gleggri ákvæði um við- hald vega og girðinga meðan virkjunin er starfrækt. Ætli virkjunaraðilihikiekki við og það dragi Ur framkvæmdagleðinni. Verði samningurinn samþykktur eins og hann er nU, ráða mats- nefndirnar öllu. Þær ráða hvað gert er og hver borgar, engu er hægt að breyta þvi samið er um að hlita Urskurði þeirra. 1 mats- nefndinni ræður oddamaður ef ágreiningur verður. 1 yfirnefnd stópar hæstiréttur 3 menn af 5, en sú nefnd virðist aðeins eiga að ákveða hvað hvor aðili á að borga, ef ágreiningur er um það hjá matsnefnd. Skrifi heimamenn undir þennan samning eru þeir búnir að undirrita óútfylltan vixil. Það hefur aldrei þótt viturlegt. En að skrifa undir óUtfylltan og óti'mabundinn vixil er heimska. Mörgum er landeyöingin mikið tilfinningamál. Skilyrði til ræktunar eru betri i Svinavatns- og Torfalækjarhrepp en i flestum öörum sveitum norðanlands og sauðfé er margt i þessum sveit- um. Við getum þvi alls eigi misst allt það land sem gerterráð fyrir að fari undir vatn auk marg- þættra og óviðunandi óþæginda sem þvifylgja aðhafa dauðahöfin tvö. Það þarf annaðhvort að vernda Kolkuflóasvæðið með stiflu við Sandárhöföa eða hafa inntökulónið i Eystra- F -iðmundarvatni og stöðvarhús nálægt Þramarhaug. Lausleg at- hugun hefur verið gerð á þessu eftir kortum. Talið er aö fallhæö minnki um nokkra metra og frá- rennslisgöng lengist ef stöðvar- húsið erstaðsett nálægt Þramar- haug. Tekið er fram, að nákvæma áætlun séekki hægt aö gera nema með athugunum á staönum. Nokkur atriöi vil ég benda á við- víkjandi þessari lauslegu áætlun. Það er hægt að hækka Friömundarvatn meira en gert er ráð fyrir. Sennilega er hægt að staðsetja stöðvarhúsiö nær Blöndu. Það kostar mikið fé að búa til nyrðra dauöahafiö. öflug- an varnargarð þarf að norðan og sennilega varnargarö að vestan frá Heygarösás og suöur á Vatns- ás. Landið austan Gilsvatns er mjög verðmætt, þó illt sé að missa Kolkuflóasvæðið eru enn meiri óþægindi að fá allt vatns- flóðiö noröur að afréttargirðingu, þviþaðermeð öllu óþolandi. Þeg- ar alls er gætt, gætí breytingin orðið til hagsbóta fyrir báða aðila. Virkjunaraðili hefur látið gera áætlun um kostnaö við ráðgerð mannvirki á heiðunum og upp- græðslu, sem raunar er eigi hægt að framkvæma á Auðkúluheiði því ifljpgræðsluhæft land vantar. Kostnaðinn áætla þeir 47-50 milljónir. Eigi veit ég viö hvaöa timabil er miðað en vafalaust verður upphæðin margföld að krónutölu þegar úr framkvæmd- um verður. Ætli það væri ekki viturlegra að lækka kostnaðinn við alla þá vitleysu og eyðileggja dálitið minna af gróðurlendi. Samkvæmt nefndri áætlun er gert ráö fyrir aö uppgræöslan kosti 32 milljónir. Væri ekki hagkvæmara að semja um árlega leigu fyrir það land, sem fer undir vatn og heimamenn sæju um land- græðsluna að svo miklu leyti sem uppgræðsla er hagkvæm og fram- kvæmanleg. Matsnefnd losnaði þá við mikið vafstur og virkjunaraðilar þyrftu eigi að hafa áhyggjur af uppgræðslumál- um, enda eigi þeirra starfssvið. Þetta vildu virkjunaraðilar ekki. Þeir voru ráðnir i þvi frá byrjun að vikja ekki frá virkjunarkosti I og borga ekkert beint til bænda fyrir óþægindi og skaða sem þeir verða fyrir vegna hinna tilbiinu vatna. Enn fremur voru þeir ráðnir I aö binda hendur heima- manna þannig að eftir að þeir höfðu skrifað undir hinn kænlega gerða samning gætu þeir ekkert gert annaö en masað þvi mats- nefndin ræður öllu og oddamaöur ræður úrslitum. Að þessu hafa virkjunaraðilar unnið með tillits- leysi, frekju og talsverðri kænsku. Það sem veldur þvi' að virkjunaraöila hefur eigi tekist að fá samninginn undirritaðan er að nokkrir af fulltrúum heima- manna eru meira en meðalmenn að viti og láta eigi setja á sig handjárnin. ur: átakalitil tónlist og rómantisk eftir þaö sem á undan var gengið. Loks lék trióiö Hómönzu (1981) eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem sömu flytj- endur frumfluttu i Stokkhólmi i sumar. Rómanza þessi virð- ist byrja með langvarandi ragnarökum og heimsendi, en siðan tefla goöin teit i túni og blómin vaxa. Þessi hringur endurtekur sig uns verkinu lýkur. Spilararnir fluttu þetta með ofboðslegum tryllingi, enda hafði flutningurinn þau áhrif á taugakerfi mitt, að ég skalf eins og hrisla lengi á eftir og þurfti súkkulaði með rjóma á Mokka til að jafna mig. Vonandi var það ætlun tónskáldsins að „sverfa ryögaö járn meö ónýtri þjöl”, en var þá nafnið rétt valið? Ekki verður um þaö deilt, að þaö er mikil gróska I tónlist vorri um þessar mundir, enda fara sögur af fólki, sem dregur það i lengstu iög aö fara tii Danmerkur, Bretlands eöa Þýskalands af ótta við menningarlegt fásinni miöað við glauminn hér. Vafalaust er mikiö að gerast i tónlistarlifi þar lika, en liklega er þó hlut- fallslega meiri nýlist hér en viöast hvar annars staðar. Óumdeilanlega eru okkar fremstu hljóöfæraleikarar jafnokar annarra snillinga, og mér hefur sýnst að tónskáldin séu að gera svipaða hluti og starfsbræður þeirra I nálæg- um löndum, enda segir tón- leikaskráin um þessa tónleika: „Manuela, Einar og Þorkell fluttu svipaða efnis- skrá á vegum sænska útvarps- ins i nóvember sl. viö mjög góöar undirtektir. Var það skoðun gagnrýnenda, að hér væru á ferö tónlistarmenn á heimsmælikvaröa”. 3.2. Sigurður Steinþórsson. visnaþáttur „Sumir hafa sex-appíl og sumir hafa þad ekki” Vísnaþáttur ■ Þótt Steinn Steinarr sé kunnur sem einn af brautryðj- endum hins órimaða ljóös, var hann svo hagmæltur að eöli og upplagi, að vart mun ofmælt, að rimið og „stuðlanna þri- skipta grein” hafi verið hon- um svo áleitið, að honum hafi veriö beinlinis erfitt aö yrkja rimlaust. Sjálfur sagði Steinn einhvers staðar, að hann gæti leikandi ort eina ljóðabók á mánuði — ef hann héldi til haga öllum serviettunum, sem hann krotaði á rimaöar at- hugasemdir um lifið og tilver- una á veitingahúsum höfuð- staðarins. En hann eftirlét gengilbeinum útgáfurétt allan á þeim kveðskap og mætti margur maöurinn, sem nú sæmir sig starfsheitinu skáld, taka Stein sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Ein elsta visan, sem ég hef heyrt Steini eignaða, er frá þeim tima, er hann enn gegndi nafninu Aðalsteinn Krist- mundsson. Voru tildrög henn- ar þau, að Steinn, ásamt fleir- um, drap timann i verslun kaupfélagsins i Búöardal, og skipaði Jón Þórðarson, kaup- félagsstjóri honum út. Svaraði „Alli” þá með þessari visu: Ekki mun þitt orðagjálfur ótta vekja i sinni minu. En finnst mér oft að fjandinn sjálfur feli sig i glotti þinu. Næsta er frá vegavinnuár- um Steins á Holtavörðuheiði. Steini mislikaði við mann einn af Suðurnesjum og lét hann hafa þessa: Þó að herrans handaflaustur hafi ei vandað skapnað þinn, negldist á þig nógu traustur nesjamennskusvipurinn. En Suðurnesjamaðurinn reyndist kunna meira fyrir sér, en ætla mátti að óreyndu, og lét hið upprennandi skáld ekki eiga hjá sér: Vel tókst Drottni að gera gripinn. Gleymdist varla nokkur lina. En Dalamanna sauðasvipinn sveið hann inni ásýnd þina. A þeim árum þegar Lækjar- torg var miðpunktur alheims- ins og unga fólkiö „gekk rúnt- inn” til að sýna sig og sjá aðra og átti gjarnan stefnumót und- ir Persilklukkunni, gekk kunningi Steins fram á hann siðla kvölds á Torginu. Dæmin voru flest gengin upp og fólks- mergöin leyst upp i pör, sem hröðuðu ferð sinni i afdrep til að spila „tveggja manna al- kort”, eins og Eirikur frá Brúnum orðaði það — allir nema skáldiö, enda alltaf eitt- hvað oddatölulegt við skáld. Varð skáldinu að orði: Hýsi ég einn mitt hugarvil, hrundir engar þekki. Sumir hafa sex-appil og sumir hafa það ekki. Svipaðs eðlis er visa, sem Steinn kvað i Paris, er hann var þar á ferð skömmu eftir heimsstyrjöldina, svo sem slettan „vis a vis” ber meö sér, en þaö merkir á þarlendra máli „andspænis”. Standa disir vis a vis. Er von að bisum standi. En mér við prisum hugur hrýs, hér i þvisa iandi. Steinn átti ekki upp á pall- borðið hjá útdeilendum skáldalauna, sem svo voru nefnd i þá tið, enda list þá ekki orðin sú höfuðatvinnugrein með þjóö vorri, sem nú er, á þessum siðustu og verstu tim- um. Að lokinni einni slikri út- hlutun komst hann svo að orði: Litinn hlaut ég yndisarð á akri mennta og lista En sáðfail mér i svefni varð á sumardaginn fyrsta og má það heita litil huggun harmi gegn. Steinn mun hafa veriö i hin- um upphaflega hópi „hagyrö- inganna” svokölluðu, sem undir leiðsögn Sveins Asgeirs- sonar leiddu saman hesta sina á „öldum ljósvakans” fyrir uþb. tveimur áratugum, við óskipta athygli þjóðarinnar. Var einn þátturinn tekinn upp á fundi með islenskum stúd- entum i Kaupmannahöfn og kom þá fram þessi fyrripart- ur: Stúdentarnir hér i Höfn hafa seglin rifað Steinn bætti viö: Engin þótt ég nefni nöfn nóg liafa sumir lifað. Helgi Sæmundsson var einn i hópi „hagyröinganna” hans Sveins. Helgi hóf pólitiskan feril sinn i rööum ungra Framsóknarmanna, en komst svo að þeirri niðurstöðu að samvinnustefnan væri að réttu lagi „kálgarður I túni só- sialismans” og gekk til iiðs við Alþýðuflokkinn. Þá orti Leifur Haraldsson, póstmaður (sá er þýddi Strið og frið Tolstojs), til vinar sins Helga: Tii að dreypa á dauða flokkinn dálitiu af skáldamiði, dáðlausasta druliusokkinn drógu þeir úr Timans liði. En Helgi svaraði með þess- ari: Þótt langt sé bilið frá Leifi til manns lifir hann sæll og glaður, þvi langa-langa-Iangafi hans var landskunnur sómamaður. Leifur er annars kunnastur af visunni um „ungu skáldin”. Þannig var að Leifur ásamt mörgum öðrum var i föstu fæði i Ingólfskaffi i kjallara Alþýðuhússins þar sem nú er Óperukjallarinn „Arnarhóll”. Var þá minna boriö i mat og drykk, en allt um það vildu menn hafa mat sinn og engar refjar. Nú bar svo viö eitt sinn aö Leifur verður seinn fyrir til verða'-ins og synja gengilbein- ur honum afgreiðslu, enda soöningin til þurrðar gengin. Vonbrigði sin orðaði Leifur Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. I Ingólfskaffi er ég i fæði án þess að éta það. Að visu hafa spunnist langar og lærðar deiiur um visu þessa i hvert sinn, sem hún hefur á þrykk út gengið, en svona læröi ég hana, og i þessu til- felli hirði ég aldrei, hvað sann- ara reynist. Aö lokum skulu lesendur minntir á að róa vel I fyrir- rúminu og senda framlög sin til þáttarins til undirritaös um póstfangið 465 Bildudalur. Ólafur Hannibalsson, bóndi? Selárdal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.