Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 fcSLSiil tro fréttir Vídeómálin: T uttugu lögbanns- beiðnir ■ Borgarftígetaembættinu i Reykjavik hafa borist tuttugu lögbannsbeiönir á vldeoleigur I Reykjavik og annarsstaðar á landinu. Málið var tekið fyrir hjá borgarftígeta i gær og þd strax féllu tvö málin niður vegna þess að samkomulag tókst á staðnum, en afgreiðslu hinna var frestaö fram á föstudag. Það voru alls ellefu fyrirtæki I Reykjavik sem fariö var fram á lögbannsúrskurö yfir, en tvö utan borgarinnar. Þau eru Laugarásbiö, Háskóla- bióog Regnboginn semfara fram á lögbannsúrskurðina. —Sjtí. Tók út við innsiglinguna í Grindavík ■ Það slys varð i fyrrinótt, þegar netabáturinn örn KE 13 var aö kom a lir róðri, að ungan mann tók út, er sjór reið yfir bátinn aftan- verðan, þar sem tveir menn voru að huga að landfestum. Annar mannanna slapp I skjól, áður en brotið reið yfir og slapp hann naumlega. Björgunarsveitin Þorbjörn leitaði i' gærdag og allt fram til kvölds á f jörum, en leitin bar ekki árangur. Var ætlunin aðhefja leit að nýju nú i morgun. —AM Vatna- skemmdir á vegum ■ Vegaskemmdir hafa orðiö talsverðar á landinu sunnan og vestanverðu af völdum votviðris sem verið hefur undanfarna daga. Vatnaskemmdir urðu tals- verðar i Árnessýslum en þtí hvergi alvarlegar. Vegurinn fyrir Hvalfjörð lokaðist i gærmorgun af völdum aurskriða, en um há- degisbilið var búið að opna hann stærri bi'lum og eftir þvf sem leið á daginn var vegurinn að komast i lag og jafnvel var útlit fyrir að hann yröi fær öllum bilum i gær- kveldi. Vestur á Snæfellsnesi féllu skriður á veginn um ólafsvikur- enni. Vegurinn lokaðist og i gær var ekki fært að hefja ruðning vegna vatnsflóða sem fylgdu skriðufallinu. En vegagerðin ætlar að gera veginn færan um- ferð strax og tök verða á, en þegar hægt verður að byrja þá mun það taka skamman tima. Vegurinn um Búlandshöfða er afar erfiður yfirferðar vegna vatnaskemmda og i gær var hann aðeins fær stærri bilum. Þá féll skriða á veginn milli Grundar- fjarðar og Helgafellssveitar, en þeirri skriðu var rutt af i gær. Svo þar er fært öllum bilum. Vegurinn um Heydal var ófær um tima i gær vegna þess að mik- il vatnsflóð voru á veginum I Hnappadalnum, en þegar liða tók á daginn þá voru flóðin farin að minnka og vegurinn orðinn fær stærri bilum. Viða i Borgarfirði hafa orðið vatnaskemmdir á vegum upp til dala, t.d. á Hvitársiðu, en i gær var unnið að viögerðum á þessu, Vegfarendur eru þó minntir á aö fara varlega, vegna þess að ekki hefur tekist að kanna allar þær vatnaskemmdir sem oröið hafa. -Sjtí. Tólf hurdir brotnar ■ Tólf hurðir voru brotnarmeira og minna i innbroti sem framið var i húsinu við Skipholt 70 i Reykjavik i fyrrinótt. 1 húsinu eru skrifstofur átta iðnaðarmannafélaga og fóru inn- brotsmennimir á allar skrifstof- urnar. Engu var stolið i innbrot- inu. ■ t slagviðrinu i gærmorgun varð vatnselgurinn fborginni geysimikili viða. Flæddi vatn sums staðar inn I kjallara húsa, og hér vinna starfs- menn einmitt aö þviað dæia vatni úr kjallara Feliaskóla I Breiðholti, en þangaö inn flæddi talsvert vatnsmagn. Tfmamynd — Róbert. „SNJÓKÓFIÐ VAR EINS ÞÉTTOG HVEITIRYK” — segir Þorsteinn Sigurdsson, lögregluþjónn á Patreksfirdi, ® „Snjókófið var eins þétt og hveitiryk og hefðum við runnið einu hænufcti nær vegarbrúninni hefðum við oltið heilmargar veltur niður hliðina þarna, sem er snarbrött, einir tvö hundruð til tvöhundruð og fimmtiu metrar,” sagði Þorsteinn Sigurðsson, lög- regluþjónn á Patrcksfiröi, en hann lentil snjóflóöi, þegar hann var að koma Ur sjúkraflutningum frá Barðaströnd á sjúkrabfl staðarins. Þessiatburðurgerðistum kl. 16 sl. þriðjudag, þegar tveir lög- regluþjónar frá Patreksfirði ftíru suður á Barðaströnd, til þess að sækja tvo sjúklinga. Gekk allt snurðulaust á suðurleið, en þegar þeir voru á leið til Patreksf jarðar að nýju féll snjóflóð á bilinn. „Við vorum staddir við svo- nefndan Neðsta-Sneiðing á Kleifarheiði, um 15 km. frá Patreksfirði þegar þetta gerðist. Þetta var eins og byssuskot. Ég var á hægri ferð niður heiðina þegar snjórinn tók aö þyrlast allt i kring um bilinn. Hann virtist takast á loftogflautalveg fram á blákantinn á veginum. Ef við hefðum fariö fram af er enginn vafi á að það hefði kostað okkur öll lífið. Það haföi rignt og snjór- inn því talsvert blautur og var eins og steypa, þegar við kom- umst út. Ég þorði ekki að hreyfa bilinn, vegna þess hve tæpt hann stóð. Við kölluðum á mjólkurbil, sem var ekki langt undan og hann dró okkur út úr þessu, svo líklega hefur þetta verið um klukku- stundar töf.” Þorsteinn sagði aö sem betur fer heföu sjúklingarnir ekki verið mjög veikir og hefði þeim ekki orðið meintaf og enn mun sjúkra- blllin sem er nýr Chevrolet, hafa sloppið óskemmdur. —AM Hagnaður Útvegsbank- ans yfir 24 milljónir ■ Hagnaður Útvegsbankans á siðasta ári nam 24,2 milljónum króna á árinu 1981, þegar búið var að afskrifa 2,3 milljónir kr. af eignum bankans. Innlán bankans höfðu aukist um 215,7 milljónir króna á árinu, eða 56% og námu i árslok 601,3 milljónum. Útlán jukust um 179,8 milljónir eða 45,1% og námu 578,8 milljónum i árslok, þar af voru 46,5% lán til sjávarútvegs. Af fyrrnefndum 24,2 millj. kr. hagnaði var 16,3 m ráðstafað i varasjóð, 5 m. i eftirlaunasjóð starfsmanna og 2,8 m. i húsbygg- ingasjóð. Bankinn greiddi 7,5 milljónir kr. i skatt af gjaldeyris- verslun á árinu. Eigið fé bankans jókst um 91,8 millj. kr. á árinu, að meðtöldu 50 millj. króna láni sem rikissjóöur sér um að endurgreiða á næstu 12 árum. —HEI DIESEL 1982 SJÁLFSKIPTIB - BEINSKIPTIR Beinskiptir: Verö.....kr. 237.140,00 Verð til leigubílstjóra kr. 173.740,00 Sjálfskiptir: Verö....kr. 245.310,00 Verð til leigubílstjóra kr. 179.700,00 DATSUN 280C Datsun €« umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi við Sogaveg • Sími 33560 —Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.