Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 stuttar fréttir borgarmál Kaupfélagið Fram á Neskaupstað. Kaupfélagid Fram 70 ára ■ Kaupfélagiö Fram I Neskaupstað heldur upp á 70 ára afmæli sitt um þessar mundir. Af þvi tilefni hefur viðskiptavinum félagsins verið veittur 10% afsláttur af öllu vöruverði og stendur það til 19. febrúar. Daginn eftir, laugardaginn 20. febrúar hefur félagið „opið hús” i Egilsbúö þar sem öllum ibúum á félagssvæðinu er boðið að þiggja veitingar. A stofnfundi félagsins sem haldinn var 9. febrúar 1912 að Strönd i Neskaupstaö voru kosnir i fyrstu stjórn þess: Jón Jónsson á Ormstöðum, Vilhjál mur Stefánsson Hátúni og Friðrik Jónsson Strönd. Fram < il ársins 1925 var félagið rekið sem pöntunarfélag.enþað áropnaði það siðan sina fyrstu sölubúð. NU rekur félagið 5 verslanir, mjólkurstöð, sláturhús, brauögerö og skipaafgreiöslu, auk umboða fyrir Samvinnu- tryggingar og Oliufélagiö h.f. Félaginu hefur haldist mjög vel á kaupfélagsstjórum gegn- um árin, en þeir hafa aðeins verið fjórir frá upphafi: Friðrik Jónsson frá 19 12-1924, Helgi Pálsson frá 1924-1937, Guðröður Jónsson frá 1937- 1948 og Gisli Haraldsson frá 1948 til þessa dags. Núverandi stjórn skipa þeir: Eyþór Þóröarson, Jón Bjarnason, Friðrik Vilhjálmsson, Hákon Guðröðarson og Ragnar Sigurðsson. Um :í()0 félagsmenn Aö sögn Gisla kaupfélags- stjóra, eru félagsmenn nú um 300. Starfsmenn eru nú 54 fast- ráðnir, én ef sláturtiðin er tekin meö eru milli 70 og 80 manns á launaskrá hjá félag- inu. Hann kvað áætlað aö kaupfélagið sé meðum 80-90% af versluninni á staðnum. Af- komu félagsins sagði Gisli hafa verið nokkuð góða undanfarin ár. Spurður um viðgang félags- ins sagði Gisli alla ti'ö hafa verið reynt að bæta einhver ju við árlega og svo yröi vonandi framvegis. ,,A þessu ári höfum við tekið i notkun njíja brauögerö, þ.e. i gamla húsinu sem stækkað hefir verið um helming og keyptar nýjar vélar. Þetta eykur afköstur um 2/3. Einnig er áætlaö að endurbætur fari fram á mjólkurstöðinni á þessu ári”. En er ekki erfitt að bjóða upp á mikið vöruúrval á svo litlum stað? „Það sem erfiðast er i' rekstri verslan- anna er það sem við köllum birgðaþyngsli. Við verðum aö liggja meö mikiö af bsirgöum og reyna að hafa breiöan lager, þannig að hægt sé að bjóða upp á sem flest. Af þvi leiðir aö við getum kannski ekki verið nógu nákvæmir i hverjum vöruflokki. En á svo þröngu markaðssvæði sem hér — okkar félagssvæði er um 2.000 manns — þá verður veltuhraöinn mjög hægur og fjármagnskostnaöur þvi mjög mikill. Mikill f lutnings- kostpaður Það sem aftur á móti bitnar mest á neytendunum er mikill flutningskostnaður. Með skipi er hann um 50 aurar á hvert kiló, með bilum um 95 aurar og með flugvélum að jafnaði um 1.30 krónur. Og ekki nóg með það, heldur verður fólk lika að borga söluskatt af þessum flutningskostnaði, sem ég tel gifurlegt óréttlæti fyrir fólkið úti á landsbyggö- inni, og þvimikið réttlætismál aö hann verði felldur niöur.” sagði Gisli. Þágathannþesss að itilefni af afmælinu sé áætlað að gefa út vandaða ársskýrslu með ágripi af sögu félagsins fyrir aöalfund félagsins i vor auk þess sem þá standi til að eitt- hvað fleira verði gert til hátiðabrigða. —HEl Aðeins einu sinni rafmagns- laust í vetur ‘ MÝRDALUR: ,,Við höfum litið að kvarta undan raf- magnsmálunum he'rna i vctur. Það var einu sinni sem raf- magniö fór hérna, í um hálfan sólarhring, en annars hefur þetta verið bara gott i vetur”, sagði Björgvin Salómonsson, oddviti er Tíminn spuröi hvort rafmagnstruflanir hafi mikið bitnað á Skaftfellingum undanfarna mánuði. Björgvin sagöi nú hafa veriö lagöa nýja linu austur undir Pétursey, og þetta hafi verið allt annaö siöan hún var tekin i notkun. Næsti áfangi þessarar linu veröur til Vikur. Að sögn Björgvins hefur veturinn verið snjóléttur það sem af er, boriö saman við i fyrra. Hinsvegar hafi komið óvenju langur frostakafli fyrir áramótin, þannig að búast megi við töluverðu frosti i jörð, þótt eitthvað hafi það væntanlega minnkaö i vot- viðrinu að undanförnu. —HEI KRON-búð f Furugrund KÓPAVOGUR: KRON hefur fengið vilyröi fyrir lóð undir hverfisverslun viö Furugrund i Kópavogi, niöri i Fossvogs- dalnum. Ekki mun þó endan- lega ákveöið i félaginu hvern- ig að framkvæmdum verður staöið, en veriö er aö huga að undirbúningi fyrir byggingu verslunarhúss á þessum stað. HEI Hvernig er glundrodakenningin í framkvæmd í borgarráði? ÍHALDIÐ ÞREFALT OFTAR ÓSAMMÁLA EN MEIRIHLUTINN ■ Fyrir siðustu borgarstjórnar- kosningar i Reykjavik, og reynd- ar svo lengi sem elstu menn muna, lagði Sjálfstæðisflokkurinn ekki höfuðáherslu á eigið ágæti við stjórn höfuöborgarinnar i sinni kosningabaráttu heldur hitt, að ef þáverandi minnihluti sem samanstóð af þremur stjórn- málaflokkum næði völdum, þá myndi hann stjórna enn verr en ihaldið. Eftir að Sjálfstæðisflokk- urinn hafði kallaö „úlfur, úlfur” um áratuga skeiö hættu kjósend- ur að taka mark á honum, og þvi féll meirihlutinn. Undanfarin fjögur ár hefur reyntá það hvort glundroðakenn- ing sjálfstæðismanna átti við rök að styðjast. Sjállstæðismenn telja sig hafa íengið lögfullar sannanir fyrir þvi að hún blómstri, og hugsa nú gott til glóðarinnar við borgarstjórnarkosningarnar eftir þrjá mánuði. Forsvarsmenn meirihlutans eru á öðru máli. Þeir viðurkenna þó sem rétt er að ákvarðanataka er þyngri i vöfum þegar þrir aðilar þurfa að koma sér saman um stjórn borgarinn- ar, heldur en þegar einræðisfyrir- komulag fyrrverandi meirihluta var við lýði. Hins vegar visa þeir á bug fullyrðingum um ósættan- lega sundurþykkju. Það er i þessu máli, eins og mörgum fleirum á vettvangi stjórnmálanna, að hér stendur staðhæfing gegn staðhæfingu. Annar aðilinn segir að glundroða- kenningin hafi sannað sig i fram- kvæmd, en hinn aðilinn andmæl- ir. Ákveðnar og óumdáildar stað- reyndir liggja þó á borðinu, sem menn verða að sætta sig við, hvar svo sem þeir standa i flokki. Ein er sú að meirihlutinn kom sér saman um samstarf i upphafi kjörtimabilsins, og ekkert bendir til annars en það haldi út til enda þess. Ýmsar staðreyndir eru einnig borðliggjandi i fundar- gerðum hinna ýmsu stofnana og ráða borgarinnar um tilvist eða tilvistarleysi glundroðakenn- ingarinnar. Undirritaður tók sig til einn daginn i vikunni og fletti i gegn- um aílarfundargerðir borgarráðs siðast liöiö ár, til að kanna hvernig þessi mál stæðu á þeim bæ. Niðurstaðan kom i sjálfu sér ekki á óvart fyrir þann sem fylg- ist með borgarmálum frá degi til dags.en þó voru áherslurnar öllu meiri og fleiri en ég hafði gert ráð fyrir i upphafi. A árinu 1981 voru haldnir sjötiu og fimm fundir i borgarráði. Borgarráð er fimm manna klúbb- ur helstu stjórnmálamanna borgarinnar, en auk þess hafa þar seturétt án atkvæðisréttar, æðstu embættismenn Reykjavikurborg- ar. Oll mál sem á einhvern hátt tengjast Reykjavikurborg koma inn á borð borgarráðs, og þar er málum oftast endanlega ráðið, þó auðvitað geti borgarstjórn alltaf haft siðasta orðiö. 1 borgarráði sitja fyrir hönd meirihlutans: Kristján Benediktsson, Fram- sóknarflokki, Björgvin Guð- mundsson, Alþyðuflokki, (þ.e. ár- ið 1981, nú situr Sjöfn Sigur- björnsdóttir fyrir Alþýðuflokk i borgarráði), og Sigurjón Péturs- son, Alþýðubandalagi. Davið Oddsson og Albert Guðmundsson sitja fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins i borgarráði. Á þessum sjötiu og fimm fund- um sem haldnir voru i borgarráði árið 1981 voru tekin fyrir 2252 mál. Ókunnugir standa e.t.v. i þeirri trú að meirihluti og minni- hluti standi i endalausu karpi um hvert einasta mál, en þvi fer fjarri. Aðeins fjörutiu og niu ágreiningsmál, þ.e. þau mál sem ekki eru samþykkt samhljóða, komu á borð borgarráðs á þvi herrans ári 1981. Lætur það nærri að vera um 2% allra þeirra mála sem tekin eru fyrir af samkund- Tafla I: Árið 1981 eru haldnir 75 fundir i borgarráði Reykjavíkur. Tekin eru fyrir 2252 mál: Afgreidd Afgreidd með samhljóða ágreiningi 2203 49 Tafla II: Afgreiðsla ágreiningsmála: Venjuleg skipting milli minnihluta og meirihluta: Meirihluti klofnar Minnihluti klofnar Vafamál 10 8 28 3 H Albert Guðmundsson og Davíö Oddsson eru rúmlega þrisvar sinn- um oftar ósammála en fulltrúar meirihlutans i borgarráði | Oddvitar meirihlutans, og fulltrúar hans I borgarráði unni. Þaö fer þvi ekki mikið fyrir ófriðnum á þvi heimili þegar heildstætt er litið á. Athyglisverðast er hins vegar að kanna hvernig háttað er af- greiðslu ágreiningsmálanna. Af þessum fjörutiu og niu málum, þá eru aðeins tiu þeirra afgreidd með eðlilegum ágreiningi milli meirihluta og minnihluta. Ekki reyndist unnt að skilgreina hvernig ágreiningi var háttað i þremur málum, þar sem ná- kvæmni skortir i bókanir. Hins vegar reyndist meirihlutinn hafa klofnað i átta málum. Mál sem fulltrúar minnihlutans höfðu ekki orðið samstiga i urðu aftur á móti ekki færri en tuttugu og átta. Kærleiksheimili fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins i borgarráði er þvi ekki íyrirferðarmikið, og er sjálfsagt byggt úr gleri. Ekki er þvi óeðlilegt, þegar fyrrnefndar staðreyndir liggja fyrir, þótt ein- hverjum verði hugsað til snöru i hengds manns húsi þegar Albert Guðmundsson, en þó aðallega Davið Oddsson, hefja upp raust sina og útlista i hverju glundroða- kenningin felst. Þess ber þó að geta að einstaka sinnum er málum visað sam- hljóða til borgarstjórnar, sem vit- að er fyrirfram að mikill ágrein- ingur er um. Einnig má vera að menn nenni ekki alltaf að greiða atkvæði á móti málum i borgar- ráði, þegar fyrir liggur öruggur meirihluti. Hvað sem öðru liður þá breytir þetta ekki niðurstöð- unni. Tölurnar tala sinu máli. í langflestum tilfellum er það Albert Guðmundsson sem einn myndar minnihluta, andspænis flokksbróður sinum Davið Odds- syni og fulltrúum meirihlutans i borgarráði önnur útgáfa er sú að meirihlutinn standi saman, en Al- bert sé á móti, og Davið sitji hjá. Með hjásetu sinni er Davið þann- ig oft að gefa þegjandi samþykki fyrir máli, án þess þó að stuða Al- bert beint. 1 þessum átta ágrein- ingsmálum innan meirihluta borgarráðs árið 1981, er það fyrst og fremst Sigurjón Pétursson sem verður undir og myndar einn minnihluta, gegn samstarfs- mönnum sinum, og oftast fulltrú- um Sjállstæðisflokksins. Það fer þvi ekki mikið fyrir ofriki Alþýðu- bandalagsins. Kristinn Hallgrimsson, blaðamaður skrifar:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.