Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 7 erlent yfirlit ■ Weinberger og Hussein í konungshöllinni i Amman Nálgast Hussein Sovétríkin? Misheppnad ferdalag Weinbergers ■ SIÐAN herlög tóku gildi i' Pól- landi, hefur athygli fjölmiöla á Vesturlöndum beinzt meira aB málefnum Póllands en nokkru fréttaefni öðru. OBru máli gegnir um lönd þriðja heimsins. Þar þykja atburBimir i E1 Salvador meiri tiBindum sæta, enda til- heyrir E1 Salvador þriBja heimin- um. Um siBustu helgi varB nokkur breyting á þessu. Þá beindist at- hyglin einna mest aB för Caspars Weinberger varnarmálaráöherra til Arabalanda. Um skeiö benti sitthvaö til.aB för hans gætiborið þann árangur, aB Jórdania nálgaðist samstarf við Bandarik- in og þaB gæti leitt til þess, aB Jórdania hjálpaði til að auBvelda samninga Egypta og Israels- manna. Ýmsir fréttaskýrendur hafa haldið þvi fram, aB ísraelsmenn og Egyptar þyrftu aB fá Jórdani sem þriBja aBila aB viBræBum þeirra, þvi að hugsanlegt væri að leysa mál vesturbakkans svo- nefnda meB þvi aB tengja hann Jórdaniu á einhvern hátt. Vestur- bakkinn tilheyrBi Jórdaniu áður en tsraelsmenn hert(Scu hann. Hussein konungur Jórdaniu hefur i seinni tið verið fráhverfur þeirrihugmynd aB vesturbakkinn tengdist Jórdani'u á ný, nema þaB gerBist i fullri samvinnu viB Frelsishrey fingu Palestinu- manna og önnur Arabariki. Samt hafa Bandarikjamenn og Egyptar ekki viljað gefa von um þetta alveg upp á bátinn. Þetta hefur m.a. byggzt á þvi að áBur fyrr hafBi Jórdania nánari sam- vinnu viB Bandarikin en önnur Arabariki. Þessi tengsl rofnuöu hins vegar að mestu eftir aB þær viBræBur hófustsem kenndar eru viB Camp David. Jórdania gekk þá i sveit með þeim Arabarikjum, sem snerust gegn þessum viBræBum. SiBan hefur sambúB Jórdaniu og Bandarikjanna fariB kólnandi og Jórdania ekki fengiB vopn frá Bandarfkjunum eins og áður. Þetta hefur m.a. leitt til þess, aB Jórdanir sömdu á slðastliðnu ári viB Rússa um aB kaupa af þeim vopn aðallega til loftvarna. ÞESSI vopnakaup bar verulega á góma, þegar Hussein konungur heimsótti Reagan á siBastl. hausti. Reagan reyndi þá aB fá Hussein til aB hætta við þau en fékk afsvar. Tilgangurinn með áBurgreindu ferBalagi Weinbergers til Araba- landa varsá aB ná einhvers konar samvinnu viB þau um hernaBar- mál. Weinberger heimsótti Oman og Saudi-Arabiu, auk Jórdaniu. I Oman fékk Weinberger góðar móttökur, enda hefur soldáninn þar áður fallizt á aB leyfa Banda- rikjunum herstöBvar I landinu. Hins vegar mun Weinberger hafa fengiB dræmar undirtektir I Saudi-Arabiu. Þó samdist um að rikin settu á fót samvinnunefnd um hernaðarmál, en ekki fylgdu þvi neinar skuldbindingar og þyk- ir þvi, aB hér sé i raun ekki um annað en formsatriði aB ræBa. Mest athygli beindist aB heim- sókn Weinbergers til Jórdaniu af ástæBum,sem áBur eru greindar. Þessi athygli jókst um allan helming, þegar þaB spurðist, aB Weinberger hefBi boBið, aB Bandarikin seldu Jórdaniu vopn, ef þess væri óskaB. Hussein er sagBur hafa tekiB þessu heldur vel, en hann myndi þóekki bera slika ósk fram, nema hann hefBi þaB tryggt áBur, aB hún yrði samþykkt. Weinbergermun hafaheitiB þvi aB hann skyldi mæla meB þessu viB stjórnina þegar hann kæmi heim til Washington. STJÓRN Israels hafBi hálft I hvoru gert sér vonir um, aB Wein- berger myndi ekki fara framhjá Israel i för sinni til áðurnefndra Arabalanda, enda þótt það hefBi ekki veriB ákveBið i' upphafi. Eðli- legt væri, að hann kæmi þar viB i heimleiBinni. Þegar ljóst var, að ekki yrBi úr slikri viBkomu hans og þærfréttir bættust viB, aB hann hefði boBiB Jórdaniu vopn, hófst I tsrael ein- hver mesta mótmælahreyfing, sem sögur fara af. Begin stóö ekki lengur meB tæpan meirihluta á þingi, heldur sameinuðust allir flokkar um aB mótmæla slfkum fyrirætlunum af hálfu Bandarikjanna. 1 Bandankjunum létu GyBingar i ljós fyllstu andstöðu við vopna- söiu til Jórdaniu. Eins og oft áður, lét Banda- rikjastjórn undan siga slikri áróBursherferB af hálfu Israels- manna. Reagan forsetihefur lýst yfir opinberlega, aB ekkert verBi úr vopnasölu til Jórdaniu og Bandarikin muni halda allar hernaöarlegar skuldbindingar sinar viB Israel. Það mun þvi verBa minna en enginn árangur af ferö Weinberg- ers til Arabalanda, þar sem hún hefur orðið til, að Bandarikin endurtóku enn einu sinni stuðning sinn viö Israel. Þá geta þessir atburðir hæg- lega orðið til þess, að Jórdania auki samskiptin viö Sovétrikin og fáienn meirivopn þaðan en hing- að til hefur veriB samiö um. Við þetta myndu áhrif Rússa styrkj- ast i' þessum heimshluta. Þá velta fréttaskýrendur fyrir sér,hvaða áhrif þetta munihafa á Israelsstjórn. Kunnugt er, aö Sharon varnarmálaráðherra hef- ur lagt til, að ráðizt verði á stöövar PLO I Libanon. Begin hefurhingaö tillagztgegn þvi.En telur hann sig ekki standa betur að vigi eftir þessa nýju yfir- lýsingu um hollustu Bandarikj- anna? Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Nkomo rekinn úr ríkisstjórn Zimbabwe ■ Forsætisráðherra Zimb- abwe, Robert Mugabe rak i gær Joshua Nkomo og fjóra flokksbræður hans úr rfkis- stjórn sinni, en Mugabe hefur ásakaö flokk Nkomo ZAPU- flokkinn um að brugga laun- ráð gegn rikisstjórn sinni, eftir að talsvert magn vopna fannst á stöðum sem tilheyra ZAPU-flokknum. Samstarfi flokkanna er þvi lokið i rikisstjórn Zimhabwe, og hyggst Mugabe ásamt flokksbræörum sinum, stjórna landinu einn i framtiðinni. Mugabe sagði aö visu þegar hann rak Nkomo aö það væri undir flokksbræörum Nkomo komið hvort þeir yrðu áfram i rlkisstjórninni eöa ekki, en taliö er öruggt að þeir muni fylgja foringja sinum, Nkomo. Nkomohefur harðneitað þvi aö vopnabirgöir þær sem fundust á afskekktum býlum sem eru i' eigu ZAPU-flokks- ins, hafi veriö þar með hans vitneskju og hefur hann látið að þvi liggja aö þetta hafi verið bragö undirbúið af Mugabe og mönnum hans til þess aB koma höggi á sig og sinn flokk. Stjórnvöld i Zimbabwe yfir- tóku i fyrradag 11 fyrirtæki I eigu flokks Nkomo, sem and- svar viö vopnafundinum, og Mugabe sagði i gær aö til frek- ari aðgerða yrði gripið gegn þeim sem földu vopnin, en hann greindi ekki frekar frá þvi hverjir þaö væru. Opinber rannsókn á dauða s.-afrísks verkalýðsleiðtoga ■ Dómsmálaráöherra Afriku sagði i' gær að opinber rann- sókn myndi fara fram á dauða dr. Neil Aggit, hvita verka- lýðsleiðtogans, sem fannstlát- inn i klefa sinum fyrir 12 dög- um siðan. Dr. Aggit var verk- lýðsleiðtogi þeldökkra i SuBur- Afríku, og haföi honum verið haldið föngnum af afrisku lög- reglunni itvo mánuði, án þess aB nokkur kæra væri lögð fram. AkvörBun dómsmálaráö- herrans hemur i fjölmargra ásakana suöur-afriskra verkamanna aö leiðtogi þeirra hafi veriB barinn og kvalinná alla lund af lögreglunni, á meöan hann var i fangelsi. Suöur-afriska lögreglan hefur haldið þvi fram frá því hann fannst látinn i klefa sinum aö hann hafi framiö sjálfsmorö. Hreinsunar- adgerdir í Póllandi ■ Pólsk stjórnvöld hafa sagt að mikiB hafiverið um það að brotiö hafi veriB gegn herlög- unum IPóllandiuppá slðkast- ið. Var frá þvi greint i gær, aö stjórnvöld hefðu skipulagt miklar aðgerðir öryggissveita i Póllandi, til þess aö kanna hversu vel herlögunum væri hlýtt af pólskum borgurum. Sögðu yfirvöldin að á tveggja daga timabili i siðustu viku heföu næstum 150 þúsund Pólverjar gert sig seka um að brjóta á einhvern hátt gegn herlögunum. Flestir þeirra fengu aðeins áminningu, en 3500 voru færðir til lögreglu- stöðva, og enn er ekki ljóst hvort þeir eru enn I haldi, eða hefur verið sleppt. Pólska fréttastofan greindi frá þvi i gær að i rannsókn öryggissveitanna heföi m.a. verið farið i verslanir, farar- tæki veriö stöðvuð, vegfar- endur yfirheyrðir, ibúðir rannsakaðar, og farþegar á járnbrautarstöðvum teknir til yfirheyrslu. Þessar aðgerðir pólskra stjórnvalda hafa verið harð- lega fordæmdar af vestrænum sendifulltrúum á öryggisráð- stefnunni i Madrid, og þá eink- um af sendifulltrúum Banda- rikjanna, en formaður sendi- nefndar þeirra sagði i gær að jjessar fregnir væru mjög svo hörmulegar og þær sýndu ljós- lega að hernaðarleg yfirvöld i Póllandi væru i beinni and- stöðu við póslku þjóðina. VESTUR-ÞÝSKALAND: Stjórnvöld I Vestur-Þýskalandi hafa nú takmarkað ferðafrelsi sovéskra diplómata, til þess að láta I ljósi andstöðu sina við setningu herlaganna i Póllandi. Auk þess hafa stjórnvöld I Vestur-Þýskalandi takmarkað á ýmsan hátt opinbersamskiptiVestur-Þjóðverja og Sovétmanna, ss. með þvi að aflýsa eöa seinka ýmsum samvinnuviðræðum sem ráðgerðar höföu verið á næstunni. JAPAN: Japönsk stjómvöld hafa nú tilkynnt pólskum diplómöt- um I Tokyo að ferðafrelsi þeirra hafi verið takmarkað. Segja stjórnvöld i' Japan að skýringin á þessari ákvöröún sé einfald- lega sú að hún sé andsvar við skerðingu i feröafrelsi erlendra diplómata i Varsjá. BANDARÍKIN: Bankavextir i Bandarikjunum hækkuðu enn i gær, og nam hækkunin hálfu prósentustigi, þannig að vaxtapró- sentan nemur nú 17 prósentum. Reiknað er með þvl að vextir verðihækkaðir um hálft prósentustig I viðbót innan skamms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.