Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 aldarafmæli samvinnuhrevfin&arinnar á íslandi „Rekstur Kaupfé- lagsins veltur mest á fólkinu sjálfu,” segir Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri á Húsavík ■ Samvinnufélögin á Islandi rekja uppruna sinn aftur til seinni hluta síðustu aIdar, þegar fór að rofa til í verslunarmálum islendinga eftir langa áþján erlendra einokunarkaupmanna og verslunin á ný tók að færast á innlendar hendur. Þá hreyfingu sem að baki þessum félögum lá, má reyndar rekja allar götur aftur til síðari hluta átjándu aldar, en þá varð talsverð vakning hér á landi í almennum þjóð- málum. Upplýsingastefnan var þá áhrifamikil i landinu, og leiðtogar hennar hvöttu þjóðina ákaft til að rísa upp, rétta úr kútnum og brjóta sér leið til betri lífskjara. I ritum og skáldskap þessara tíma er að finna margvíslega hvatningu og örvun, og einnig bein heilræði varðandi endurbætur á búskaparháttum. Kröfurnar um innlent þinghald og síðar sjálfstæði þjóðarinnar er upphófust hér fyrir alvöru í kringum 1830, urðu vitaskuld einnig til að ýta undir það, að menn tækju sig saman um að leita endurbóta í verslunarmálum. Með réttu var litið á þau sem einn mikilvægasta þáttinn í baráttu þjóöarinnar fyrir lífvænlegum afkomumöguleikum í landi sínu, og fyrir aðstöðu til að geta staðið á eigin fótum og ráðið málum sínum sjálf til lykta. Elsta kaupfélagið innan Sambands islenskra samvinnu- félaga er Kaupfélag Þingeyinga á Húsavik, þaö verður einmitt hundraö ára nú 20. febrúar og af þvi tilefni sneri Timinn sér til Hreiöars Karlssonar, kaup- félagsstjóra þar nyröpa. Fyrst var hann sjiuröur um upphafiö. ,,A þeim tima sem Kaupfélag Þingeyinga var stofnaö var mikiö hallæri hér á landi, kannski eitt mesta hallæri i sögu þjóöarinnar. Hér voru erfiö lifsskilyröi og jafn- vel fólksflótti til Ameriku. Nauö- synin til aö gera eitthvaö til úr- bóta var þvi brennandi. Verslunin var aö mestu leyti dönsk, alla- vega hér i Þingeyjarsýslum. Hún var fólki mjög óhagstæö, verö- lagiö var hærra en þaö þurfti aö vera. Menn töldu þvi aö raunhæf- asta kjarabótin væri aö bæta verslunarkjörin. En þaö stærsta sem áunnist hefur er Samvinnu- hreyfingin. Sauðasala til Bretlands „Þaö var raunverulega sauöa- salan til Bretlands sem geröi bændum kleift aö hefja versl- unarrekstur.” — Sauöasalan? „Bændurnir seldu sauöi til Bretlands og fengu vörur þaöan i staöinn og komust þannig fram- hjá dönsku versluninni, og fengu lausafé.” — Hverjir komu viö sögu? öörum fremur? „Eftir þvi sem ég kemst næst, þá voru þaö býsna margir sem komu viö sögu. Aö visu eru lang- oftast nefnd nöfn þeirra Jakobs Hálfdánarsonar á Grimsstööum, Benedikts Jónssonar á Auönum, Benedikts Kristjánssonar i Múla og þeirra Gautlandafeöga Péturs og Jóns. En á þvi leikur enginn vafi aö þaö var mikill fjöldi manna sem tók þátt i stofnuninni, þótt þeir veröi ekki nafngreindir. Þaö var talsvert mikil félagsleg vakning oröin áöur og menn þvi orönir vanir félagslegu starfi gegnum búnaöarfélög og fleiri samtök i héraöinu.” — Vikjum þá aftur aö ástand- inu sem rikti i verslunarmálum. „Þaö er jú þekkt saga aö þaö ■ Hreiöar Karlsson, kaupfélags- stjóri á Húsavik. sem mönnum fannst fyrst og fremst vera aö dönsku verslun- inni, var aö hún gaf litiö fyrir inn- lenda framleiöslu og seldi erlenda vöru dýrt. Allavega var þaö álit manna og ég held aö þaö hafi ekki veriö hrakiö, þvi meö tilkomu kaupfélagsins batnaöi ástandiö mjög fljótlega. Viöskiptin uröu bein og varan kom milliliöalaust til landsins frá Bretlandi. Þaö var áöur búiö aö gera tilraunir til aö reka verslun beint frá tslandi til annarra landa, t.d. var Gránu- félagiö stofnaö áriö 1869, og af þvi gátu forvigsismenn kaupfélags- ins talsvert lært. Menn komust sem sagt aö þvi aö þaö var ekki nein sjálfsögö nauösyn aö versla viö dönsku kaupmennina.” — Hvað hefur áunnist á þessum langa tima? „Þetta er nú stór spurning.Og til þess aö svara henni þyrfti helst að skrifa heila bók. Þvi á þessum tima hafa oröið geysilegar fram- farir I landinu. En ég býst viö aö þaö sé alveg óhætt aö segja aö kaupfélagiö hafi komiö þar mikiö viö sögu. Þaö hefur sennilega komið viö sögu allra heimila hér i þessu héraöi á einhvern hátt á þessum tima, hvort heldur þaö er nú viö byggingar og aðrar fram- kvæmdir, eöa bara viö útvegun daglegra nauösynja. Auk þess hefur þaö átt beinan og óbeinan atbeina aö ýmsum framkvæmd- um hér i héraðinu. Jafnvel i óvenjulegum hlutum, t.d. stóð þaö einu sinni fyrir foröagæslu.” — Forðagæslu? „Þaö var eftirlit meö fóöur- birgöum bænda. Þaö hefði ekki orðið þróun þótt ekki heföi oröiö til kaupfélag. En þaö er vist að það hefur flýtt fyrir og jafnan verið kjölfesta. Kjölfesta i þróun- inni sem hefur átt sér stað, þvi aö sá árangur sem næst af starfi kaupfélaga, hann veröur ekki fluttur burtu. Þau verða kyrr i sinu héraöi.” — Kaupfélögunum hefur verið legiö á hálsi fyrir einokun? „Jú. Rétt er þaö, þetta einokunarhjal hefur heyrst og er oröið nokkuö gamalt. En ég held aö raunin sé sú að þaö sé oftast komiö frá þeim sem ekki vilja vita mikiö um kaupfélög. Þaö er eins meö kaupfélögin og önnur fyrirtæki sem stunda verslun, aö þaö er enginn skyldugur til að versla viö þau. Svo þaö er tóm vitleysa aö tala um einokun. Ef kaupfélagiö gengur vel og þaö verður stórt þá vilja sumir halda þvi fram að þaö stundi einokun. En ef kaupmannsverslun gengur vel og stækkar, þá kalla sömu menn þaö gjarnan eölilega af- leiöingu af frjálsri samkepppni. Þannig aö kaupfélögin njóta ekki sanngirni i þessum samanburði.” — En nú eru kaupfélögin fjöldahreyfing, og eiga þvi mögu- leika á þvi aö vaxa örar en ella. „1 sumum tilvikum er ávinn- ingur aö stærö. En þaö eru aftur á móti ýmis verkefni sem auö- veldara er að ieysa fyrir smærri aöila heldur en t.d. kaupfélag sem er bundiö kjarasamningum sem t.d. fjölskyldufyrirtæki sleppa viö, varöandi vinnutima og fleira. Fiskiðjusamlagið — Nú hefur þaö vakiö athygli aö Fiskiöjusamlagiö ykkar Hús- vikinga hefur lengst af skilað hagnaöi meöan önnur sambæri- leg fyrirtæki berjast i bökkum. Hver er skýringin? „Jú Fiskiöjusamlagiö er góö stofnun og viö erum yfirleitt ánægöir með þaö. Þaö er hluta- félag, þar sem kaupfélagiö á rétt rúman helming, bæjarsjóöur á stóran hluta, svo stór hópur sjó manna, sem á aðild að þessu lika. Skýringin á hinni góðu afkomu er sennilega sú að við höfum jafnan fengið gott hráefni. Við höfum haldið góöu starfsliði og sam- staðan hefur yfirleitt verið nokkuð góö um þetta fyrirtæki, allavega I seinni tið. Svo má geta þess aö meöferðin á tekjuaf- ganginum er nokkuð sérstök, hún er i stórum dráttum á þann veg að tekjunum er skipt, aö hluta, til þeirra sem leggja inn fiskinn, þ.e.a.s sjómanna. Meö þessu er samvinnuforminu komið beint i hlutafélag sem er nokkuö óvenju- legt. Það sem kannski sýnir einna best hversu gott samstarfið milli sjómanna og Fiskiöjusamlagsins er, er það aö hér er ekki rekin önnur fiskvinnslustöð. Á þvi sést svo teljandi sé, aö sjómennirnir viröast nokkuö ánægöir meö þetta fyrirkomulag.” — Er vinnsla Fiskiöjusam- lagsins fjölþætt? „Það er frysting, söltun og skreiöarverkun, auk þess sem þaö hefur veriö meö ofurlitla rækjuvinnslu og hrognaverkun.” — Hvað eru margir sem vinna hjá þvi? „Þar mun vera skilaö eitthvaö hátt á þriöja hundrað ársverkum, sem er mjög stórt hlutfall I bæ eins og Húsavlk. — Kaupfélagiö er meö rekstur viðar en á Húsavik. „Já, þaö eru útibú i þremur sveitum hér i sýslunni, þ.e.a.s. i Reykjadal, Mývatnssveit og Aðaldal. En aöalreksturinn fer allur fram á Húsavik. Nú, á launaskrá hjá kaupfélaginu eru eitthvaö um tvö hundruö manns.” — Er eitthvaö sérstakt á döfinni hjá Kaupfélagi Þing- eyinga? „Þaö er náttúrulega margt sem viö viljum gera i nánustu framtiö. Verkefnin eru allavega nóg. Ég býst viö aö aöalstefnan verði nú sú, aö hér eftir eins og hingað til veröi reynt aö gera þaö gagn sem hægt er viö uppbygginguna i héraðinu og fylgja þeirri þróun sem er. Þannig aö þaö sé gagn af þessum rekstri. Annars veltur þetta náttúrulega mest á fólkinu sjálfu, félagsmennirnir ráöa mestu um þaö hvaö gert veröur og hvernig gengur.” OLLUM HEIMSHORNUM Vppelsín viKþer b mangarinu ayocado Bananar hf Elliðavogi 103 — Símar 81674 - 81642 — 104 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.