Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á íslandi ,o*oú Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga: F ra mtída rverkef n i n að gera óskir fólks um betra líf að veruleika t þessu afmælisblaði, sem helgað er aldarafmæli Kaupfélags Þingeyinga og áttatfu ára afmæli Sambands islenskra samvinnufélaga báðum við Erlend Einars- son forstjóra að eiga fyrsta orðið og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar um Sam- vinnuhreyfinguna og málefni hennar á merkum tímamótum. Arangur starfs henn- ar getur hvarvetna aðlita og þvivarekki úr vegi að byrja á að spyrja Erlend hvernig umhorfs væri i íslensku þjóðlífi, ef Sam- band islenskra samvinnufélaga hefði ekki orðið til? ,,Það er erfitt aö svara þessarispurningu eða með öðrum orðum erfitt að gera sér grein fyrir þvi, hve stóran þátt kaupfélögin og Sambandið eiga i þvi velferðarriki sem byggt hefur verið upp á Islandi. örugglega væri öðru visi umhorfs viða á landinu, ekki sist i sveitunum, þar sem áhrif samvinnu- hreyfingarinnar hafa verið mjög sterk, ef samvinnustarfs hefði ekki notið við. En þéttbýlið hefur lfka, bæði beint og óbeint, notið góðs af samvinnustarfinu. Samvinnu- félögin hafa veitt fjölda manns atvinnu svo og margvfslega þjónustu á nær öllum þétt- býlisstöðum á landinu. Ég vil álita, að hlutur samvinnuhreyfingarinnar i þvi þjóð- lifisemvið núbúum viö séæði stór, ef þessi mál væru rannsökuð ofan i kjölinn.” Hver er staða Sambandsins i blönduðu hagkerfi íslendinga? ,,Ég hefi áöur látiö þá skoðun i ljós, að samvinnuhreyfingin væri þriðja aflið i hinu blandaöa hagkerfi Islendinga. Og vegna þess að hreyfingin er öflug hér á landi, þá er hægt að tala um hana sem sérstakt afl. Hin tvö er hreinn einkarekstur og svo er þaö rlkisrekstur eða opinber rekstur. Fleiri þyrftu að gerast þátttakendur Hlutur samvinnufélaganna i hagkerfi okkar hefur veriö og er mjög þýðingarmik- ill. Hann er bremsa á þjóönýtingu og opin- beran reksturog þaö er alveg ljóst, að nyti samvinnuhreyfingarinnar ekki viö væri opinberi reksturinn miklu umfangsmeiri. Sam vinnureksturinn veitir einkarekstr- inum samkeppni og stuðlar að þvi aö við- halda frjálsri samkeppni i landinu. En samvinnureksturinn gegnir ööru þýöingarmiklu hlutverki i islensku þjóðlifi og það er að auka fjárhagslegt lýðræöi með þjóðinni. Samvinnuhreyfingin i landinu er opinn vettvangur fyrir ibda landsins aö gerast aðilar að ýmiskonar atvinnurekstri, með þvi að gerast félagsmenn i samvinnu- félögunum. Þetta er dýrmætur réttur, sem allt of fáir notfæra sér. Kaupfélögin eru op- in fyrir alla. Til þess að samvinnustarfiö geti notiösin til fullsi okkar landi ættu fleiri að gerast þar þátttakendur. Hinir sem þeg- ar eru félagsmenn þurfa að láta meira aö sér kveða félagslega og með þvi að beina viðskiptum sinum meira til kaupfélaganna og stofnana samvinnuhreyfingarinnar.” Er Sambandið of viöamikiö eöa of veiga- litiö fhlutfalii viö umsvif einkareksturs og rikisreksturs f landinu? „Starfsemi Sambandsins þarf að eflast m.a. til þess aö það geti látið kaup- félögunum ité nauösynlega þjónustu. Menn verða að muna, að það eru 42 kaupfélög að baki Sambandinu og á bak við þessi kaup- félög eru 42 þúsund félagsmenn eða 18% þjóðarinnar. Ef Sambandið á að geta gegnt þvi hlutverki sem þvi er ætlað fyrir kaup- félögin og félagsfólkið, þá þarf starfsemi þess að eflast i flestum greinum.” Félagsstarf og félagshyggja Þar sem hlutverk samvinnuhrcyfingar- innar er ekki einvöröungu viöskiptalcgs eölis, heldur einnig menningarlegs eölis, — hvaö hefur áunnist I islensku menningarlffi fyrir tilstuðlan þess? „Samvinnuhreyfingin hefur frá fyrstu tið talið það hlutverk sitt að styðja menning- armál þjóðarinnar, enda er hreyfingin ekki bara viðskiptahreyfing heldur einnig félagsmálahreyfing. Og það er félagslegi armur hreyfingarinnar sem hefur það hlut- verk aö sinna margs konar menningar- málum. Þetta hefur lika gerst á ýmsan hátt. Þar mætti fyrst telja útbreiðslu á þeirri hugsjón, sem félagshyggja nefnist. Félagsstarf og félagshyggja er vaxtar- broddur menningar á svo mörgum sviðum. Samvinnufélögin studdu ungmennafélögin, þegar þau voru að risa upp. Samvinnu- skólinn hefur markað menningarspor i okkar þjóðlif. Kaupfélögin hafa mörg menningarsjóði og veita fé úr þeim til menningar- og likarmála i héraði. Þá hefur Sambandið sinn menningarsjóö sem veitir á hverju ári fé úr honum til ým- issa menningarmála i landinu og nú er Sambandið farið aö styrkja Iþrótta- hreyfinguna meö sérstökum Iþróttastyrk árlega. Ýmis útgáfustarfsemi kaupfélag- anna og Sambandsins myndi flokkast undir menningarmál og tfmaritið Samvinnan, sem komið hefur út siðan 1906 er aö hluta til menningarrit. Ég tel, að stærsta framlag samvinnu- hreyfingarinnar til menningarmála séu þó boðskapurinn um samvinnuhugsjónina og ræktun félagshyggju, hvernig samvinna og samstarf geti haft bætandi áhrif á mann- lifið i okkar landi.” Samkeppnin um tímann Hvernig hefur hreyfingin brugöist viö þeirri félagslegu deyfö sem mjög er áber- andi i' islensku þjóölifi nú? „Sambandið og kaupfélögin hafa haft frumkvæði um ótal margt til þess að örva félagsmálastarfið i samvinnuhreyfingunni. Hér má nefna eftirfarandi: Ýmis konar- fjölmiðlun i formi fréttabréfa og kaup- félagsrita. Deildarfundir i kaupfélögunum eru góður vettvangur félagsstarfs og þeir eru viða fjölsóttir. Félagsmálafulltrúi hefur verið ráöinn I Sambandið og ýmis kaupfélög hafa ráðið sérstaka félagsmála- fulltrúa. Þeirra verkefni er einmitt að efla félagsmálastarfið. Þá hefur sú nýbreytni Samvinnuskólans að koma á margþættu námskeiðahaldi viðsvegar um landiö orðiö til þess að efla félagsmálaþátt hreyfingar- innar. A s.l. ári var svo innleidd sú nýbreytniað komaá svæðisfundum á vegum kaupfélag- anna og Sambandsins. Hafa fimm slikir svæöisfundir verið haldnir og hefur þessi nybreytni reynst vel. Hér er kominn vett- vangur fyrir hinn almenna félagsmann að ræða við forystumenn Sambandsins og kaupfélaga á viðkomandi svæði. Enþað er staðreynd, að það rikir félags- máladeyfð hér hjá okkur á íslandi sem i öörum löndum.Það er orðin svo mikil sam- keppni um það að taka timann frá mönn- um. Sjónvarpið okkar er þar sterkur aöili. Þessi þróun, þessi félagslega deyfð, býöur hins vegar upp á vissa hættu, það er viss hætta i þvi fólgin aö almenningur hafi minnkandi frumkvæði um það hvernig fri- timanum skuli varið. Það fer nú mjög i vöxt, aömœn gerast hlutlausir áhorfendur og áheyrendur og hlýði boðum fjölmiðlanna hugsunarlitið. Hér undirkemur sú hætta aö menn verði fórnardýr auglýsingaflóös og sölumennsku. En þetta er nýi timinn meö sjónvarp, video og hljómflutningstæki. Vonandi leiöir ■ Erlendur Einarsson. nýja tæknin ekki til þess að menn biði alvarlegt tjón á sálu sinni. Á þvi kann þó aö vera nokkur hætta, þar sem all stór hluti söluvarnings á video verður af þvi tagi, aö hann verður ekki til þess að efla menningarlegt hugarfar. Trúlega þarf samvinnuhreyfingin aö vera meö i video-byltingunni og reyna með þátttöku sinni að hafa menningarleg og sið- bætandi áhrif i gegnum þessa nýju tækni.” Nýjar óskir í virkri hreyfingu Hvað um framtiðaverkefni kaupfélag- anna, Sambandsins, og samstarfsfyrir- tækjanna? Erulikur á breytingum á skipu- lagsþáttum? „Samvinnuhreyfingin hefur mörg fram- tiðarverkefni á prjónunum, enda hlýtur svo ætiö aö vera, ef hreyfingin ætlar að gegna hlutverki sinu. Ég hefi áður orðað það svo, að undiralda samvinnuhreyfingarinnar væruframfarir, óskirfólks um betra lif. Og timarnir breytast og mennirnir með. Virk samvinnuhreyfing mun ætið standa frammi fyrir nýjum óskum félagsmanna. Þessar óskir geta snúist um atvinnuupp- byggingu kaupfélaganna og Sambandsins, að skapa nýjum starfskröftum sem koma á vinnumarkaðinn atvinnutækifæri. Oskirnar geta snúist um það að efla og bæta versl- unarþjónustuna, auka vinnslu úr þeim hrá- efnum, sem berast til sölumeöferðar, hvort þau eru af landi eða úr sjó. Óskir og kröfur um þaö, að samvinnu- félögin standi sig betur i samkeppninni við einkarekstur og opinberan rekstur i hinum ýmsu greinum. óskir um nýja iðnaðarupp- byggingu. Óskir um aukið félagsmálastarf. Óskir um möguleika á þvi að félagsmenn kaup- félaganna eigi i rikara mæli kostá lánveit- ingum hjá fjármálastofnunum samvinnu- félaganna — og svona mætti lengi telja. I stuttu máli sagt: Framtiðarverkefnin eru aðláta eðlilegar og skynsamlegar óskir félagsmanna sam- vinnufélaganna verða að veruleika. Hér skilur á milli samvinnufélagánna og annarra rekstrarforma, t.d. einkareksturs- ins þar sem ágóðavonin er frumkvæðið. Samvinnuhreyfingin hefur þessar óskir fólksins, þennan djúpa og stóra brunn framtiðarverkefna og það verða mörg framtíðarverkefni að gera óskir fólks um betra lff að veruleika. Þess vegna mun samvinnuhreyfinguna aldrei skorta fram- tiöarverkefni. Gagnkvæmt jákvætt hugarfar En óskir eru aðeins frumkvæöi og þá komum við að þvi veigamikla atriði, hvern- ig á aö láta óskir fólks rætast, láta hugsjón- irnar verða að veruleika. Þar komum við að þvf sem snýr að starfsmönnum samvinnuhreyfingarinnar. Þeir eru ráðnir til þess að láta hugsjónir verða að veruleika. Þar komum við lika að þvi, hvemig samvinnufélögunum vegnar i samkeppninni. Ef samvinnufélag verður undir i samkeppni verður li'tið fyrir óskum og hugsjónum. Þá verður þeim f ljótt fleygt I bréfakörfuna. Til þess að tryggja góöan rekstur þarf góða starfsmenn. Það er þvi eitt allra þýðingarmesta málið i samvinnuhreyfing- unni, að unnt sé að fá dugmikla menn til starfa i kaupfélögin og Sambandið. Dugnaður starfsmanna ræður mestu, hvernig samvinnufélagi vegnar. Þess vegna verður samvinnuhreyfingin að leggja kapp á að hafa ætið gott og duglegt starfsfólk. Hreyfingin verður að hjálpa starfsmönnum sinum aö ná góöum afköst- um i störfum. Það þarf að stórauka starfs- þjálfun, bæta rekstrarskipulag og notfæra sér nýja rekstrartækni. En samvinnu- hreyfingin verður lika að leggja áherslu á það, að starfsfólki megi vegna vel i störfum hjá samvinnufélögunum. Þaö er mjög mikilvægt að sem flestir starfsmenn geti átt starfsgleði. Góður andi meðal starfs- manna er afar þýðingarmikill. Það er gagnkvæmt hagsmunamál, að jákvætt hugarfar stjórnenda gagnvart starfsmönn- um sinum megi rikja og jákvætt hugarfar starfsmanna gagnvart vinnuveitanda sin- um sé fyrir hendi. Aö skapa þetta gagn- kvæma, jákvæða hugarfar og viðhalda þvf veröur ætið eitt af stórmálum I samvinnu- félögunum.” Meiri samvinna og minna sundurlyndi Hvaða óskir áttu hreyfingunni til handa á merkum timamótum? „Ég hefi áður i viðtali i Samvinnunni svarað spumingunni um það hvaða ósk ég ætti helsta hreyfingunni til handa á aldar- afmælinu. Þótt ég eigi margar óskir þá vil ég endurtaka óskina úr viötalinu i Sam- vinnunni: Öskin er sú, að samvinnu- hreyfingin megi eiga sem sterkust itök i islenskri þjóðarsál á ókomnum árum: itök sem gætu stuðlað að meiri samvinnu milli manna og minna sundurlyndi meðal þjóö- arinnar.” —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.