Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 22
« O'S • f • » 4 * » . < . V»'r.i * Fimmtudagur 18. fébruar Í982 aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar á Islandi Arfur til Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Rangæinga: ■ lokkarlitla þjóðfélagi erSam- vinnuhreyfingin mjög virkt og þýðingarmikiö afl, sem gegnt hefur margþættu hlutverki og hefuráttstóranþátti að móta það velferðarþjóðfélag.sem við búum við i dag. Það er talið að barn búi að fyrstu gerð. Svo mun einnig um Samvinnuhreyfinguna. Það tókst vel til, þegar fyrsta kaupfé- lagið var stofnað, Kaupfélag Þingeyinga, fyrir hundrað árum. Margir glöggir og hæfir menn lögðu þar sameiginlega hönd á plóginn og stofnuðu kaupfélag, sem stóðst allar byrjunarraunir og árásir andstæðinga sinna og ruddi brautina fyrirkaupfélögin á landinu, enda bera þau öll á viss- an hátt svipmót þess. Upphaflega voru kaupfélögin stofnuð til þess að gegna aðallega tviþættu hlutverki: — annars vegar að Utvega félagsmönnum sinum góðarvörurá sannvirði og hins vegar að selja afurðir bænd- anna með sem hagkvæmustum hætti. Báðar þessar greinar hafa alla tið verið veigamesti þáttur- inn i' starfiSamvinnufélaganna og þróast farsællega, bæði fyrir fé- lagsmennina og þjóðarheildina. Því verður ekki i móti mælt aö kaupfélögin ruddu brautina i önd- verðu fyrir heilbrigða verslun, sem byggði á sannvirði. Þvi markmiði hafa þau ætfð verið trú og munu ætið verða, enda er sá eiginleiki innbyggður i skipulag þeirra. Svo til öll afuröasölufyrirtæki og vinnslustöðvar bændanna eru stofnuð og starfrækt á vegum kaupfélaganna og annarrra sam- vinnufélaga bænda. Afurðasala Samvinnumanna byggir á sama sannvirðissjónarmiðinu og lagði á si'num tima grundvöll að viðun- andi afkomu bændanna og tryggði neytendum góðarvörur á sannvirði. Samband islenskra samvinnu- félaga er stofnað 1902, þá sem samband þingeysku kaupfélag- anna, aðallega á sviði fræðslu og kynningarmála. Uppúr 1910hafði kaupfélögunum i Sambandinu fjölgað verulega. Þá fór það að annast sameiginleg vörukaup er- lendis fyrir félögin og upp úr þvi varð heildsala kaupfélaganna að veruleika á vegum Sambandsins undir stjórn Hallgrims Kristins- sonar, fyrsta forstjóra Sam- bandsins. Afurðasala varð snemma stór þáttur í starfsemi Sambandsins, fyrst einvörðungu sem Utfiutn- ingsverslun, en siðar bættist við salan á innlendum markaði. ■ Ólafur ólafsson Kaupfélögin dreifðust um land- ið. Þau náðu að festa rætur i sér- hverju byggðarlagi og þau hafa þróast og eflst með hverju árinu sem liður. Þau hafa fjölgað starfsgreinum og eru viða öflug- ustu atvinnu- og þjónustufyrir- tæki byggðarlaganna. Samfara útbreiðslu og eflingu kaupfélaganna hefur samband þeirra, Samband islenskra sam- vinnufélaga, stækkað og þróast, til þess að geta þjónað þörfum þeirra og auðveldað þeim starfið, enda er það lifakkeri margra kaupfélaga i landinu, sérstaklega þar sem starfsskilyrði eru erfið. 1 hinum dreifðu byggðum eru kaupfélögin viða burðarásar og kjölfesta atvinnulifsins, sem allt stendur og fellur með. Einn höf- uðkostur kaupfélaganna er sá að skipulag þeirra tryggir að þau þjóna ætið i byggðarlaginu þar sem þau voru stofnuð og upp- byggð. Þau verða ekki flutt burt eða seld. Þeim er ætið stjórnað af lýðræðislega kosnum mönnum, sem tryggja það að þau verða ætíð starfrækt til almennings- heilla. Þau verða alltaf arfur til næstu kynslóðar og framtiðarinn- ar, sem léttir lifsbaráttuna og bætir mannlifið. kynslódar BIÍNAÐARBANKI ÍSLANDS er einn traustasti hornsteinn íslenzkra peningamála. Hann byggir á sterkri lausafjárstöðu og öflugum vara- sjóði auk ríkisábyrgðar. Búnaðarbankinn velur ekki sérstök nöfn á lánveitingar sínar. Hvers konar innlánsviðskipti við bankann á veltu- eða sparisjóðsreikningum skapa þá gagn- kvæmni, sem er æskileg forsenda fyrir lánveiting- um. Búnaðarbankinn leggur áherzlu á hraða og öryggi í öllum afgreiðslum. Það er greiðfært með öll erindi í Búnaðarbankann. 7 afgreiðslustaðir í Reykjavík. Viðtöl um lánveitingar og önnur viðskipti við útibú bankans í Reykjavík annast útibússtjórar (eða staðgenglar þeirra): Krlstinn Bjarnason Austurbæjarútibú við Hlemm Jóhanna Pálsdóttlr Melaútibú Hótel Sögu Stefán Thoroddsen Vesturbæjarútibú Vesturgötu Moritz W. Sigurðsson Háaleitisútibú Hótel Esju Sigurður Nikulásson Miðbæjarútibú Laugavegi 3 Jón Sigurðsson Seljaútibú Stekkjarseli 1 Viðtöl í aðalbanka annast bankastjórar og aðstoðarbankastjórar árdegis alla starfsdaga bankans. Traustur banki BÚNAÐARBANKI ISLANDS REYKJAVÍK er góð trygging OODI HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.