Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.02.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. febrúar 1982 ■ A6 Hamragörðum getur fólk látiö fara vel um sig i gufubaði. ■ Hér er Sólveig Andrésdóttir að leiðbeina þeim sem sóttu námskeið f postulínsmálun. ■ Starfsemi skákklúbbsins i Féiagsheimili samvinnumanna að Hamragörðum hefur staðið með blóma allt frá upphafi. Wmrnm ■ Hér eru þrjár samvinnustarfsmanneskjur á námskeiði i bútasaum. „Karlmenn velkomnir,” segir Sigrún Gudmundsdóttir, leidbeinandi á bútasaumsnámskeiði ■ „Þegar nemendurnir sýna áhuga er mjög gaman að kenna bútasaum, það sem kemur frá þeim er jafnfjölbreytilegt og þeir eru margir”, sagði Sigrún Guðmundsdóttir, íeiðbeinandi á bútasaumsnámskeiðinu sem stóðyfirmeðan Timamenn voru þar i heimsókn fyrir skömmu. — Er áhugi fyrir svona nám- skeiði mikill? „Já hann er talsverður, þótt ekki séu margir mættir núna hvað sem þvi veldur”. — Hér eru bara konur? „Já, þvi er nú ver, það hefur enn enginn karlmaður látið sjá sig á bútasaumsnámskeiðunum sem ég hef haldið hér. En það er ekki útilokað að úr rætist. Alla- vega eru þeir velkomnir? — Hvað stendur námskeiðiö lengi? „Það stendur i átta vikur og það er kennt eitt kvöld i hverri viku”. — Er það þitt aðalstarf aö kenna bútasaum? „Nei, ég geri þetta i hjáverk- um. Ég er handavinnukennari við Fjölbrautaskólann i Breið- holti”, sagði Sigrún. —Sjó ■ Húsfreyjan að Hamragörðum, Ritva Jouhki, er finnsk að uppruna. Hún tekur virkan þátt f þeirri starfsemi sem þar fer fram. ■ Sigrún Guðmundsdóttir, leiðbeinandi á bútasaumsnám- skeiöinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.