Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 27. febrúar 1982 2____________________________________Uimvsm í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. ' ■KP*; mi ' ; ■. ■ •..;•• •••; - —a ■ Linda Lusardi fyrir- sæta segist ekki hafa neinu að leyna, en þegar hún hefur snúið sér létt- klædd og litt kiædd á alla kanta fyrir ljósmyndar- ann i illa upphitaðri Ijós- myndastofunni þá sé ind- ælt að finna hvað nýi refaskinnspelsinn er mjúkur og hlýr. Hún á reyndar ekki pelsinn heldur á að fara i hann fyrir ayglýsingamynd... — en hver veit nema kær- astinn minn kaupi hann handa mér, þegar hann sér hvað hann.klæðir mig vel, sagði Linda við Ijós- myndarann. Frost íbreska sjónvarpinu ■ i Bretlandi er mjög vinsæll morgunþáttur i útvarpinu nokkurs konar „Morgunvaka”, þar sem maður að nafni Jimmy Young cr aðalnúmerið. Þessi þáttur erm.a. fræg- ur fyrir það að Elisabet drottning ku hafa mjög gaman af að hlusta á hann, og það jafnvel þótt hún sé að lesa yfir stjórn- skjöl og pappira sem hún vinnur að á morgnana. Young þessi er oft mcð mataruppskriftir að létt- um réttum sem hann les fyrir hlustendur milli frétta og skemmtiatriða. Sagt er að drottningin liafi meira að segja skrif- að niður eina girnilega uppskrift á rikisstjórnar- pappira til að missa ekki af henni. Nú ætlar Jimmy Young i fri bráðlega og þá þurfti auðvitað að fá fyrsta flokks fjölmiðlamann til aðleysa hann af. Það var enginn annar en sjón- varpsm aðurinn frægi David Frost, sem varð fyrir valinu. Þegar fréttamenn spurðu David hvernig hann ætlaði að haga þætt- inum er hann tæki við honum, sagðist hann ætla litlu að breyta. Það væri sjálfsagt að reyna að halda þessum vinsæla þætti i þeim anda sem fólk hefði vanist. — Þess vegna ætla ég að reyna meira að segja að koma með eina og eina matar- uppskrift, sagði David. Hann sagði reyndar að hann hefði ekki eina ein- ustu uppskrift á reiðum höndum f þáttinn þvf hann væri hinn mesti skussi i allri matargerð, — en konan min hún Lynn er ofsalega góður kokkur og hún ætlar að hjálpa mér! David Frost hefur ný- lega lokið við að taka sjónvarpsviðtal við Pierre Trudeau sem spáð er að veki mikla athygli þegar það verður sýnt en það á að koma I dagskrá sem á að heita „Frost I Kanada”. — Annars hef ég mestan áhuga á að ná páfanum i viðtal, sagði David Frost þegar hann var spurður um áætlanir fyrir næstu verkefnihans. Hrak- falla- bálkur ■ Húsið hans Tom Antro- bus i Indiana I Bandarikj- unum varð fyrir eldingu og það brann til kaldra kola. Tom ákvað að byggja húsið upp aftur og sneri sér strax að þvi. Þegar húsið var komið upp var verið að koma fyrir hitakerfi i þvi, en þá sprakk oliutunna i húsinu og það brann. Húsið var tryggt og þvi notaði Tom brunatryggingarpening- ana til að byggja enn upp aftur. Þá varð það slys aö eiginkona Toms lenti i umferðaslysi og dó. Allir vildu hugga þennan hrjáða mann og vinir hans buðu honum i mat, og gerðu þeir það auðvit- AÐ EIGNAST HLÝJAN PELS að til að hressa Tom svo- litiðupp, en það fór á ann- an veg. Aumingja Tom Antrobus var svo illa far- inn af öllu óláninu að þeg- ar hann af tilviljun komst yfir byssu þarna I gesta- boðinu, þá beindi hann henni að gestgjafanum. öllum á óvart hleypti hann af og varð það bani mannsins. Lögreglan kom auðvit- að strax á staðinn til að handataka Tom, en hann snerist til varnar og sló í skotbardaga milli lög- reglunnar og Toms. Hann varð fyrir skoti og dó. — Þar með lauk hrakfalla- sögu Toms Antrobus.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.