Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sf m i (91) 7 - 75-51, (91 ) 7- 80-50. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikið úrval Opid virka daga 919 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 ■ Sigurgeir ögmundsson umsjónarma&ur á vatnsveitusvæóinu. skýlinu er dælustööin fyrir brunnana til húsa. (Timamynd Ella). Lóniö hér neöst á myndinni er hinir frægu „Gvendarbrunnar”. t hvíta ■ „Nú má búast við að hinir gömlu Gvendarbrunnar verði brátt teknir úr notkun, þvi þetta er opið vatnsból og gerlamagnið er stundum full mikið. Þetta kemur til af þvi hve byggðin er tekin að færast nærri, alls konar rusl getur fokið i vatnið og enn er minkur kominn á svæöið,” segir Sigurgeir ögmundsson, sem er eftirlitsmaður Vatnsveitu Reykjavikur uppi við Jaðar. Þeir eru ekki margir sem leggja leiðsina á þessar slóðir nú og eins liklegt að margir hinna yngri hafi aldrei séð Gvendar- brunna, enda er þetta gamla vatnsból Reykvikinga á vernduðu svæði. Gvendarbrunnar eru nú heldur ekki nema að takmörkuðu leyti vatnsból Reykvikinga þótt þeir séu notaðir enn. Meginhluti vatnsins kemur úr nýjum bor- holum, einum ti'u talsins og eru þær sem bera númerin 1 og 5 þeirra stærstar og eru við þær þrjár dælur. Þegar við blaðamaöur og ljós- myndari Timans heimsóttum Sigurgeir og vatnsveitusvæðið við Jaðar, sýndi hann okkur m.a. lokahús vatnsveitunnar, en þar er nú veriö að búa um nýjustu pip- urnar sem liggja frá Myllu- læknum svonefnda. Myllulækjar- holan, sem ber númerið V-13 var boruð fyrir 2-3 árum og pipa lögð frá hennisl. sumar og verður það ekki litil viðbót við kaldavatns- birgðir bæjarbúa, þegar hún MENNINGIN OG MINKURINN HERJfl A GVENDARBRUNNA - rabbað við Sigurgeir Ögmundsson, eftirlitsmann kemst i gagnið. Við lokahúsið er tengdur tankur sem rúmar 1000 rúmmetra af vatni og er honum ætlað að foröa þvi að loft komi inn á vatnsveitu- kerfið ef dælurnar stöðvast af ein- hverjum orsökum. Mátti sjá inn i takninn úr lokahúsinu gegnum glugga á vatnsþéttum dyrum og náði vatn upp á þær miðjar. Vatnið i tankinum mundi þó aðeins endast i 45 minútur, ef hætt yrði að dæla og þvi ljóst að betra er að dælurnar hafi undan. 1 gamla húsinu aö Jaðri, þar sem áöur var rekið barnaheimili á vegum tepmlara ofl. er nú teiknistofa Vatnsveitu Reykja- vikur og þar undirbúa verk- fræðingar og tæknifræðingar frekari endurbætur á vatnsveitu- málum. Ein mesta umbótin varð 1978, þegar tekin var i notkun ný dælustöð, sem númer 1. Þar er opin borhola innanhúss og þrjár dælur. Við gestimir drógum skó af fótum okkar þegar Sigurgeir sýndi okkur þar inn, enda mikils- vert að gæta hins fyllsta hreinlæt- is meðan gengið var nokkra metra ,,undir yfirborð jaröar” þar til komið var aö holunni: — Þar merlaði'á vatnið undir stál- t grindum, — vatniö sem senn mundi verða rjúkandi I kaffi- könnum niðri I bæ, bullandi á eldavélum, og freyðandi og streymandi isundlaugum og bað- kerum. Þessar nýju vatnsholur eru auövitað stórum öruggari fyrir alls konar óhollustu en Gvendar- brunnarnir gömlu en sama vatnið samt sem áður og vonandi að sjö hundruð ára gömul blessunarorð Gvöndar hins góða sem hann Ias yfir brunnum sinum hér áður taki til borholanna lika. —AM Laugardagur 27. febrúar 1982 síðustu fréttir Höfnuðu boði borgarinnar. ■ Samningafundur stóð yfir milli hjúkr- unarfræðinga og samninganefndar Reykjavikurborgar frá kl. 16 í gær og fram undir klukkan 21. Samkvæmt heimildum Timans bauð samninganefnd Reykjavikurborgar á fundinum i gær að komið yrði á móts við aðalkröfu hjúkrunar- fræðinga, þ.e. um að laun yröu greidd fyrir- fram og jafnframt að fallast á þau atriði sem boðin voru i sáttatillögu rikis- s áttasemjara á dögunum. Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði þessu boði, a.m.k. þar til hún hefði borið það undir félagsfund á Borgar- spitalanum, er hófst um kl. 21 i gærkvöldi. Blaðburðarbörn óskast Timann'i vantar fólk til blaðburðar I eftirtalin hverfi: Kinnahverfi Hafnarfirði ISíittmm sími 53703 dropar í dekkra lagi ■ 1 frétt i sænska dag- blaðinu Dagens Nyheter mátti nýlega lesa um heldur dapurleg örlög forstjóra i sovéskri sólgieraugnaverksmiöju. Einhverjir útreikningar höfðu skolast til meö þeim hætti að hvorki meira nc minna en 13.000 pör af sólgleraugum urðu svo dökk i framleiðslunni að ekki grillti i sólina jafnvel þótt horft væri beint i hana á heiðrikum degi. Nú skyidi maður ætla að forstjórinn þyrfti ckki svo mikiö á sólgieraugum aö halda á þeim dvalar- stað scin honum yrði ætlaður eftir mistök af þessu tagi, en viti mcnn — refsingin var af mildara taginu: sekt sem sam- svaraði einum mánaðar- launum. Sögulegar sættir ■ Mönnum þótti þaö I anda hinna sögulegu sátta kaþólsku kirkj- unnar og kommúnista suðtir i Evrópu þegar Þjóöviljinn og Flugleiðir grófu striðsöxina, — tóku höndum saman og efndu til fjölteflis i mesta bróð- erni. Nú biða menn bara eftir þvi að Þjóðviljinn og Alusuisse efni til sam- eiginlegrar hópferðar starfsmanna.... Von ad spurt sé • „Davið Oddsson vakti þegar i Menntaskóia athygli fyrir stjórnmála- hæfni sfna, en hann var Inspector Scholae i Menntaskólanum i Reykjavik 1969—1970 (þcss má geta að nú- verandi formaður Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna, Gcir II. Haarde, tók við þvi starfi af honum). Hann þótti gamansamur án þess að vera yfirboðslegur, hug- rakkur án þess að vera fildjarfur, ábyrgur án ■ Þetta sáum við Þjóðviljanum I gær, — þess að vera einstrengi- slæmt að fá ekki aö vita ingslegur.” fornafnið á þeim vonda manni Alusuisse. Cr Moggagrein eftir Hannes Hólmstein. Greinin ber yfirskriftina: „Hvers vegna eru menn sjálfstæðismenn?” Það er von að spurt sé. Krummi ... skilur ekkert i þeirri ósvifni Alusuisse að ætiast til þess að iönaðar- ráðhcrra geti bara beiðið og beðið, — þessi maður skjótra ákvarðana og framkvæmda....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.