Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.02.1982, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 27. febrdar 1982 WtMIW utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig- uröur Örynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Mc.gnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 6.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 100.00— Prentun: Blaöaprent hf. Eylönd í Norður- Atlandshafi ■ Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar i Grænlandi hafa vakið athygli viða um heim. Fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna birtust greinar um hana i flest- um stórblöðum og fleiri fjölmiðlum i Evrópu og Norður-Ameriku og einnig viða i þróunarlönd- unum. Þessari spurningu var tiðast varpað fram, hvort smáþjóð eins og Grænlendingar treysti sér til að hafna þeim hlunnindum, sem væru samfara aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Svar Grænlendinga er skýrt. Kosningaþátt- takan var um 75%. Um 52% þeirra, sem kusu, lýstu sig íylgjandi þvi að ganga úr Efnahags- bandalaginu. Um 46% voru fylgjandi aðild á- fram. Þótt atkvæðagreiðslan væri aðeins ráðgefandi, munu vaíalaust bæöi rikisstjórn Danmerkur og stjórnarnefnd Efnahagsbandalagsins hefja við- ræður um brottför Grænlands úr Efnahags- bandalaginu. Vonandi leysist það mál með þeim hætti, að Grænlendingar verði ekki beittir nein- um refsiaðgerðum, heldur njóti áfram velvildar þessara aðila. Það er ekkert siður hagsmunamál Efnahagsbandalagsins en Grænlendinga að góð sambúð haldist áfram. Hin nýja staða Grænlands eftir brottför úr Efnahagsbandalaginu mun auðvelda samstarf milli eylandanna i Norður- Atlancshafi, þ.e. Islands, Færeyja og Grænlands um margvisieg mal, sem þessar þjóðir eiga sam- eiginleg. Það eiga þau m.a, sameiginlegt, að þurfa að hafa gott samstarf og viðskipti við meginlandsþjóðirnar bæði i Evrópu og Ameriku. Á þingi Norðurlandaráðs, sem nú er að hefjast, mun væntanlega vera rætt um aðild Græn- lendinga að ráðinu á þann hátt, að Grænlendingar velji sjálfir fulltrúa sina, en þeir eigi sæti innan dönsku sendinefndarinnar. Þannig er þátttöku Færeyinga háttað nú. Það styrkir Norðurlanda- ráð, að Grænlendingar eigi þar fulltrúa, sem þeir velja sjálfir. Lækkun launaskatts ■ Stjórnarandstæðingar eru að deila á Guðmund G. Þórarinsson vegna breytingartillögu, sem hann bar fram við bandormsfrumvarpið svo- nefnda, en dró siðan til baka af ástæðum, sem voru fullkomlega eðlilegar. Guðmundur G. Þórarinsson taldi réttilega, að orðalag frumvarpsins væri ekki i samræmi við þær yfirlýsingar, sem rikisstjórnin hafði gefið um lækkun launaskatts á iðnaðarfyrirtækjum. Þvi flutti hann breytingatillöguna. Þingnefnd tók þetta til greina og breytti orðalagi frumvarpsins til samræmis við orðalag stjórnaryfirlýsingar- innar og tillögu Guðmundar. Guðmundur hafði þannig fengið það fram, sem hann stefndi að. Við þetta má svo bæta þvi, að harðfylgi Guðmundar G. Þórarinssonar átti einn drýgstan þáttinn i þvi, að umrædd lækkun launaskattsins var knúin fram i rikisstjórninni. Þ.Þ. árnað heilla ■ Sturla Friðriksson deildar- stjóri við jarðræktardeild Rann- sóknarstofnunar landbilnaðarins er fæddur i Kaupmannahöfn 27. febrUar 1922. Þá dvöldust foreldr- ar hans þar um eins árs skeið, faðirinn i umfangsmiklum viðskiptaerindum. Sturla er i senn ættstór og mikilhæfur og hefur aldrei bUið við erfiðan hag. 1 allar ættir stendur að honum þjóðkunnugt fólk fyrir fjölhæfar gáfur, framtakssemi og auðsæld. Faðir hans Friðrik Jónsson, prestlærður stórkaupmaður, sem tók þó aldrei vigslu, var sonur hjónanna Jóns Péturssonar, háyfirdómara og SigþrUðar Friðriksdóttur Eggerz,hins vitra og trausta breiðfirska klerks sem jafnan er kenndur við Akureyjar oggerði minningu sina ódauðlega i ritverkinu „Úr fylgsnum fyrri aldar”, sem ekki var gefið Ut fyrr en löngu eftir hans dag. Móðir Sturlu, Marta Maria var eigi siður mikilla ætta. Hún var systurdóttir próf. Haraldar Niels- sonar, dóttir hjónanna Sesselju Nielsdóttur, bónda á Grims- bróðir hans Sturla hætti búskap i striðsbyrjun og seldi Urvals kúa- stofninn skólabúinu á Hvanneyri. Sá stofn var góðum kostum bUinn og munu margir erfðavisar Ur honum lifa á HvanneyrarkUnum og hafa borist viða um land með nautum þaðan. Sturla ólst upp með foreldrum sinum og systur i anda búskapar, framtaks, hagsýni og sparnaðar. Hann vandist venjulegum bU- störfum frá þvi að reka kýr Ur Briemsfjósi i Vatnsmýrina til heyskapar á sumrum og mjalta á vetrum. Auk þess var hann isveit á Laxfossi, hjá sr. Pétri frænda sinum á Kálfafellsstað og á Akri hjá Jóni Pálmasyni alþingis- manni. Þetta umhverfi og uppeldi beindi huga hans að landbUnaði og málefnum honum skyldum. Að ganga menntaveginn var sjálf- sagt. Til þess skorti hvorki efni, gáfur né áhuga. Hann lauk stúdentsprófi frá. Menntaskólan- um i Reykjavik 1941, stundaði nám við Háskóla íslands næsta ár iforspjallsvi'sindum hjá Agústi H. Bjarnasyni og lauk kand. fil. kynbætur á Varmá án þess að hafa svo mikið sem skýli til að matast i. Fyrstu árin vann Sturla einkum að kalrannsóknum og kynbótatilraunum á ýmsum Is- lenskum grastegundum með þeim árangri siðar að rækta upp islenskan vallarfoxgrasstofn, sem hlaut nafnið Korpa og er harðgerður og þolnari en flestir aðrir stofnar þessarar mikilvægu tegundar og gefur mikla og góða uppskeruog hefur þvi mikiðfjár- hagsgildi fyrir Islenskan land- búnað. Þá hefur Sturlu tekist að velja stofn af islenskum túnvingli sem landgræðslan hefur notað við uppgræðslu örfoka mela. Sturla sýndi þolgæði, gjörhygli og yfirlætisleysi i starfi, fjölyrti ekki um, hvað hann hyggðist láta míkið eftir sig liggja, heldur sýndi frábæra stundvisi og ritaði um niðurstöður sinar jafnóðum og þær lágu fyrir, en það vill dragast hjáof mörgum. Samstarf okkar var ágættog viðhugsuðum öll ráð sem okkur hugkvæmdist til að bæta úr aðstöðuleysinu fyrirtilraunastöð i jarðrækt. Loks Dr. Sturla Fridriksson, erfðafræðingur, sextugur stöðum og konu hans Sigriðar Sveinsdóttur, prófasts á Staða- stað Níelssonar og Bjarnþórs Bjarnasonar bónda á Grenjum á Mýrum. Þeir eru albræður góð- bændurnir Bjarnþór á Grenjum og Asgeir f Knarrarnesi faöir Bjarna Asgeirssonar, bónda á Reykjum i Mosfellssveit, lengi al- þingismaður Mýramanna, ráðherra og síðar sendiherra, og afi Gunnars Bjarnasonar, ráðu- nauts og rithöfundar. Sturla er þvi I móöurætt kominn af þvi ágæta fólki sem ég og fleiri jafnan nefna Mýraaðal. Bræöurnir, Sturla og Friörik Jónssynir, voru miklir athafna- menn og störfuöu i félagi að verslun samhliða umsvifamikl- um landbúnaöi. Þeir gengu jafn- an undirnafninu Sturlubræður og fyrirtæki þeirra voru kennd við þá. Þeir höfðu hlotið i arf jarð- eignir í Stafholtstungum i Mýra- sýslu og á Kjalarnesi og keyptu auk þess jarðir. Þeir áttu um skeið auk ættaróðalsins Laxfoss i Stafholtstungum, Brautarholt á Kjalarnesi, Þemey og Þingeyrar, auk fleiri minni jarða og land i Reykjavfk.Um skeiöráku Sturlu- bræður stórbú að Brautarholti og fluttu mjólkina daglega meö mótorskipi til Reykjavikur. A þeim árum var sifelldur mjólkur- skortur i Reykjavik og þvi mikil áhersla lögö á ræktun túna I og við bæinn af þvi að vegleysi og samtakaleysi bænda komu lengi i veg fyrir umtalsverða mjólkur- flutninga til bæjarins. Búhneigðir atorkumenn sáu sér þvi leik á borði að stunda kúabúskap i Reykjavik. 1 þeirra hópi voru Sturlubræður, sem áratugum saman ráku stórkúabú i svo- nefndu Briemsfjósi, þar sem nú erSmáragata og Fjólugata. Þeir öfluðu heyja I Vatnsmýrinni og á túnum i grennd Briemsfjóssins, en keyptu Fitjakot á Kjalarnesi og notuöu til sumarbeitar fyrir ungviði og þurrar kýr. Umsvif þeirra bræðra voru svo mikil að lengi höfðu þeir nær 100 mjólk- andi kýr i Briemsfjósi og búvit þeirra, hagsýni og auðsæld var svo mikil að þeir högnuðust vel á öllu sem þeirlögðu hug og hönd á, meira að segja sluppu skaðlaust frá fossabraski i félagsskap við stórskáldið Einar Benediktsson. Það eru likur fyrir þvi að vel- gengni Sturlubræðra i búskap hafi verið hvati Thor Jensens til búskaparumsvifa hans á Korpúlf sstöðum. Eftir aö mjólkurlögin gengu i gildi um miöjan fjórða tug aldar- innar, þótti Sturlubræðrum eins og fleirum, sem setið höfðu þvi nær einir að mjólkurmarkaðnum i Reykjavik þrengt að sér enda farnir að eldast. Styttist þá i bú- skap þeirra. Friðrik lést 1937 og prófi. Ekki geðjaðist honum að þeim námsgreinum, sem þá voru kenndar við Háskóla fslands. Hugurinn þráði náttúrufræöi eða einhverja grein liffræðinnar, en meginland Evrópu var tokað. Hélt hann þvi til Bandarikjanna og innritaðist til náms i jurta- erfðafræði við hinn heimskunna Cornell háskóla i borginni Iþöku i New York riki. Er ég var á ferð i Bandarikjunum i erindum Búnaðarfélags íslands og Land- búnaðarráöuneytisins sumarið 1944, heimsótti ég einn af sér- fræðingum Búnaðardeildar, Björn Jóhannesson, sem þá vann að doktorsritgerö i jarövegsfræði við Comell háskóla. Hann kynnti mig fyrir Sturlu Friörikssyni og móður hans, er þar var i' heim- sókn. Það voru okkar fyrstu kynni og þótt mér féll vel við bæði móður og son, átti ég varla von á þvi að kynni okkar yrðu siðar jafnmikil og góð og raun ber vitni um. Sturla lauk meistaraprófi i sinni grein 1946. Að loknu prófi hvarfhann heim og kenndi næstu 5 árin viö Kvennaskólann i Reykjavik og vann aö hluta hjá Skógrækt rfkisins. Til þess þurfti sterk bein að koma úr þeirri vist litt skemmdur á sálinni i' viðhorfi til landbúnaðar. Næstu kynni min af Sturlu voru óvænt seint á árinu 1950. Ég hafði á þvi ári, að ósk læriföður mins, Sir John Hammond, dvalið um 7 mánaða skeið i Cambridge við að vinna úr og rita um niöurstöður mikillar rannsóknar í minni sér- grein sem skólafélagi minn frá Argentinu hafðiunnið að tiuárum áður, en ekki átt þess kost að ljúka. 1 fjarveru minni haföi dr. Björn Jóhannesson jarðvegs- fræðingur, gegnt deildarstjóra- starfi hjá Búnaöardeild Atvinnu- deildar Háskólans. A meðan höfðu þeir atburðir gerst, að sér- fræðingur stofnunarinnar i'jurta- kynbótum, dr. Askell Löve, hafði sagt af sérog ráðist prófessor við háskólann I Winnipeg. Svo heppi- lega vildi til aö settum deildar- stjóra tókst að fá Sturlu Friðriks- son ráðinn sérfræðing i þá stöðu sem Askell hvarf frá. Ég undi þessum málalokum vel og bauð Sturlu velkominn til starfa, en varð að tjá honum, aö ekki yrði starfið dans á rósum, a.m.k. fyrsta skeiðið. Hann yrði að sætta sig við óforsvaranlega aðstöðu til rannsókna sinna á landskika að Varmá I Mosfellssveit, uns úr rættist með að útvega stofnuninni nothæft framtiðarland, þar sem byggja mætti upp aðstöðu. Slikt hafði mér og hlutaðeigandi sér- fræðingum ekki tekist vegna tregðu og skilningsleysis vald- hafa allt frá timum nýsköpunar stjórnar. Sturla tók þessu með jafnaðargeði, hóf starf við jurta- tókst um miðjan sjötta áratuginn að fá leigöa landspildu úr Korpúlfsstaðalandi fyrst til sjö ára, ersiðar tókst að framlengja sem nú er Korpa kölluð. Þangað fluttá Sturla tilraunir sinar fyrir um aldarfjórðungi siðan. Þá var hafist handa með uppbyggingu þar og reynt að vanda hana, en hægt miðaði af þvi aö allar fjár- veitingar voru skornar við nögl, liklega meðal annars af þvi að okkur Sturlu Friðrikssyni tókst stundum að gera dálítið úr næst- um engu. Er ég lét af starfi deildarstjóra Búnaðardeildar i árslok 1962 var gott geymsluhús fyrir uppskeru og vélar auk vinnuaðstöðu undir þaki fullbyggt og tilraunagróðurhús i byggingu á Korpu. Sturla bætti einnig við þekk- ingu sina á sjötta áratugnum. Hann fékk orlof til framhalds- náms og hélt til háskólans i Saskatoon i Saskatchewanriki I Kanada 1957 og vann þar við kyn- bótatilraunir i meira en ár á belgjurtinni lusernu, einni mikil- vægustu fóðurjurt i mörgum lönd- um tempruðu beltanna. Vegna starfa við Búnaðardeild varð hannað halda heim áðuren þessu verki var lokið en 1961 hafði hann lokiö þvi og samið doktorsritgerð um það, sem hann varði þá við Saskatoon háskóla. Hér skal geta helstu tilrauna- og rannsóknarita Sturlu við Búnaðardeildina til 1962. Þau eru: Samanburöartilraunir meö nokkra erlenda grasfræstofna i Fjölriti Búnaöardeildar nr. 2, 1952, og i Ritum Búnaðardeildar A- og B-flokki: Rannsókn á kali túna, B-fl. nr. 7, Samanburður á kartöfluafbrigðum A-fl. nr. 9, Gras- og belgjurtategundir i is- lenskum sáötilraunum, B-f 1., nr. 9 og Eggjahvitumagn og lostætni túngrasa B-fl. nr. 12. Auk þessara rita skrifaði Sturla fjölda leið- beinandi greina á þessu ti'mabili I búfræöirit eins og Frey, Arbók landbúnaðarins, Garöyrkjuritið, Búfræðinginn og Handbók bænda og i ýmisfleiri ritinnlend sem er- lend, eins og i'Náttúrufræðinginn, Arbók hins islenska fornleifa- félags, N.J.F.-ritið o.fl. Þá er vert að geta þess að Sturla gerði fyrstu skipulögöu beitartilraun með kýr á Islandi á Varmá 1952 og hann var mikil- virkur með ræktunar og notkunartilraunir á fóðurkáli. Fann ég, að þar var feitt á stykk- inu og vann sem mest ég mátti að ná tiltrú bænda við að skapa sumarauka með kálræktun og öðru grænfóöri. A sjöunda áratug aldarinnar verður nokkur breyting á störfum Sturlu Friðrikssonar, þótt staða hans væri óbreytt. Áhugamálum hans f jölgar og hann dreifir kröft-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.