Tíminn - 09.03.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 09.03.1982, Qupperneq 9
Þriðjudagur 9. mars 1982 9 fjölmidlun „Umbótasinnar eru forystuafl félags- hyggjumanna við háskólann. Við sem stóðum fyrir þessu framboði i fyrra vor- um óánægð með þá valkosti sem stóðu til boða og töldum þennan valkost vanta og reynslan sýndi að við höfðum svo sannar- lega rétt fyrir okkur.” mynd af hverjum og einum fyrir sig. Ráðinn var nýr fram- kvæmdastjóri,Sigurður Skagfjörð Sigurðsson sem kom til starfa i desember sl. Hann er nú að gera úttekt á bóksölunni. Um miðjan nóvember s.l. var gerð mikil breyting á matsölunni. Fjöl- breytni var aukin mikið, verð lækkað og tekið upp sveigjan- legra kerfi afsláttarmiða. Aðsökn hefur aukist og ef litið er á tima- bilið síðan breytingin var gerð i heild hefur matsalan verið rekin hallalaust,nokkuð sem ekki hefur þekkst áður. Við börðumst fyrir því með oddi og egg að fá nægi- legt fé til að gera við Nýja Garð næsta sumar og höfðum það i gegn að lokum þannig að viðgerð- um ætti að vera lokið næsta haust. Viðgerðaáætlun Vinstri manna hljöðaði hins vegar upp á þrjá vetur eins og að var staðið að þeirra hálfu á Gamla Garði með tilheyrandi öþægindum fyrir ibúa. Þannig er ekki hægt að segja annað en vel hafi miðað hvað hagsmunamál stúdenta varðar iokkar tið ef miðað er við þá la'gdeyðu sem áður rfkti. Svona mætti lengi telja. I lána- málum er nú búið að leggja fram frumvarp um námslán og náms- styrki. Það er mikill áfangi þvi i þvi eru þættir sem eru stúdentum til mikilla hagsbóta. Hækkað lánshlutfall 90% i 100% og lff- eyrissjóðsréttindi sem er mikið réttlætismál eru þau atriði sem hæst ber og á þeim er skipt við hærra endurgreiðsluhlutfall. Nií hafið þið gagnrýnt útgáfu Stúdentablaðsins að undanförnu. Hvað teljið þið helst til úrbóta? Eg tel að blaðið hafi breyst til batnaðar, það er nú i auknum mæli fjármagnað með auglýsing- um. Hins vegar tel ég að gera megi betur, hvað varðar fjár- mögnun með auglýsingum, efnis- tök og uppsetningu. I þvi sam- bandi má nefna að taka þarf ákveðna málaflokka til ýtarlegr- ar umfjöllunar i blaðinu s.s. fjöldatakmarkanir, fjárveitingar til H.t.,málefni F.S., byggingar stúdentaheimila o.fl. Þetta hefur jú verið gert litilsháttar en um þessa hluti þarf að fjalla af m iklu meiri festu en gert hefur verið og fylgja þvi mun betur eftir. Hver eru helstu mál sem stúd- entahreyfingin þarf að beita sér fyrir? Við Umbótasinnar leggjum höfuð áherslu á baráttu gegn fjöldatakmörkunum og baráttu fyrir auknum fjárveitingum til háskólans. Umbótasinnar hafa bent á nauðsyn þess að marka há- skólanum framtiðarstefnu bæði hvaðvarðar fjármagn og mennt- un. Hvað varðar lánamál er það að fá frumvarpið um námslán og námsstyrki samþykkt og endur- skoðun framfærslugrundvallar- ins sem er brýnast i augnablik- inu. Eitt af stærstu hagsmuna- málum Stúdenta er bygging námsmannaheimila og fyrir þvi munum við Umbótasinnar berj- ast. Við höfum bent á raunhæfa leið til fjármögnunar sem er stofnun byggingarsjóðs Stúdenta- heimilis og nú þarf að fara að vinda bráðan bug að þessu máli. Að lokum. Hvernig leggjast kosningarnar i þig? Eg er bjartsýnn. Við Umbóta- sinnar látum verkin tala og ég er óhræddur ef kjósendur kynna sér málin. Ég vona bara að sem flest- ir taki afstöðu i hagsmunamálum sinum og velji hvort þeir vilja áframhaldandi umbætur undir forystu umbótasinna eða aftur- hvarf til glundroðans sem áður rikti i tið Vinstri manna. Eg tel bráðnauðsynlegt að umbótaárin verði fleiri.sagði Finnur Ingólfs- son að lokum. S.J. Myndin sýnir ýms áhöld Sama. 1 bakgrunnier málverk Hnifssköft, skorin, sliður, skeiðargafflar og skeiðarhnifar. •Uppruni snjóþotunnar Samar voru smiðir góðir og ótrúleg er fegurð búsáhalda og vopna. Sérlega athygli vekur brúðarsleði, eða einskonar snjó- þota.sem dregin varaf hreindýri. annarsheitir farartækið Ackja og var dregið um snjó og is af einu hreindýri. Ackjan er ævafornt og einstakt farartæki til vetrarferða, er hvergi til nema hjá Sömum. Hún var stundum gjöf til unnustu. Þessi óvenjufallega ackja er brúðarsleði, en þar sem brúð- guminn drukknaði rétt fyrir brúð- kaupið var hún aldrei notuð. Seinna urðu hreindýrasleðar al- gengari og nú er vélsleðinn að verða allsráðandi. Og við getum haldið áfram að telja Samana inn i nýja menn- ingu. Kvenveski, budda, belti, skóbönd, eymalokkar, armbönd, pípuhreinsarar, eynarsköfur fyr- ir hreindýr, púðurhorn, netanál- ar, salthorn, vatnsheldar tóbaks- dósir, almanök, pipuhulstur, brennivinsflaska og ausur úr tré eru frábær ilát þegar styia er sötruð eða kaffi drukkið. Engin hætta á að brenna varirnar á tré- barminum. Þægilegt er að hafa ausuna hangandi við beltið þegar komið er að lækjardragi og þorst- inn þjakar. Allir áttu sina ausu sem var auðþekkt frá hinum. Gerðirnar voru ólikar eftir fjöl- skyldum og héruðum. Velgerð ausa var vinsæl gjöf. Stór ilát voru lika gerð úr tré, flöt föt, skálar og mjaltaskálar til að mjólka hreindýrin i. Margt muna tengist svo auðvit- að hreindýrinu, en hreindýr hafa lifað i Skandinaviu siðan i lok is- aldar. Þau voru notuð bæði sem dráttar- og burðardýr. Til þess þurfti ýmsan útbúnað, sem gerð- ur var úr tré, leðri og beini, og oft skreyttureinsog t.d. ökustafirnir sem taumnum var vafið utan um ef draga þurfti úrferð i brekkum. Myndlist Við þau þurfti ýmsa muni. Klafa, klifbera, hálsbönd, lása á tauma, snöruhringi, festingar og lása á dráttartaugum og ökustafi. Og að lokum er það fatnaður- inn, sem var mjög svipaður hjá körlum og konum i fornöld, og verður það nú aftur á kjarnorku- öld, hvort sem menn lifa á kjam- orkulausum beltum, eða ekki. Einna athyglisverðust er samt myndlistin, sem skipar þarna veglegan sess. Bæði málverk, saumaðar myndir, tréristur og teikningar. Þessi þjóð hefur austræna hæfi- leika i myndsköpun. A litilli ein- faldri mynd, má stundum sjá heilt byggðarlag, og sú einlægni er myndlistarmenn sunnar á hnettinum glata á söfnum og i listaskólum, lifir góðu lifi hjá Samanum. Mér hefur verið sagt, að list- málarar hafiþó ekki notið mikill- ar virðingar i fornu samfélagi Sama, en nú er sú listgrein vist hafin til verðugrar virðingar. Vil ég hvetja alla er unna sögu, list og fornmenningu að skoða þessa skemmtilegu listsýningu, sem verður hér vist ekki lengi, þvi þetta er farandsýning, sem siglir von bráðar vestur um haf. (Sýningin stendur til 14. mars) Jo'nas Guðmundsson Jónas Guð- mundsson skrif ar u m myndlist. ■ óvist er enn hvort Innheimtunni tekst að efna til alvarlegri opinbcrra deilna með varp-auglýsingu sinni, en ljóst er að þetta sjónarspil vekur ekki siður athygli en dillibossarnir I fyrra. „Þett’ er ekki auglýsing um ædarvarp ...” ■ í gráum hversdagsleika góunnar hefur innheimtudeild Ríkis- útvarpsins á ný tckið að sér að lifga upp á sálartetur sjónvarps- áhorfenda. i þvi skyni hefur hún nú tekið upp enn frumlegri að- fcrðir en i fyrra, er dillandi diskómeyjar voru fengnar til að minna menn á afnotagjaldið. Nú erú karlmenn látnir hlykkjast ogdingla sér i dularfullu þokukófi. Til þess að gera sjónarspiiið enn dulúðugra er dulbúinn æðarfugl látinn svifa um sviðið. Til- gangurinn mun vera hinn sami og I fyrra, að minna menn á að koma og borga! Ekkert helur enn heyrst frá jafnréttissinnuðum karlmönn- um um að of litið sé gert úl þvi sterka kyni I þessari varpaug- lýsingu kúluvarparar hafa heldur ekki látið málið til sin taka né heldur æðarræktar- bændur, en þeim er greinilega ögrað með yfirlýsingunni um það þetta sé ekki auglýsing um æðarvarp. Enginn hefur heldur enn mótmælt and- varpinu ógurlega, sem þulur tekur fram að ekki sé verið að auglýsa i myndinni. Auglýsingar Auglýsingar hafa löngum verið meðal vinsælasta efnis Sjónvarpsins ekki sist meðal yngri kynslóðarinnar. Texta margra þeirra læra börnin ut- an að og nýrri smellinni sjón- varpsauglýsingu er viða á heimilum ekki siður tekið en góðum skemmtiþætti. I seinni tið hefur það færst i aukana að framleiðendur sjónvarpsauglýsinga leggi áherslu á skemmtigildið og myndræna upplifun áhorfand- ans i stað þess að koma á framfæri ákveönum staðreyndum eða upplýsing- um. Margt af þessu hefur tek- ist vel séð af sjónarhóli áhorf- andans en ekki er vist að þeir sem staðið hafa straum af kostnaði við gerð og birtingu auglýsinganna hafi alllaf verið jafn ánægðir, þvi að það fer ekki alltaf saman að aug- lýsing sé „góð” og að hún sé „áhrifarik”. Góð hugmynd, góð útfærsla góður leikur, vönduð mynda- og hljóðupptaka getur rennt stoðum undir mjög ásjálega auglýsingu en það getur alveg farið framhjá áhorfandanum hver er að auglýsa og jafnvel hvaðer verið að auglýsa. Þess eru dæmi bæði hérlendis og erlendis. Markmið Á hinn bóginn eru þess lika dæmi áð auglýsing sem flestir hafa verið sammála um að væri ömurleg hafi haft mjög veruleg áhrif til söluaúkning- ar eða aukinnar eftirspurnar eftir þeirri þjónustu sem aug- lýst hefur verið. Þótt ýmsum þyki þetta skrýtið er þetta engu að siður staðreynd. Það er þvi erfitt að finna nokkurn algildan mælikvarða á ágæti auglýsinga i sjón- varpi, að minnsta kosti ekki mælikvarða sem bæði áhorf- endur og auglýsendur myndu lesa af á sama hátt. En megin- atriðið mun þó vera, að aug- lýsingin nái markmiði sinu. Nú, þegar sýningarminútan i auglýsingatima sjónvarpsins er komin upp i 8.250 krónur er ótrúlegt annað en auglýs- endurnir vilji sjá einhvern árangurbirtingarinnar og geti þannig sannfærst um að aug- lýsingin hafi verið góð fjár- festing. Mótmæli? Sjónvarpsauglýsingar inn- heimtudeildar Rikisútvarps- ins i Sjónvarpinu á siðasta ári náðu svo sannarlega þeim til- gangi að skemmta íólki. Þær auglýsingar urðu að auki viöa- mikið innlegg i jafnréttisbar- attu kynjanna og ylirlýsingar höfundar auglýsingarinnar, Rósu Ingólfsdóttur teiknara um kynsystur sínar og hlut- verk karlmanna i’ þjóðfélaginu hafa siðan skapað miklar um- ræður. Jafnréttisbaráttukonur höfðu i þessu sambandi þau áhrif að innheimtan sá sitt óvænna og hætti sýningum auglýsinganna fyrr en ætlað hafði verið. En „dillibossaauglýsingin” svonefnda var þó ekki þar með úr sögunni, heldur ber aug- lýsing frá Þórscafé það meö sér að hún hafi endurfæðst i kabaretl þess skemmtistaðar og „innheimtudiskóflokkur- inn” þar öðlást langlifi. Ekki er enn útséð um það, hvort innheimtudeildinni tekst að vekja upp deilur með sjón- leik sinum að þessu sinni. Ýmsir sjónvarpsáhorfendur eru eflaust þakklátir fyrir það að sú deild stofnunarinnar bæti þeim með þessu móti upp heldur litla framleiðslu dag- skrárdeildanna á skemmtiefni i vetur. Engu að siður verður þvi vart trúað að óreyndu að enginn þjóðfélagshópur láti málið til sin taka. Einhver hlýtur þó að taka upp hansk- ann fyrir blessaða æðarkoll- una, sem flækt er þarna sak- laus inn i fjármálavafstur Rikisútvarpsins. En skyldu annars margir hafa hlaupið til og borgað af- notagjöldin? Olafur Ragnarsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.