Tíminn - 09.03.1982, Page 13

Tíminn - 09.03.1982, Page 13
12 ÞriOjudagur 9. mars 1982 ÞriOjudagur 9. mars 1982 13 Tilkynning til félaga Félags islenskra bifreiðaeigenda Samkvæmt 9. grein laga FÍB er hér með auglýst eftir uppástungum um fulltrúa og varafulltrúa til fulltrúaþings, úr umdæm- um sem merkt eru með jöfnum tölum. Þó skal i 1. umdæmi kjósa sem næst helming fulltrúa árlega. Uppástungur um fulltrúa og varafulltrúa, sem félagsmenn vilja bera fram, skulu sendar félagsstjórninni eða aðalumboðs- manni i viðkomandi umdæmi, í ábyrgðar- bréfi, simskeyti eða á annan sannanlegan hátt fyrir 15. mars 1982. Umdæmi: 1. Ilöfuöborgarsvæöiö 2. Borgarfjaröarsvæöiö 4. Vestfjaröasvæöiö 6. Skagafjaröarsvæöiö 8. Skjáifandasvæöiö 10. Seyöisfjaröarsvæöiö 12. Mýrdalssvæöiö 14. Arnessvæöiö Frekari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, Nóatúni 17, simi: 29999 Útboð Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i eftirtalda verkþætti i 17 fjölbýlishús við Eiðsgranda 1. Pipuiagnir 2. Hreinlætistæki 3. Ofna 4. Gler Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30 gegn 500 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 23. mars kl. 15. að Hótel Esju 2. hæð. Stjórn Verkamannabústaða. Utboð Tilboð óskast i að byggja sökkla, veggi og gólf undir stálgrindahús á lóð okkar við Laugalæk. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Þorbergs Þorbergssonar, Skúlagötu 63, föstudaginn 12. mars, kl. 13-15. Tilboð verða opnuð mánudaginn 22. mars, kl. 14 á sama stað. Kirkjusandur h.f. Útboð Byggingarnefnd lögreglustöðvar, hrepps- skrifstofu og húsnæðis fyrir Rauðakross- deild Rangárvallasýslu, óskar eftir tilboð- um i byggingu hreppshúss á Hvolsvelli. Húsið er 2300 rúmm og skal skila þvi til- búnu undir tréverk, en lokið er við grunn- plötu hússins. Raflögn er undanskilin i út- boði þessu. Verkinu skal lokið 1. júni 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hvolhrepps, Hvolsvelli, Rangárvalla- sýslu, og á Teiknistofu Gylfa Guðjónsson- ar, Skólavörðustig 3, Reykjavik, gegn 1000 kr. skilatryggingu, frá og með 9. mars n.k. Tilboð verða opnuð i skrifstofu Hvol- hrepps þann 30. mars n.k. kl. 14.00. Aöalumboö: Fjöldifulltrúa: Framkvæmdastjóri FtB 10 Nóatún 17,105 Rvk Ingvar Sigmundsson 3 Akranesi (Esjubraut 23) Sverrir ólafsson 3 Patreksfiröi (Aöalstr. 112) Maria Jóhannsdóttir 2 Siglufiröi (Hólavegi 16) Hermann Larsen 2 Húsavik (Uröargeröi 6) Jóhann Grétar Einarsson 3 Seyöisfiröi (Múlavegi33> Kristþór Breiöfjörö 2 Hellu (Laufskálum 13) Guömundur Sigurösson 3 Þorlákshöfn (Egilsbraut 16) pn ' ’ ’ ,v. Meðalfjarlægð plánet- anna frá sólu í milljónum kílómetra. Merkúr ....57.91 Venus .. .108.21 ...149.60 Mars ...227.94 Júpiter ...778.34 Satúrnus . 1.427.01 Úranus .2.869.67 Neptúnus .4.496.54 Plútó .5.946.60 ■ : .■ .. * ,, ■ • ■.'■ ■'■• ■'/: :■■; • .■ '. - .■ - V' f .*$?.. V;, yíW*9&í'-i.'■ ,1,. ivií.&j. ií.*V,rr?. • Sólin 1 Einn snúningur um sólu I mars og apríl veröa allar hinar niu plánetur i sólkerfi okkar samankomnar sömu megin við sólu. A teikningunni er plánetunum til einföldunar skipaö öllum í beina röö. Þótt sá timi sem hver plánetanna þarf til þess aö fara einn hring um sólu sé mjög margbreytilegur á þessi merkilegi viöburður sér samt staö á 179 ára fresti. VOVEIFLEGUM ATBURDUM SPÍB f MARS OG APRfll Starf yfirfiskmatsmanns á Snæfellsnesi Starf yfirmatsmanns hjá Framleiðslu- eftiriiti sjávarafurða, með búsetu á Snæ- fellsnesi, er laust til umsóknar. Starfsreynsla og matsréttindi i sem flest- um greinum fiskvinnslu æskileg. Umsókn- ir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Sjávarútvegsráðuneyt- inu fyrir 26. mars nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 5. mars 1982. Styrkir til háskólanáms i Kina Stjórnvöld Alþýöulýövpldisins Kina bjóöa fram tvo styrki handa Islendingum til háskólanáms i Kina háskólaáriö 1982-83. Eru styrkirnir ætlaðir stúdentum til náms i bók- menntum, sögu, heimspeki, raunvisindagreinum eöa kandidötum til framhaldsnáms i kinversku. Námsmenn i raunvisindum geta búist viö aö þurfa aö gangast undir sérstakt próf hérlendis i stærðfræöi, efnafræöi og eölis- fræöi. — Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 6. april n.k. Umsóknareyöublöð l'ást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 4. mars 1982. Auglýsing Námskeið um smit frá dýrum og eyðingu meindýra verður haldið á vegum Heil- brigðiseftirlits rikisins dagana 29.-30. mars 1982. Námskeiðið er sérstaklega ætl- að meindýraeyðum, heilbrigðisfulltrúum og öðrum starfsmönnum heilbrigðisþjón- ustunnar er fást við smit frá dýrum, eyð- ingu meindýra og meðferð eyðingarefna. Þátttökugjald er kr. 200,-. Námskeið I notkun og meðferð hreinsi- og sótthreinsiefna verður haldið á vegum Heilbrigðiseftirlits rikisins 31. mars nk. Námskeiðið er sérstaklega ætlað verktök- um á sviði hreingerninga, fólki er vinnur við þrif, á sjúkrastofnunum, i matvælaiðn- aði og i sund-, iþrótta- og heilsuræktar- stofnunum svo og heilbrigðisfulltrúum. Þátttökugjald er kr. 100,-. í tengslum við námskeiðin verður kynning á eyðingar-, hreinsi- og sótthreinsiefnum. Þátttaka tilkynnist Heilbrigðiseftirliti rikisins, Kolbrúnu Haraldsdóttur, heil- brigðisráðunaut, s: 81844, fyrir 20. mars nk. sern einnig gefur nánari upplýsingar. Heilbrigðiseftirlit rikisins. Tveir stjarnfrædingar þykjast hafa séð fyrir ,,slagsídu ” á sólkerfinu ■ Á undanförnum árum hafa menn spáð þvi að ógurlegar náttúruhamfarir mundu dynja yfir i mars og april áriö 1982. Sumir segja heimsendir. Astæðan ersúaðum þetta leytiskipa sólin, Merkúr, Venus, Jöröin, Mars, Júpiter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Plútó sér allar sömu megin við sólu. Segja ýmsir spá- menn og rýnendur himintungl- anna að þetta muni hafa þau áhrif að sterkt aðdráttarafl myndist, eins og átak i reiptogi, sem um- turni jarðvegi og mannvirkjum á jörðu hér á ýmsa vegu. „San Fransisco mun sökkva hægt og rólega i sjó, útslokknuö eldfjöll fara að spúa eimyrju að nýju i grennd fjölmennra borga, stööuvötn munu flæða yfir bakka sina, jarðskorpan rofnar og hafnarborgir fara undir sjó.” Þessi ótiöindi eru byggð á kenn- ingu, sem sett var fram árið 1974 af stjarneölisfræöingunum John Gribbin og Stephan Plagemann. Þeir sögðu að árið 1982 mundi sól- kerfiö fá „slagsiöu” þegar allir hinir áöurnefndu hnettir yrðu staðsettir sömu megin við sólina. Þetta mundi hafa þau áhrif á jaröskorpuna að voðalegir land- skjálftar yrðu um heim allan. Völva nokkur i Þýskalandi, sem nefnd hefur veriö hin „fegursta og viðfrægasta i heimi,” segir að það muni ekki verða náttúran ein sem gengur úr skoröum. „Þetta mun hafa geysileg áhrif á sambúð þjóðanna og á stjórnmálin,” segir hún. „Við skulum búast við mikl- um pólitiskum sviftingum og koll- steypum og vopnaviðskiptum.” Ekki sist munu það verða sjávarföllin, sem úr skoröum ganga á næstunni, samkvæmt spádómum stjarnspekinga þeirra sem um þetta hafa fjallað. Að- dráttarafl tunglsins veidur flóði og fjöru og að auki hreyfist jarð- skorpan samkvæmt sjávarföllun- um. Þannig ris og hnigur dóm- kirkjan i Köln um 50 sm með sjávarföllunum. Svipuð áhrif geta aðrar plánet- ur haft og þá verða áhrif þeirra mest, þegar þær eru allar i röð. Samt er það svo að áhrif plánet- anna eru svo litil, miðað við tunglið, að megni tunglið að toga vatnssúlu upp i tiu metra hæð, megna allir hinir himinhnettirnir aðeinsað hefja hana upp um hálf- an millimetra.. Þannig reynir hundur, sem gengur yfir brú, ekki meira á uppistöður hennar, en hinar stórfenglegu plánetur. Samt mun ekki einu sinni svo mikiis átaks verða vart á jörð- unni. „Pláneturnar isólkerfi okk- ar munu i ár mynda horn, sem er ekki f jarri þvi að vera 95 gráður. 1 þráðbeinni röð, sömu megin viö sólu, munu þær ekki verða næstu 4000 árin,” segir dr. Erich Ube- lacker, yfirmaður stjörnuhvolfs- salarins (planetarium) i Ham- borg. „Svipuð og þetta var skipan plánetanna á árunum 1803 og 1624 og þá er ekki vitað til að nein ósköp hafi átt sér stað,” segir hann. Trúlegteraðeldfjöll gjósi og að jarðskjálftar verði einhverjir á árinu, hvaö sem öðru liður og ef til vill í Kaiiforniu, ekki siður en annars staðar. Jarðfræöingar „Hef reynt að leiðrétta þetta á undanfömum árum5’ segir Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfrædingur mæla jafnt og þétt þenslu i möttli jaröar og reyna að byggja ýmsar spár á athugunum sinum, en þeir munu eftir sem áður byggja þær á kröftum sem búa i iörum jarðar- innar sjálfrar, en ekki uppi i himingeimnum. (Þýtt úr Stern) ■ Mikið hefur veriö úr þvi gert að pláneturnar muni mynda beina linu hver viö aðra nú á morgun. Eins og þessi mynd ber með sér er þvi þó ekki svo variö og munu liða að minnsta kosti 4000 ár þangaö til slikt gerist. Hins vegar eru piáneturnar ailar sömu megin viösólu, þarsem þær mynda horn, sem er um 95 gráður. H „Það má segja að þetta sé nokkurs konar nútima hjátrú,” sagöi Þorsteinn Sæmundsson, st jörnufræöingur, þegar viö ræddum viö hann i gær, en sumir hafa sagt aö mestu ósköpin væru llkleg til þess aö dynja yfir á morgun, 10. mars, þegar homiö sem pláneturnar mynda er nokkru gleiöara en ella. „Þaö er langt siöan þetta kom fyrst upp,” sagði Þorsteinn „og ég hef veriö aö reyna að leiörétta þetta nokkur undanfarin ár og hef bæöi haldið um þetta erindi og skrifaö um þetta i eitthvert blaö. En þetta kemur alltaf upp aft- ur, eins og þessi glima viö heims- endaspárnar sé endalaus. Þótt homið eigi að vera eitthvaö minna en ella nú á miðvikudag- inn, þá er þaö á engan hátt neitt sérstakt. Þetta er enginn atburö- ur I sjálfu sér.” 1 almanaki Þjóövinafélagsi.ns fyriráriði ár getur Þorsteinn sér- staklega um þetta málog minnist á bók þeirra tvimenninganna, Gribbin og Plageman, sem minnst er á hér i þessari umf jöll- un. SegirÞorsteinn þaraö ritsmið þeirra hafi ekki orðið þeim til álitsauka I hópi visindamanna, vegna þess hve frjálslega þeir umgengust staöreyndir. Birti Þorsteinn þar með mynd af inn- byrðis afstöðu reikistjarnanna og fjarlægöir þeirra frá sól þann 10. mars 1982 og latum við hana fylgja hér með. Sé hún borin sam- an viö stóru myndina hér með, verðurljóst aö ekki litur þetta nú jafn iskyggilega út og einhverjir hafa gert sér i hugarlund.. Plútó Uranus • Saturnus Jupiter Mars . . y*nu* • Merkurius Sólin og ál skilti í mörgum gerðum og litum, fyrir heimili og stofnanir. Plötur á grafreiti i mörgum stærðum. Nafnnælur i ýmsum litum, fyrir starfsfólk sjúkrahúsa og annarra stofnana Upplýsingatöflur með lausum stöfum Sendum í póstkröfu SKILTAGERÐIIM ÁS Skólavörðustig 18 Simi 12779.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.