Tíminn - 09.03.1982, Qupperneq 15

Tíminn - 09.03.1982, Qupperneq 15
Þriðjudagur 9. mars 1982 15 íþróttir Enska knattspyrnan: ,Svanirnir7 fikra sig upp töfluna sjöundi sigurleikur þeirra í röð var gegn Stoke Southampton með tveggja stiga forystu í 1. deild ■ „Svanirnir" hans John Toshack fikra sig nú upp stigatöfluna i ensku knattspyrnunni. Swansea bætti sinum sjöunda sigri i röö i safn sitt er þeir sigruðu Stoke á Vetch Field 3-0. Swansea er nú komiö í næst efsta sæti 1. deildar aðeins tveimur stigum á eftir Southamp- ton sem varð að láta sér nægja jafntefli gegn Notts County 1-1. En óvæntustu úrslitin í 1. deildinni ensku á laugardaginn urðu ef- laust úrslitin i leik Liver- pool og Brighton á An- field Road en þar gerði Brighton sér lítið fyrir og lagði meistara Liverpool að velli 0-1. Lið Liverpool lék frekar daufan leik og greinilegt var á leik liðs- ins að þeir ætluðu sér ekki að lenda í neinum meiðsl- um. Liverpool leikur eins og kunnugt er til úrslita í deildarbikarnum á laugardaginn gegn Tottenham og það er viss- ara að geta teflt fram sinu sterkasta liði á þeim vigstöðvum. Skoska landsliðsmiðverðinum hjá Liverpool Allan Hansen varð það á að skora sjálfsmark i leiknum og gerðist það i fyrri hálfleik, þetta mark gerði út- slagið með sigur Brighton. En úrslitin á laugardaginn urðu þessi: 1. deild Brimingham-Man.Utd. 0-1 Ipswich-Everton 3-0 Liverpool-Brighton 0-1 Man.City-Arsenal 0-0 Middlesbro-Wolves 0-0 Notts. Co-Southampton 1-1 Swansea-Stoke 3-0 West Ham-Aston Villa 2-2 Britles skoraði... 2. deild Blackburn-Derby 4-1 Bolton-Cardiff 1-0 Grimsby-Luton 0-0 Newcastle-Barnsley 1-0 Oldham-Rotherham 0-3 Sheff.Wed-Charlton 1-1 Watford-Cambridge 0-0 Þrátt fyrir jafnteflið 1-1 gegn Notts County halda „Dýrling- arnir” enn forystunni i 1. deild. Jafnteflið geta þeir að miklu þakkað gömlu kempunni Alan Ball en hann bjargaði þrivegis á marklinunni er boltinn virtist stefna i markið hjá Southamp- ton. Kevin Keegan markaskor- arinn mikli kom Southampton á bragðið er hann skoraði fyrsta mark leiksins á 34. min. Keegan fékk boltann nokkuð fyrir utan vitateig County,, eldsnöggur vippaði hann boltanum yfir markvörðinn sem staðið hafði framarlega i markinu. Gordon Mair jafnaði metin fyrir County er hann skoraði fyrir þá i upphafi seinni hálfleiks gott mark með skalla. ,/Svanirnir á fljúgandi ferð" Fyrir rúmum fjórum árum voru Swansea i fjórðu deild og fáum hefur eflaust órað fyrir þvi að fjórum árum siðar yrði félagið á meðal efstu liða i 1. deild að berjast um meistara- titilinn það má þvi með sanni segja að liðið sé á fljúgandi ferð. A laugardaginn fengu þeir Stoke i heimsókn á Vetch Field og þeir gerðu ekki garðinn frægan i það skiptið. Swansea hreinlega yfir- Enski bikarinn: Tvö úr 1. deild tvö úr 2. deild eru komin í undanúrslit í bikarnum ■ Sjötta umferðin I enska bikarnum var leikin á laugar- daginn og það er óhætt að segja að Tottenham standi i ströngu þessa dagana, en á laugardag- inn tryggðu þeir sér re'tt til að leika i undanúrslitum eftir að þeir sigruðu Chelsea :$-2. Totten- ham leikur eins og kunnugt er til úrslita við Liverpool i' deildar- bikarnum á laugardaginn, þá eru þeir i Evrópukcppni bikar- hafa og þeir standa vel að vígi i keppninni i 1. deild. Leikur Tottenham og Chelsea á laugardaginn var stór- skemmtilegur. Chelsea sem kom verulega á óvart með þvi að slá Liverpool út i 5. umferð- inni var mun betri aðilinn i fyrri hálfleik i leiknum og undir lok hans uppskáru þeir rikulega er Fillery skoraði beint úr auka- spyrnu. En ekki voru liðnar nema 3 min af seinni hálfleik er Steve Archibald hafði jafnað metin. Tekin var aukaspyrna, Steve Francis markvörður Chelsea varði en hélt ekki boltanum sem hrökk til Archi- bald. Glenn Hoddle bætti öðru marki við fyrir Tottenham eftir aðeins átta minútur, Tottenham virkaði sterkt þennan tima. Enn var Hoddle á ferðinni stuttu sið- ar en hann átti allan heiðurinn af marki Hazzard. En leikmenn Tottenham voru rétt búnir að fagna og koma sér fyrir er bolt- inn lá i markinu hjá þeim og var Alan Mayes þar að verki. Leicester fékk Shrewsbury i heimsókn en bæði þessi félög leika i' 2. deild. A 5. min náði Leicester forystu með marki Larry May en leikmenn Shrewsbury svöruðu þvi með tveimur mörkum, þeirra Bates og Biggins. Stuttu áður þurfti Wallington markvörður Lei- cesterað yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Lynex jafnaði metin 2- 2 og i seinni hálfleik tóku leik- menn Leicester af skarið og bættu við þremur mörkum og þar voru að verki Melrose með tvö og Linekar eitt. CyrilleRegis hinn sterki mið- herji Albion kom Albion á bragðið i' viðureigninni við Coventry. Albion hafði mikla yfirburði yfir Coventry og Gary Owen bætti öðru marki við áður en yfir lauk. Crystal Palace stillti upp sterku varnarliði er þeir sóttu QPR heim i leik þeirra i sjöttu umferð bikarsins. Það gekk vel hjá þeim og Rangers gekk erfið- lega að brjóta á bak aftur vörn þeirra. En nokkrum min fyrir leikslok tókst Clive Allen að brjótast i' gegn og skora sigur- markið. Það verða þvi Tottenham, W.B.A., QPR og Leicester sem leika i undanúrslitum, tvö 1. deildarlið og tvö 2. deildarlið. ■ Kra/.il skoraði mark... spilaði liðið og sigur þeirra hefði getað oröið enn stærri en raun bar vitni, Fox i marki Stoke reyndist framherjum Swansea erfiður varði mjög vel og kom i veg fyrir að lið hans færi með stórtap til baka. Robbie James skoraði tvö mörk fyrir Swansea og Jerome Charles skoraði eitt mark. West Ham fékk Englands- meistara Aston Villa i heimsókn á Upton Park og þar fengu áhorfendur alla vega mörk fyrir aura sina þótt leikurinn sem slikur væri ekki upp á það allra besta. Peter Withe skoraði fyrir Villa en áður en fyrri hálfleik lauk hafði Ray Steward tekist að jafna metin úr vitaspyrnu. Gordon Cowans kom Villa yfir á nýjan leik en Belgiumanninum van der Elst tókst að jafna met- in fyrir leikslok. United í erfiðleikum Manchesler United sótti Birm- ingham heim á laugardaginn en þar hefur þeim gengið frekar erfiðlega undanfarin ár. Þessi heimsókn þeirra á laugardaginn var engin undantekning þar á. United tókst að merja sigur 1-0 og kom markið á 18 min. leiks- ins. Stevenson fyrrum leik- maður hjá Leeds ætlaði að gefa boltann til baka á markvörð sinn en Garry Birtles komst á milli og skoraði. Kevin Moran varð að yfirgefa völlinn undir lok fyrri hálfleiks en hann hafði átt góðan leik fyrir United en þrátt fyrir það var Birmingham sterkari aðilinn i fyrri hálfleik. 1 seinni hálfleik áttu United skot i þverslá og einnig var bjargað á marklinu frá Birtles. Hinum megin á vellinum fékk þversláin einnig að finna fyrir boltanum eftir skot frá Broadhurst. Ipswich sýndi mjög góðan leik er þeir fengu Everton i heim- sókn, John Wark skoraði fyrst fyrir IpsWich en stuttu áður haföi mark verið dæmt af Ever- ton. Engin bönd héldu liöi Ips- wich i seinni hálfleik og þá bættu þeir Allan Brazil og Eric Gates við tveimur mörkum. Leikjum Man. City og Arsenal og leik Middlesboro og Wolves lauk meö markalausu jafntefli. röp-. l.deild ! Southfon .29 16 6 7 53:40 54 Swansea .. 28 16 4 8 43:34 42 Man.Utd. . 27 14 8 5 40:20 50 Ipswich ... 25 15 2 8 47:36 47 Arsenal... 27 13 7 7 22:18 46 Liverpool . 26 13 6, 7 46:23 45 Man.City.. 28 12 8 8 41:31 44 Brighton .. 28 11 11 6 33:27 44 Tottenham 23 13 4 6 39:22 43 Nott.For . . 26 10 8 8 28:31 38 Everton ... 28 9 10 9 34:34 37 WestHam . 27 8 12 7 45:37 36 NottsCo... 27 9 7 11 41:41 34 A.Villa.... 28 8 10 10 32:36 34 Stoke 28 9 5 14 30:39 32 W.B.A 22 7 8 7 28 : 25 29 Birmingh.. 26 5 9 12 36:42 24 Coventry.. 27 6 6 15 36:51 24 Leeds 24 6 6 12 20:38 24 Wolves.... 28 6 6 16 17:45 24 Sunderl. .. 26 4 7 15 18:40 19 Middboro . 26 2 10 14 18:37 16 | 2. deild 1 Luton 26 17 6 3 53:26 57 Watford.... 27 14 8 5 44 : 28 5 0 Rotherh. . ..29 15 3 11 44:34 48 Blackb 30 13 9 8 37:27 48 | Sheff.Wed. .30 13 8 9 38:37 47 Oldham .. ..30 12 10 8 39:33 46 Q.P.R 27 13 5 9 34:23 44 Newcastle ,28 13 5 10 36:29 44 I Charlton . ..30 11 10 9 39:39 43 I Barnsley. ..28 11 6 11 36:27 39 Chelsea ....26 11 6 9 35:35 39 Leieester ..24 10 8 6 33:23 38 Norwich ...28 11 4 13 34:39 37 Cambridge. 28 9 6 13 29:33 33 Bolton 29 9 5 15 25:38 32 Derby Co.,.28 8 6 14 36:54 30 Orient 26 8 5 13 22:32 29 Shcbury.... 25 7 7 11 22:34 28 C.Palace. ..23 7 5 11 16:20 26 Cardiff 27 7 4 16 24:39 25 Grimsby . ..24 4 10 10 26:39 22 Wrexham .. 25 6 4 15 22:36 22j Heildsala Smásala 4t SP0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 Öryggisins vegna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.