Tíminn - 09.03.1982, Page 16
16
Þriðjudagur 9. mars 1982
fþróttir
Heimsmeistarakeppriin í handknattleik:
Rússar sigruðu
eftir fram-
lengdan leik
lentu í erfiðleikum með Júgóslava en sigruðu 30:27
Pólverjar hrepptu þriðja sætið eftir sigur á Dönum
■ (iuArúnu Fcmu óskað til hamingju eftir að hún setti islandsmct á
'Sundmóti Ægis um helgina. Timamynd Ella
Frá Axcl Axelssyni fre'ttaritara
Tlmans á HM i V-Þýskalandi:
■ Það má með sanni segja að
besta liðiö hafi orðið heims-
meistarar, Rússar sem höfðu
verið áberandi besta liðið i
keppninni léku til úrslita við
Júgöslava um heimsmeistara-
titilinn i Dortmund i V-Þýska-
landi á sunnudaginn. Lengi vel i
leiknum leit þó út fyrir að Júgó-
slövum myndi takast að leggja
rússnesku birnina að velli þvi
þegar nokkrar minútur voru til
leiksloka var staðan 22-20 fyrir
Júgóslava. En af miklu harðfylgi
tókst Rússum að jafna leikinn áð-
ur en yfirlauk 23-23og þvi varð að
framlengja i 2x5 min.
1 framlengingunni virtist út-
hald JUgó6lavanna gjörsamlega
að þrotum komið. Rússar komust
i 26-23 en Júgóslavar komust
aldrei nær þeim en tvö mörk. Síð-
ustu mínútur framlengingarinnar
léku JUgóslavarnir maður á
mann en allt kom fyrir ekki.
Rússar sigruðu 30-27 og tryggðu
sér I fyrsta skipti heimsmeistara-
titilinn i' handknattleik.
Mikillar taugaveiklunar gætti
hjá báðum liðum i upphafi leiks-
ins og þá sérstaklega hjá Rússum
Sundmót Ægis:
Guðrún Fema
með tvö met
■ Guðrún Kema Ágústsdóttir
sundkona úr Ægi setti tvö Is-
landsmet á Sundmóti Ægis sem
haldiðvari Sundhöll Reykjavikur
um heigina.
Guðrún Fema setti tslandsmet i
fslandsmótið í blaki:
Þróttur
meistari
Þróttur sigradi annað árið í röð
í 1. deild karla
Stúdfnur sigruðu í 1. deild
■ Þróttarar tryggðu sér hvenna
um helgina islands-
Sigurður
meistari
■ Stangarstökkvarinn snjalli
Sigurður T. Sigurðsson KR varðá
sunnudaginn Islandsmeistari i
stangarstökki innanhúss er hann
stökk 4,70 m á Islandsmótinu sem
haldið var f KR-húsinu.
Siguröur reyndi við 5,15 m en
tókst ekki að fara þá hæð, en við
tilraun si'na varð Sigurður fyrir
meiðslum sem ekki eru alvarleg.
Gisli Sigurðsson varð armar
stökk 4,30 m og Elías Sveinsson
KR varð i þriðja sæti stökk 4,15
m. Gamla kempan Valbjörn Þor-
láksson varð fjórði og stökk hann
fjóra metra.
röp—.
meistaratitilinn í blaki er
þeir sigruðu UMSE 3-1, og
á föstudaginn sigruðu þeir
Víking með sömu tölu.
Þróttur hefur nú hlotið 28
stig en aðalkeppinautar
þeirra Stúdentar geta ekki
halað inn fleiri stig en 26.
Þá hafa Stúdinur tryggt sér Is-
landsmeistaratitilinn i 1. deild
kvenna og er þetta i fyrsta
skipti sem titillinn fellur þeim i
skaut. Þá hefur Bjarmi tryggt sér
rétt til að leika i 1. deild karla aö
ári og að öllum likindum munu
þeir taka sæti Laugdæla á þeim
vigstöðvum en þeir eru svo gott
sem fallnir eftir tapið fyrir Ey-
firðingum um helgina.
röp—.
100 metra bringusundi synti
vegalengdina á 1.15,9 en gamla
metið var 1.16,31. Þá setti hún
einnig met i 50 metra bringusundi
fékk timann 36,2 en gamla metiö
var 36,4.
Ragnheiður Runólfsdóttir IA
setti einnig Islandsmet á þessu
móti, Ragnheiður synti 100 metra
baksund á 1.11.9 en gamla metið
var 1.12,46.
Guðrún Fema Ágústsdóttir
hlaut Afreksbikar mótsins en
hann er veittur fyrir besta afrek
mótsins og fékk hún bikarinn
fyrir metsundið. röp-.
Þór f
1. deild
■ Körfuknattleikslið Þórs
tryggði sér um helgina rétt til að
leika i 1. deild að ári er þeir báru
sigur úr býtum i úrslitakeppni 2.
deildar sem fram fór á Akureyri
um helgina.
Fjögur félög tóku þátt i úrslita-
keppninni auk Þórs, Vestmanna-
eyingar, Breiðablik og Mennta-
skólinn á Egilsstöðum.
Þór sigraði alla keppinauta
sina en i siðasta leiknum gegn
Breiðablik lentu þeir i erfiðleik-
um og þeim tókst ekki að tryggja
sér sigur fyrr en á siðustu
sekúndunni Úrslitin i leikjunum
uröu þessi.
Þór-IV 87-69
IV-IME 78-72
Þór-IME 104-90
IV-Breiðablik 86-84
Þór-Breiðablik 77-76
Leik Menntaskólans og Breiða-
bliks varð að fresta þar sem þeir
fyrrnefndu komust ekki til ieiks.
röp-.
sem áttu hverja feilsendinguna á
fætur annarri i upphafi.
Rússar náðu þó fljótlega foryst-
unni i leiknum komust i 6-4, 8-5 og
10-7. En þá tók Júgóslavneski
markvörðurinn sig til og varði
mjög vel m.a. 5 vitaköst. Júgó-
slavar jöfnuðu 10-10 og þegar
flautað var til hálfleiks var stað-
an 13-12 fyrir Júgóslaviu.
Júgóslavar komust í 14-12,
Rússar gátu jafnað i upphafi
seinni hálfleiks en Belov lét ver ja
frá sér viti. Júgóslavar héldu
þessum tveggja marka mun fram
undir miðjan seinni hálfleik. Úti-
spilarar Rússa áttu ekkieins góð-
an leik nú og i fyrri leikjum þeim
gekk erfiðlega að eiga við vörn
Júgóslava, sérstaklega á þetta
við um Belov fyrirliða Rússa.
Rússar náðu nú samt að jafna
metin 17-17 og siðan er jafnt upp i
20-20 en þá ná Júgóslavar tveggja
marka forystu 22-20 eins og áður
sagði.
Kidjaev og Anpilogow voru
markahæstir hjá Rússum skor-
uðu 5 mörk hvor en Jurina skor-
aði mest fyrir Júgóslava 5 mörk.
Dómgæslan gerði út-
slaiíið
Danir og Pólverjar léku til úr-
slita um 3-4 sætið á mótinu og var
leikur þeirra æsispennandi og
stórskemmtilegur. Fimm þúsund
áhorfendur urðu vitni að ömur-
legri dómgæslu og það er óhætt að
segja að hún hafi gert útslagið
með úrslitin i leiknum.
Rúmensku dómararnir voru
mjög á bandi Pólverja i leiknum
og svo til færðu þeim sigurinn á
siífurfati.
Danir lötu mun betur heldur en
Pólverjarnir og voru þeir oftast
yfir i leiknum, komust i 8-4 en
misstu þá forystu niður i eitt
mark fyrir hálfleik staðan 13-12.
Danir yfir i seinni hálfleik þó
munurinn væri ekki mikill eitt til
tvö mörk. Pólverjar jafna 17-17 og
komast siðan yfir 18-17 og var það
i fyrsta skipti i leiknum. Danir
náðu þó forystunni aftur 20-18 en
Pólverjar jafna 20-20 lokamin
mjög spennandi, 21-21 og 22-22
með ólöglegu marki, steig greini-
lega niður inn i teig áður en hann
skoraði. En dómararnir voru á
öðru máli siðan var dæmd töf á
Dani og einnig á Pólverja. Þá var
dæmt á Christiansen og skömmu
siðar var honum vikið af velli,
nokkrar sdiúndur eftir. Dæmdur
var ruðningur á Pólverja en Dön-
um tókst ekki að nýta sér það.
Pólverjar ná boltanum og þeim
tókst að skora sigurmarkið
nokkrum sek fyrir leikslok.
Rúmenar unnu A-Þjóðverja 24-
21 i keppninni um fimmta sætið og
V-Þjóðverjar sigruðu Spánverja
19-15 i' keppninni um 7 sætið.
Ungverjar sigruðu Tékka*24-18 i
keppninni um 9 sætið og Sviar
lentu i 11. sæti er þeir sigruðu
Sviss 25-17.
Fyrirliði Rússa Belov var kjör-
inn leikmaður mótsins en
Rúmeninn Stinga varð marka-
hæstur skoraði 65 mörk sem er
nýtt met. Næstur honum Kovacs
Ungverjalandi með 56 mörk.
Axel/röp —.
Pétur með
á nýjan leik
Pétur Pétursson skoraði mark
fyrir Anderlecht og Lárus
Guðmundsson var einnig á
skotskónum
■ „Mérgekk ágætlega og þaðer
gaman að vera búinn að fá tæki-
færi á nýjan leik” sagði Pétur
Pétursson knattspyrnumaður
sem leikur með belgiska félaginu
Anderlecht.
Péturog félagar léku um helg-
ina á útivelli við Beringen og lauk
þeim leik með jafntefli 2-2.
„Við vorum yfir2-l þartil 5 min
voru til leiksloka er þeim tókst að
jafna metin, þetta var mikill
klaufaskapur hjá okkur að missa
leikinn niður i jafntefli”.
Pétur kom Anderlecht yfir 2-1
er hann skwaði gott mark með
skalla er 15 min voru liðnar af
seinni hálfleik.
Lárus Guðmundsson landsliðs-
maður úr Vikingi sem leikur með
Waterschei skoraði mark fyrirlið
sitt er Waterschei tapaði fyrir FC
Liege 2-1.
Arnór Guðjohnsen og félagar
hans hjá Lokeren gerðu jafntefli
1-1 gegn Courtrai. Lið Sævars
Jónssonar CS Brugge tapaði 3-0
fyrir Molenbeek og Gent sem
Ragnar Margeirsson leikur með
gerði jafntefli við Antwerpen 0-0.
röp —.
Ragnhildur
sigraði
■ Punktamót kvenna I borö-
tennis var haldið um helgina f
Laugardalshöll en fyrir mótinu
stóðu KR og Orninn.
Ragnhildur Sigurðardóttir
UMSB varð hlutskörpust I
meistaraflokki kvenna, Asta Úr-
bancic Erninum varð i ööru sæti
og Kristín Njálsdóttir UMSB varð
þriðja.
Elísabet ólafsdóttir Erninum
sigraöi il.flokki kvenna, Arna Sif
Kærnesteð varð í öðru sæti og
Gróa Sigurðardóttir KR varð i
þriðja sæti.
röp —.