Tíminn - 09.03.1982, Qupperneq 22

Tíminn - 09.03.1982, Qupperneq 22
Þriðjudagur 9. mars 1982 22 eftir helgina Af hverju er ekki byggt í Videy? ■ Þeir sem halda upp á gömul hús og sinna friðun rottunnar hafa margt þarfa- verkið unnið. Þeir hafa hindr- að það að sögufræg hús eins og Fjalakötturinn og Bernhöfts- torfan hyrfu, og núna eru þeir búnir að tryggja Grjótaþorp- inu öllu eilift lif. Enekkier þviá hinn bóginn að leyna, þó að þessi mannúðarstefna sé góð fyrir rottugang og gömul hús, þá hefur hún lilca sina skipulags- legu vankanta. Borgaryfir- völd hafa orðið að taka upp sérstaka jöklastefnu handa fólki meðpunkta ervill byggja sér ný hús i höfuðborginni. Þannig er búið aö byggja i snjóþyngslum i Breiöholts- jökli, i Arbæ, og þótt viö á Sól- vallagötunni vilum naumast af vetri, þá mætum viö oft bil- um i miðbænum á snjólausum dögum, sem eru meö þykka klakabrynju á sér, eins og þeir séu að koma úr Þrengslunum, eða norðan af Holtavöröu- heiöi, en eru svo eítir á aö hyggja aöeins að koma úr hrakningshverfum borgar- innar, eða úr Breiðholti og Hraunbæ. Ötrúlega mikill munur er nefnflega á veðurlagi á lág- lendi höfuöborgarinnar og heiðarbyggðinni. Og nú virðist enn eiga að hefja nýjan jökla- búskap. Nú við Rauðavatn og við Golfvöllinn. Þar verður hægt að moka miklum snjó þegar frammi sækir. Menn hafa þó um nokkurt skeið reynt að leysa þessi mál með öðrum hætti. Talað er um að fá land hjá rikinu, sem á þægileg lönd i Grafarholti, eða meö ströndinni i átt aö Gufu- nesi, og talað er um byggða- þéttingu.sem er reyndar þeg- ar hafin, og mælist vel fyrir i landi, þar sem bensin hækkar nær þvi i hverri viku. Alþýðu- bandalagið vill byggja á Rey kjavikurflugvelli og í varplandinu í Vatnsmýrinni, suður af Norræna húsinu, allt eins vel þótt Reykjavikurflug- völlur sé einn fjölmennasti vinnustaður borgarinnar og skapi ómældar tekjur fyrir borgina. Ekki skal þó farið frekar út i þá sálma,en mig langar þd til að vekja athygli á einum stað, sem aldrei er talaö um, þegar rætter um ný byggingasvæði, en það er Viðey og Engey. Þar voru áður höfuðból. Skúli Magnússon létreisa Við- eyjarstofu, eitt veglegasta hús landsins þar árið 1753 og bjó frekar i' tjaldi á meðan, en i Bessastaðastofu, sem þó fylgdi hans embætti. 1 Viðey er mikil saga, bæði í andlegu lífi og veraldar- amstri. Milljónafélagið reisti þar mikla starfsstöð árið 1907 og rak þar útgerð, og þar voru tvær hafskipabryggjur, áður en slik bryggja varð til i Reykjavikurhöfn. Voru skipa- komur þar um 400 á ári og um 60.000 tonn af vörum fóru um þessar bryggjur. Starfaði félagið með miklum blóma, einkum á árunum 1910-1913. Farið var á bátum mflli lands og eyjar, alveg eins og nú er gjört, en brú var aldrei gjörð út i Viðey, A hinn bóginn virðist það al- veg hafa gleymst að á vorum dögum er auðvelt að brúa út I Viðey,og þarflildega til þess færriýtur.eða ýtutima en fer i að halda snjóruðningi við i Ar- bæ og Hraunbæ i heilt ár. Grynningar eru bæði við land i Gufunesi og i austanveröri Viðey, þannig að ekki þarf annað en að brúa álinn milli lands og eyjar. Þarna má gjöra glæsileg ibúðarhverfi og lika starfsstöövar, leggja heitt vatn og rafmagn, og nægjan- leg jarðefnieru ígrenndinni til að nota i akveg, eða brúar- sporða. Eg veit ekki hvort þetta plan gengurá hagsmuni rottunnar í bænum, eða almenn friðunar- sjónarmið, en ekkert þarf þó að rifa. Viðeyjarkirkja er i góðu standi og Viðeyjarstofa i viðgerð, en þetta eru ein virðulegustu hús landsins. Ef til vill ætti borgarstjóri Reykjavikur að eiga heima i Viðeyjarstofu, þegar allt er komið i kring, og eru þá bæði Viðeyjarstofa og Bessastaða- stofa sömu höfuðból og þau voru á 18. öld. Þarna fengjust sjávarlóðir góðar, og snjólett er i Viðey, það vita allir, og siðarmeir mætti færa byggðina út i Eng- ey, með tengingu við hana úr Viðey. Þarna eru mikil lönd og ólikt hentugri til búsetu en holtin ofanvið Reykjavik. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson, rithöfundur skrifar flokksstarfið Bingó Félag ungra framsóknarmanna heldur bingó n.k. sunnu- dag kl. 14.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18. FUF Reykjavik. Skagfirðingar — Sauðárkróksbúar Almennur stjórnmálafundur verður i framsóknarhúsinu Sauðárkróki laugardaginn 13. mars kl. 13.30. Steingrimur Hermannsson formaöur Framsóknarflokks- ins og alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson og Ingólíur Guðnason. Framsóknarfélag Skagafjarðar. Borgarnes nærsveitir Næstkomandi föstudagskvöld hefst 3ja kvölda keppni i félagsvist. Spilað veröur föstudagaan 12. mars, 25. mars og 16. april. Hefst kl. 20.30 öll kvöldin. Framsóknarfélag Borgarness. Akranes Fulltrúaráðsfundur Framsóknarfélagsins á Akranesi verður haldinn miövikudaginn 10. mars kl. 21.00 i Fram- sóknarhúsinu Sunnubraut. Dagskrá: 1. gengið frá framboðslista fyrir n.k. bæjarstjórnarkosn- ingar. 2. Onnur mál. Stjórnin Viðtalstimi borgarfulltrúa Páll R. Magnússon fulltrúi i stjórn Verkamannabústaða og atvinnumálanefnd Reykjavikur og Valdemar Kr. Jóns- sonformaður veitustofnana verða til viðtals aö Rauðarár- stig 18laugardaginn 13. mars milli kl. 10 og 12. Fulltrúaráð Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur Framsóknarfélag Reykjavikur heldur aöalfund sinn, fimmtu- daginn 11. mars 1982kl. 20.30, að Rauðarárstig 18 kaffiteríu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Samkvæmt lögum félagsins skulu tillögur um menn i fulltrúaráð hafa borist eigi siðar en tveim dögum fyrir aðalfund. Tillaga stjórnar um aðal- og varamenn i fulltrúaráð fram- sóknarfélaganna i Reykjavik liggur frammi á skrifstofunni að Rauðarárstig 18. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur. Hafnfirðingar og nágrannar 3ja kvölda spilakeppni verður i Iðnaðarmannahúsinu Linnetsstig 3, 4. mars 18. mars og 2. april óg hefst kl. 20.30 hvert kvöld. Kvöld-og heildarverölaun. Mætið stundvislega. Allir vclkomnir Framsóknarfélag Hafnarfjarðar. Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Blönduósi föstudaginn 12. mars 1982 kl. 21.00 A fundinn mæta: Steingrimur llermannsson samgöngu og sjávarútvegs- ráðherra og alþingismennirnir: Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðnason. Allir velkomnir Framsóknarfélögin Austur-Húnavatnssýslu Framsóknarvist — Ferðakynning Félag framsóknarkvenna i Reykjavik heldur fund 11. mars að Hótel Heklu kl. 8.30 Spiluð verður framsóknarvist og Samvinnuferðir-Land- sýn verða með ferðakynningu m.a. sýna þeir kvikmynd. Fjölmennið og takið með ykkur gesti Stjórn F.F.K. Scanía 111 ’80 2ja drifa. Frambyggður, kojuhús sindrapallur 5.40 m. Kranapláss. Ekinn 50 þús. Skipti möguleg. Upplýsingar i sima 95-5514. Kvikmyndir Sími78900 Fram i sviðsljósið (Being There) f\ I Grlnmynd i algjörum sérflokki. I Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk hun tvenn Oskarsverðlaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aðalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas, Jack Warden. Islenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 3, 5,30, 9 og 11.30. Endless Love Enginn vafi er á þvi aö Brooke Shields er táningastjarna ungl- inganna i dag. Þiö muniö eftir henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- I bær mynd. Lagiö Endless Love er til útnefningar fyrir besta lag i kvikmynd í mars nk. | Aöalhlutverk: Brooke Shields, I Martin Hewitt, Shirley Knight. Leikstj.: Franco Zeffirelli. ' Islenskur texti. aýnd kl. 3.05, 5.20, 7.20 9.20 Og 11.20. A föstu (Going Steady) Frábær mynd umkringd Ijóman- um af rokkinu sem geisaöi um 1950. Party grin og gleöi ásamt öllum gömlu góöu rokklögunum. Bönnuö börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10. íslenskur textí. Halloween T. Halloween ruddi brautina i gerö hrollvekjumynda, enda leikstýrir hinn dáöi leikstjóri John Carpen- ter (Þokan). Þessi er frábær. Aöalhlutv.: Donald Pleasence, Jamie Lee Curtis, Nancy Lomis. Bönnuö börnum innan 16 ára. Islenskur texti. Sýnd kl. 9.10 og 11.10. Trukkastríðið (Breaker Breaker) Heljarmikil hasarmynd þar sem trukkar og slagsmál eru höfö I fyrirrúmi. Fyrsta myndin sem j karate-meistarinn Chuck Norris ! leikur I. Aöalhlutv.: Chuck Norris, George Murdoch, Terry O’Connor. | Bönnuö innan 14 ára. lslenskur texti. Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 7.15. Dauðaskipið (Deathship) Þeir sem lifa þaö af aö bjargast úr draugaskipinu, eru betur staddir aö vera dauöir. Frábær hrollvekja. Aöalhlutv.: George Kennedy, Richard Crenna, Sally Ann How- es. Leikstj. Alvin Rafott. Bönnuö börnum innan 16 ára. íslenskur texti. Sýnd kl. 9.15 og 11.15.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.