Tíminn - 21.03.1982, Page 2

Tíminn - 21.03.1982, Page 2
2 Sunnudagur 21. mars 1982. f ólk I listu m j „Naflaskoðun” * — segir Isak Harðarson um ljóðabók þá sem hlaut viðurkenningu í samkeppni AB ■ Úrslit i bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins i tilefni af 25 ára afmæli félagsins voru kynnt nú um daginn. Einar Már Gubmundsson fékk fyrstu verð- laun fyrir skáldsögu, séra Bolli Gústavsson önnur verðlaun fyrir eitthvert sambland af prósa og ljóöi, en sérstaka aukaviðurkenn- ingu hlaut Isak Harðarson fyrir ljóðabók. tsak þennan þekktum við ekki af fyrri bókmenntastörf- um og það gera liklega fæstir. Við hringdum þvi i tsak og spurðum: — tsak. Hver ert þú? „Hver ég er? Hvað viltu vita? Ég er fæddur árið 1956, stúdent úr menntaskóla og hef dútlað við rit- störf i nokkuð mörg ár, einn úti i minu horni. Það hafa aðeins birst eftir mig áður tvö ljóð og ein smá- saga. Hvaðget ég sagt þér fleira? Jú, ég vinn fyrir mér sem gæslu- maður á Kleppi”. Spurði nú Isak blaðamanninn á móti hvað hann væri gamall. — Ég? Tuttogeins, en... „Ljóðin eru naflaskoöun. Þetta er heil ljóðabók sem skiptisti þrjá kafla en þema þeirra allra er hið sama”. — Já, hvert er þema bókarinn- ar? Ég sá það i blaðaviötali að þú ert ekki fyllilega sammála dóm- nefnd Almenna bókafélagsins. „Nei, þeir töluöu um að þetta væri leit að guöi en ég lit ekki svo á. Fremur leit að lifstilgangi. Þessi bók veltir fyrir sér spurn- ingunni sem vaknar áreiöanlega meö öllum á unglingsárum: Hver er ég?” — Já, við vorum búnir að vikja aö þvi. En hvenær eru þessi ljóð ort? „Þau eru ort á nokkuö löngum tima. Hins vegar tók ég þau til endurskoðunar á siðasta ári og umritaði þá nokkur þeirra. Ljóðin eru flestöll óbundin aðeins eitt eða tvö eru rimuð. Nú, þótt ég miöi þau fyrst og fremst við sjálf- an mig vona ég að aðrir geti séð sjálfa sig i þeim lika. Annars hefði ég varla fengið þessa viður- kenningu” — Væntamá þess að viðurkenn- ingin verði þér hvatning til frek- ari ritstarfa er ekki svo? „Það vona ég. Mig langar að halda áfram að skrifa og á raunar nokkur ljóð og þrjár fjórar smá- sögur á lager. Þá er ég með hug- mynd að lengri sögu i hausnum en vil ekkert segja um hana eins og er”. — Að lokum, tsak. Veistu til þess að þú hafir orðið fyrir veru- legum áhrifum frá einhverju ljóð- skáldi innlendu eða erlendu? „Ja, það sagði einhvern tima gáfaður maður að öll innhverf ljóðskáld hljóti að verða fyrir ein- hverjum áhrifum af Steini Stein- arr. Sjálfur var ég um tima mjög hrifinn af Steini svo ég þræti ekki fyrir það. Hins vegar stæli ég engan visvitandi”. — Vertu sæll, ísak. —>j Alþjóðleg brúðuleikhúshátíð á Kjarvalsstöðum: Brúður fyrir börn og fullorðna ■ A laugardaginn 20ta mars hefst á Kjarvalsstöðum mikil og alþjóðleg brúöuleikhúshátiö sem stendur þar út vikuna. Vist er að aldrei hefur borið jafn vel i veiði fyrir aðdáendur brúðuleikja hér, auk islenskra brúðusýninga munu leika gestir frá Bandarikj- unum, Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Við getum þessara erlendu brúðuflokka að nokkru hér að neöan, en áður en lengra er haldiö er rétt aö reyna að leiörétta þann misskilning að brúðuleikhús sé einvörðungu fyrir börn, á hátið- inni verða jafnt fullorðins- sem barnasýningar og að sögn aö- standenda hátfðarinnar eru sum- ar sýningarnar ekkieinu sinni viö hæfi barna. Frá Bandarikjunum kemur Eric Bass, en sá hefur að auki getið sér gott orð viða i Evrópu. Bass er allt i senn, leikritahöfundur, stjórnandi og leikari, en hér sýnir hann þrjá þætti sem allir fjalla um dauðann á einn eöa annan hátt, þeir heita Gamla konan Maya, Gamli skósmiðurinn Zeydl og Gamli munkurinn Mon. Frá Montélimar i Frakklandi kemur brúðuleikhúsið „Theatre du Fust” Það stofnuðu þau Nathalie Roques, og Emile Valantin árið 1976 og hafa sér til fulltingis listamenn úr ýmsum öðrum greinum, tónlistarfólk, leikara.listmálara og hugvits- menn. Hér sýnir flokkurinn leik sem bæði er ætlaður börnum og fullorönum, Söguna um Mela- mopus, sem er byggður á fornri griskri sögu. Þetta er fjörleg og litrik sýning og flokkurinn hefur sýnt viöa um Frakkland og Evrópu og unniö til margháttaðra verðlauna. Gamalreyndur brúðuleikhús- maður sem hingað kemur er Al- brecht Roser sem búsettur er i Stuttgart i Þýskalandi. Hann hef- ur starfað við brúðuleikhús allar götur frá 1951, og sýnt viöa um heim m.a. i Suður- og Norður- Ameriku, Astraliu og Asiu. Hann hefur einu sinni áður gist Island og sýnt hér. t þetta sinn ætlar hann að sýna Gústaf og fé- laga hans, sýningu sem byggist mest á látbragðsleik og saman- stendur af 14 smáþáttum með streng jabrúðum. Sýningar Rosers eru eingöngu ætlaðar fullorðnum og þvi hefur hann sett aldurslágmarkið 15 ár. Auk þess mun Roser halda hér fyrirlestur og halda stutt námskeiö. Brúðuleikhúsið „Theatre Gren- ier-Merinat” var stofnað árið 1969 i Sviss, en flutti siðar til Kanada þar sem það starfar nú. Flokkur- inn hefur tekið þátt i leikbrúöu- hátiöum i Evrópu og Ameriku og komið fram i sjónvarpi i Sviss og Kanada. Hér munu aðstandendur þess, þau Eric Merinat og Isa- belle Grenier sýna brúðuleikinn Moonsong sem hvort tveggja er ætlaður börnum og fullorðnum. Auk þess munu þau hafa sýni- kennslu i pappirsbrúðugerð á Kjarvalsstöðum siðdegis á sunnudag. Þau Þórunn M. Magnúsdóttir og Viðar Eggertsson munu sjá um kynningar á erlendu brúðu- sýningunum. tslenska framlagið á leikbrúðu- hátiðinni er sist veigaminna. Leikbrúðuland mun frumsýna brúöuleiki sem eru byggðir á þremur islenskum þjóðsögum undir stjórn Þórhalls Sigurðsson- ar og með aðstoð ágætra leikara og tónlistarmanna. Það eru þjóð- sögurnar Atján barna faðir i álf- heimum, Sagan af Gipuog Sögur af Sæmundi fróða. Höfundur og stjórnendur brúða eru þær Hall- veig Thorlacius, Bryndis Gunn- arsdóttir, Erna Guðmarsdóttir og Helga Steffensen. Auk þess mun Leikbrúðuland syna brúðuleikina Krakkar i götunni, Hátið dýranna og Eggið hans Kiwi, en þessar sýningar hafa áður verið á dag- skrá flokksins. Auk þess mun Islenska brúðu- leikhúsið frumsýna tvo þætti — Gamla konan og Kabarett, en höfundur og stjórnandi beggja er Jón E. Guðmundsson. Forseti Isfands Vigdis Finn- bogadóttir opnar brúðuleikhús- hátiðina á Kjarvalsstööum klukk- an 13.30 á laugardag, en klukkan 14 verður tekið til óspilltra mál- anna, þá mun Leikbrúðuiand sýna þrjár þjóðsögur og Grenier- Meriniat leikhúsið Moonsong. Siðan verða sýningar á hverjum degi á Kjarvalsstöðum, tvær til fjórar á dag, fram á sunnudaginn 28da mars. ■ Úr sýningu Albrechts Rosers frá Stuttgart „Gústaf og félagar hans”. ■ Móðirin flengir umskiptinginn i sýningu Leik- brúðulands sem er byggö á þjóðsögunni „Atján barna faðir f álfheimum” Illglyrna gefur út tímarit — Hér eru á ferð súrrealistar ■ Súrrealisminn dauður, úr sér genginn, úreltur? Oldungis ekki. Það er að minnsta kosti álit nokk- urra ungra manna sem undanfar- in ár hafa duflað við súrrealism- ann og stofnað félagsskap til áréttingar stefnu sinni. Medúsa heitir félagið, eftir frægri ill- glyrnu úr griski goðafræöi og var engum hollt að horfa um of i augu henni. Hvort félagiö veröur með tiö og tima jafn afdráttarlaust er svo annar handleggur — ekkert mundu hinir ungu menn hafa á móti þvl. Þeir hafa nú hleypt af stokkum timariti og er það kynnt hér og nú: Hinn súrrealiski upp- skurður. Nú væri synd að segja að súr- realistar þessir gengju almenni- lega frá riti sinu og með öllu óljóst hvurjirstanda aðhverju: Medúsu og Uppskurðinum. Þessir eru skráðir I Medúsu: Einar Melax, Jóhamar, Matthias S. Magnús- son, Ólafur J. Engilbertsson, Sjón og Þór Eldon. Er kemur aö Upp- skurðinum er listinn lengri og ókunnuglegri, þó rákum við þar augun I nafn Jóhanns Hjálmars- sonar, borgaralegs skálds, en umsjón með þessu fyrsta hefti hafði sá maður sem kýs að kalla sig Sjón. A fyrstu siðu inni blaðinu stend- ur, og er merkt öllu samfélagi ill- glyrnunnar: „Við erum þátttak- endur i sameiginlegu ævintýri sem heitir Súrrealismi og hófst með gruninum um að ekki væri allt með felldu. V ið berjumst fyrir frelsi mannsins til að lifa og deyja á sama hátt og hann dreymir.” Og það gera þeir með ýmsum hætti það sem eftir er. Þess má geta aö lokum að aöstandendur tímaritsauglýsa eftir efni og gefa upp heimilisfang við látum þaö fljóta með: H.S.U., c/o Sjón, Bárugötu 40, 101 Reykjavik. Nú blómstrar Breton i gröfinni, lik- ,ega' —íj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.