Tíminn - 21.03.1982, Síða 4

Tíminn - 21.03.1982, Síða 4
4 Sunnudagur 21. mars 1982. ■ Don Quijote eöa Don Kikóti er ofarlega á baugi á tslandi þessa dagana: Um jólin kom út fyrsta bindiöi þjíöingu Guöbergs Bergs- sonar á þessu eiliföarverki Cer- vantesar, riddarinn sjónum- hryggi er teiknimynd fyrir börn og fulloröna i sjónvarpi á hverj- um laugardegi og nú frumsýnir Alþýöuleikhúsiö Don Kfkóta i leikgerö Bretans James Saund- crs. Litum tyrst a riddarann hugumstóra, Don Kikóta sjálfan, þótt hann þurfi vart aö kynna og höfund hans og skapara Miguel de Cervantes. Cervantes fæddist i septembermánuöi 1847 I bænum Alcalá de Henares á Spáni en faöir hans var þar lyfsali og skottulæknir, sem var á eilifum flótta undan lánadrottnum sinum. 16ára gamall var Cervantes sett- ur ásamt yngri bróöur sinum i Jesúitaskdla i Sevilla. Þar fór hann aö fást viö yrkingar og orti meöal annars minningarljóö um Isabellu drottningu sem birtist i safni ljóöa sem kennari hans einn haföi umsjón meö. En Cervantes var langt i frá stilltur unglingur. Þegar hann stendur á tvitugu lendir hann i deiium viö mann nokkurn og þeir heyja einvigi. Þótt slikt væri dag- legt brauö á Spáni á dögum Filippusar annars var Cervantes svo óheppinn aö berjast á for- boönu svæöi og var af þeim sök- um tekin fastur og dæmdur til aö missa hægri hönd sina og i þokka- bót I 10 ára Utlegö. Hann sá sér þann kost vænstan aö flýja, fór til Rómar þar sem hann gat sér gott orö sem her- maöur. Hann særöist nokkrum sinnum i bardögum og missti meöal annars máttinn i vinstri höndinni. Ariö 1575 hélt hann aftur til Spánar meö galeiöunni Sol. En Uti á rúmsjó ráöast sjó- ræningjar á skipiö og Cervantes og bróöir hans Rodrigo eru teknir höndum og fluttir til Algeirsborg- ar. 1 fimm ár var Cervantes fangi Hundtyrkjans. Hann reyndi fjórum sinnum að flýja en var á- vallt gripinn aftur. Á meöan reyndi fjölskylda hans á Spáni aö safna saman fé af litlum efnum til aö leysa bræðurna úr haldi, en tókst einungis að frelsa Rodrigo, en vegna skjala sem fundust á Arnar Jónsson sem riddarinn sjónumhryggi og Borgar Garöarsson sem Sankó Pansa skrifa þetta, stepd ég meö annan fótinn i Istaöinu, ég heyri hryglu dauöans. 1 gær var méí veitt siöasta smurning, en i dag rita ég þetta: timinn er naumur, hryglan vex, vonirnar dvina og þar af leiðandi held ég lifinu uppi að þeirri löngun sem ég hef til að lifa. Fjórum dögum siöar, 23ja april 1616, dó Cervantes sinum jarö- neska dauöa, en verk hans lifa á- fram betra lifi en flest handaverk manna. Don Kikóti og meðreiöarsveinn hans Sankó Pansa eru löngu búnir aö eignast sjálfstætt lif utan bókar Cervantesar, þeir eru táknmyndir og erkitýpur, eöa likt og Guöbergur Bergsson sagöi eitt sinni viötali —að Don Kikóti væri I senn Ölafur Thors, Einar 01- geirsson, Churchill, Lenin og fleiri slikir, leiðtoginn og loft- kastalasmiöurinn, og Sankó Pansa viö hin sem fýlgjum eftir I blindni, knúin áfram af óræðum fyrirheitum. Don Kikóti er smá- höföingi i spánskri sveit sem yfir- gefur heimili sitt og bú eftir aö hafa lesiö yfir sig af riddarasög- um og fer Ut i heim likt og hinir sögulegu riddarar, staöráöinn i aö vinna réttlætinu og hinu góða gagn i nafni Dúlsineu hinnar fögru, þeirrar sem kunni allra kvenna best aö pækla svínakjöt i Mancha-héraöi. Don Kikóti, hinn óbrotgjami og seinheppni hug- sjónamaöur, eignast siöan nauö- synlega og frábæra móthverfu i Sankó Pansa, sem allur er upp á veraldlega visu og reynir af veik- um mætti að verja meistara sinn skakkaföllum. Og þótt þau fjöl- mörgu ævintýri sem þeir félag- amir rata i séu flest heldur spaugileg, fer ékki hjá þvi aö harmskopleikurinn veröi manni hvaö minnisstæöastur aö loknum lestrinum. Don Kikótar þessa heims eiga oftastnær ill örlög i vændum. Höfundur leikgeröarinnar, James Saunders, er Lundúnabúi, fæddur 1925. Hann er efnafræö- ingur aö mennt, en hóf aö semja leikrit um 1950 og 1963 fékk hann meðbyr með leikritinu „Next Time ITl Sing to You”, sem Þjóöleikhúsiö sýndi i Lindarbæ haustiö 1966 undir nafninu „Næst skal ég syngja fyrir þig”. Eftir Sitthvað má Sanki þola — eða Don Kíkóti í Alþýðuleikhúsinu Cervantes var hann metinn til hærra lausnargjalds. Þegar loks tókst aö kaupa hann úr ánauðinni er sagt aö Cervantes hafi i bók- staflegri merkingubeöiö i hlekkj- um á hafnarbakkanum eftir þvi aö vera fluttur þræll til Austur- landa. Hann var loks frjáls maöur og heföi getaö tekiö sér i munn þau orö sem hann lét Don Kikóta segja mörgum árum slðar: „Sankó vinur. Frelsiö er einhver sú dýrmætasta gjöf, sem himnarnir hafa veitt mannkyn- inu: allir þeir fjársjóöir sem jörð- in ber i skautisér eöa eru fólgnir i djúpum hafanna eru ekki sam- bærilegir viö þaö. Fyrir frelsiö, sem og fyrir heiöurinn, ætti hver og einn aö fórna lifi sinu og lita á frelsisskeröingu sem þaö versta senrt lifiö getur boöiö.” Cervantes sneri aftur til Mad- rid 1580 og haföi fyrst lifsviöur- væri af ýmsum smástörfum, en varö litið ágengt sem ljóöskáld og leikritahöfundur, sem hugur hans þó heigöist til. En betri timar komu I liki stöndugrar bónda- dóttur, Catalinu aö nafni, sem hann gekk aö eiga áriö 1584. Aöur haföi hann aö visu eignast dóttur meö leikkonu nokkurri, sem vart hefur talist mjög viröulegt. Eftir hjónabandið haföi hann friö og einhver fjárráö til aö helga sig skriftum. Áriö eftir kom út fyrsta skáldsaga hans La Calatea, hjarölifssaga að þeirra tima hætti. Hann skrifaði einnig leik- rit, en féll þar óhjákvæmilega I skuggann af öörum snillingi sem kom fram um svipaö leyti, ööru höfuðskáldi Spánverja, Lope de Vega. Frá 1587 til 1594 haföi Cervantes umsjón meö birgöa- og vistasöfn- un fyrir spánska flotann, flotann ósigrandi, en varö litiö ágengt. Snauöir bændur voru tregir til aö láta af hendi afuröir sinar og sagt er að oftsinnis hafi Cervantes staöiö andspænis hópum æstra ■ Sankó á asna sfnum og Don Kikóti á merinni Rosinante. þorpsbúa i uppreisnarhug. Þaö er ekki aö vita hvort bókhaidiö hjá Cervantes var I ólestri eða hvort hundurinn lá annars staöar graf- inn, en alla vega var hann sakað- ur um misferli og dæmdur til tveggja og hálfs mánaðar fang- elsisvistar áriö 1597. Sagt er að hann hafi byrjaö að skrifa söguna af Don Kikóta i fangelsinu og þaö er vist aö þótt hann hafi unnið flotanum mikla litiö gagn þá safnaöi hann öörum og veiga- meiri forða á yfirreið sinni um Spán — þekkingu á mannfólkinu og hugarheimi og ytri aöstæöum. Ekki svo þarflitiö vegarnesti þegar skrifa skal mikil skáld- verk. Næst þegar fréttist af Cervant- es, I byrjun árs 1603, býr hann i borginni Valladolid og er önnum kafinn viö aö skrifa fyrsta hluta Don Kikóta, sem út kom 1605. Á nokkrum mánuðum tókst Don Kikóta og skjaldsveini hans að sigra hug og hjörtu Spánverja, þótt fræöimenn og menningarvit- ar létu sér fátt um finnast. Les- endurnir fundu þó að titlinum og sögöu aö betra væri: Don Kikóti og Sankó Pansa. „Þvi Sankó er jafn merkilegur og húsbóndi hans og skemmtir okkur og huggar jafnvel meir.” Þrátt fyrir að fyrsti hluti verks- ins ætti svo mikilli velgengni aö fagna liöu 10 ár þar tilannar hlut- inn birtist, ekki fyrr en árið 1614, en honum var tekiö af sama fögn- uöi og fyrri hlutanum. En þrátt fyrir velgengni sina sem rithöf- undur var Crevantes svo snauður þegar ævi hans tók að halla aö hann átti ekki þak yfir höfuöið. Hann og kona hans voru til húsa hjá góöviljuöum presti, Francisco Martinez. En þótt lif hans heföi verið viöburöarrikt og mótviörasamt tók hann ekki manninum með ljáinn fagnandi. 19da april 1616 skrifaði hann vini sínum: „Göfugi herra, þegar ég ■ Sankó sem ekki þykir verra aö fá sér i staupinu skeggræöir viö ræningja sem er leikinn af Bjarna Ingvarssyni. það sneri hann sér alfariö aö leik- ritasmiö og 1969 var frumsýnt leikrit hans „The Travails of Sancho Panza” eða Sitthvað ma Sanki þola”, sem hér heitir ein- faldlega Don Kikóti. Leikgerð Saunders á meistaraverki Cer- vantesar byggir einkum á fyrri hluta sögunnar um Don Kikóta. Þeir Don Kikótiog Sankó leggja i margar og glæsilegar glæfrafarir i bók Cervantesar, en i leikgerð- inni er feröin aöeins ein — nokk- urs konar samnefnari allra ferða þeirra félaga. Þó styöst Sanders næstum eingöngu viö atburði, persónur og texta skáldsögunnar, en hagræöir einungis þannig að betur hæfi leiksviöi. Eins og bókin spannar leikritiö vittsviö tilfinninga, allt frá glensi og galskap til dýpsta harms. Þó kallar höfundurinn þetta „alþýö- iegan gleöileik” og þaö réttilega þvi þeir félagar hafa lag á þvi aö vera spaugilegir, jafnvel i sinum verstu hrakförum. Þaö er Karl Guömundsson leikari sem hefur þýtt leikgerð James Saunders á Don Kikóta á islensku af mikilli iþrótt. Þór- hildur Þorleifsdóttir er leikstjóri, en búninga og fjölmargar grimur geröi Messiana Tómasdóttir. Tónlistin sem undirstrikar sýninguna er eftir Eggert Þor- leifsson. Þaö er Arnar Jónsson sem fer meðhlutverk Don Kikóta en Borgar Garöarson leikur Sankó. lýmsum öörum hlutverk- um eru þau Bjarni Ingvarsson, Borgar Garöarsson, Eggert Þor- leifsson, Guömundur ólafsson Helga Jónsdóttir og Sif Ragn- hildardóttir. Frumsýningin var i gær, föstudag, en aftur veröur sýnt á sunnudaginn 21sta mars. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.