Tíminn - 21.03.1982, Side 23
Sunnudagur 21. mars 1982.
23
aiBHIEL
(Í/1RCL4MARQLEZ
, Crónica
deunamuerte
anunciada
■ Garbicl Garcia Márquez
minnstu mótmælin gegn valda-
ráni Pinochets. NU hefur Garcia
Márquez aö visu brotið heit sitt,
eins og við höfum skyrt frá i
Helgar-Tímanum: hann hefur
gefið Ut skáldsöguna Crónica de
una muerte anunciada sem fer
sigurför um heiminn. Likt og
Garcia Márquez — og raunar
flestir aðrir höfundar i Suður-
Ameriku — var Vargas Llosa
upphaflega vinstri sinnaður en
leiðir þeirra hafa nU skilið.
Garcia Márquez er enn harður
stuðningsmaður Fidels Castro á
Kúbu en langt er siðan sú afstaða
hans var fordæmd af Vargas
Llosa.sem hefur gagnrýnt vinstri
sinnaðarithöfunda fyrir að styðja
alræðisstjórnir kommúnista en
ráðast aðeins gegn hægri sinn-
uðum herforingjastjórnum. „bað
eru ekki til góðir pyntingameist-
arar”, segir hann, „aðeins vond-
ir”.
En þótt flestir rithöfundar álf-
unnar hafi hugann svo mjög við
pólitik fer þvi fjarri að verk
þeirra séu bundin á einn og sama
klafann. Eldgamlar goðsögur frá
Kólombiu hafa haft áhrif á fjölda
höfunda um alla álfuna en aðrir
segjasteiga afriskri hefð skuld að
gjalda. Evrópskar og bandarisk-
ar bókmenntir hafa sömuleiðis
haft mikil áhrif. „Það þjóðfélag
sem Faulkner skrifaði um er
mjög skylt okkar þjóðfélagi”,
segir Vargas Llosa. „Hann dró
upp mynd af þjóðfélagi ofbeldis
og goðsagna,þjóðfélagi sem þjá-
ist”.
Þjáningin i bókmenntum hefur
varpað skýru ljósi á allar þær
andstæður sem rikja i Suður-
Ameriku. Hefð/nútimi, goð-
sögn/raunveruleiki — þessar
mótsagnir eru sjaldan viðs fjarri i
suður-ameriskum bókmenntum.
Til að flýja óþolandi ástand geta
persónur skáldsagna skyndilega
tekið upp á þvi að fljúga til himna
— eins og gerðist i Hundrað ára
einsemd — og þvi er lýst likt og
það sé jaf n eðlilegt og s jálfsagt og
að kona þvoi þvott. Tilhneiging
höfunda til að draga fram hið
yfirnáttúrulega en lýsa þvi með
aðferðum realismans er fræg orð-
in um allan heim — Borges var
einna fyrstur til þessa.
Nvjar bækur García
Márquez og Vargas
Llosa
Grimmd og kúgun eru einnig
óaðskiljanlegur þáttur i þessum
verkum. Söguhetjurnar i bókum
Garcia Marquez, Haust patriar-
kans og Miguel Angel Asturias,
Forseti lýðveldisins eru rudda-
legir einræðisherrar. Og i bókum
Fuentes, Manuel Puig, Cortázar,
Garcia Márquez og Vargas Llosa
er litiö rúm fyrir bliðu. Orlög per-
sóna þeirra — sem eru i fjötrum
hugsjónastefna, opinbers
siðferðis eða hreint og beint
leiðinda — hljóta að vera að sjá
daginn i dag likt og daginn i gær
og daginn á morgun likt og daginn
i dag.
011 þau þema sem hér hefur
verið drepið á eru rikulega til
staðar i tveimur metsölubókum
sem eru mjög umtalaðar um
þessar mundir: fyrrnefndri
Króniku Márquez (en heiti henn-
ar er illmögulegt að þýða á is-
lensku svo að vel fari, þýðir
alltént Skýrsla um dauða sem
spáð hefur verið...) og Striðinu á
heimsenda eftir Vargas Llosa.
Vargas Llosa byggir sögu sina á
raunverulegum atburðum, bókin
segir frá hugdjörfum predikara
sem leiðir hjá sér skipanir yfir-
valda i ungu lýðveldi. Hann fer
með undarlegan söfnuð sinn, fá-
tæka bændur, þjófa og van-
skapaða inn i hið afskekkta hérað
Canudos i norðaustur Brasiliu og
setur á stofn sjálfstæða kristna
kommúnu. Að lokum er uppreisn
hans bæld niður og flestir upp-
reisnarmanna láta lifið sem og
heilar deildir úr stjórnarhernum.
Allir eru fórnarlömb ofsafeng-
inna hugsjóna sem Vargas Llosa
segir að sé ráðandi i flestum þjóð-
félögum nútimans. „Við höldum
áfram að drepa hvern annan
vegna drauga”, segir hann, „og
vegna þess að við neitum að horf-
ast i augu við raunveruleikann”.
t Króniku sinni rannsakar Már-
quez þau öfl sem ráða lifi fólksins
i innlöndum Kólombiu en það um-
hverfi kannast lesendur við af
fyrri bókum hans. Eins og við
sögðum frá i Helgar-Timanum
fyrir stuttu hefst bókin á brúð-
kaupi en á brúðkaupsnóttinni
kemst brúðguminn að þvi að kona
hans er eigi jómfrú. Slikt getur
hann ekki sætt sig við og hverfur
á braut. Það sem á eftir fylgir
sýnir karlmennskuhugsjónina i
öllu sinu veldi, karlmennirnir
berjast til að hefna þess sem þeir
telja óþolandi blett á sæmd sinni.
Vaxandi gróska
Þessar bækur eru þó ekki hinar
einu sem seljast vel um þessar
mundir. Upptalning:
Nao Veras Pais Nenhum, Þú
munt ekki sjá neitt land, eftir
Ignacio Loyola Brandao frá
Brasiliu. Bitur framtiðarsýn.
En Mi Jardin Pastan los
Héroes, Hetjur bita gras i garði
minum, eftir kúbanska útlagann
Heberto Padilla. Sagan segir frá
blaðamanni sem lokast inni i al-
ræðisriki.
La Guaracha del Macho Cama-
cho, eftir Luis Rafael Sánchez frá
Púertó Rico — hæðnisleg úttekt á
veru Bandarikja i heimalandi
höfundar.
Maldición Eterna a Quién Lea
Estas, Eilif bölvun þeim sem les
þessar siður, eftir Manuel Puig
frá Argentinu. Gamall útlagi i
hjólastól rifjar upp endurminn-
ingar sinar, um lif sitt og land.
Oftast er talað um suður-ame-
riskar bókmenntir sem eina heild
en sumir gagnrýnendur hafa þó
látið hafa eftir sér að „ástriða
höfundanna á eigin landi" hafi
lengst af komið i veg fyrir að
raunhæft sé að tala um áður-
nefnda heild. Bókmenntagagn-
rýnandinn Emir Rodriguez
Monegal frá Uruguay segir til
dæmis að þrátt fyrir góðan vilja
ýmissa höfunda séu raunveruleg-
ar suður-ameriskar bókmenntir
enn ekki staðreynd þar sem
Suður-Amerika hafi aldrei verið
ein menningarleg heild.
Sumir þykjast sjá þess merki
að landamærin séu rithöfundum
ekki jafn óyfirstiganleg hindrun
og áður. En um leið færast „þjóð-
legir” rithöfundar i aukana, ekki
sist i Brasiliu en þar má tala um
endurreisn i kjölfar þess að rit-
skoðun var hætt á siðasta áratug.
Þessi portúgalski hluti Suður-
Ameriku hefur eignast fjölda
mjög efnilegra höfunda og má
nefna Joao Ubaldo Ribeiro, Mári-
cio Souza, Ignacio de Loyola
Brandao, Ledo Ivo og Ivan
Angelo.
„Verðum við að lokum
færir um að hugsa sjálf-
ir?”
Öhætt er að segja að sivaxandi
áhugi umheimsins á suður-ame-
riskum bókmenntum hafi haft
góð áhrif á þróun mála i þessari
erfiðu álfu. Þótt ástandið sé þar
langt frá þvi að vera gott, kúgun
ekki minni en hún hefur verið og
fátæktin ógnvekjandi þá hafa
bókmenntirnar átt mjög veruleg-
an þátt i þvi að einangrun álfunn-
ar er nú aömestuleyti rofin. Aður
fyrr vissu fáir glögg skil á þvi
sem þar var að gerast, annað en
að stöðugt voru gerðar byltingar
og ofbeldi var landlægt, en nú
fylgist heimurinn allvel með at-
burðum. „Og það sem mest er um
vert”, segir Garcia Márques, „þá
hefur áhugi heimsins leitt til auk-
ins áhuga i heimalöndum okkar
sjálfra”. Octavio Paz varpaði
fram eftirfarandi spurningu fyrir
tiu árum siöan: „Þótthugsunin sé
oft fjarri i löndum okkar þá hafa
risið upp ljóðskáld og skáld-
sagnahöfundar sem jafnast á við
þá bestu annars staðar. Verðum
við að lokum færir um að hugsa
sjálfir?”
Svariö virðist vera já. Suður-
ameriskar bókmenntir eru komn-
ar fram i sviösljósið eftir hundrað
ára einsemd.
ij sneri og endursagöi
á bókamarkadi
Gabriel Garcia Márquez:
In Evil llour
Bard Book / Avon Books 1981
Til að íullnægja sivaxandi
eftirspurn Bandarikjamanna
eftir suður-ameriskum bók-
menntum helur Avon forlagið
hleypt af stokkunum bóka-
flokki með fjölda suður-ame-
riskra skáldsagna, Mál og
menning hefur nú ilutt slatta
þeirra inn. Þessi skáldsaga
Garcia Márquez var fyrst
gefin út árið 1968, hana þýddi
Gregory Rabassa á ensku en
nafn hans þykir vera nokkur
gæðastimpill á slikum þýðing-
um. Sögusviðið er aödáendum
Márquezar ekki ókunnugt, þaö
er letilegt og syíjað þorp i inn-
löndum Kólombiu. Allt i einu
er hafin undarleg plakataher-
ferð, virtustu borgararnir eru
sakaðir um hin verstu íólsku-
verk. Bærinn vaknar til lifsins
leit hefst aðhinum seku en hún
hlýtur að beinast að þorpinu
sjálfu, að borgurunum sem
ásakaðir hafa verið. Og
skyndilega standa bæjarbúar
frammi fyrir hinu illa i þorpi
sinu það tekur á sig margar og
ólikar myndir. Hér nýtur hinn
„töfrakenndi realismi” Már-
quezar sin til fulls: furðulegir
atburðir, ótrúlegar ýkjur og
öfgar, þessu segir hann frá
sem ekkert sé. Þessa bók hefði
enginn getað skrifað nema
Garbiel Garcia Márquez!
Dick Francis:
Reflex
Pan Books 1982
Dick Francis man ekki
hvenær hann sat hest lyrsta
sinn. Hann sat þá marga
siðan, var um hrið einn kunn-
asti og færasti knapi Brela-
veldis og siðar hrossablaöa-
maður, hóf jafn»framt að
skrifa reyfara. Og helur
skrifað þá ófáa. Þeir eru orön-
ir rúmlega tuttugu á ekki
miklu fleiri árum, lrægö hans
hefur fariö vaxandi á siöustu
árum og nú i'yrir jólin var ein
bóka hans gel'in út á islensku.
Ekki vitum við um hvaö sú
bók fjallaði en flestar hafa
veriö byggðar á reynslu Dicks
þessaaf veðreiðaheimum, þaö
er spilling, vondir menn á
vappi, fagrar konur bjóöasl
reglulega, ekkert af þessu er
frumlegt. Enda mun Francis
eiga allt sitt undir lipurri lrá-
sögn og skýrri atburðarás,
hreinum linum. Þessi bók ger-
ist enn i veðreiðaheimum,
ungur knapi á uppleiö kemsl á
snoðir um ýmislegt sem ógnar
frama hans og brátt honum
sjálfum. Bók sem vel má lesa
sér til gamans eina kvöld-
stund, hætt við aö hún veröi
fæstum ógleymanleg.
IN EVIL HOUR 0
^abriel garcia marquez
Mario Vargas Llosa:
The Green House
Bard Book / Avon Books 1981
Af Márquez er undanskilinn
hefur enginn suöur-ameriskur
höfundur á siðustu árum
fengið jafn ómælt lof og Var-
gas Llosa — sjá greinina hér
við hliðina. Fyrsta bók hans,
Hetjutimi i'ór sem eldur i sinu
um Suður-Ameriku og heim-
inn allan, hann l'ylgdi henni
eftir með Græna húsinu sem
þykir engu siðri. Sögusviðið er
hreint ekki ólikt Garciaheimi
Márquezar: borg inni i skóg-
inum. Þangað kemur skrýtinn
maður og byggír grænt hús.
Græna húsið er réttnel'nt
gleðihús, þangað leita ungar
stúlkur á flótta undan erliöi og
leiðindum lifsins I borginni,
ungirkarlar litu á Græna hús-
ið sem vin i eyðimörkinni. En
sterk öfl höfðu illan bilur á
Græna húsinu al trúarlegum,
siðferðilegum og íélagslegum
orsökum — þessi öfl samein-
uðu krafta sina að lokum til að
eyðileggja Græna húsið. Mik-
ill fjöldi persóna kemur við
sögu, blóðheitar stúlkur,
þurrpumpulegir karlar, nunn-
ur og Indiánar, útlagar og
máttarstólpar siðprýöinnar.
öldungis heillandi saga, sam-
inaf mikilli, djúpri lilfinningu.
Jcrzy Kosinski:
Pinball
Bantam 1982
Pólski Bandarikjamaðurinn
lætur ekki deigan siga. Hér er
áttunda skáldsaga hans, glæ-
ný i pressunni geíin út i stórri
og vandaðri pappirskilju. Sag-
an er býsna reyíarakennd.
Goddard er poppstjarna
aldarinnar, nýtur óskaplegra
vinsælda,hefur slegið öll met i
plötusölu. Málið er bara að
enginn veit hver Goddard er,
hann er rödd án andlits. Allir
hafa gefist upp á leitinni að
Goddard, þar til ung og
ákveðin stúlka gripur til ör-
þrifaráða. Hún fær i liö með
sér uppgjafatónskáld sem er
pólskur útlagi eins og Kosinski
og i sameiningu hefja þau
markvissa leit. Tónskáldinu
gengur til að njóta stúlkunnar
meðan færi er hvað stúlkunni
gengur til er málum blandiö.
Inn i leitina blandast ung og
kynósa þeldökk stúlka, pianó-
leikari aukinheldur og Chopin-
túlkandi og ungur og myndar-
legur elskhugi hennar. Sagan
er lengst af spennandi fjallar
um sálarlif persónanna, hvat-
ir þeirra, um tónlist — popp-
tónlist sem klassik. Kynlif
kemur mjög við sögu, lýsing-
arnar eru stundum hættulega
klisjukenndar. En tónlistin er
aðalatriði og hvernig hún full-
nægirfólki: reyfari handa tón-
fræöingum...
■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúb Máls og
menningar. Tekið skal fram að hér er um kynningar að ræða en
öngva ritdóma.
s DICK
FRANCIS
REFLEX
‘EASILY tm MOST nCCOMFLISBEI)
NOVCLTO-DAnr
DAILY TEUX5KAPH
THE GREEN HOUSE
MARIO VARGAS UOSA