Tíminn - 18.04.1982, Side 9

Tíminn - 18.04.1982, Side 9
Sunnudagur 18. aprll 1982 9 menn og málefni SI'iM'I H Ahrif Framsóknar meiri en fulUruatalan gefur til kynna Senn líður að lokum þess kjör- timabils er sveitarstjórnir voru kosnar til að sitja og kosninga- skjálfti farinn að gripa um sig, enda ekki nema rúmur mánuð- ur þar til kosið verður. 1 siðustu kosningum fyrir fjórum árum bar það helst til tiðinda, aö meirúiluti Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik féll, og þótti mörgum það vonum siðar. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði þá ráðið borg- inni einn, lengur en elstu menn mundu, eiginlega alla tið siðan Reykjavikvar gefið borgarnafn og fór að bera höfuð og herðar yfir aðra þéttbýlisstaði á land- inu. Jónas Guðmundsson hafnarstjórnarmaður m.a. seg- ir reyndar, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi stjórnað Reykjavik siðan 1906 og fram til siðustu kosninga. Að visu varð flokkur- inn ekki til fyrr en lögnu siðar, en rétt má vera hjá Jónasi, að i- haldsmeirihlutinn nái allt aftur til fyrsta áratugar aldarinnar þótt nafnabreytingar hafi orðið á honum siðar. Það eru ekki bara kommarnir sem taka sér ný heiti, þótt þeir séu nú allra flokka lauslátastir i þessu efni og punti oftar en aðrir flokkar upp á frontinn með nýjum og aðlaðandi nafngiftum. Meirihlutinn varð að minnihluta Það varð mikill brestur þegar sá gróni ihaldsmeirihluti var allt i einu orðinn að minnihluta, og irafárið slikt, að engu var likara en Sjálfstæðismenn i Reykjavik hefðu ekki lengur jörð til að ganga á. Upp var komin sú skelfilega staða, að augljóst var að vinstri flokkarn- ir mundu taka höndum saman og mynda meirihluta i borgar- stjórn Reykjavikur. Það verður að viðurkennast að allir vinstri menn voru ekki jafnánægðir með niðurstöðuna, þótt allir gleddust yfir að ihaldið væri komið i minnihluta. Þótti sum- um satt best að segja, að Alþýðubandalagið hefði fengið óþarflega marga borgarfulltrúa á kostnað hinna vinstri flokkanna. En hvað um það — gamla.gráa ihaldið var að velli lagt og meirihluti myndaður á þann veg að allir sem að honum stóðu máttu allvel við una. Ekki vantaði hrakspárnar frá gamla meirihlutanum frá 1906. Glundroðakenningin var sett fram og mikið á henni hamrað fyrst i stað. Hún er i stuttu máli sú, að vinstri menn kæmu sér aldrei saman um neitt, hefðu ekki hundsvit á æbri f jármálum og allt mundi fara i handaskol- um i stjórn borgarinnar. Reykjavik gæti enginn stjórnað nema Sjálfstæðismenn. En það fór með glundroðakenninguna einsog leiftursóknina góðu, hún sprakk i höndum skapara sinna, og þvi meira sem hamast var viö að sanna að kenningin væri góð og gild og á rökum reist kom æ betur i ljós eftir þvi sem á kjörtimabilið leið, að hún var aldrei annað en bumbusláttur þeirra sem settu kenninguna fram. Ágreiningur og uppákomur Raunin er sú, að samstarfið hefur gengið vonum framar, framkvæmdir á ýmsum sviðum verið miklar og fjármálastjórn- in i betri skorðum en i mörg undangengin ár og afkoma borgarsjóðs sist verri en flestra opinberra sjóða á þessum siðustu og bestu timum. Sam- starfsflokkarnir bárugæfu til að ráða traustan atorkumann i stöðu borgarstjóra. Hefur reynslan sýnt, að borgarstjóri Reykjavikur þarf alls ekki að vera kjörinn pólitikus. Egill Skúli Ingibergsson hefur gegnt starfi sinu með sóma og áunnið sér virðingu allra borgarbúa, og er einsýnt að þess verði farið á leit við hann að gegna starfinu áfram að loknum næstu kosningum. Auðvitað hefur samstarfið ekki gengið alveg snurðulaust, enda ekkert eðlilegra en að menn og konur greini á um margs kyns málefni, ekki sist i meirihlutasamstarfi sem þrir stjórnmálaflokkar taka þátt i, og eru að mörgu leyti ólikir inn- byrðis, þótt allir kenni sig við vinstri stefnu. En slikt skerpir aðeins samstarfsviljann. Einkum hefur það verið i minni háttar málum sem mest hefur borið á ágreiningi, og oft hafa þær Sjöfn og Guðrún skemmt okkur mæta vel með uppátækjum sinum og orða- hnippingum, enda báðar hinir mestu skörungar og ekki sýnt um að láta hlut sinn, sist hvor fyrir annarri. Hvelíur út af sýningum i myndlistarhúsinu á Klambratúni, hafnargerð i Tjörninni eða hvort útitaflið neðan við Gamla Bernhöfts- bakariið er til yndisauka eða ekki, eru einkum til þess fallin aö hleypa fjöri i borgarlifið, og er það vel. Ágreiningsefnin innan meiri- hluta borgarstjórnar hafa sjálf- sagt verið mörg, glundroöi hefur það ekki verið, og mál verið leyst á þann veg að allir hafa sæmilega mátt við una. Fámennt en góðmennt Ein af hrakspánum i byrjun kjörtimabilsins var sú, að kommarnir mundu öllu ráða i skjóli fjölda borgarfulltrúa. Þetta hefur heldur ekki reynst rétt. Að visu hefur enginn full- trúa Framsóknar eða Alþýðu- flokks fengið að renna i Elliðaárnar fyrsta veiðidag á vorin. Þeir hafa látið Sigurjóni Péturssyni það ljúflega eftir, enda sómir maðurinn sér vel við svoddan athöfn, og ekkert al- múgayfirbragð yfir þeim til- tektum hans. Eins fer það for- seta borgarstjórnar einkar vel að taka viö norska jólatrénu, og þvi óþarft aö láta öðrum það eftir. 1 ráð og nefndir borgarinnar hefur fólk verið kjörið að lýð- ræðislegum hætti. Minna má á, að þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki nema einn borgarfull- trúa á þvi kjörtimabili sem nú er að liða, hafa fulltrúar hans gegnt viðamiklum embættum i stjórn Reykjavikur. Kristján Benediktsson er til að mynda formaður Fræðsluráðs og Gerður Steinþórsdóttir er for- maður Félagsmálaráðs sem á hennar tið hefur aukist og eflst vegna aukinnar félagslegrar þjónustu og framkvæmda alls kyns til að sinna henni. Eirikur Tómasson er formaður Iþrótta- ráðs, sem er þýðingarmikill póstur i starfi að uppeldis- og æskulýðsmálum og til al- menningsheilla yfirleitt. Óneitanlega urðu það fram- sóknarmönnum mikil vonbrigði að ná ekki inn nema einum borgarfulltrúa i siðustu borgar- stjórnarkosningum. En bót var í máli, að fulltrúi flokksins, Kristján Benediktsson, var og' er einn reyndasti stjórnmála- maðurinn sem völ er á til að vinna að málefnum Reykvik- inga. Hann hefur átt sæti i borgarstjórn og borgarráði i mörg kjörtimabil og gjörþekkir störf borgarstjórnar og þau vandamál sem leysa þarf til að vel farnist. Sáttasemjari I siðustu borgarstjórnar- kosningum voru margir nýliðar kjörnir, ekki sist meðal þeirra sem nú skipa meirihlutann. Það var þvi ekki litils um vert þegar gengið var til samstarfs, að hafa til ráðuneytis og samvinnu jafn reyndan mann og kunnug- an innviðum borgarstjórnar og Kristján. Enda hefur sú raunin orðið á, að i þau fjögur ár, sem vinstri meirihlutinn hefur stjórnað Reykjavik hefur starf þessa eina framsóknarmanns i borgarstjórninni haft mun meiri þýðingu, en fulltrúatala flokks- ins segir til um. Það er ekki sist Kristjáni að þakka að glund- roðakenningin hefur aldrei orð- ið annaö en áróðursslagorð i munni sjálfstæðismanna. Kristjáni er ekki lagið að slá um sig og geipa af störfum sinum, en það er vitað mál að þegar gusugangur milli fulltrúa hinna samstarfsflokkanna hefur gengið full hátt, hefur það verið hlutverk Kristjáns að verja skútuna boðaföllum og lægja öldur. Hann hefur verið sátta- Oddur Olafsson, skrifar semjari meirihlutans og gengt þvi hlutverki af festu og hóg- værð. Þegar litið er yfir farinn veg i lok kjörtimabilsins sést vel, að engar hrakspár hafa ræst, þvert á móti er sist verra að búa i Reykjavik i dag en var undir ihaldsstjórn. Fleiri en vinstri menn ánægðir Tæpast er hægt að væna Jónas Kristjánsson ritstjóra Dag- blaðsins og Visis um að hann sé hallur undir vinstri villu. S.l. miðvikudag skrifaði hann leiðara i blað sitt og gerði úttekt á stjórn Reykjavikur s.l. fjögur ár,þar segir m.a.: „Þegar skipti urðu á meiri- hluta i borgarstjórn Reykja- vikur fyrir fjórum árum, töldu sumir, að borgarhrun væri framundan, og aðrir, að Iðavöll- ur mundi risa i borginni. Hvor- ug spáin varð að raunveruleika. 1 stórum dráttum hafa borgarmálin gengið sinn vana- gang. Breytingar hafa orðið færri og viðaminni en búast hefði mátt við. Ekki hefur til dæmis orðið vart sveiflu frá hægri til vinstri, ef þær áttir hafa þá einhverja merkingu. Sumpart stafar þetta af, að fyrrverandi meirihluti hafði gengiö lengra til félagshyggju en titt er um flokka, sem taldir eru starfa á hægri væng stjórn- málanna. Gamli meirihlutinn var búinn að stela glæpnum frá hinum nýja. Einnig veldur þessu, að i Reykjavik hefur mótast öflug sveit embættismanna, sem eru tæknimenn og hafa oft betri lausnir á hraðbergi en þeir, sem hugsa i hugmyndafræðiiegu mynstri. Enda eru borgarmál aðallega tæknileg. Raunar er athyglisvert, hversu heppin Reykjavik hefur verið með embættismenn. Þeir falla ekki sem heild i hið kunnuglega alþjóðamynstur hinnar dauðu handar opinbers rekstrar, þótt hér eins og annars staðar sé misjafn sauðurinn. Meirihluti þessa kjörtimabils hefur reynt að auka umsvif stjórnmálamanna i borgarmál- um. Fjölgun borgarfulltrúa er sú afleiðing, sem mest ber á, en hugmyndir um viðtækar breytingar á stjórnkerfinu hafa ekki náð fram að ganga. Ekki verður hins vegar séð, að þessum meirihluta hafi fylgt meiri losarabragur fjármála, sem stundum þykir fylgja svo- kölluðum vinstri flokkum. Þvert á móti hafa f jármálin verið i til- tölulega traustu horfi á kjör- timabilinu. Núverandi meirihluti hefur hneigst að þvi að spara undir- búningskostnað með þvi aö leyfa byggingar á auðum svæð- um i borginni. Fyrri meirihluti vildi hins vegar eiga slik svæði til góða til að mæta seinni tima aðstæðum. Meirihlutinn vill stækka borg- ina til austurs upp á svæðið norðan Rauðavatns, en fyrri meirihluti hafði ráðgert að stækka hana til norðurs á svæð- ið umhverfis Korpúlfsstaði. Þetta er eitt aðaldeilumái borgarstjórnar. Hér hefur dæmigert tæknimál verið gert pólitiskt. Annar hóp- urinn verður að vera á móti þvi, sem hinn er með, og öfugt. Þannig er búin til pólitisk deila, sem ekki á sér hugmynda- fræðilega stoð i flokkakerfinu.” Svo mælir Jónas Kristjáns- son. Kynferði og stefnumörkun Borg af stærð Reykjavikur, þar sem þriðjungur lands- manna býr verður aldrei stjórnað svo að öllum liki og á- vallt skapast ný og ný úr- lausnarefni sem leysa þarf. Einnig eru framkvæmdum og alls kyns þrifamálum takmörk sett af fjárhagsástæðum fyrst og fremst. Stjórn Reykjavikur verður þvi aldrei fullkomin, en aðalatriðið er að kjörnir fulltrú- ar leitist við að haga sinum verkum þannig að þau verði sem flestum borgarbúum til hagsbóta. Þótt einstök fram- kvæmdaatriði séu umdeilanleg geta Reykvikingar vel við unað hvernig til hefur tekist þetta kjörtimabil. Að öllu jöfnu hefur það ekki verið háttur stjórnmálamanna að ákveða fyrir kosningar i hvers konar stjórnarsamstarfi þeir muni taka þátt að þeim loknum. Nú fyrir þessar borgar- stjórnarkosningar hefur Alþýðubandalagið ákveðið að taka þátt i vinstri stjórn að þeim loknum og oddvitar Fram- sóknarflokks og Alþýöuflokks hafa látiðað þvi liggja, að til séu þeir ef tilskilinn meirihluti næst. Talsverðar breytingar hafa orð- ið, og verða þessar kosningar með nokkuð öðrum brag en hinar siðustu. Borgarfulltrúum hefur verið f jölgað og nýr fram- boðslisti bæstvið. A honum eru konur eingöngu. Ekki hafa þær látið uppi aðrar pólitiskar skoð- anir en að þær séu kvenmenn, og muni hafa þá staðreynd að leiðarljósi i ákvarðanatöku, þegar þar að kemur. Hins vegar hafa allar þær mörgu konur sem skipa aðra framboðslista ákveðnar póli- tiskar skoðanir og stefnu og skera sig ekki úr karlpeningn- um á listunum að þvi leyti. Hér skal engum getum að þvi leitt hvaða möguleika kvenna- listakonur hafa til að koma full- trúa i borgarstjórn, eöa jafnvel fleirum. En það getur sett strik i reikninginn þegar semja á um meirihlutasamstarf að kosn- ingum loknum. Sumir segja að kvennalistinn sé heldur vinstra megin við Alþýðubandalagið og stefnuskráin samkvæmt þvi, að þvi marki sem hún getur talist marktæk. Aðrir þykjast grilla i eina og eina Heimdallarstúlku inni á milli. Þvi er bágt að sjá i hvaða fylkingu kvennalistinn skipar sér, ef svo fer að hann komi fulltrúa að, eða hvaða glundroða það kann að vekja upp. En hvað sem þvi liður munu framsóknarmenn treysta á dómgreind almennings i komandi kosningum og minna þáá ,sem gera vilja hlutkvenna enn meiri i stjórnmálum en nú er, að i þrem fyrstu sætum lista Framsóknarflokksins eru tvær konur. Og ef við eigum að vera bjartsýn skal itrekað, að i fyrstu fimm sætunum eru þær þrjár. En það er ekki aðalatriðið hvort það er karl eða kona sem kosinn er, heldur hitt — að kjörnir fulltrúar séu vel hæfir til að takast á við þau verkefni er þeir bjóða sig frarn til að gegna og hafi til að bera dugnað og vilja til að leysa þau af hendi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.